Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ GREINARGERÐ Aðdragandi að sameiningar- kosningum og kosningakæru ÞEGAR tveir fyrrverandi bæjar- fulltrúar með samanlagt áratuga starf að baki að sveitarstjórnarmál- um og setu í bæjarstjórn í tæpa þrjá áratugi, kæra sveitarstjórnar- kosningu liggur í augum uppi að um mikið alvörumál er að ræða. Þegar lýðræðið er orðið veikt og misvirt og framkvæmdin óviðunandi. Þá er _ástæða að staldra við og skerpa þær línur er þjóðfélag okkar grundvall- ast á. Báðir höfðum við skilning á nauð- syn þess að breyta sveitarstjórnar- mörkum, þó ekki með þeim hætti sem kosið var um þann 15. nóv. sl. í Skagafirði. Að kosningarnar yrðu fram- kvæmdar með jafn einhliða hætti og raunin varð á hvarlaði ekki að okk- ur og að kosningum loknum varð ljóst að gengið hafði verið alvarlega á svig við kosningalögin. Þegar kynningarfundur um sam- einingarmálin fór fram í bóknáms- húsi Fjölbrautaskólaans, var ákveð- ið að útvarpa honum ekM, þótt sjálf- . sagt þyki að útvarpa bæjarstjórnar- ~*fundum á Sauðárkróki. Uppgefin ástæða var sögð sú að tryggja fund- arsókn og skoðanaskipti um sam- einingarmálin. Um áttatíu manns sátu fundinn. Við þessa gjörð eða gerðarleysi að útvarpa ekki, klingdu viðvörunarbjöllur. Eldra fólki, sem óhægt á með að sækja fundi, skyldi haldið frá málinu, því vitað var að eldra fólkið var að öðru jöfnu and- vígara breyttum sveitarsjórnar- mörkum. I framhaldinu varð síðan mis- — iliotkunin á ríkisfjölmiðlunum okkur mikið áfall. Hún hófst rúmri viku fyrir kosningarnar með áróður- spistli bæjarstjórans á Sauðárkróki í morgunútvarpi svæðisútvarps Norðurlands milli kl. 8 og 9 árdegis. Síðan var pistillinn endurfluttur á samtengdum rásum sama dag milli kl. 11 og 12 árdegis. Sami pistill er síðan birtur í Feyki 12. nóv. 1997, bls. 4. Tímasetning á flutningi pistilsins er engin tilviljun. Vel skipulagður áróður fyrir sameining- unni var hafinn. Aðgengi að Ríkis- útvarpinu er eftirtektarvert. Jafn- ræðisreglan og hlutleysi ekki virt. Það kom betur í ljós á þeim dögum sem á eftir fóru allt til kosninga. _; , í símaviðtali við Arnar Pál Hauksson hjá svæðisútvarpinu greindi hann Herði Ingimarssyni frá því að mjög erfitt væri að fá fólk til að koma fram og andmæla sam- einingunni. Annar undirritaður að þessari greinargerð, Hörður Ingi- marsson, féllst hins vegar á að taka þátt í umræðuþætti í útvarpi um sameiningarmálin enda yrði jafn- ræðisreglan virt um svipaðan tíma með og móti. Arnar Páll nefndi til sögunnar sem hugsanlega þátttak- endur Ríkharð á Brúnastöðum í Fljótum, Konráð Gíslason frá Frostastöðum og Jón Magnússon, starfsmann Byggðastofnunar á Sauðárkróki, en sá síðastnefndi hefði sitthvað við sameininguna að athuga, sagði Arnar Páll. Arnar Páll sagðist hafa samband síðar um tímasetningar og annað. Sunnudag- inn 9. nóv. kl. 11 árdegis hafði Karl Eskill Pálsson símasamband við Hörð og bauð til þátttöku í um- ræðuþætti um sameiningarmálin. Hörður ítrekaði að jafnræðisreglan yrði virt um tímann með og móti. Svör Karls Eskils voru ómarkviss. Fundurinn fór fram í Varmahlíð. Er komið var til fundarins var ljóst að jafnræðisreglan yrði fyrir borð borin. Þrettán einstaklingar mættir til þátttöku, 10 með sameiningunni, þar með talinn Jón Magnússon fyrr- nefndur og Ulfar Sveinsson