Morgunblaðið - 11.02.1998, Síða 44

Morgunblaðið - 11.02.1998, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Ferðamanna- staðir og mark- aðssetning Ferðalög til framandi landa geta veríð mjög lærdómsrík, segir Margrét Þorvaldsdóttir. Ekki aðeins vegna áhuga- verðra staða, heldur einnig til að kynnast því hvernig staðir og landsvæði eru markaðssett fyrir ferðamenn. í FERÐ sem farin var um sögu- staði á Spáni á liðnu sumri var m.a boðið í ferð um Alpujarra á Suður- Spáni. Pað er stórt fjallasvæði sem nær frá hæstu tindum Sierra Nevada fjallgarðsins fyrir sunnan Granada að strönd Miðjarðarhafsins eða Mulhacén, hæsta fjalls Spánar að strönd Costa del Sol. Alpujarra nær yfír 1.800 ferkílómetra svæði og er eitt af verndarsvæðum UNESCO. Leiðsögumaðurinn sagði okkur það vera vegna sérstæðs gróðurfars og mikilla andstæðna með háfjalla- gróðri nyrst og hitabeltisgróðri syðst. Þetta landsvæði á sér litríka sögu en hefur vart borið sitt barr síðan síðustu Márarnir voru hraktir þaðan til Norður-Afríku snemma á 17. öld. Nú er markvisst unnið að því að laða ferðamenn að svæðinu og er það gert á mjög skemmtilegan hátt. Við- brögð samferðafólks við framandi aðstæðum voru ekki síður lærdóms- rík. „í þessari ferð munið þið kynnast hinni stórkostlegu náttúrufegurð Alpujarra," sagði leiðsögumaðurinn, ung kona, þegar lagt var upp frá Granada og hún rómaði fegurð Alpu- jarra í hvert sinn er hún reyndi að vekja athygli á einhverju athyglis- verðu sem fyrir augu bar. Hollend- ingurinn fyrir aftan mig í bílnum beið reyndar allan daginn eftir feg- urðinni. Þar sem landslag er þama fremur grátt, tilbreytingalítið og lítið áhugavekjandi fyrst í stað var mjög snjallt af leiðsögumanni að hamra á fegurðinni til að fá fram jákvæð við- brögð hjá ferðamönnum og fá þá til að líta í kringum sig. Fyrsti viðkomustaðurinn var Lanjarón sem liggur austast á Alpu- jarra-svæðinu. Þar eru frægar heilsulindir og var ferðahópnum boð- ið að smakka hið heilnæma eftirsótta vatn í Lanjarón. Sennilega hefur átöppunarverksmiðja verið einhvers staðar baka til, því okkur fannst vatn merkt Lanjarón, sem selt var á flöskum í Madríd, betra en það sem boðið var upp á úr mismunandi krön- um heilsulindanna. Leiðin lá síðan eftir nýlegum breiðum vegi upp fjöll og hæðir, gil og skorninga í átt að þorpinu Tre- vélez sem er í 1.476 m hæð og liggur hæst allra þorpa á Spáni og í Evr- ópu. A leiðinni þangað er fjöldi fjalla- þorpa sem byggð eru utan í fjalla- hlíðum. Húsin eru sjaldnast meira en tvær hæðir með rammgerðum flöt- um þökum sem eiga að þola talsverð snjóálag. Úr fjarlægð séð virtist þar öllu vel viðhaldið, byggingar hvítar og iðandi mannlíf, en þegar nær var komið var myndin önnur. í smáleið- angri um þorpið Pampaneira kom í ljós að þar var allt hvítkalkað, gaml- ar byggingar hvort sem þær voru heilar eða að hruni komnar, veggir og jafnvei hálmur í skyggnum. Hug- myndin er snjöll en þorpið var eins og sótthreinsað og lífvana. Við aðalgötu höfðu verið útbúnar verslanir í hverju húsi og var þar mikið framboð af alls kyns munum, aðallega keramikvörum með símunstrum sem eru einkennandi fyrir þetta svæði, handofnum púða- borðum og