Morgunblaðið - 25.02.1998, Side 6

Morgunblaðið - 25.02.1998, Side 6
T 8Ö6I SAÖflðU'í ('S ílt)DACt11'>ír/Ö]M 6 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 FRETTIR CððÁLlSMtJöíföM MORGUNBLAÐIÐ Ógilding yfírtöku Myllunnar á Samsölubakaríi Engar aðgerðir fyrr en endanleg niður- staða er komin SAMKEPPNISYFIRVÖLD munu ekki ganga hart eftir því að ógild- ing á yfirtöku Myllunnar á Sam- sölubakaríi komi til framkvæmda fyrr en endanleg niðurstaða áfrýj- unamefndar samkeppnismála ligg- ur fyrir verði ákvörðun samkeppn- isráðs um ógildinguna áfrýjað til áfrýjunarnefndarinnar eins og for- svarsmenn MyOunnar hafa gefið í skyn að þeir muni gera. Verði endanleg niðurstaða máls- ins sú að yfírtaka MyOunnar á Samsölubakaríi verði ógild gilda engar reglur um það hvernig staðið verði að ógildingu kaupa Myllunn- ar á Samsölubakaríi. Að sögn Guð- mundar Sigurðssonar, forstöðu- manns samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, er samkvæmt samkeppnislögum einungis hlut- verk samkeppnisyfirvalda í þessu tOfelh að taka ákvörðun um það að yfirtakan sé ógild, en slík ákvörðun tekur gildi þegar hún er tilkynnt málsaðilum nema annað sé sér- staklega tekið fram. „Síðan er það annarra en okkar Andlát ÞÓRARINN ÓLAFSSON ÞÓRARINN Ólafsson, yfirlæknir á gjörgæslu- deild Landspítalans, lést á Landspítalanum í fyrrakvöld. Hann var fæddur 20. mars 1935 og því 62 ára að aldri. Þórarinn lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið 1954 og kandídatsprófi frá læknadeild Háskóla Is- lands 1961. Hann stundaði framhaldsnám og stárfaði í Danmörku og Svíþjóð og var sér- fræðingur í svæfingum og deyfing- um. Hann var yfirlæknir á svæf- inga- og gjörgæsludeild sjúkra- hússins í Vánersborg-Trollhattan í Svíþjóð og starfaði víðar á Norður- löndum í afleysingum. Árið 1975 var hann skipaður yfirlæknir svæfínga- og gjör- gæsludeildar Land- spítalans og gegndi því starfi til dauða- dags. Þórarinn kenndi við Háskólann, Nýja hjúkrunarskólann og Ljósmæðraskólann og kenndi einnig á árum áður erlendis. Hann var á síðasta ári kjör- inn heiðursfélagi Fé- lags svæfíngalækna, var um tíma forseti Félags norrænna svæfingalækna og sat í stjórn samtaka evrópskra svæfinga- lækna. Kona Þórarins er Björg Ólafsson frá Osló. Þórarinn lætur eftir sig sex böm. að útfæra hvernig þetta er gert en það geta verið margháttaðir samn- ingar í þessu tilfelli milli Myllunnar og Mjólkursamsölunnar sem okkur er ókunnugt um. Það eina sem samkeppnisráð gat gert og má gera er að kveða upp úrskurð um það að yfirtakan sé ógild og síðan er það þeirra sem hlut eiga að máU að ganga frá framhaldinu,“ sagði Guðmundur. Hægt að skjóta málinu til dómstóla Samkvæmt samkeppnislögum er veittur fjögurra vikna frestur til að áfrýja máli til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála frá því úrskurður samkeppnisráðs er kveðinn upp og áfrýjunarnefndin hefur síðan sex vikur til að fjalla um málið. Þannig geta að hámarki liðið 10 vikur frá því ákvörðun samkeppnisráðs er birt þar til nið- urstaða áfrýjunarnefndarinnar liggur fyrir. Þegar sú niðurstaða Kggur fyrir er síðan hægt að skjóta málinu til dómstóla, en að sögn Guðmundar frestar slíkt málskot ekki gildis- töku ákvörðunar samkeppnisyfir- valda undir venjulegum kringum- stæðum. Guðmundur sagði að forsvars- mönnum Myllunnar og Samsölu- bakarís hefði á sínum tíma verið kunnugt um að Samkeppnisstofn- un myndi skoða kaup Myllunnar á Samsölubakaríi ef af þeim yrði og þeim hefði verið í lófa lagið að fá umsögn stofnunarinnar áður en kaupin voru gerð. Þeir hefðu hins vegar kosið að fara ekki þá leið. Ruslaskemma brann til kaldra kola Morgunblaðið/Jón Svavarsson GRÍÐARLEGA mikill eldsmatur var í skemmunni og logaði hún end- anna á milli þegar slökkvistarf hófst. Tjónið talið nema tugum milljóna TALIÐ er að tugmilljóna króna tjón hafi orðið þegar sorpflokkunar- skemma við Reykjanesbraut í eigu Gámaþjónustunnar brann til kaldra kola í gærmorgun eftir að eldur kom upp í rusli. Vegfarandi um Reykjanesbraut tilkynnti um mik- inn eld í skemmunni um klukkan hálfsex í gærmorgun og þegar slökkvilið kom á staðinn var bygg- ingin alelda. Allt tiltækt slökkvilið var sam- stundis kallað út og þegar slökkvi- starf hófst logaði skemman stafna á