sem ekki gaf upp afstöðu sína. Séra Ólafur Hallgrímsson og Hörður Ingimarsson þeir einu sem voru andvígir sameiningu. Framkvæmd útvarpsfundarins ^.var til háðungar þeim er að honum Tveir fyrrverandi bæjarfulltrúar á Sauðár- króki, Erlendur Hansen og Hörður Ingi- marsson, hafa kært sameiningarkosning- arnar í Skagafirði í nóvember sl. Peir segja að margir einstaklingar hafí ekki fengið notið atkvæðaréttar síns. Þeir telja málið snúast um lögmæti kosninganna í öllum sveitarfélögunum og endurtekningu þeirra __________reynist þær ógildar.__________ stóðu. Nánast einstefna fyrir þau sjónarmið að sameina sveitarfélögin og ekki sæmandi fyrir Ríkisútvarp- ið að standa að þættinum með þeim hætti sem raunin varð á. Karl Eskill Pálsson og Sigurður Þór Salvarsson stýrðu þættinum. Þegar útvarpað var klipptum út- dráttum frá nefndum fundi, flutti útvarpið eingöngu orð þeirra er voru með sameiningunni. I sérstök- um þætti í svæðisútvarpinu 14. nóv. milli kl. 18 og 19 var þetta sorglega sláandi og það daginn fyrir kosning- ar. Jafnræðisreglan og hlutleysi þverbrotið. Ekki sæmandi þjóðar- fjölmiðli. I aðalfréttatíma Sjón- varpsins hinn 14. nóv. var síðan matreidd einhliða frétt, af Maríu Björk Ingvadóttur, með viðtali við Bjarna Egilsson þar sem hann fær átölulaust að setja fram þau ósann- indi að með sameiningu sveitarfé- laganna lækki kostnaður yfirstjórn- ar sveitarfélaganna úr 50 milljónum króna í 35 milljónir króna. Yfirstjórn í sameinuðu sveitarfé- lagi með þrem sveitarstjórum á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi auk 8 þjónustufulltrúa í gömlu hreppunum og til viðbótar 11 laun- aðir sveitarstjórnarmenn sem til- heyra yfirstjórninni leiða af sér rekstrarkostnað, sem liggja mun á bilinu 52-60 m. króna a.m.k. Gæti verið talsvert hærri því bifreiða- styrkir og farartæki yfirstjórnenda munu verða af allt annari stærð- argráðu heldur en er í dag. Það var því ósmekklegt af Sjónvarpinu að leyfa rakalaus ósannindi í aðal- fréttatíma sínum daginn fyrir kosn- ingar sem vonlaust var að leiðrétta áður en kosningin hófst. Hörður Ingimarsson ræddi þennan hörmu- lega fréttaflutning við Helga H. Jónsson fréttastjóra þegar um kvöldið þann 14. nóv. Morgunblaðið sem á síðari árum er orðið að vönduðu þjóðarblaði, var eini miðillinn sem fjallaði á hlutlaus- an hátt um sameiningarkosningarn- ar sbr. Morgunblaðið á miðopnu fimmtudaginn 13. nóv. Fimm dög- um eftir kosningarnar greindi svæðisútvarpið frá skuldastöðu sveitarfélaga á Norðurlandi. Fram kom að skuld á hvern íbúa á Sauð- árkróki næmi 214 þús. króna og hefði hækkað um 28 þús. milli ára. Þessar upplýsingar voru komnar frá fjármálaráðstefnu sveitarfélag- anna sem haldin var í Reykjavík dagana eftir kosningarnar. I gögn- um sameiningarnefndar er skulda- staða á hvern íbúa á Sauðárkróki sögð vera neikvæð um 58 þúsund. Það eru blekkingar og ósannindi af þessu tagi sem voru matreiddar of- an í almenning til að fá meirihluta fyrir sameiningu sveitarfélaganna. Þegar okkur undirrituðum varð ljóst að framkvæmd kosninganna var verulega ábótavant og beinlínis hafðar uppi heftandi aðgerðir að fólk gæti neytt atkvæðisréttar síns, gátum við með engu móti setið hjá þegar grundvallar mannréttindi voru að veði. Greinargerðin um at- vikaferilinn fram að kosningunni 15. nóv. sl. er eitt