Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 35
MIÐVIKÚDAGUR 11. FEBRUAR 1998 35 MORGUNBLAÐIÐ________________ SKOÐUN I : ÁFRAM ÍSLAND? ÍSLENDINGAR, sem muna stórar stund- a ir í íþróttasögunni, eins og þegar Vilhjálmur Einarsson varð annar á á þrístökki á Olympíuleik- unum 1956, Bjami Frið- riksson þriðji í júdó á samskonar leikum árið 1984 og frábæran árang- ur liða okkar í hand- knattleik á leikunum 1984 og 1992, og sjá nú fyrsta útspil stjómar a nýrra samtaka íþrótta- 4 manna á íþróttasviðinu, | eiga kannski svolítið A bágt þessa dagana. ■ Margir vom famir að vona að hægt og hægt værum við að þoka okkur af þeirri leið að senda fólk á stærstu íþrótta- mót erlendis aðeins þátttökunnar vegna og að horfa uppá keppendur okkar detta úr keppni í fyrstu undan- rásum og auðsjáanlega ráða ekki við . það verkefni sem fyrir lá. Hvað H Olympíuleika varðar, þá er það einn j alstærsti höfuðverkur Alþjóða á ólympíunefndarinnar og viðkomandi ” framkvæmdaaðila Ólympíuleika að tryggja rétt sem flestra ríkja til þáttr töku samkvæmt Ólympíusáttmálan- um. Fyrst í stað var þetta ekki vandamál, frekar hitt að fá keppend- ur til að koma á friðarhátíð þjóðanna. En þegar efnahagur margra ríkja batnaði og samgöngur urðu að- gengilegri þá stefndi fljótt í að þátt- 4 takan gæti orðið svo mikil að ekki | yrði við neitt ráðið. Ólympíuleikar 4 mega nefnilega ekki verða alltof " stórir í sniðum því þá minnkar verð- gildi þeirra. Þ.e., fjármunirnir sem koma inn, aðallega vegna keppni þeirra bestu, duga þá ekki lengur til að halda alltof fjölmenna og lang- dregna leika, og það verður ekki nóg eftir í fjárhirslunum. Niðurstaðan varð því sú, að velja sund og frjálsar á sumarleikum og norrænar- og q alpagreinar á vetrarleikum þar sem 1 inn skyldi hleypa þeim þjóðum sem | lítið eða ekkert geta í íþróttum til að ® tryggja þeim þátttökurétt. Lág- mörkin í þessum greinum eru því mjög rúm, og örugglega ekki hugs- uð sem útgangspunktur til að velja heilu liðin. Enda hafa allar þjóðir með snefíl af sjálfsvirðingu og íþróttalega getu miklu þrengri lág- mörk og hafna jafnvel áunnum sæt- um í öðrum íþróttagreinum sem lúta 4 t.d. forkeppnisvali, ef svo ber undir. d Nú vill svo skemmtilega til í fyrsta sinn í samanlagðri þátttökusögu * okkar á vetrarólympíuleikum, að við eigum svo sterkan skíðamann þar sem Kristinn Bjömsson er, að hann myndi hiklaust verða valinn í sviglið hvaða þjóðar sem er. Aðrir skíða- menn okkar standa honum langt að baki þó að vissulega hafi orðið um- talsverðar framfarir hjá nokkrum þeirra. Undir þessum kringumstæð- | um kýs stjórn nýju íþróttasamtak- á anna að fara að óskum Skíðasam- g bandsins um að senda átta þátttak- f endur á Ólympíuleikana í Nagano, sem hafa jú rétt, samkvæmt allra slökustu kröfum IOC. Rökstuðning- ur formanns íþrótta- og Ólympísam- bands íslands er að nú eigi að leggja meira uppúr því en áður að Island verði með og að íþróttafólkið eigi þetta skilið sem umbun fyrir allt erf- iðið sem það hefur lagt á sig. Hér er i1 um meiriháttar stefnubreytingu