Morgunblaðið - 25.02.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 25.02.1998, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frumvarp til laga um breytingu á flugmálaáætlun Eldsneytisgj ald verður lagt niður ELDSNEYTISGJALD verður lagt niður ef frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda nær fram að ganga, en samgönguráðherra kynnti frumvarpið í ríkisstjórn í gær. Var frumvarpinu vísað til þingflokka ríkisstjómarflokkanna. Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, sagði að Samkeppnisstofnun hefði mælst ti! þess að eldsneytis- gjaldið yrði lagt niður og það yrði ekki gert nema með lögum, því þau kvæðu skýrt á um það að eldsneyt- isgjald skuli greitt af bensíni sem selt sé á flugvélar sem fljúgi milli Evrópu og íslands og af öðru flugi en áætlunarflugi til Bandaríkjanna, nema félögin eigi sjálf bensínið. Tekjuskerðing Halldór sagði að frumvarpið gerði ráð fyrir því að orðið yrði við þessum tilmælum Samkeppnis- stofnunar. Það hefði í för með sér skerðingu á tekjum samkvæmt flugmálaáætlun og því yrði mætt með sérstökum aðgerðum á Kefla- víkurflugvelli og með því að lend- ingargjöld yrðu hækkuð í innan- landsflugi. Það dygði þó ekki til þess að mæta tekjuskerðingunni vegna niðurfellingar eldsneytis- gjaldsins. Tekjuskerðingin væri um 17 milljónir í ár og 30 milljónir króna á næsta ári. Samgöngunefnd væri með flugmálaáætlun til með- ferðar og við þá meðferð yrði að taka ákvörðun um það með hvaða hætti tekjuskerðingunni yrði mætt. „Samkvæmt milliríkjasamningum eru bandarísk flugfélög undanþegin eldsneytisgjaldi á leið sinni yfir Atl- antshafið og ég tel að það sé alveg útilokað að hugsa sér að við Islend- ingar leggjum gjöld á Flugleiðir, sem keppinautar þeirra á Norður- Atlantshafsflugleiðinni þurfa ekki að greiða. Samkeppni þar er það mikil og við eigum það mikið undir því íslendingar að Flugleiðir stand- ist þá samkeppni að ég tel útilokað að við skattleggjum Flugleiðir sér- staklega og veikjum þannig sam- keppnisstöðu þeirra gagnvart bandarískum flugfélögum,“ sagði Halldór ennfremur. Brauð í gogginn FUGLARNIR við Bakkatjörn á Sel- tjamarnesi eru hændir að Guðjóni Jónatanssyni. Hann byrjaði að færa fuglunum brauð fyrir fimm árum og hefur gert það daglega undanfarin tvö ár. Guðjón segist hafa gaman af þessu. Hann sé hættur að vinna og sér þyki gott að hafa eitthvað við að vera. „Ég var veiðimaður hér áður fyrr en nú gæti ég ekki banað fugli nema í algerri neyð,“ segir hann „Þeir hænast svo að manni og maður að þeim.“ Guðjón segir misjafnt hversu margir fuglar komi og einnig hvenær dagsins þeir komi að Bakkatjörn, þar sem hann gefi þeim. Hann fylgist hins vegar með þeim og reyni að vera tilbúinn með brauðið þegar þeir safnist þar sam- an. „í morgun var gæsahópurinn á förum þegar ég kom en hann sneri við þegar ég flautaði." segir hann. Verst þykir Guðjóni þegar fólk sleppir hundum lausum á svæðinu en ekki er langt síðan hann sá hund ráðast á einn svaninn og lemstra hann. Lyftari fór i í höfnina SVEINN Orri Harðarson, hafnarvörður á Stöðvarfirði, slapp með skrekkinn þegar lyftari fór í höfnina í fyrrinótt. Hann var einn á bryggjunni þegar óhappið v£irð en tókst að koma sér upp af eigin ramm- leik og láta konu sína vita. „Ég var að keyra loðnu inn á innri kantinn og þurfti að fara eftir frekar mjóum vegi sem er svolítið varhugaverður í hálku,“ segir Sveinn Orri en mikil hálka var einmitt á bryggjunni þegar atvikið átti sér stað. Skipti engum togum að hann rann til og steyptist niður á botn smábátahafnar- innar. „Ég varð að bíða eftir því að húsið fylltist, svo að ég í gæti opnað. Það var smá loft uppi við þakið, sem ég gat náð mér í,“ segir hann en vegna þrýstingsins utan frá var ekki hægt að opna fyrr. Aðspurður um hvernig hon- um hefði liðið meðan hann var að bíða eftir því að hús lyftar- ans fylltist kveðst hann hafa i verið alveg ótrúlega rólegur. I raun hafi hann þó ekki haft tíma til að hugsa um neitt j þarna niðri. Þegar hann komst á land hitti hann konuna sína sem var inni að vinna í loðnu, sem keyrði hann heim og kom honum í heita sturtu. „Maður skalf dálítið fyrst á eftir en svo lagaðist það,“ segir hann. Læknismeðferð forsetafrúarinnar >-------------------- i Arangur sam- kvæmt björt- ustu vonum ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti íslands, sendi í gær frá sér eft- j irfarandi tilkynningu: „I samræmi við tilkynningar fyrr í vetur viljum við Guðrún Katrín í I samráði við lækna hennar greina frá því að lokaáfangi læknismeð- ferðarinnar er nú að baki. Árangur meðferðarinnar er sam- kvæmt björtustu vonum og á næst- unni mun Guðrún Katrín hefja að fullu fyrri þátttöku sína í athöfnum og viðfangsefnum forsetaembættis- ins. | A næstu misserum og árum þarf ; hún þó reglulega að gangast undir eftirlit lækna.