Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 25 LISTIR LEIKLIST Leikfélag Dalvíkur, Ungó, Dalvík AÐ EILÍFU eftir Árna Ibsen. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. Tdnlist: Borgar Þórarinsson. Leikmynd: Kristján M,jarlarson. Ljósahönnun: Ingvar Björnsson, Búningar: Ásrdn Ingva- dóttir, Hólmfríður M. Sigurðardóttir og María Jónsdóttir. Föstudagur 6. febrúar. AÐ EILIFU eftir Arna Ibsen, sem sýnt var við góðar undirtektir í Hafnarfjarðarleikhúsinu Hermóði og Háðvör í fyrra, er nú stigið upp á hringekjuna sem flytur íslenskt leiklistarléttmeti um landsbyggð- ina. Fyrsti viðkomustaður er Dal- vík. Þetta leikrit er röð svipmynda LR sýnir Grease LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýnir rokksöngleikinn Grease á Stóra sviði Borgarleikhússins nú í júní- lok. Það er breski leikstjórinn og danshöfundurinn Kenn Oldfield sem færir söngleikinn upp og verð- ur viðstaddur prufurnar. Tónlistar- stjóri verður Jón Ólafsson. LR leitar nú eftirfólki, til að taka þátt og er óskað ftir fólki, 16 ára og eldra, í söng- dans- og leikprufu dagana 14.-17. febrúar nk. -----------???--------- Frumsýningar- tafír Á FRUMSÝNINGU íslenska dansflokksins á Útlögum síðastliðið laugardagskvöld á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu bilaði tjaldið og vildi ekki upp að hléi loknu. Gestir fengu því óvænt lengra hlé meðan starfsmenn Borgarleikhússins gerðu við. Brugðið var á það ráð að fjar- lægja tjaldið og gátu dansarar flokksins því stigið á svið, að lok- inni nokkurri bið, og lokið sýningu kvöldsins. ? ?? Tímarit • DYNSKOGAR, rit Vestur- Skaftfellinga, sjötta bindi, er kom- ið út. Meginefni ritsins að þessu sinni er frásögn aflífí og starfí Brands Jóns Stefánssonar frá Litla-Hvammi í Mýrdai - Vatna-Brands eins og hann var oft nefndur fyrr á árum, í samantekt Sigþórs Sigurðssonar símaverk- stjóra í Litla-Hvammi, eftir frá- sögn Brands. Brandur Stefánsson fékk strax á unga aldri óbilandi trú á bílnum sem farartæki framtíðarinnar hér á landi. Liðlega tvítugur réðst hann íkaup á Ford-vörubíl og fékk hann sendan ípörtum með skipi austur til Víkur í Mýrdal. Þar í fjörunni var bíllinn settur samna - og fyrsti bíllinn ók inn í Víkur- þorp 25. maí 1927, fyrir 70 árum. Þá voru flest vötn óbrúuð en Brandur lét það ekki hefta för sína lengi og strax á næsta ári var hann með bíl sinn í fórum allt frá Mark- arfijóti austur í Skaftártungu og stóð fyrir áætlunarferðum milli Víkur og Reykjavíkur en farþegar voru reiddir yfir Markarfljót. Brandur segir frá æsku- og uppvaxtarárum og margvíslegum störfum sínum síðar á ævinni. Aföðru efni Dynskóga skal nefna frásögn Guðmundar Sveinssonar frá Vík affyrstu bílferð um Fjalla- baksleið nyrðri fyrir hálfri öld. Ritið er rúmar 300 síður. Það prýðir fjöldi mynda, bæði afein- staklingum sem við sögu koma sem og afsviði atvinnu- og sam- göngumála. Ástin sigrar allt úr „brúðkaupi Guðrúnar Birnu Klörudóttur og Jóns Péturs Guð- mundssonar, aðdraganda þess, undirbúningi og eftirköstum" eins og stendur á titilsíðu leikskrárinn- ar, sem er, eins og jafnan hjá Dal- víkingum, ítarleg og fróðleg. Þetta leikrit er kunnáttusamlega riðið net til að slæða með á grunn- miðum; það fangar enga stórfiska en síli mörg. Þeir sem sætta sig við sókn á þessi mið eru oftast harla ánægðir með fangið. Það mátti heyra í Hafnarfirði á liðnum vetri og einnig í Ungó á Dalvík á fóstu- daginn. Konur í salnum hlógu dátt, oftar er karlar heyrðist mér, og stundum með skríkjum. Ekki er sanngjarnt að bera saman þessar uppsetningar að öðru leyti. I Hafn- arfirði starfaði