teppum. Allt átti þetta að höfða til ferðamanna og reyndu kaupmenn mjög að ná ferðamönnum inn til sín. Einnig var þarna framboð á gistingu. I kynningarbæklingi af Alpujarra-svæðinu er þess getið að uppbygging ferðamannaiðnaðar sé viðleitni í þá átt að halda þessum harðbýlu fjallasvæðum í byggð. I þorpinu Trevélez léku svalir vindar af fjallatindum þó að komið væri fram í lok maí. Gróðurfar var ekki þar ólíkt því sem við eigum að venjast hér heima og þorpið orðið dæmigerður ferðamannastaður. Bent hafði verið á að kirkjan, sem er efst í þorpinu, væri frá 16. öld, en þegar klöngrast hafði verið upp brekkur og sund reyndist hrörleg kirkjuhurðin negld aftur með þver- spýtu, aftur á móti var „bar“ handan torgsins opinn. Miðdegisverður var borinn fram á skemmtilegum veitingastað sem var á efri hæð þorpsverslunar. Boð- ið var upp á þjóðlegan mat frá þessu fjallasvæði í forrétt og hefðbundið kjötmeti í aðalrétt. Þjóðlegi matur- inn minnti á íslenskan þorramat, þunnar sneiðar af vindþurrkuðu svínalæri og sneiðar af blóðbjúga sem var ekkert annað en blóðmör - vindþurrkaður. Og til að leggja áherslu á þjóðlega þáttinn héngu kjötlæri í lofti matstofunnar. Matarhefðir í Alpujarra eru rakt- ar til bæði Mára og kristinna og er þætti Máranna í bæði sögu og mat- arhefð haldið mjög á lofti. Maturinn er fremur fituríkur vegna hins kalda veðurfars háfjallasvæðisins. En ljúffengir réttir svæðisins eru sagðir bíða þess að verða neytt af verðandi matgæðingum. Það vakti athygli að matur og hefðir eru taldar vera hluti af menn- ingu í Alpujarra. Greinilegt var líka að flest samferðafólkið hafði gaman af að fá að smakka þennan sérstæða mat sem boðið var upp á. Þegar ferðin var metin kom í ljós að það var hið sérstæða sem menn upplifðu í ferðinni, sagan, matarmenningin og síðan náttúran sem gerði ferðina um Alpujarra-svæðið eftirminni- lega. Höfundur er blaðamaður VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Áhugaleysi al- þingismanna á umferðarmálum Grafarvogsbúa VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Islenskar þjóðsögur eru ótrúleg uppspretta lífsspeki, enda felst í þeim aldalöng reynsla þjóðar- innar. Alþingismönnum, sem og öðrum, væri hollt að kynna sér þær. Margar þeirra fjalla um nátttröll, sem fylgdust ekki með tímanum en dagaði uppi og urðu að steini. I kosningum til Alþingis er atkvæðisréttur bundinn við fermetra en ekki fólk. Það hvarflar jafnvel að manni, að verði stefnu ým- issa þingmanna varðandi yfirráð örfámennra hreppa yfír hálendingu iylgt, þuríl að auka atkvæðisrétt þeirra vegna stóraukins fermetrafjölda. Afleiðingar misskiptingar kosninga- réttar fólks blasa hvar- vetna við í aðgerðum og aðgerðaleysi Alþingis. Hinn 5. febrúar síðast- Iiðinn var efnt til borgara- fundar hjá Félagi sjáif- stæðismanna í Grafarvogi. A fundinn var boðið sam- gönguráðherra og forseta borgarstjórnar til þess að sitja fyrir svörum um það ófremdarstand, sem lengi hefur ríkt í umferðarmál- um Grafarvogsbúa, en keyrir nú algjörlega um þverbak. Ráðherrann virt- ist koma af fjöllum ofan varðandi þau mái eins og hann hefði dvalist í Ódáða- hrauni síðustu árin. Helsta málsvörn hans var, að hann hefði