milli, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Hafnarfirði. Áhersla á að verja næstu skemmu Þar sem Ijóst þótti að ekki yrði við neitt ráðið, einbeittu slökkviliðs- menn sér að því að verja skemmu sem stendur við hlið hinnar, enda stóð vindur á hana. Gera þurfti ráð- stafanir til að afla meira vatns og komu þrír vatnsbílar til viðbótar þeim sem slökkviliðsmenn höfðu til umráða í upphafi, jafnframt því sem beðið var um vatnsbfl frá slökkvilið- inu á Keflavíkurflugvelli en ekki voru tök á að senda bifreið þaðan. Gríðarlegur eldsmatur var í sorp- inu í skemmunni og er talið að þar hafi verið um tæp 1.000 tonn af rusli. Slökkviliðsmenn reyndu að halda útbreiðslu eldsins í skefjum í um þrjár klukkustundir en þá var talið nægja að setja vakt á bruna- stað. Talsverðar sprengingar voru samfara eldinum og héldu þær áfram fram eftir gærdeginum, enda kraumaði eldur í rusli langt fram eftir degi. Ástæða þótti til að loka svæðinu fyrir umferð af þeim sök- um. Rannsókn á eldsupptökum stend- ur yfir, en grunur leikur á að um svo kallaða sjálfsíkveikju hafi verið að ræða, enda geta eldfimar loftteg- undir rnyndast í sorphraukum. Benóný Ólafsson framkvæmda- stjóri Gámaþjónustunnar segir að auk límtrésskemmunnar hafi meðal annars tveir gámar orðið eldinum að bráð, beltaskurðgrafa og dráttar- vél. Tjónið nemi tugum milljóna króna en eignir virðist vera tryggð- ar. Laugavegur endurbyggður frá Frakkastíg að Barónsstíg og lokaður bflum fram á sumar INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Guðjón Hilmarsson og Jón Sigurjónsson frá Laugavegssamtökunum og Stefán Hermanns- son borgarverkfræðingur við undirritun samkomulags um endur- byggingu á Laugavegi. Greiða leið veg- farenda á fram- kvæmdatíma INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og fulltrúar Lauga- vegssamtakanna þeir Guðjón Hilmarsson og Jón Sigurjónsson hafa undirritað samkomulag vegna endurbyggingar á Laugavegi frá Frakkastíg að Barónsstíg en þær framkvæmdir hefjast í dag. Verður gatan í fyrstu lokuð íyrir bflaumferð frá Frakkastíg að Vitastíg. Gert er ráð fyrir verklokum 15. júlí og er áætlaður kostnaður 160 milljónir. Ellefu ár eru síðan lokið var við endurbyggingu að Frakkastíg og kom fram hjá borgarstjóra að gert væri ráð fyrir 5 milljónum á fjár- hagsáætlun þessa árs til að hefja hönnun á Laugavegi við Hlemm. Borgarstjóri sagði að reynt yrði að sjá til þess að endurbætumar trufl- uðu sem minnst umferð um Lauga- veg aðra en bílaumferð og yrði séð til þess að gangandi vegfarendur ætti þar greiða leið um. I samkomulag- inu, sem undirritað hefur verið, er gert ráð fyrir að komið verði á sam- Morgunblaðið/Árni Sæberg TÖLVUMYND af Laugavegi eins og hann mun líta út séður frá Frakkastíg en endurnýjun götunnar hefst í dag. Skipt verður um allar lagnir, yfírborð gönguleiða og bifreiðastæði hellu- og steinlögð en akbraut malbikuð. Gert er ráð fyrir að steinarnir verði sandgulir að lit. starfshópi, sem skipaður er fulltrú- um borgarinnar og fuOtrúum Lauga- vegssamtakanna auk þess sem ráð- inn hefur verið ráðgjafi til að aðstoða Laugavegssamtökin við þau vanda- mál sem upp kunna að koma á með- an á framkvæmdum stendur. Enn- fremur er ákvæði í samningnum um að kannað verði hvort fjölga megi bflastæðum á baklóðum húsa við Laugaveg í framtíðinni. Stefán Hermannsson borgar- verkfræðingur sagði að mun betri ráðstafanir yrðu gerðar til að auð- velda gangandi vegfarendum að komast um, bæði eftir götunni og yfir. Götugögn eins og t.d. bekkir, ljósastaurar og „pollar", yrðu valin í samráði við Laugavegssamtökin en ákveðið hafi verið í samráði við garðyrkjustjóra að gróðursetja aspir meðfram götunni. Umferð bíla á þessum hluta Laugavegar verður beint um Grettisgötu og Hverfisgötu, þar sem heimiluð veður tvístefna frá Barónsstíg og allar vinstri beygjur leyfðar frá Hverfisgötu til að liðka fyrir um- ferðinni. „Við erum mjög ánægðii- yfir að verkið skuli vera hafið,“ sagði Guð- jón Hilmarsson. „Þessar breytingar munu hafa góð áhrif þegar þeim er lokið.“ í sama streng tók Jón Sigur- jónsson, sem telur mikilvægt að umhverfi Laugavegs sé hlýlegt og aðlaðandi. Ekki mætti gleyma að með endurbyggingunni yrði lögð hitalögn í götu og gangstéttar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.