Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.02.1998, Blaðsíða 39
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 39 MINNINGAR ASBJORN DAGBJARTSSON + Ásbjörn Dagbjartsson fæddist í Alftagerði í Mývatnssveit 15. maí 1954. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 28. janú- ar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 6. febr- úar. Sorg fyllti hugann þegar fréttin barst um lát skólafélaga og vinar, Ásbjörns Dagbjartssonar, öllum spurningum um tilgang var ósvar- að. Ég kynntist Bödda þegar hann kom í Menntaskólann á Akureyri ásamt fríðu föruneyti Mývetninga með öllum þeim slætti sem fylgir því lífsglaða fólki. Við vorum bekkjarfélagar og lengst af aðeins tvær Akureyrarstelpurnar í strákabekk þar sem Mývetningar voru í miklum meirihluta ef miðað er við fyrirferð. Uppátæki Mývetn- inga í kennslustundum með þríeyk- ið þá Bödda, Ásgeir og Steinda í fararbroddi voru ógleymanleg. Ýmsar uppákomur í eðlisfræðitím- um hjá Öldu Möller, vel valdar kvikmyndir í líffræði hjá Jóhanni, sérstaklega til að ganga fram af okkur stelpunum, stærðfræðin hjá Habbanum þar sem allir kepptust við að ná niður dæmunum sem hann skrifaði með hægri hendi og þurrkaði jafn óðum út með töflupúðann í þeirri vinstri, að ógleymdum athugasemdum í sögu- stundum hjá Aðalsteini. I kjallaranum í Akurgerðinu var oft glatt á hjalla, þar sýndi Böddi sínar skemmtilegu hliðar, rólegur og yfirvegaður á yfirborðinu tott- aði hann pípuna sína, en undir niðri ólgaði húmorinn og kímnin. Að öllu jöfnu var hann tillitssamur og skilningsríkur þegar átroðningur minn og herbergisfélaga hans var annars vegar, en átti það til að launa með eftirminnilegum en sak- lausum hrekkjum sem félagarnir höfðu ómælda gleði af. Böddi var hrókur alls fagnaðar í hópi vina, mikill söngmaður og bridge spiluð- um við langar nætur, þá var mikið skrafað og hlegið. Allar ævintýra- ferðirnar sem við fórum saman upp í sveit, hvernig sem viðraði var lagt af stað, oftast þurfti að fara strönd- ina og sandinn í hríðarbyl og renn- ingi sem var svo mikill að hetjurn- ar þurftu að ganga á undan jeppan- um þar sem ekki sá á milli stika. En Mývatnssveitin hafði það að- dráttarafl sem þurfti til að leggja á sig þessar ferðir. Að alast upp í slíkri náttúruperlu lætur engan ósnortinn. Á þessum árum kynnt- ust Böddi og Tóta og 17. júní 1975 urðu þau fallegasta brúðarparið í okkar árgangi. Tóta mín, missir þinn og barnanna ykkar er mikill. Við sem útskrifuðumst frá MA 1975 höfum misst góðan félaga, hans verður alltaf minnst þar sem hljómar „Steinar í berjamó". Elsku Tóta, Magnús Dagur, Kristjana Hrönn og Auður, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð gefi ykk- ur styrk í sorginni. Auður. Vegferð manna er mislöng, margir fá að lifa í háa elli en aðrir eru hrifnir burt á miðri vegferð, hátindi lífsins. Þannig var með Bödda, sem við kölluðum ætíð en svo hét réttu nafni Asbjörn og var sonur hjón- anna Dagbjarts og Kristjönu í Álftagerði í Mývatnssveit. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, yngstur í stórum hópi systkina í þessari einni fegurstu sveit lands- ins. Það var ekki einungis fegurð umhverfisins, heldur einnig kær- leikur í samskiptum foreldra hans sem lagði hornstein að heilsteypt- um góðum manni. Eg kynntist Bödda og Tótu fyrir rúmlega tíu árum og allt frá fyrsta hljómuðu nöfn þeirra hjóna saman. Það var ekki nefnt annars öðru vísi en hitt fylgdi ósjálfrátt með. Tóta okkar svokölluð er Þóra Björg dóttir hjónanna Magnúsar og Auð- ar í Fagraskógi í Eyjafirði. Við erum búin að eiga margar góðar stundir og yndislegur var 17. júní síðastliðinn er sonur þeirra og minn settu upp hvítu kollana. Það hefur eflaust dýpkað ljúfar minn- ingar frá 17. júní 1975 þegar þau hjónin settu bæði upp hvítu kollana og gengu síðan í hjónaband þann sama dag. Samhent og samstiga hafa þau síðan stigið lífsdansinn og vissu- lega voru gleðistundirnar margar og ávallt var lífsgleðin í fyrirrúmi. Á þessu rúmlega tuttugu ára tímabih fóru þau saman gegnum háskólanám og þaðan út í atvinnu- lífið. Börnin komu, fyrst