og segir margt um hið dulda vald sem almenningi er ósýnilegt. Framkvæmd kosning- anna er siðlaus, en hvort hún er lög- brot er nauðsynlegt að fá skorið úr um. Athugasemdir við úrskurð kjörnefndar lið 1. Skal nú vikið að úrskurði kjör- nefndar frá 5. desember sem barst okkur samdægurs í símbréfi. Þar sem kröfu okkar er hafnað um ógildingu kosninganna. Við föllumst á álit kjörnefndar að skipta kæruefninu í þrennt. Sam- kvæmt því sem fram kemur í 1. lið um framlagningu kjörskrár er rétt að taka fram að í kæru okkar grein- um við frá því að bæjarstjórinn hafi verið „helsti talsmaður og áróðurs- maður um sameiningu sveitarfélag- anna". Vanhæfni bæjarstjórans til að framkvæma kosninguna var því ótvíræð. Þessi vanhæfni hefði átt að vera kjörnefnd ljós sbr. þeirra eigin fylgigögn með málinu (no. 6-8) Skagfirðingur nóv. 3 tbl. 1997. A baksíðu er „Ályktun sameiningar- nefndar undirrituð af 22 einstak- lingum, þar meðtalinn bæjarstjór- inn Snorri Björn Sigurðsson. Loka- setning þessarar ályktunar hljóðar svo. „I ljósi Þessa hvetja eftirtaldir aðilar í sameiningarnefndinni alla íbúa sveitarfélaganna eindregið til að styðja sameiningu í kosningun- um 15. nóv. nk." Hér fer ekkert milli mála, bæjar- stjórinn Snorri Björn Sigurðsson gerir sig vanhæfan að framkvæma kosninguna ásamt9 oddvitum og sveitarstjóranum Arna Egilssyni. (Sigurður Haraldsson er bæði odd- viti og sveitarstjóri). Forseti bæjar- stjórnar, Steinunn Hjartardóttir, ritar einnig undir þessa ályktun í umboði bæjarstjórnar. Einn odd- viti, Ulfar Sveinsson, Skarðshreppi, neitar að undirrita þessa ályktun. Er hann auðsjáanlega einn sér meðvitandi um afleiðingar þess að skrifa undir þessa ályktun. I Morg- unblaðinu fimmtudaginn 13. nóv- ember sl. segir svo. „Annar fulltrúi Skarðshrepps Úlfar Sveinsson odd- viti á Syðri-Ingveldarstöðum skrif- aði ekki undir, sagðist hafa staðið að málefnaundirbúningi en geti ekki fellt sig við að taka þátt í þeim áróðri vegna kosninganna sem fælist í orðalagi ályktunarinnar. Úlfar segir að hreppsnefnd Skarðs- hrepps hafi ekki samþykkt að mæla með eða gegn málinu enda væri íbúum sveitarfélagsins ætlað að taka afstöðu til þess í almennri at- kvæðagreiðslu." I gögnum kjör- nefndar 10. lið er endurrit úr fund- argerð bæjarstjórnar Sauðárkróks frá 11. nóvermber sl. fundur 1040. Þar segir m.a. „1. fundargerðir a) bæjarráð 30. október og 6. nóvem- ber" ... ,Afgreiðslur..." Björn Sig- urbjörnsson skýrði fundargerðina. Þá lagði Björn fram áskorun til íbúa Sauðárkróks vegna sameining- ar sveitarfélaga í Skagafirði en kosning um það fer fram 15. nóv- ember næstkomandi. Þá tóku til máls Bjarni Brynjólfsson og Stein- unn Hjartardóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Áskorun til íbúa Sauðárkróks borin upp og sam- þykkt með 7 samhljóða atkvæðum. Fundargerðin borin upp og sam- þykkt samhljóða." Ekki finnst áskorun Björns í fundargögnum enda sjálfsagt munnleg. Af lestri þessarar sam- þykktar má segja sem svo að hún sé ekki um neitt, enn eitt dæmið um ómarkviss og óvönduð vinnubrögð. Við sem hlustuðum á fundinn í út- varpi töldum okkur ekM misskilja neitt. Bæjarstjórnin öll væri að skora á bæjarbúa að samþykkja sameininguna. Snorri Björn Sig- urðsson bæjarstjóri segir það rangt að bæjarstjórnin hafið samþykkt með 7 atkvæðum ákorun til bæjar- búa um að samþykkja sameiningu sveitarfélaganna. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Degi 26. nóvem- ber 1997. Orðrétt er haft eftir honum: „Þettar er rangt. Það sem bæjar- stjórn samþykkti var að hvetja kjósendur til að mæta á kjörstað og taka þátt í þessu mikilvæga máli. Ekki var minnst einu orði á að sam- þykkja." Ekki stemmir þessi tilvitn- un við bókun bæjarstjórnar svo sem sjá má af framansögðu. Þá telur Snorri Björn ómaklega að sér og bæjarstjórninni vegið vegna kærunnar í nefndu blaðaviðtali. Það eru vinnubrögðin framkvæmd og undirbúningur kosninganna sem við með kæru okkar erum að leiða fram í dagsljósið. Sveitarfélag á borð við Sauðárkrók verður ekki lagt niður með þessum hætti og sameinað öðr- um. Vanhæfni bæjarstjórans og bæjarstjórnar hlýtur að ógilda kosninguna ein og sér þó fleira hefði ekki komið til. Þrátt fyrir augljósa vanhæfni bæjarstjórans hefði þó verið skömminni skárra að bæjarstjórnin öll hefði undirritað kjörskrá frekar en bæjarstjórinn með ótvíræða van- hæfni. Sjö menn með fjögurra ára umboð hafa ekki leyfi til að gjör- breyta einu sveitarfélagi með svo óvönduðum vinnubrögðum sem raun hefur orðið á. Við teljum því framlagningu kjör- skrár með öllu ólöglega vegna þess vanhæfis er fram kemur hér að framan. Athugasemdir við úrskurð kjörnefhdar lið 2 Afgreiðsla kjörnefndar á lið tvö er mikið undrunarefni. Þar segir að kærunni sé vísað frá þar sem kæru- efnið sé ekki nægilega afmarkað. Kjörnefndinni hlýtur að hafa verið ljóst af gögnum sínum (6-9) Skag- firðingi 3. tbl. baksíðu að vanhæfni oddvitanna 9 gæti haft áhrif á lög- mæti og framlagningu kjörskráa í sveitarfélögum þeirra ásamt og með Árna Egilssyni, sveitarstjóra á Hofsósi, sem vafalaust hefur komið að framkvæmd kosninganna í Hofs- hreppi. Oddvitarnir eru: Bjarni Egilsson, Hvalnesi, Ingibjörg Haf- stað, Vík, Sigurður Haraldsson, oddviti og sveitarstjóri, Elín Sigurð- ardóttir, Sölvanesi, Símon Trausta- son, Ketu, Haraldur Þór Jóhanns- son, Enni, Valgeir Bjarnason, Hól- um, Anna Steingrímsdóttir, Þúfum, Örn Þórarinsson, Ökrum, Fljótum. Hafi kjörskrár verið lagðar fram með undirritun oddvita með sömu skrírskotun og framlagning kjör- skrár á Sauðárkróki, verður ekki annað séð en það leiði til ólögmætr- ar kjörskrár í viðkomandi sveitarfé- lagi og ógildingar kosninganna. Við litum svo á að kjörnefnd myndi með hlutlausum hætti kanna fram- kvæmd kosninganna í sveitarfélög- um en það leiða þeir greinilega hjá sér með frávísun sinni. Athugasemdir við úrskurð kjörnefndar lið 3 Alvarlegasti hluti kærunnar kem- ur fram í 3. lið. Margir einstakling- ar fengu ekki notið kosningaréttar síns, þar með taldir einstaklingar sem hefðu getað breytt niðurstöðu kosninganna í Lýtingsstaðahreppi. Það hefði getað leitt til endurtek- inna kosninga í 10 sveitarfélögum. Nú snýst málið í heild um lögmæti kosninganna í öllum sveitarfélögun- um og endurtekningu þeirra ef þær verða dæmdar ógildar. Það er hár- togun á kæru okkar að halda því fram að atkvæðisréttur á Sjúkra- húsinu væri einungis bundinn fólki búsettu á Sauðárkróki. Við gerðum ráð fyrir að öllu kosningabæru fólki á Sjúkrahúsinu yrði gert kleift að neyta kosningaréttar síns, enda nær undantekningarlaust úr byggð- um Skagafjarðar. í lögum nr. 120 20. mars 1991 I. „Um