að j ræða og það má lesa um hvenær hún 2 átti sér stað í fundargerð fram- f kvæmdastjómar Óí frá 7. maí 197, en þar stendur í lið 4: „Almennar umræður um hvaða viðmiðun skuli nota er senda á kepp- endur á Ól.Ieika. Fundarmenn sam- mála um að nota eigi alþjóðleg Ól.lágmörk og að sérsambönd eigi að tilnefna en Óí að staðfesta. Sér- sambönd komi með tillögur." Þetta | þýðir þá væntanlega að á næstu Ólympíuleikum í Sydney árið 2000, verði sami háttur hafður á og nú, að f allir sem ná slökustu alþjóða lág- mörkunum þá, fái líka að fara sem umbun fyrir erfiðið. Því- lík röksemd. Þetta fer að minna á máltækið; „sjáðu Róm og deyðu svo“, því þegar það að komast á Ólympíuleika verður markmið í sjálfu sér, er mikil hætta á að fólk láti það nægja og hætti svo í afreksíþrótt- um fyrir lífstíð. Og hvað ætlar stjórnin að segja árið 2000 við knatt- spyrnumennina, körfuknattleiksmenn- ina, handknattleiks- mennina og fleiri sem ná ekki að tryggja sér þátttökurétt samkvæmt mjög hörðum og fast- mótuðum reglum, þar sem engar undanþágur eru mögulegar, hvaða umbun eiga þeir að fá fyrir allt sitt erfiði? Eða er einhver munur á fyr- Hér er um meiriháttar stefnubreytingu að ræða, segir Sigurður Einarsson, í vali á keppendum Islands á -----7-------------------- Olympíuleikum. irhöfn einstaklinga í greinum sem lúta ströngum óhreyfanlegum regl- um um þátttökurétt eða hinna sem eru í þeim greinum sem eru opni ventillinn til að tryggja sem flestum þjóðum rétt til þátttöku vegna Olympíuhugsjónarinnar? í framkvæmdastjóm Óí sem sat frá 1993 til 4. feb. 1997 varð sú stefnubreyting að gera meiri kröfur til keppenda á Ólympíuleikum en slökustu lágmörk báðu um. Þetta var gert í tvennum tilgangi; til að koma í veg fyrir að ísland tæki þátt í hinum svokallaða „Ólymp- íutúrisma", sem lýsir sér í alltof mörgum lélegum keppendum á Ólympíuleikum sem lengja keppnina og gera hana leiðinlega og hefur væntanlega ekki góð áhrif á sjálfs- mynd þeirra keppenda sem í slíku lenda, og að senda þau skilaboð til íþróttamannanna að nauðsynlegt væri að leggja á sig enn meira, verða betri og nálgast þá bestu, til að eiga von um að komast á Ólymp- íuleika. Og í ljósi stöðu Kristins Bjömssonar í íþróttaheiminum í dag er þetta síður en svo óraunhæft markmið. Fyrir Ólympíuleikana 1994 var miðað við að sá sem færi á ÓL á alpagreinum væri ekki aftar en 250 á lista FIS í nóvember eða janúar á undan leikunum. Þrír náðu þessu marki og varð mikið moldviðri vegna þeirra sem ekki náðu en voru samt svo nærri, að margsinnis var stungið uppá því af ólíklegustu mönnum að reglumar yrðu beygðar svolítið til að bjarga hinum eða þess- um inn. Það var ekki gert. Fyrir ÓL í Atlanta vom gerðar svipaðar kröf- ur. Aftur hófst sami söngurinn og ólíklegustu menn stungu uppá því að reglurnar yrðu beygðar svolítið til að hinn og þessi kæmist inn. Það var ekki gert. Þessi stefnumótun átti upptök sín í svokallaðri Viðmiðunarnefnd Óí, sem undirritaður veitti forystu. Fyrst voru nefndarmenn þrír, en fyrir ÓL í Atlanta var fjölgað í fimm. Meðal