Magnús, síðan Kristjana og að lokum Auður sem er níu ára. Af starfsvettvangi fannst mér stundum á þeim hjónum að Afríku- dvöl þeirra hefði fært þeim nýjar víddir og víst er að margir inn- fæddir nutu góðs af störfum þeirra. Og það var ekki bara að heimssýn þeirra breyttist heldur einnig okkar er heima sátum og nutum fréttabréfanna sem bárust með reglulegu milhbih. Það er mikill missir að starfs- kröftum ungs manns í blóma lífs- ins, að ekki sé nefnt það skarð sem nú hefur verið höggvið í glaðværu, vinmörgu fjölskylduna í Heiðar- lundinum. Elsku Tóta, Magnús, Kristjana og Auður, mannkostir Bödda kristölluðust í kærleiksríkri um- hyggju hans fyrir ykkur fjölskyld- unni hans og mun gefa minning- unni um hann dýpt um alla eilífð. Katrín Þorvaldsdóttir. BJORNINGVAR PÉTURSSON + Björn Ingvar Pétursson fædd- ist í Reykjavík 9. mars 1981. Hann lést af slysförum þriðjudag- inn 20. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduós- kirkju 31.janúar. Af hverju Bjössi okkar af öllum? spurðu börnin mín þegar við feng- um frétt um andlát Bjössa okkar. Hann passaði þau mikið og reynd- ist þeim sem stóri bróðir. Bjössi átti stórt pláss í okkar hjörtum. Alltaf tók hann á móti okkur með hlýju í hjarta og á vör- um. Þau gátu treyst honum og trú- að í einu og öllu. Alltaf var hann til- búinn að gera eitthvað fyrir þau. Elsku Ragna og Birgir, megi al- góði Guð gefa ykkur allan sinn styrk og huggun í sorginni. Lóa, Óskar Þór og Edda. Nú kveðjum við góðan dreng, Björn Ingvar, sem fór svo skyndi- lega frá okkur. Hann var yndisleg- ur drengur sem sást aldrei öðruvísi en brosandi hvar og hvenær sem við mættumst, á götu, eða í kaupfé- laginu, þá kom hann með opna arma og tók mig í fangið og sagði: „Elsku amma mín, ertu komin, viltu ekki koma heim til mömmu og fá kaffisopa." Okkar kynni urðu of stutt. Eng- inn veit hvenær kallið kemur, en í þessu tilfelli allt of snemma. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við góðan ömmudreng. Þeir sem undu áður glaðir ala núna sáran streng. Dauðinn óvænt birtist bráður burtu hreif hinn góða dreng. (RÁ) Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Erla amma, Litlu-Hlíð. KIRKJUSTARF KRISTJANA S.G. SVEINSDÓTTIR + Kristjana S.G. Sveinsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 21. september 1916. Hún lést 5. desem- ber sfðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyr- arkirkju 11. desem- ber. Um klukkan 11 föstudagsmorguninn 5. desember hringdi Bogga vinkona í mig og spurði hvort ég gæti passað „litla prinsinn" fyrir sig því að þau þyrftu upp á sjúkrahús, hún Jana væri dáin. Litli Esra kom, og ég fór að hugsa um hvað hann myndi missa af miklu þar sem amma Jana yrði ekki þátttakandi. Ég kynntist Jönu fyrst lítil stelpa á heimili hennar Litla- Hóli, en þar var bróðir minn á sumrin í sveit. Voru þau góðir vinir, og hún bað alltaf að heilsa Stebba þótt þau hefðu ekki sést í mörg ár. Eftir að hún fluttist til Boggu og Bjössa áttum við margar in- dælar stundir, það var alltaf svo notalegt að fá molasopa í Laxagötunni eftir bæjarrölt og Jana tók vel á móti öllum. Oft pass- aði hún dæturnar fyrir mig og þeim leiddist ekki á meðan, því hún var sannur leikfélagi þeira, sat á gólf- inu með þeim, sat með þau og reri og raulaði. Hún yljar minningin þar sem hún hlær og grínast af hjart- ans lyst. Það var auðvelt að slá á létta strengi, þar sem hún var ann- ars vegar. Og ekki mátti skamma börnin, þá heyrðist „Æ, vertu ekki vond við greyið". Við mæðgur í Langholti þökkum samverustund- irnar með Jönu og vitum að henni líður vel þar sem hún er. Við send- um Boggu, Bjössa, Friðrik og Esra innilegar samúðarkveðjur og biðj- um guð að gæta ykkar allra. Við kveðjum með þessu ljóði: Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af óðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Steinunn Benna, Gunnur Lilja, Berglind og Herdís Júlía. Safnaðarstarf Ást og agi í Hafnarfjarðar- kirkju FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 12. febr- úar kl. 20.30 mun Sæmundur Haf- steinsson, sálfræðingur, koma