tekið við af mikiu verra nátttrölli í um- ferðannálum Reykvíkinga, sem reyndar var fulltrúi sama kjördæmis og hann. Þar sem fermetrafjöldi Grafarvogs er afar lítill í hlutfalli við landsbyggðar- kjördæmi, vekur umferð- aröngþveiti þar næsta lít- inn áhuga á hinu háa Ai- þingi, ekki einu sinni hjá þingmönnum Reykjavíkui', þar sem aðeins einn þeirra sýndi þann áhuga að mæta á fundinn. Hvar voru hinir 18? Hafa þeir gefíst upp andspænis óvígum her fer- metraþingmanna? Þingmaðurinn, sem mætti, upplýsti, að breikk- un Gullinbrúar væri inni á vegaáætlun, sem hefur verið að velkjast á Alþingi í ár eða meira, en er ennþá ósamþykkt. Væru grund- vallarmannréttindi um jafnan atkvæðisrétt virt, ættu 14.000 íbúar Grafar- vogs rétt á 3 þingmönnum, og allt að 8, ef íbúarnir væru dreifðir um nógu stórt landsvæði. Þrátt fyr- ir þetta skipta samgöngu- mál þeirra alþingismenn litlu máli. Spurningin er: bíður Aiþingi eftir hrópinu „Dagur er á lofti?“„ Kristín Jónsdóttir og Helgi Sigvaldason, Logafold 134. „Kalin strá“ KANNAST einhver við höfund að ljóðabókinni „Kalin strá“ gefin út af Prentsmiðju Odds Björns- sonar á Akureyri 1940. Höfundur er Rannveig Guðnadóttur. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um það hver hún er hafi sam- band í s. 557 9020, Guðrún. Sjómannadeilan NÚ liggur fýrir að ríkis- stjórnin setur lög á verk- fall sjómanna. Aðgerðin er óskiljanleg við núverandi aðstæður, fyrir það fyrsta hefur engin loðna fundist ennþá á miðunum, í annan stað er það ótækt að sitja lög núna en vera rræð ágreiningsmálin óleyst. Eg tel ráðleysi í þessari deilu vera áfellisdóm yfir tals- mönnum LÍÚ og sjómanna þvi greinilegt er að þessir menn hafa engar lausnir í farvatninu. Það er þvi kannski réttast að skipta þeim út fyrir nýja menn. En best er að þeir finni þetta hjá sér sjálfir. Konráð Friðfinnsson. Áróðursbréf EG bý í Grafarvoginum og ég vil kvarta undan því að það sé verið að senda mér áróðursbréf svona rétt fyr- ir borgarstjórnarkosning- ar. Mér finnst þetta frekt og ég mun ekki láta svona bréf hafa áhrif á það hvað ég kýs. Ég fékk bréf frá frambjóðanda Sjálfstæðis- flokksins vegna ástandsins í umferðarmálum. En þetta hefur alltaf verið svona á Islandi, fyrst er byggt og síðan farið að spá í hvernig hægt er að bjarga umferðarmálunum. Að fá svona bréf inn um lúguna er bara áróðurs- bragð svona rétt fyrir kosningar, það er bara til að skíta út náungann til að koma sjálfum sér að. Grafarvogsbúi. Tapað/fundið Leðurhanski týndist á Laugavegi eða nágrenni SVARTUR ieðurhanski, karlmanns, týndist á Laugavegi eða nágrenni sl. laugardag 7. febrúar. Skil- vís finnandi vinsamlega hafí samband í síma 562 5744 eða 552 0764. Gleraugu fundust GLERAUGU og munstrað hulstur fundust í síðustu viku við biðstöð SVR á Grensásvegi. Upplýsingar í síma 581 4448. Klútur týndist FJÓLUBLÁR silkiklútur týndist milli Marklands og Logalands laugardaginn 6. febrúar. