Morgunblaðið - 25.02.1998, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
46. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Annan fagnað sem hetju í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna
Albright segir að ýmsum
spurningum sé ósvarað
Reuters
KOFI Annan, franikvæindastjóri Sameinuðu þjdðanna, veifar til starfsmanna í höfuðstöðvum samtakanna í
New York þegar hann kom þangað í gær eftir að hafa náð samkomulagi við ráðamenn í Bagdad um vopna-
eftirlitið í írak. Annan var fagnað sem hetju við komuna í höfuðstöðvarnar.
KOFI Annan, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, var fagnað
sem hetju þegar hann kom í höfuð-
stöðvar samtakanna í New York í
gær eftir að hafa náð samkomulagi
við ráðamenn í Bagdad um að þeir
heimiluðu ótakmarkaða leit að ger-
eyðingarvopnum í Irak. Madeleine
Albright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sagði að nokkur atriði
samkomulagsins væru óljós og ýms-
um spurningum um tilhögun vopna-
leitarinnar væri enn ósvarað. „Við
þurfum nú að tryggja að öllum
hugsanlegum smugum verði lokað í
nánu samstarfi við öi-yggisráðið,“
sagði hún.
Hundruð starfsmanna í höfuð-
stöðvunum hylltu Annan þegar hann
kom þangað til að svara spurningum
sendiherra aðildarríkja öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna um samkomu-
lagið.
Annan þakkaði ieiðtogum Frakk-
lands og Rússlands fyrir að stuðla
að friðsamlegri lausn deiiunnar og
lýsti Bill Clinton Bandaríkjaforseta
og Tony Biair, forsætisráðherra
Bretlands, sem „fullkomnum friðar-
gæslumönnum“. „Við kenndum frið-
argæsluliðum okkar að besta leiðin
til að beita valdi er að sýna það til að
þurfa ekki að beita því,“ sagði hann 1
stuttu ávarpi. „[Clinton og Blair]
stuðluðu að lausn deilunnar með því
að sýna staðfestu og sjá til þess að
hægt yrði að beita hei’valdi ef þörf
krefði."
Vilja skýra viðvörun
Bill Clinton segist vera tilbúinn að
láta reyna á samkomulagið en hefur
áskilið sér rétt til að beita hervaldi
ef Irakar standa ekki við það. „Við
erum enn staðráðnir í að sjá til þess
að Saddam Hussein ógni ekki heim-
inum með gereyðingarvopnum,"
sagði hann í gær.
Tony Blair fagnaði samkomulag-
inu en sagði að öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna þyrfti að samþykkja
ályktun þar sem Saddam Hussein
yrði varaður við því að ef hann stæði
ekki við samkomulagið myndi það
hafa „rnjög alvarlegar afleiðingar"
fyrir íraka. Senda þyrfti Saddam
skýr skilaboð um að ekkert aðildar-
rikja ráðsins myndi líða frekari ögi’-
anir eða tilraunir til að hindra leit
Sameinuðu þjóðanna að gereyðing-
arvopnum í Irak.
Talsmaður franska utanríkisráðu-
neytisins sagði að Frakkar væru
hlynntir því að Irakar yrðu varaðir
við því að brot á samkomulaginu
myndi hafa „alvarlegar afleiðingar".
Hann áréttaði hins vegar að Frakk-
ar myndu ekki styðja ályktun sem
veitti Bandaríkjamönnum og Bret-
um sjálíto’afa rétt til að beita her-
valdi ef írakar standa ekki við sam-
komulagið.
Samkvæmt samkomulaginu á að
stofna „sérstakan hóp“, skipaðan
vopnasérfræðingum Sameinuðu
þjóðanna og stjórnarerindrekum, til
að leita að vopnum á átta stöðum,
sem írakar höfðu meinað vopnaeft-
irhtsnefnd SÞ að rannsaka.
Sandy Berger, öryggisráðgjafi
Bandaríkjaforseta, sagði að sam-
komulagið væri sigur íyrir Banda-
ríkjastjórn hvernig sem færi. Ef
Irakar stæðu við samkomulagið
myndi það tryggja óhefta vopnaleit í
samræmi við ályktanir öryggisráðs-
ins. Hins vegar myndu brot á sam-
komulaginu eyða öllum efasemdum
um hvort Bandaríkjamenn mættu
beita hervaldi.
Staða
Schröders
kann að
veikjast
Bonn. Reuters.
SVO KANN að fara að þýzki Jafnað-
armannaflokkurinn, SPD, tapi meiri-
hluta sínum á þingi Neðra-Saxlands í
kosningum sem framundan eru ef
marka má niðurstöður nýrrar skoð-
anakönnunar. Slík niðurstaða yrði
mikið pólitískt áfall fyrir Gerhard
Schröder, forsætisráðherra Neðra-
Saxlands, og kynni að gera vonir
hans um að verða kanzlaraefni SPD í
kosningum til Sambandsþingsins í
haust að engu.
