Morgunblaðið - 11.02.1998, Síða 25

Morgunblaðið - 11.02.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 25 LISTIR Astin sigrar allt LEIKLIST Leikfélag Dalvfkur, Ungó, Dalvík AÐ EILÍFU eftir Árna Ibsen. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. Tónlist: Borgar Þórarinsson. Leikmynd: Kristján Hjartarson. Ljósahönnun: Ingvar Björnsson, Búningar: Ásrún Ingva- dóttir, Hólmfríður M. Sigurðardóttir og María Jónsdóttir. Föstudagur 6. febrúar. AÐ EILÍFU eftir Árna Ibsen, sem sýnt var við góðar undirtektir í Hafnarfjarðarleikhúsinu Hermóði og Háðvör í fyrra, er nú stigið upp á hringekjuna sem flytur íslenskt leiklistarléttmeti um landsbyggð- ina. Fyrsti viðkomustaður er Dal- vík. Þetta leikrit er röð svipmynda LR sýnir Grease LEIKFÉLAG Reykjavíkur sýnir rokksöngleikinn Grease á Stóra sviði Borgarleikhússins nú í júní- lok. Það er breski leikstjórinn og danshöfundurinn Kenn Oldfield sem færir söngleikinn upp og verð- ur viðstaddur prufurnar. Tónlistar- stjóri verður Jón Olafsson. LR leitar nú eftirfólki, til að taka þátt og er óskað ftir fólki, 16 ára og eldra, í söng-, dans- og leikprufu dagana 14.-17. febrúar nk. --------------- Frumsýningar- tafir Á FRUMSÝNINGU íslenska dansflokksins á Útlögum síðastliðið laugardagskvöld á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu bilaði tjaldið og vildi ekki upp að hléi loknu. Gestir fengu því óvænt lengra hlé meðan starfsmenn Borgarleikhússins gerðu við. Brugðið var á það ráð að fjar- lægja tjaldið og gátu dansarar flokksins því stigið á svið, að lok- inni nokkurri bið, og lokið sýningu kvöldsins. ------^4------- Tímarit • DYNSKÓGAR, rit Vestur- Skaftfellinga, sjötta bindi, er kom- ið út. Meginefni ritsins að þessu sinni er frásögn af lífi og starfi Brands Jóns Stefánssonar frá Litla-Hvammi í Mýrdal - Vatna-Brands eins og hann var oft nefndur fyrr á árum, í samantekt Sigþórs Sigurðssonar símaverk- stjóra í Litla-Hvammi, eftirfrá- sögn Brands. Brandur Stefánsson fékk strax á unga aldri óbilandi trú á bílnum sem farartæki framtíðarinnar hér á landi. Liðlega tvítugur réðst hann í kaup á Ford-vörubíl og fékk hann sendan í pörtum með skipi austur til Víkur í Mýrdal. Þar í fjörunni var bíllinn settur samna - og fvrsti bíllinn ók inn í Víkur- þorp 25. maí 1927, fyrh• 70 árum. Þá voru flest vötn óbrúuð en Brandur lét það ekki hefta för sína lengi og strax á næsta ári var hann með bíl sinn í fórum allt frá Mai'k- arfljóti austur í Skaftártungu og stóð fyrir áætlunarferðum milli Víkur og Reykjavíkur en farþegar voru reiddir yfir Markarfljót. Brandur segir frá æsku- og uppvaxtarárum og margvíslegum störfum sínum síðar á ævinni. Af öðru efni Dynskóga skal nefna frásögn Guðmundar Sveinssonar frá Vík af fyrstu bílferð um Fjalla- baksleið nyrðri fyrir hálfri öld. Ritið er rúmar 300 síður. Það prýðir fjöldi mynda, bæði af ein- staklingum sem við sögu koma sem og af sviði atvinnu- og sam- göngumála. úr „brúðkaupi Guðrúnar Birnu Klörudóttur og Jóns Péturs Guð- mundssonar, aðdraganda þess, undirbúningi og eftirköstum" eins og stendur á titilsíðu leikskrárinn- ar, sem er, eins og jafnan hjá Dal- víkingum, ítarleg og fróðleg. Þetta leikrit er kunnáttusamlega riðið net til að slæða með á grunn- miðum; það fangar enga stórfiska en síli mörg. Þeir sem sætta sig við sókn á þessi mið eru oftast harla ánægðir með fangið. Það mátti heyra í Hafnarfirði á liðnum vetri og einnig í Ungó á Dalvík á fóstu- daginn. Konur í salnum hlógu dátt, oftar er karlar heyrðist mér, og stundum með skríkjum. Ekki er sanngjarnt að bera saman þessar uppsetningar að öðru leyti. I Hafn- arfirði starfaði menntað lið og þjálfað með betri efni