atkvæða- greiðslu á stofnunum." Vísast í því sambandi til 1. til 4. greinar. Þar segir m.a. í 3. grein „Kjörstjóri skal ákveða, að höfðu samráði við stjórn hlutaðeigandi stofnunar og að fengnum upplýsingum um þá sem þar eru til meðferðar eða eru þar vistmenn, hvort ástæða sé til að láta atkvæðagreiðslu fara þar fram og þá hvenær." í niðurlaginu stendur. ,Að jafnaði myndi næjanlegt að at- kvæðagreiðsla fari fram einn dag í hverri stofnun í nokkrar klukku- stundir, eftir fjölda þeirra sem rétt mundu eiga á að greiða atkvæði ut- an kjörfundar á stofnuninni." Af þessu má sjá að kjörstjóra er áreiðanlega ekki ætlað að hafa heft- andi áhrif á notkun kosningaréttar- ins. í X. kafla laganna 58. gr. segir svo. „Kjörstað í hverri kjördeild ákveða hreppsnefndir eða bæjar- stjórnir." Síðan segir í niðurlaginu. „Kjörstað skal auglýsa almenningi á undan kjörfundi með nægum fyrir- vara nema hann sé öllum kjósend- um innan kjördeildar nægilega kunnur." Þar liggur hundurinn grafinn. Sveitarstjórnir fara með fram- kvæmdina og bæjarstjórar og sveit- arstjórar annast gjörðina ásamt kjörstjórum IV. kafli 13. grein. Og hvernig á að fara að ef flestir hafa gert sig meira og minna vanhæfa. Ráðgerð kjördeild á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki sem getið er í 1. tbl. Skagfirðings 1997 er í beinu fram- haldi af þeim venjurétti sem skap- ast hefur um meðferð kosningarétt- arins í áratugi á Sjúkrahúsinu, og gaf því vistmönnum á stofnuninni ótvírætt í skyn að þeir gætu neytt kosningaréttar síns. Annar undir- ritaðs, Hörður Ingimarsson, var samtíða Þorbirni Arnasyni hdl. í bæjarstjórn Sauðárkróks. Á þeim árum var kappkostað að allir gætu neytt kosningaréttar síns, þar með talið á Sjúkrahúsinu. Árið 1982 urðu annmarkar á framkvæmdinni, sem leiddu ekki til kæru, en talið af mörgum að hefðu leitt til ógildingar ef kært hefði verið. I alþingiskosningunum 1995 var öllu kosningafæru fólki gert kleift að kjósa á Sjúkrahúsinu þar með talinn faðir undritaðs, Ingimar Bogason, svo umsögn Þorbjörns Arnasonar hdl. um að hvorki hafi verið kjördeild í kosningunum til Alþingis 1995 né í forsetakosning- unum 1996 er ósönn. Sýslumaður vottar að kosið hefur verið utan- kjörfundar á Sjúkrahúsinu frá 1987 í öllum kosningum (frekari gögn á safni) ef frá eru taldar bæjarstjórn- arkosningar 1990. Ástæða er til að undirstrika að kosið var á Sjúkra- húsinu í sameiningarkosningunni 1993. Þar með er hnekkt fullyrðingu lögmanns Sauðárkrókskaupstaðar frá 1, desember 1997 í bréfi til Ólafs Birgis Arnasonar, form. kjörnefnd- ar. En spurningin er hvers vegna voru ekki gerðar nægilegar ráðstaf- anir til að tryggja kosningaréttinn á Sjúkrahúsinu eins og verið hefur um áratuga skeið? Að öllu framansögðu er Ijóst að kosningaréttur á Sjúkrahúsinu var fyrir borð borinn. Hefting á kosn- ingaréttinum stríðir gegn anda stjórnarskrárinnar. Því er fram- kvæmdin með öllu óviðunandi í þeim sameiningarkosningum er fram fóru 15. nóvember sl. Úrskurði kjörnefndar höfnum við og kærum því málið í heild sinni til félagsmálaráðuneytis. Jafnframt vísum við til frekari rökstuðnings er fram kemur í kæru Haraldar Blön- dal dagsett 12. desember 1997 og lögð var fram í ráðuneytinu þann sama dag. Erlendur Hansen, Hörður Ingimarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.