Morgunblaðið - 11.02.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 11.02.1998, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR NORÐUR-AMERÍKU PLATA Jjörnes- brotábeltiö kjálftabetti lUÖuriands EVRO-ASIU PLATA Jarðskjálftasvæðin Landið er fagurt og frítt, og fannhvítir jöklanna tindar himinninn heiður og blár hafið er skínandi bjart ÞANNIG lýsti Jónas Hallgrímsson landinu okkar, og þannig viljum við hafa það. Við íyllumst líka stolti þegar heims- byggðin horfír hingað á 1 náttúruna leysa úr læð- ingi sinn innri kraft, stolti yfir því að eiga hlutdeild í þessu öllu saman. Oðru hverju erum við svo minnt á ógnina sem okk- ur stafar af hamforum náttúrunnar. Kannski er sá staðui- ekki til hér á landi þar sem engin ógn stafar af henni. Með þessari ógn verðum við að lifa eins og með fegurðinni. Við þurfum að vinna sam- eiginlega að því að gera lífið hér gott þrátt fyrir hættuna, læra að lifa með hættunni og læra að lifa hana af. Við verðum að gera þá kröfu til okkar sjálfra og stjómvalda að grípa til vamaraðgerða, sem byggðar em á ^ rannsóknum og skynsamlegri yfirveg- un. Oft er freistandi að loka augunum fyrir hættunum og eðlilega mikla sumir fyrir sér, að húsið þeirra verði lítils virði ef lóðin sem það stendur á er lýst hættusvæði. Á þessu verður samfélagið að taka með samábyrgð. Ef við neitum að horfast í augu við hættuna, hvort sem það er af mannlegum eða efnahagslegum ástæðum, munum við ekki læra að lifa með henni. Á Islandskortinu hér með er - því lýst hversu miklum jarð- skjálftaáhrifum megi búast við á hveijum stað á 500 ára fresti. Kortið er unnið af Páli Hall- dórssyni upp úr sögulegum heimildum um jarðskjálfta frá því um 1700 og svo mældum jarðskjálftum sem orðið hafa á þessari öld. Kortið er unnið með tölfræðilegum aðferðum sem al- mennt eru notaðar við slíka matsgerð, út frá heimildum og með þvi að taka tillit til þess al- mennt sem við vitum um eðli plötuskriðsins á Islandi. Á þessu korti hafa svo verkfræð- ingar byggt jarðskjálftastaðal, sem notaður er við mannvirkja- gerð. Þetta kort segir ekki allan sannleikann um jarðskjálfta- hættu á Islandi. Það jafnar áhrif út á stórum svæðum, m.a. vegna þess hversu heimildimar eru ónákvæmar og fáar. Oft er byggt á munnlegum heimildum sem eru misgóðar, og mjög takmarkaðar á sumum svæð- um, sérstaklega þar sem lítil byggð var. Það tekur heldur ekki tillit til staðbundinna Ragnar Stefánsson áhrifa, vegna yfirborðs- jai-ðlaga og nálægðar við sprungur. Síðast en ekki síst byggist kortið á því að jarðhræringar síð- ustu 300 árin gefi rétta mynd af því sem hér gæti gerst, sem auðvitað er ekki öruggt. Kortið er hins vegar mikilvægur og góður al- mennur grundvöllur, sem við þm-fum að nýta okkur sem best meðan annað og betra er ekki til. Jafnframt þarf við mannvirkjagerð að taka tillit til sérstakra að- stæðna á hverjum stað, og áfram þarf að vinna að almennum rannsóknum, til að gera smám saman ný og bætt áhrifakort með vaxandi þekkingu og skilningi á eðli náttúru- aflanna. Island er á Mið-Atlantshafshryggn- um, sem eru skil tveggja platna þar sem aðra, Ameríkuplötuna, rekur í vestur, en hina í austur, og er sú plat- an gjarnan kennd við Evrópu og Asíu. Rek