menntað lið og þjálfað með betri efni og snöggt um skárri aðstæður, en í Dalvík tekst samt að skapa áþekkt and- rúmsloft og skemmta áhorfendum. Og þá er aðalmarkmiðinu sannar- lega náð. Sýningunni er haganlega fyrir komið á hinu litla sviði og það er gaman að sjá hve þeir fáu leik- munir sem komast þar fyrir eru vel nýttir. Þetta auðveldar atriða- skiptingar til muna og þess vegna verða þær hvorki þunglamalegar né tímafrekar. Vel af sér vikið hjá leikstjóranum Oddi Bjarna Þor- kelssyni, sem á hér sína frumraun, sýningarstjóranum Sigríði Guðmundsdóttur og leik- tjaldasmiðunum Kristjáni Hjart- arsyni, Birni Björnssyni, Guð- mundi Guðlaugssyni og Degi Óskarssyni. Leikendur færa verkið ekki mikið í stílinn en samt má sjá hér marga skoplega og stundum góða takta. Með hlutverk brúðhjón- anna fara Kristín Jóhannsdóttir og Ósvaldur Freyr Guðjónsson og komast bæði vel frá sínu. Kristín er bæði fjörleg og hefur góða framkomu á sviði. Dana Jóna Sveinsdóttir hefur gott tímaskyn og sýnir glöggt næmi fyrir kímni. Þá er Sigurbjörn Hjörleifsson óborganlegur í gervi gamla fausksins sem ætlar að drepa brúðkaupsgesti úr leiðindum með ættartölu sinni. Sigurður G. Lúð- víksson er traustur sem prestur- inn og augljós töggur í Guðnýju Bjarnadóttur sem sundkennara og veislustjóra með herforingja- takta. Margt ungt fólk fer með hlutverk í Að eilífu, og þó það sé ekki tíundað hér, má auðveldlega sjá hvernig sumir, t.d. Jóna Sig- urðardóttir og Ómar Hjörleifsson, bæta við sig á leiksviðinu með nýjum verkefnum ár frá ári. Bún- ingar eru unnir af alúð og brúð- ar(kjóllinn?) svo aðlaðandi að ég er viss um að brúðgumann langaði til að rífa hann utan af elskunni sinni við fyrsta tækifæri. Guðbrandur Gíslason Kynnstu töfrum Suzuki Gerðu innanbœjaraksturinn skemmtilegri Sestu inn 1 Suzuki Swift og láttu fara vei um þig Framsœtin eru upphituð. Það eru sam- lœsingar á hurðum og afturhlerinn er opnanlegur frá bílstjórasœti. Hliðar- speglar og rúður eru rafstýrð og skol- sprautur á framljósum og afturrúðu. Við viljum benda á að Swift skutlan er með þjófavörn sem staðalbúnað. Swift er lipur, spameytinn og með yfir 90% endmgu Swift er sérstaklega nettur og lipur að keyra og hentar því mjög vel í innanbæjaraksturinn. Aflmikil vélin hefur verið þrautreynd í 10 ár og er ein sú sparneytnasta á markaðnum. Ennfremur er ending Suzuki Swift ein sú allralengsta sem þekkist hér á landi eða 90,7% samkvæmt DV- könnun 18.10.'97, Nýskráðir bilar 1987 enn á númerum. QgUmátmbifc SWiFTGLS,3-d SWlFTGLX.S-d 9S0.000 KR, 1.020,000 KR, Traustur búnaður tryggir hámarks árekstursöryggi Að framan og aftan eru krumpu- svæði með stigvaxandi fyrirstöðu uns kemur að farþegarýminu sem er með sérstyrktum hurðum, þröskuldum og miðpóstum. Þetta, ásamt loftpúðum og hæðarstillan- legum öryggisbeltum, tryggir hámarks árekstursöryggi. Ný og enn betri fjöðrun eykur veggrip Swift hefur sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli sem ekki er algengt með bíla í þessum verð- og stærðarflokki. Þetta tryggir bæði aukið veggrip og öryggi farþega. 1 I ALLIR SUZUKI BiLAR ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS- LOFTPÚÐUM. SUZUKI AFLOG ÖRYGGI SUZUKISÓLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 43128 00. Akurcyri: BSA hl, Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf, Miðási 19, simi 471 2011. Hafnarfjórður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, sími 55515 50. Isafjörður: Bilagarður chf, Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 42112 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.