Samkvæmt niðurstöðum könnun-
arinnar, sem gerð var fyrir einka-
reknu sjónvarpsstöðina n-tv, kann
SPD í Neðra-Saxlandi að neyðast til
að fá flokk umhverfissinna, græn-
ingja, með sér í samsteypustjórn að
loknum kosningunum, sem fara fram
1. marz. Slík niðurstaða myndi bæta
stöðu Kristilegra demókrata, CDU, í
héraðinu til muna og skaða verulega
horfur Schröders á að verða tilnefnd-
ur kanzlaraefni jafnaðarmanna.
---------------
Tyrkneskri
flugvél rænt
Ankara. Reuters.
TYRKNESKRI flugvél var rænt í
gærkvöld þegar hún var á leiðinni
frá borginni Adana í suðurhluta
Tyrklands til Ankara.
63 farþegar voru í vélinni, auk
fimm manna áhafnar. Síðustu fregn-
ir hermdu að flugræninginn hefði
gefist úpp þegar vélin lenti í borginni
Diyai’bakir til að taka eldsneyti.
Haft var eftir tyrkneskum emb-
ættismönnum að flugræninginn væri
Kýpurbúi. Hann hefði krafíst þess að
fá aðra flugvél og henni yrði flogið tO
Teheran.
Talið var-að maðurinn væri með
sprengju, sem hann hefði laumað í
vélina innan í leikfangabangsa.
Nýr for-
seti hyllt-
ur í Seoul
SUÐUR-KÓREUMENN
hófu í gær hátíðahöld í
tilefni þess að Kim Dae-
jung sver embættiseið
forseta í dag. Hátíða-
höldin hófust á miðnætti
að staðartíma þegar
stórri klukku var hringt
í miðborg Seoul, en hún
glumdi einnig þegar her-
námi Japana lauk árið
1945. Á sama tíma voru
„vonareldar“ tendraðir á
fimm súlum eins og hefð
er fyrir að gera þegar
mikilvægar tilkynningar
eru boðaðar í Seoul.
Kim var í stofufangelsi
eða fangelsi megnið af
áttunda áratugnum
vegna andófs gegn her-
foringjasljórninni sem
var þá við völd.
Reuters
Danskir Miðdemókratar hlynntir stjórnarskiptum
Ætla að styðja hægri-
stjórn með skilyrðum
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
MIMI Jakobsen, formaður danskra
Miðdemókrata, tilkynnti á blaða-
mannafundi í gær að flokkurinn væri
hlynntur því að mynduð yrði hægri-
stjórn eftir þingkosningarnar 11.
mars. Fyrir stuðningi við slíka stjórn
setur flokkurinn þó fjögur skilyrði,
sem við fyrstu sýn gætu staðið í
Venstre, flokki Uffe Ellemann-Jen-
sens, og Ihaldsflokknum. Ekki er því
víst að líkurnar á stjórnarskiptum
eftir kosningarnar hafí aukist.
„Við ætlum að styðja hægrimenn
til að hafa forystu um stjórnarmynd-
un eftir kosningar," sagði Mimi Jak-
obsen við stóran hóp blaðamanna,
sem biðu í ofvæni eftir að heyra boð-
skap flokksins. Hún aftók hins vegar
með öllu að velta vöngum yfir því
hver ætti að mynda hægristjórnina
ef til þess kæmi. „Það er öldungis
ótímabært að ræða það,“ sagði hún.
Þótt Miðdemókratar hafi aðeins
fimm þingmenn af 179 í danska þing-
inu og hafi átt undir högg að sækja
er Mimi Jakobsen vinsæll og virtur
stjórnmálamaður og nýlegar skoð-
anakannanir benda til þess að fylgi
flokksins hafi aukist.
Reglur um innflyljendur
verði ekki hertar
Miðdemókratar setja þó fjögur
skilyrði fyrir stuðningi við hægri-
stjórn. Hið fyrsta er að ekki verði
hreyft við sjúkradagpeningum og
eftirlaunum, sem greidd eru ef laun-
þegi hættir vinnu sextugur og þar til
eiginlegum eftirlaunaaldri er náð.
Annað skilyrðið er að reglur um
flóttamenn og innflytjendur verði
ekki hertar, þriðja að gerðar verði
endurbætur á grunnskólunum og
fjórða að launþegai’ fái skattafrá-
drátt fyrir að vera í vinnu, þannig að
það borgi sig betur að vinna en að
lifa á bótum frá ríkinu.
Talið er að það vefjist helst fyrir
hægriflokkunum tveimur að sam-
þykkja að herða ekki reglurnar um
innflytjendur en þeir ættu að vera til
viðtals um hin skilyrðin.
■ Trúverðugleiki/19