í Strandberg, safnaðarheimili Hafnar- fjaðarkirkju, og fjalla þar um ung- linga og uppeldismál. Hann nefnir umfjöllun sína „Ast og agi" og mun ræða það hvernig þessum þáttum yerði helst komið við í uppeldinu. I óróa og umróti samtímans er margt sem villir ungu fólki sýn og freistar þess inn á ógæfubrautir svo sem dæmin sanna. Þýðingarmikið er að geta veitt ungu fólki innri styrk, öryggi og lífstrú. Fundur þessi er einkum hugsaður fyrir foreldra fermingarbarna en hann er öllum opinn. Boðið verður upp á kaffi og samræður eftir um- fjöllun sálfræðingsins. Áskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Starf fyrir 10- 12 ára kl. 17. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra: Opið hús í dag kl. 13.30-17. Æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. 17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Þorrasamvera starfs eldri borgara hefst kl. 12. Þorramat- ur o.fl. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Svefn og svefnvenjur. Jóna Margrét Jónsdóttir, hjúkrunarfr. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Foreldrar og börn þeirra hjart- anlega velkomin. Sr. María Ágústs- dóttir. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf fyrir aldraða í dag kl. 13-17. Laugarneskirkja. Fundur í æsku- lýðsfélaginu í kvöld. Húsið opnað kl. 19.30. Neskirkja. Litli kórinn (kór eldri borgara) æfir kl. 11.30-13. Umsjón Inga J. Backman. Fótsnyrting kl. 13- 16. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynisson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Arbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra, opið hús kl. 13.30-16. Handa- vinna og spil. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu, á eftir TTT starf fyrir 10- 12 ára í dag k. 17.15. Æskulýðsfund- ur kl. 20. Digraneskirkja. KFUM & K fyrir 10-12 ára kl. 16.30. Æskulýðsstarf í samstarfi við KFUM og K kl. 20 fyr- ir 13 ára og eldri. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK kl. 17.30 fyrir 9-12 ára stúlkur. Hjallakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16. Kdpavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum kl. 16.30-17.30 í safnaðar- heimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) börnum kl. 17.30-18.30. Seijakirkja. Fyrirbænir og íhugun kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bænastund lokinni. Fundur Æskulýðsfélagsins Sela kl. 20. Hafharfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, fyrirbænir og alt- arisganga. Léttur hádegisverður á eftir. Kl. 20 Æskulýðsfundur í Strandbergi. Kl. 21 kyrrðarstund í kirkjunni. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara milli kl. 14 og 16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn. Kl. 12.10 kyrrð- arstund í hádegi. Kl. 15.30 ferming- artímar, Barnaskólinn. Kl. 16.30 fermingartímar, Hamarsskóli. Kl. 20 KFUM & K, húsið opið unglingum. Kl. 20.30 fundur með foreldrum og fermingarbörnum úr Hamarsskóla. Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19-22. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Hvftasunnukirkjan Fíladelfía. Kl. 18.30 er fjölskyldusamvera sem hefst með léttu borðhaldi á vægu verði. Kl. 19.30 er fræðsla og bæn. Allir hjartanlega velkomnir. PCIlímogfúguefrii Wm I iffi* Stórhöfða 17, við Gullinbru, sími 567 4844 + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýju og samúð vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTINS JÓNSSONAR, Vesturvangi 26, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til allra þeirra, sem studdu hann og okkur öll í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Gunnhildur Sigurðardóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Stefán Helgi Helgason, Jóhann Helgi Stefánsson, Guðrún Kristín Stefánsdóttir, Inga Valgerður Kristinsdóttir, Pétur Vilberg Guðnason, Gunnhildur Pétursdóttir, Vilborg Pétursdóttir. + Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS ÁRNASONAR, Norðurgötu 11, Sandgerði. Anna Þ. Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og bamabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.