Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS Bjarnason, starfsmaður SR-mjöls, með loðnumjöl í lúkunum við geymsluplássið sem tekur um fjögur þúsund tonn. GUÐJÓN Engilbertsson vinnslustjóri við rafketilinn sem hitar upp gufu sem notuð er við þurrkun mjölsins. Lifnar yfir loðnuvinnslu ✓ Akveðinn glampi í augum og kraftur í mannskapnum einkennir hrognatíma loðnuvertíðar. Mikið er í húfí og allir leggj- ast á eitt, skrifar Guðjón Guðmundsson eftir heimsókn á Suðurnes í gær. Er skipin leggjast að bryggju er ekki beðið boðanna, nokkrar loðnur eru teknar og kreistar og það birtir yfír andlitum þegar gulleit hrognakaka streymir út um búkinn. Morgunblaðið/RAX LOÐNUBRÆÐSLA SR-mjöls í Helguvík er snyrtilegur vinnustaður, laus að mestu við reyk- og lyktarmengun. UM litla silfraða fískinn snýst baráttan víða um land þessa dagana. Myndin er tekin skömmu eftir að Hákon kom til hafnar í Ilelguvík í gær. LÍF er að færast í loðnuvinnslu á Suðurnesjum, loðnubræðslur eru í gangi allan sólarhringinn og stefnt var að því að hefja fyrstu frysting- una í Saltveri hf. í Njarðvík í gær. Hákon ÞH landaði um 1.200 tonn- um í Helguvík í gær og biðu menn spenntir eftir niðurstöðum athug- ana japanskra eftirlitsmanna á staðnum um hvort hún væri fryst- ingarhæf. Það reyndist vera á mörkunum en þó var ráðgert að frysta einhvem hluta farmsins. Hákon lagðist að bryggju í Helguvík um kl. 11 og hófst þegar löndun. Áhöfnin var landlegunni fegin þótt ekki gæfist langur tími til hvíldar því loðnan bíður ekki eftir mannfólkinu. Það var strax drifið í því að opna lúgur og koma löndun- arkrana að skipshlið. Áhöfnin vildi sjá fenginn og menn tíndu nokkrar loðnur og kreistu. Það birti yfir andlitum þegar gulleit hrognakaka streymdi út um búkinn. Því meira sem fer í frystingu því meira fer í launaumslög sjómanna. Loðnan klipin og kreist Strax á bryggjukantinum var far- ið að skoða fenginn nákvæmar, hausar klipnir af búknum og hrogn kreist í lófa. Japanirnir voru ánægð- ir með að loðnan var átulaus og eins voru þeir þokkalega sáttir við fersk- leika hennar miðað við átján tíma siglingu af miðunum. Þeir töldu að hrognalylling gæti verið á bilinu 15- 16% en höfðu áhyggjur af því að það gæti skort á ferskleikann neðar í lestunum. Helguvíkurhöfn er ein fullkomn- asta loðnuhöfn landsins. Þar er loðnunni dælt beint frá skipi um leiðslur sem liggja undir bryggjunni inn í flokkunarhús Helguvíkurmjöls hf. Löndunarlagnir eru einnig beint frá bryggju inn í loðnubræðslu SR- mjöls, þar sem framleitt er hágæða- mjöl og lýsi. Það koma því fáar hendur nálægt þessum hluta starfs- ins, hráefnið er sogað úr lestunum inn í hús. Flokkað og brætt Helguvíkurmjöl tók við farminum og loðnan streymdi eftir færibönd- um sem flokkaði hrygningarloðnuna í tvo stærðarflokka. Þorsteinn Erl- ingsson, eigandi Helguvíkurmjöls, sagði að loðnuflokkarinn hefði áður verið um borð í Hákoni sem nú lá við bryggjuna stútfullur af loðnu. 22 þúsund tonn af loðnu voru flokkuð í Helguvíkurmjöli á síðustu loðnuver- tíð. „Ég er nú búinn að vera við þetta frá 1967 svo það er ekki mikil spenna lengur í kringum þetta,“ sagði Þorsteinn. Reyndar er hrygnan að jafnaði ekki nema í hæsta lagi um 20% af öllum farminum. Hængurinn fór um aðrar rennur og var dælt þaðan beint inn í loðnubræðslu SR-mjöls sem er spölkom frá Helguvíkur- mjöli. Ekið var með hrygnuna til Njarð- víkur þar sem starfsfólkið beið eftir því að hefja fyrstu frystinguna á þessari vertíð á hinn dýrmæta Japansmarkað strax eftir hádegið. I SR-mjöli er Guðjón Engilberts- son vinnslustjóri. Hann vísar að- komumönnum strax á sitt helsta stolt, stóran rafketil sem settur var upp í verksmiðjunni fyrir skömmu. Rafketillinn leysir af hólmi