og snöggt um skárri aðstæður, en í Dalvík tekst samt að skapa áþekkt and- rúmsloft og skemmta áhorfendum. Og þá er aðalmarkmiðinu sannar- lega náð. Sýningunni er haganlega fyrir komið á hinu litla sviði og það er gaman að sjá hve þeir fáu leik- munir sem komast þar fyrir eru vel nýttir. Þetta auðveldar atriða- skiptingar til muna og þess vegna verða þær hvorki þunglamalegar né tímafrekar. Vel af sér vikið hjá leikstjóranum Oddi Bjarna Þor- kelssyni, sem á hér sína frumraun, sýningarstjóranum Sigríði Guðmundsdóttur og leik- tjaldasmiðunum Kristjáni Hjart- arsyni, Birni Björnssyni, Guð- mundi Guðlaugssyni og Degi Oskarssyni. Leikendur fæi-a verkið ekki mikið í stílinn en samt má sjá hér marga skoplega og stundum góða takta. Með hlutverk brúðhjón- anna fara Kristín Jóhannsdóttir og Osvaldur Freyr Guðjónsson og komast bæði vel frá sínu. Kristín er bæði fjörleg og hefur góða framkomu á sviði. Dana Jóna Sveinsdóttir hefur gott tímaskyn og sýnir glöggt næmi fyrir kímni. Þá er Sigurbjörn Hjörleifsson óborganlegur í gervi gamla fausksins sem ætlar að drepa brúðkaupsgesti úr leiðindum með ættartölu sinni. Sigurður G. Lúð- víksson er traustur sem prestur- inn og augljós töggur í Guðnýju Bjarnadóttur sem sundkennara og veislustjóra með herforingja- takta. Margt ungt fólk fer með hlutverk í Að eilífu, og þó það sé ekki tíundað hér, má auðveldlega sjá hvernig sumir, t.d. Jóna Sig- urðardóttir og Ómar Hjörleifsson, bæta við sig á leiksviðinu með nýjum verkefnum ár frá ári. Bún- ingar eru unnir af alúð og brúð- ar(kjóllinn?) svo aðlaðandi að ég er viss um að brúðgumann langaði til að rífa hann utan af elskunni sinni við fyrsta tækifæri. Guðbrandur Gíslason S 1 N C V SWIFT 3-DYRA OG 5- DYRA Kynnstu töfrum Suzuki Gerðu innanbœjaraksturinn skemmtilegri Sestu inn í Suzuki Swift og láttu fara vel um þig Fmmsætin eru upphituð. Það eru sam- læsingar ú hurðum og afturhlerinn er opnanlegur frd bílstjórasæti. Hliðar- speglar og rúður eru rafstýrð og skol- spmutur á framljósum og afturrúðu. Við viljum benda á að Swift skutlan er með þjófavöm sem staðalbúnað. Swift er lipur, sparneytinn og með yfir 90% endingu Swift er sérstaklega nettur og lipur að keyra og hentar því mjög vel í innanbæjaraksturinn. Aflmikil vélin hefur verið þrautreynd í 10 ár og er ein sú sparneytnasta á markaðnum. Ennfremur er ending Suzuki Swift ein sú allralengsta sem þekkist hér á landi eða 90,7% samkvæmt DV- könnun 18.10.'97, Nýskráðir bilar 1987 enn á númerum. 0g tótu d verðið: SWIFTGLS.34 SWIFT GLX, $-d 980,000 KR. 1,020,000 KR, Traustur búnaður tryggir hámarks árekstursöryggi Að framan og aftan eru krumpu- svæði með stigvaxandi fyrirstöðu uns kemur að farþegarýminu sem er með sérstyrktum hurðum, þröskuldum og miðpóstum. Þetta, ásamt loftpúðum og hæðarstillan- legum öryggisbeltum, tryggir hámarks árekstursöryggi. Ný og enn betri fjöðrun eykur veggrip Swift hefur sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli sem ekki er algengt með bíla í þessum verð- og stærðarflokki. Þetta tryggir bæði aukið veggrip og öryggi farþega. 1 $ ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEO 2 ÖRYGGIS- LOFTPÚÐUM. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sfmi 462 63 00. CT f / T TTVT ÍTTT A D T TT? Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjöröur: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Isafjörður: Bílagarður ehf., ^ VJ Z-iVJ I\.l UIL/ ViV I I1 Grænagarði, sími456 3095. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni8,simi 421 12 00.Selfoss:BilasalaSuðurlands, Hrísmýri5,sími482 3700. Skeifunni 17. Sími 568 51 00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.