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 587 1747. Dýrahald Læða fæst gefins ÞRÍLIT Iæða, gædd snilli- gáfu, fæst gefíns góðu fólki. Upplýsingar í síma 552 0834. ÞÚ mátt sleppa henni núna. MAÐURINN minn er brunavörður. í DAG ætlar Lísa að segja frá því hvað pabbi hennar gerir, en hann er erfðafræðingur. Víkverji skrifar... VÍKVERJA hefur borist eftir- farandi bréf frá Þórhalli Jós- epssyni, ritstjóra FÍB blaðsins Okuþórs: „Víkverji lét sig hafa það sl. laugardag 28. janúar að birta bréf undirritað: Karl Öm Karlsson lektor. Bréfið er samfelldur fúk- yrðaflaumur í garð Ama Sigfús- sonar, formanns FIB og borgar- fulltrúa. Sakarefni þau, að Ami kom fram í sjónvarpsauglýsingu síðari hluta janúarmánaðar og hvatti menn til að nota þetta tæki- færi sem þá gefst flestum bíleig- endum til að skipta um trygginga- félag og fá sér FÍB Tryggingu. Karl Öm talar eins og hann sé í sérstöku umboði FIB félaga og sakar Araa, formann FIB, um að misnota félagið í pólitískum til- gangi með þessum auglýsingum og að hann bregðist trúnaði sem hon- um var sýndur þegar hann var kos- inn formaður FIB. xxx LEKTORINN segir ógeðfellt að fylgjast með þessu. Orð hans fengu hins vegar óvænt nýja merk- ingu í sjónvarpsþættinum Á elleftu stundu 3. febrúar sl. Þar sýndi borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, áhorfendum myndir úr fjölskyldusafninu. Kom þá í ljós að meðal vina Ingibjargar borgar- stjóra, með henni á baðstranda- ferðalagi í Portúgal, er umræddur Karl Örn Karlsson. Eins og flestir vita er Árni Sigfússon, formaður FÍB, helsti keppinautur og and- stæðingur Ingibjargar á hinum pólitíska vettvangi. Eg hygg að þeir 12 þúsund félagsmenn, sem gengið hafa í FÍB eftir að Ámi tók þar við formennsku, að ógleymdum hinum 7 þúsund sem fyrir vom, hafi ekki gleymt því að Árni reif fé- lagið upp úr lægð, undir hans for- ystu lækkuðu iðgjöld bifreiða- trygginga í landinu og skilar lækk- unin rúmum milljarði til heimil- anna á ári. xxx FLEIRA mætti nefna: Aukin þjónusta við félagsmenn, sbr. FÍB-aðstoð, afsláttartilboð og að formaðurinn kemur sjálfur fram fyrir hönd félagsmanna í einfaldri auglýsingu í þeirra þágu - án end- urgjalds vitaskuld. Stjómarmenn FIB sem stóðu að ákvörðun um auglýsinguna með Áma (enginn þeirra er sjálfstæðismaður!) munu varla taka undir að formaðurinn misnoti félagið þegar hann fram- fylgir ákvörðunum stjómarinnar. Að lokum óska ég Víkverja alls hins besta og vona að hann sé ekki að þróast í að verða vettvangur óprúttinna árása af þessu tagi.“ Undir bréfkomið ritar Þórhallur Jósepsson, ritstjóri FÍB, blaðins Ökuþór nafn sitt og bætir síðan við: (og yfirlýstur sjálfstæðismað- ur, svo það fari ekki á milli mála)“. x x x AÐ er ekki hægt annað en virða þá ákvörðun HB frá því fyrir helgi að taka fiskverkafólk ekki út af launaskrá og beina því til félagsmálaráðherra að hann beiti sér fyrir breytingum á lögum um Atvinnuleysistryggingasjóð. Þessi ákvörðun stjómenda þessa stóra sjávarútvegsfyrirtækis á Akranesi sýna jákvætt viðhorf þeima í garð eigin starfsmanna og virðingu fyrir þeim sem persónum og störfum þeima. Síðan þetta var hefur komið á daginn að flest stóm fiskverkun- arfyrirtækin, svo sem Grandi, ÚA, Vinnslustöðin og Isfélag Vest- mannaeyja hyggjast hafa sama háttinn á. Eina stórfyrirtækið sem vitað er um að hafi þegar tekið fiskvinnslufólk sitt af launaskrá er Samherji á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.