annarra sátu í nefndinni auk mín, Sigríður Jónsdóttir og Agúst Asgeirsson sem era nú í stjórn nýju samtakanna. í janúar 1997 var tekið fyrir í nefndinni að ákveða lágmörk vegna leikanna í Nagano. Meining nefndarinnar var að lágmörkin lægju fyrir með um ársfyrirvara til að allir mættu glögglega sjá í tíma, hvað þyrfti til að eiga rétt. Tillög- urnar sem nefndin varð sammála um að leggja fyiár framkvæmda- stjóm Óí vora nánast þær sömu og giltu fyrir ÓL í Lillehammer. Hefðu þessar tillögur gilt nú, hefði það leyft fjóram keppendum að fara á ÓL í Nagano. Þessar tillögur voru kynntar framkvæmdastjórn Óí og féllu þar í góðan jarðveg og enginn vafí er á því að þar áttu þær meirihlutafylgi að fagna. Engu að síður var ákveðið að senda tillögumar stjórn Skíða- sambandsins til kynningar, en öllu því til frekari skýringar læt ég hér fylgja greinargerð sem ég lét bóka á fundi framkvæmdastjórnar Óí, mánudaginn 3. feb. 1997. „Á fundi Viðmiðunarnefndar Óí hinn 6. janúar 1997 var full sam- staða um tillögur þær sem nokkra síðar voru kynntar framkvæmda- stjórn ÓI og í framhaldi af því send- ar stjóm SKÍ til skoðunar og til að gefa henni kost á að gera á þeim rökstuddar tillögur um breytingar. Frestur til að svara bréflega var gefínn til 21. janúar 1997. í símtali við formann SKI (Benedikt Geirs- son) gaf ég þó vilyrði um að svarið mætti dragast í nokkra daga, en gerði honum þó ljóst að ég hygðist leggja fram endanlegar tillögur á fundi framkvæmdastjórnar ÓI, sem þá var fyrirhugaður 29. janúar 1997. Umræddar tillögur eru hinar sömu og giltu fyrir leikana í Lillehammer ‘94 að því undanskildu að gerðar vora á þeim sömu breytingar og IOC og FIS höfðu þegar gert. Rök fyrir því að gera ekki minni kröfur fyrir leikana ‘98 era þau að geta ís- lenskra skíðamanna er umtalsvert meiri nú en fyrir fjóram áram. Því hefði í raun frekar átt að herða kröf- urnar en hitt. Stjórn SKÍ tilkynnti Viðmiðunar- nefnd Óí í bréfi 20. janúar 1997 að hún hefði tekið bréf Viðmiðunar- nefndar fyrir og falið tveimur sér- greinanefndum sínum að fjalla nán- ar um málið. Einnig að stjórnin telji annmarka á að sambandið geti fellt sig við framkomnar viðmiðanir og að tillögur um breytingar verði sendar eftir umfjöllun nefndanna. Ekkert er óeðlilegt við að stjóm viðkomandi sérsambands sendi erindi frá ÓI um lágmörk til sérhæfðra stofnana við- komandi stjóma. Heldur ekki að stjórn sérsambands geri tillögur um breytingar á t.d. lágmörkum. En það er í hæsta máta óeðlilegt að virða ekki tímamörk sem sett era fram með skýram hætti og án þess að hafa nokkurn tíma gagnrýnt tímamörkin sem slík. Það er deginum ljósara að það er í verkahring framkvæmdastjórnar Óí að taka allar ákvarðanir um þátt- töku Islendinga á ÓL. Og þó að nú- verandi framkvæmdastjórn Óí hafi haft þá vinnureglu að ákveða þátt- tökuna í góðri samvinnu við viðkom- andi sérsambönd, þá má það ekki líðast að einhver sérsambönd geri sig breið með slugsi í vinnubrögð- um, eða kröfum um lágkúraleg lág- mörk, eða frávik frá lágmörkum síð- ar, til að þjóna óskum byggðalaga, íþróttafélaga eða jafnvel einhverra undarlegra ættbálka. Eg hygg að þrátt fyrir gusugang- inn vegna þátttöku okkar á ÓL ‘94 og ‘96 sé það almennt vel séð að Ólympíunefnd íslands hefur þrátt fyrir allt staðið af sér allan þrýsting og hvergi hvikað frá sínu varðandi þátttöku íslands á þessum tvennum Ólympíuleikum. Reykjavík 3.2. 