“ Eignir í erlendum bönkum skattfrjálsar AKVEÐIÐ hefur verið að koma á fullu samræmi á milli álagningar eignarskatts á inni- stæður íslendinga í bönkum hér á landi og á innistæður í bönkum í öðrum löndum. Verður þetta gert í kjölfar formlegrar athugasemdar sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent íslenskum stjórnvöldum, skv. upplýsingum Friðriks Sophussonar fjármálaráð- herra. Skv. núverandi fyrirkomu- lagi eru inneignir í íslenskum bönkum undanþegnar eignar- skatti en inneignir í erlendum bönkum eru það ekki. Málið var rætt í ríkisstjórn í gær og að sögn fjármálaráðherra er talið eðlilegast að bregðast við þessari athugasemd með laga- brejrtingu þannig að inneignir í bönkum í öðrum löndum fái sömu eignarskattsmeðferð og inneignir hér á landi. Borgarstjóri vill að fleiri kostir verði skoðaðir fyrir tónlistarhús Staðsetning í miðborginni verði könnuð sérstaklega REYKJAVÍKURBORG hefur óskað eftir að kannað verði sérstaklega hvort unnt er að stað- setja tónlistarhús í miðbæ Reykjavíkur. Richard Abrahams, breskum sérfræðingi í skipulagsmál- um, hefur verið falið að kanna þetta, en hann er að vinna að tillögum um skipulag miðborgarinn- ar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að borgaryfirvöld vildu ekki benda á neinn sérstakan stað í miðborginni í þessu sambandi. Nefnd á vegum menntamálaráðherra hefur unnið að undirbúningi tónlistarhúss á grundvelli tillagna sem settar voru fram í skýrslu sem kom út fyrir rúmu hálfu ári. í skýrslunni er bent á þrjá staði sem til greina komi undir tónlistarhús. I fyrsta lagi í Laugardal, en búið var að úthluta Samtökum um byggingu tónlistarhúss lóð í daln- um. í öðru lagi er bent á að byggja tónlistarhús í tengslum við Hótel Sögu og í þriðja lagi að húsið verði byggt í Öskjuhlíðinni. Reykjavíkurborg benti á sínum tíma á Öskju- hlíðina og hafa verið gerð drög að teikningu um að húsið verði byggt neðanjarðar í tengslum við Perluna. Nefndin hefur kallað eftir sérfræðiað- stoð frá bandarískum og dönskum aðilum til að meta fyrirliggjandi kosti og fjárhagslega þætti málsins. Breskum ráðgjafa falið að koma með tillögur Ingibjörg Sólrún sagði að stjórnendur Reykja- víkurborgar teldu rétt að skoða einnig hugsan- lega staðsetningu tónlistarhúss í miðborginni. Borgin hefði á sínum tíma bent á Öskjuhlíðina undir tónlistarhús, en stjómendur hennar vildu ekki Ijúka þessu máli fyrr en búið væri að skoða einnig þann möguleika að staðsetja tónlistarhús- ið í miðborginni. „Hugmyndin er að fela Richard Abrahams, sem er að vinna að þróunaráætlun fyrir miðborg- ina, að skoða miðborgina sérstaklega með tilliti til tónlistarhúss og koma þá með hugmyndir um stað sem hann teldi koma til álita ef hann sæi ein- hvem möguleika á því.“ Ingibjörg Sólrún sagði að þetta væri gert í fullu samráði við nefndina sem vinnur að undir- búningi að byggingu tónlistarhúss. Þetta verk- efni myndi taka tiltölulega skamman tíma og j myndi ekki tefja undirbúning málsins. „f mínum huga em þessir tveir kostir mjög spennandi, þ.e. Öskjuhlíðin og miðborgin. Öskju- ' hlíðin hefur mjög marga kosti, en ávinningurinn af því að staðsetja húsið í miðborginni er meðal annars sá að með því er verið að styrkja mið- borgina í sessi sem miðstöð menningar á höfuð- borgarsvæðinu. Eins era kostir við að tengja tón- listarhús í miðborginni við matsölustaði og krár. Það er mjög gott umhverfi fyrir tónlistarhús í miðborginni." Borgarstjóri sagðist telja nauðsynlegt að j Abrahams fengi frjálsar hendur til að gera tillög- j ur um staðsetningu í miðborginni og þess vegna vildi hún ekki nefna neinn einn stað frekar en I annan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.