hefð- bundna olíukatla sem notaðir eru til að hita upp gufu sem notuð er til að þurrka mjölið. Guðjón segir að hægt sé að nota rafketilinn þar sem nóg sé til af raforku á Suðumesjum. Ketillinn tekur meiri orku en Kefla- vík og Njarðvík til samans. Hann sé auk þess mun umhverfisvænni á all- an hátt, ódýrari í rekstri og mun minni hætta á óhöppum eins og ket- ilsprengingum. Ketillinn var keypt- ur að utan af norsku sjúkrahúsi þar sem hann var aldrei tekinn í notkun. Það vekur reyndar mikla athygli þegar gengið er um loðnubræðslu SR-mjöls og reyndar einnig áður en komið er að verksmiðjunni að þar er ekki hin illræmda peningalykt í lofti. Verksmiðjan er afar hreinleg, tækjabúnaður nýr af nálinni, að mestu leyti smíðaður hérlendis, og geymslupláss með því mesta sem loðnuverksmiðjur geta státað af. Fjórtán menn vinna á tveimur vökt- um allan sólarhringinn í verksmiðj- unni. Högg- ; myndir vid Skerjafjörð BORGARRÁÐ samþykkti í gær að heimila útisýningu Myndhöggvara- félags Reykjavfkur á strandlengju borgarinnar við Skerjafjörð og verður sýningin opnuð í tengslum við Listahátíð í vor. Þátttakendur í sýningunni eru 25 félagar í Myndhöggvarafélaginu og mun hver þeirra sýna eitt rýmis- listaverk, en þau verða öll unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. I erindi Myndhöggvarafélagsins og sýningarstjórnar „Strandlengjunn- ar“ til menningannálanefndar borg- arinnar segir að sýningin sé fyrsti | áfangi í stóru verkefni Myndhöggv- arafélagsins, sem ætlunin sé að nái hámarki árið 2000, þegar Reykjavík ) verður ein af menningarborgum Evrópu. I erindinu segir að lengd sýning- artíma sé enn óákveðin, hugsanlegt sé að sum veririn standi aðeins yfir sumarið, önnur í tvö eða þrjú ár og jafnvel lengur. Borgarráð sam- þykkti að heimila sýninguna fyrir sitt leyti, enda standi verkin ekki } lengur en sýningartímann, nema , borgarráð ákveði annað um einstök , verk. ) -------------- Borgin styrkir fræðslu- og skemmtigarð Heiðinn siður og þjóðsöguleg \ arfleifð BORGARRÁÐ samþykkti í gær að styrkja verkefni Guðbrands Gísla- sonar „Huliðsheimar - Vætta- byggð“ með 1,2 milljóna króna framlagi 1998 og fyrirheiti um 600 þús. kr. 1999. Markmið verkefnisins er að í Reykjavík rísi fræðslu- og skemmtigarður, þar sem settur verði fram með nýjustu tækni og á , ljóslifandi hátt heiðinn siður norð- J ur-evrópskra þjóða og þjóðsöguleg ) arfleifð íslendinga gerð sýnileg. } Framlag borgarinnar nemur þriðjungi af áætluðum kostnaði við forspá, þ.e. hagkvæmnisathugun sem sýni hvort rekstur slíks fræðslu- og skemmtigarðs geti ver- ið hagkvæmur. ------♦♦♦ Geðhjálp kærir J dreifibréf | GEÐHJÁLP hefur ákveðið að kæra til rikissaksóknara nafnlaust bréf sem dreift var í öll hús í Hveragerði í seinustu viku, en það innihélt full- yrðingar varðandi dvalarheimilið Ás og vistmenn þar. Óskað er eftir að embætti ríkissaksóknara hlutist til um opinbera rannsókn á málinu. í tilkynningu frá Geðhjálp segir } að bréfið hafi innihaldið óhróður og dylgjur um geðsjúkt fólk. „Geðhjálp vonar að rannsóknin ) leiði í ljós hverjir eru upphafsmenn þessara æsingaskrifa svo íhuga megi málsókn gegn þeim. Ef rótin að þessum æsingaskrifum eru póli- tískar deilur, vill Geðhjálp brýna fyrir mönnum að sýna þá dóm- greind að draga ekki inn í þær sak- laust fólk og sjúklinga sem ekki geta borðið hönd fyrir höfuð sér,‘ } segir í frétt frá Geðhjálp. ------♦-♦♦---- Skeiðarár- hlaupi að ljúka SKEIÐARÁRHLAUP er nú í rén- un og er gert ráð fyrir að því ljúki innan tíðar. Að sögn vatnamælingamanna } mældist vatnsmagn hlaupsins 570 rúmmetrar á sekúndu þegar mest j var en í gærmorgun reyndist það ) komið niður í 340 rúmmetra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.