97. Sigurður Einars- son“. Eins og af þessu sést var formað- ur SKÍ kominn talsvert á undan I hugsun sinni varðandi væntanleg lágmörk fyrir ÓL í Nagano. Hann vissi sem var að ég myndi ekki þvæl- ast fyrir eftir 4. febrúar og hann var líklega einnig búinn að sjá fyrir af- töku þáverandi formanns ÓI og þurfti því ekkert annað að gera eni» að tefja málið þar til rétt hugsandi menn kæmust til valda. Líka er gaman að velta fyrir sér stöðu fyrrverandi samstarfsmanna minna í Viðmiðunarnefnd Óí, Ágústs Ásgeirssonar og Sigríðar Jónsdóttur, sem hafa á svo undur- samlega skjótan hátt kokgleypt fyrri sannfæringu og raula nú með í lágkúrakór stjómar íþrótta- og Ólympíusambands íslands. Þess er tæplega að vænta að vegur íslenskra íþrótta vænkist í bráð, jafnvel þótt undir nýsameinaðri yfirstjórn sé, efr hún hefur ekkert fram að færa ann- að en metnaðarleysi og meðal- mennsku. Hvemig er hægt að ætl- ast til að íþróttafólkið fyllist eldmóði og kappi til að ná lengra og hærra ef forystan hefur það eitt að leiðai-ljósi að vera með? Kristinn Bjömsson hefur oft verið nefndur í skrifi þessu. Hann er góð fyrirmynd og það ekki aðeins iþróttafólki heldur ekki síður þeim sem eiga að stjórna. Aram saman hefur hann við lítinn skilning og dapra aðstoð haldið áfram ótrauður að settu marki; að verða meðal hinna bestu. Hann hefur einskis krafist og mest litið í eigin barm til að finna skýringar á erfiðleikum sínum við að - . komast í fremstu röð. Við hverja raun hefur hann eflst og styrkst í þeim ásetningi sínum að ná á tind- inn. Það er m.a. þetta sem þarf til að ná langt í íþróttum. Svipaðir eigin- leikar verða að prýða fólk í íþrótta- forystunni, ef árangurs á að vænta. Höfundur er fyrrvemndi formaður Skíðasambandsins og dtti sæti í Ólympfunefnd íslands. Fasteignalán fyrir eldri borgara Fasteignalán Handsals hf. eru fyrir þá eldri borgara sem vilja innleysa að hluta uppsaínaðan spamað í húseign. Kostir Fasteignaláns Handsals hf. eru meðal annars að með því má lækka eignarskatt, greiða upp óhagstæðari lán eða auðvelda framfærslu. Lánið er til allt að 25 ára og fyrstu 10-15 árin eru aðeins vaxtagjalddagar. Skilyrði fyrir lánveitingu er: Undir 50% heildarveðsetning á fasteign Gildir aðeins fyrir Stór-Reykjavíkurssvæðið Vextir á bili 6,75-7,50% eftir veðsetningarhlutfalli HANDSALa 3 1/5 Q 2 < XlVSaNVH / 1 Dæmi um vaxtagreiðslur á milljón króna lán*: Vextir á láni Vaxtagreiðsla á 3 mán. fresti Vaxtagreiðsla á mánuði 6,75% 16.875 kr. 5.625 kr. 7,00% 17.500 kr. 5.833 kr. 7,50% 18.750 kr. 6.250 kr. * án verðbóta Hringdu í síma 510 1600 og pantaðu tíma hjá ráðgjafa Persónuleg og góð þjónusta Sigurður Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.