platnanna hvorrar frá annarri er tæpir 2 cm á ári. Heiti reiturinn eða möttulstrókurinn undir Islandi mótar þó ekki síður hvar og hvemig rekið er hér á landi. Mest gliðnar landið út frá eystra gosbeltinu, fyrir ofan möttul- strókinn. Þvergengisbelti eða snið- gengisbelti myndast hins vegar þar sem plöturnar færast hvor fram með annarri og tengja gliðnunina inni á landinu við rekið úti á hryggnum sjálf- um (mynd 2). Það er á þessum þvergengisbeltum sem mest spenna getrn- hlaðist upp og jarðskjálftamir * I nokkrum greinum fjallar Ragnar Stefáns- son um jarðskjálfta á —7----------------------- Islandi og rannsóknir sem í gangi eru til að skilja betur eðli þeirra. verða stærstir. Á Suðurlandsundir- lendi og fyrir Norðurlandi geta jarð- skjálftar náð stærðinni 7 á Richterkvarða. Kvik möttulefni sem hlaðast upp fyrir ofan möttulstrókinn og leiða til hraungosa og kvikuinnskota, þiýsta plötunum hvorri frá annarri. Rekið er Mesta líkleg lárétt hröðun á 500 árum MYM) 1 Áhrifakort. Línurnar hér eru jafnáhrifalínur og tölurnar tákna hversu mikilli hröðun vegna jarðskjálfta megi búast við á 500 ára tímabili á hverjum stað. Hröðunin (eða krafturinn í hreyfingunni) er gefin upp sem prósenta af þyngdarhröðun jarðar. Töl- ur eru ekki sýndar innst á svæðunum, þar sem hröðunin er allra mest. Það er vegna þess m.a. að þar valda sprungur og stað- bundin áhrif afar miklu um hver kraftur hreyfingarinnar verður. MYND 2 Kort af hryggnum og heita reitnum, ásamt þvergengisbeltum og gliðnunarbeltum. Myndin sýnir hvernig Mið- Atlantshafshryggurinn hlykkjast gegnum Island. Á honum eru gliðnunarbelti, yfirleitt í norð-suðlæga stefnu, þar sem gos eru tíð, og svo þvergengisbelti frá austri til vesturs þar sem skjálftaspennur magnast frekar upp. Heiti reiturinn ræður miklu um þetta. Rætur hans eru möttulstrókur sem kemur af miklu dýpi. Hér eru sýndar útlínur möttulstróksins á 300-400 km dýpi niðri í jörðinni. þó ekki nógu hratt til að taka við efninu sem upp kemur svo það sígur eða hnígur til hliðar eftir gosbeltum og skjálftabeltum. Sjá má áhrif efnis sem á milljónum ára hefur borist frá heita reitn- um á Islandi í mörg hundruð km fjarlægð frá landinu út eftir Atlantshafshryggnum, einkum til suðvesturs eftir Reykjaneshrygg. Jarð- skjálftar verða yfirleitt ekki stórir á gossvæðunum eins og t.d. í eystra gosbeltinu þar sem yftrleitt er ekki gert ráð fyrir að skjálftar verði stærri en 6. Það sama er uppi á ten- ingnum á Reykjanesskagan- um, gliðnun og eldgos sem stafar af uppstreymi kviku kallast þar á við jarðskjálfta sem geta verið tíðir en ekki mjög stórir. Mynd 1 er einkum byggð á vinnu Páls Halldórssonar sem birst hefur í skýrslum frá Veðurstofu íslands. Mynd 2 er byggð á vinnu fjölmargra jarðfræðinga, jarðeðlisfræðinga og haffræðinga. Útlínur möttulstróksins í myndinni byggjast á grein Krist- jáns Tryggvasonar, Eysteins Huse- bye og Ragnars Stefánssonar: Seis- mic image of the hypothesized Icelandic hot spot, sem birtist í tíma- ritinu Tectonophysics 1983, nr. 100: bls. 97-118. Rannsóknir á síðustu ár- um með svipuðum aðferðum en öðr- um mælum og mælastöðvum hafa í grófum dráttum staðfest þá mynd af möttulstróknum, eins og t.d. rann- sóknir undir forystu Inga Th. Bjama- sonar, sbr. grein í Nature, nr. 385, 1997 (höfundar: Wolfe, C.J., I.Th. Bjarnason, J.C. VanDecar og S.C. Solomon). Hröðun, %g 30 20 10 0 UM HÆTTUR AF VÖLÐUM JARÐSKJÁLFTA - 1. GREIN Hvern misnotar Hannes Hólmsteinn? HINN 6. febi-úar síðastliðinn skrifaði Hannes Hólmsteinn Giss- urarson grein í Morgunblaðið þar sem hann vænir Össur Skarphéð- insson, ritstjóra DV; um misnotkun á fjölmiðli sínum. Ástæða þessara tilhæfulausu aðdróttana er sú að undirritaður, blaðamaður DV, lét svar Hannesar Hólmsteins víkja fyrir svari Árna Sigfússonar í dálk- - inum með og á móti í DV sem birt- ist 2. febrúar síðastliðinn. Spurningin þennan dag var: „Er rétt af Ama Sigfússyni að koma fram í auglýsingum fyrir FÍB í að- draganda kosninga?" Undirrituðum fannst eðlilegast að Árni Sigfússon svaraði þessari spumingu sjálfur og reyndi ítrekað Össur Skarphéðinsson kom þar hvergi nærri, segir Róbert Róberts- son, enda vissi hann hvorki af spurningunni né viðmælanda blaðamanns. að ná í hann fyrripart dags hinn 29. janúar, þegar dálkurinn var í vinnslu. Það tókst hins vegar ekki. Hringdi ég þá þennan sama dag í Hannes Hólmstein Gissurarson og bað hann að svara þessari spum- ingu. Varð það að samkomulagi að Hannes Hólmsteinn myndi senda svar sitt á myndsendi síðar um daginn. Eftir að hafa rætt við Hannes Hólmstein æxluðust mál þannig að undirritaður náði sambandi við Árna síðar sama dag. Hann var fús til að svara spurningunni þar sem hún fjallaði um hann persónulega. Svar hans var að mínu mati mál- efnalegt og gott innlegg í þá um- ræðu sem undanfarið hefur spunn- ist um auglýsingar FIB. Eg var því mjög ánægður með að fá svar Árna, enda hann efstur á óskalist- anum, þar sem málið varðaði hann beinlínis. Lagði undirritaður því lokahönd á vinnslu fréttarinnar. Eftir að ég hafði unnið grein Ama barst svar Hannesar Hólm- steins í mínar hendur. Þar sem ég hafði nú þegar í höndum svar Áma sjálfs ákvað ég að leggja svar Hann- esar Hólmsteins til hliðar. Reyndi ég nokkrum sinnum að ná símleiðis í Hannes Hólmstein til að láta hann vita af málalykt- um en tókst ekki. Að lokum las undirritaður inn þau skilaboð á sím- svara að þar sem svar væri komið frá Árna myndi undirritaður ekki nota svar Hannesar Hólmsteins. Hannes Hólmsteinn gerði engar athugasemdir við mig til að kynna sér hvers vegna svar hans hafði ekki birst í DV. Þess í stað lagði hann saman á eigin spýtur tvo og tvo og fékk út fimm. Það var undir- ritaður sem tók ákvörð- un um að nota svar Árna Sigfussonar og leggja svar Hannesar Hólm- steins til hliðar. Össur Skarphéðinsson kom þar hvergi nærri, enda vissi hann hvorki af spuming- unni né viðmælanda blaðamanns. Það hefur ekki tíðkast í tíð undir- ritaðs að ritstjórar DV hafi afskipti af því hverj- ir svara spurningum blaðamanna. Vinnsla frétta og skil á efni fer alfarið fram á milli blaðamanna og vakthaf- andi fréttastjói’a. Málið er ekkert flóknara en þetta. Hannes Hólmsteinn verður hins vegar að eiga það við sjálfan sig hvort hann kýs að misnota fjöl- miðla til að koma höggi á þá sem hann álítur andstæðinga sína. Höfundur er blaðamaður. Róbert Róbertsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.