Morgunblaðið - 25.02.1998, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 7
FRÉTTIR
Övenju mikil úrkoma
var á hálendinu í haust
Afrennsli af vatnasviðum nokkurra vatnsfalla
ofan mælistöðva á 4. ársfjórðung
- x' Goödalabrú
y(T MeðalrennsH
ja y ársfi6rðungs\
Þjórsá
Sandafell-
Meðalrehn^.\
ársfjórðúngs'-
281,0 m3/s
Djúpá/'A i
: Meðalrennsli
ár&jorðjmgs
20,5’mVs
Afrennsli af vatnasviði
cvj£47lársfjórðungi 1997
.im. v. meðaltal sama árs-
fjórðungs árinl 976-1990
JJjj Yfir 160% af meðaltali
Hi 140-160% af meðaltali
MM120-140% af meðaltali
• . 100-120% afmeðaltali
80-100% af meðaltali
ÓVENJUMIKIL úrkoma var á há-
lendi landsins s.l. haust, að því er
fram kemur í Áráttunni, ársfjórð-
ungslegu yfirliti Vatnamælinga
fyrir október-desember 1997. A
stórum svæðum á hálendinu er
meðalrennsli 120-140% af rennsli
síðasta ársfjórðungs áranna 1976-
1990. I yfirlitinu segir að ekki fari
fjarri að mestöll úrkoma vetrarins
hafi skilað sér í ár landsins.
Pólitískar
svipt-
ingar í
Garðinum
Garði. Morgunblaðið.
NOKKUR undanfarin kjörtímabil
hafa tveir listar verið í framboði í
hreppsnefndarkosningunum í
Garðinum en nú stefnir í að þar
verði breyting á. Fjórir fyrrver-
andi hreppsnefndarfulltrúar H-
listans, sem voru andvígir próf-
kjöri listans sem fram fer nk. laug-
ardag, hafa boðað til fundar í kvöld
í Samkomuhúsinu og eins og segir
í fundarboði verður rætt um sveit-
arstjórnarkosningarnar í maí nk.
og undirbúning að nýju framboði.
Sjö manns sitja í hreppsnefnd
og á H-listinn fimm fulltrúa í nú-
verandi hreppsnefnd. Aðeins einn
þeirra sem nú sitja gaf kost á sér í
prófkjöri H-listans, en það er Mar-
ía Anna Eiríksdóttir. Þeir sem
ekki gáfu kost á sér í prófkjörið og
boða til fundarins í kvöld eru nú-
verandi oddviti, Sigurður Ingvars-
son, Ingimundur Guðnason, Jón
Hjálmarsson og Ólafur Kjartans-
son.
I-listinn, sameinaður listi fram-
sóknar- og vinstrimanna, hefir
ekki ennþá ákveðið sinn lista en
þeir eiga tvo menn í hreppsnefnd.
-----------------
Ars fangelsi
fyrir kynferð-
isafbrot
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt karlmann í 12 mánaða
fangelsi fyrir kynferðisbrot árið
1990 gagnvart stjúpsyni hans sem
þá var 10 ára gamall og árið 1995
gagnvart 9 ára gamalli dóttur
sinni. Þá var maðurinn dæmdur til
að greiða 600 þúsund krónur í
miskabætur til drengsins, en móð-
ir hans hafði krafist 2,5 milljóna
króna í miskabætur fyiir hans
hönd.
I dómi héraðsdóms kemur fram
að maðurinn hafi játað brot sín.
Brot ákærða séu alvarlegs eðlis og
feli í sér misnotkun á aðstöðu og
trúnaðartrausti. Við ákvörðun
refsingar þyki mega líta til þess að
ákærði hafi gengist við brotum
sínum, að brot hans leiddu til
hjónaskilnaðar og að konan hafi
fengið megnið af eigum búsins við
skiptin. Þá þyki mega taka nokk-
urt tillit til þess hve langt er um
liðið frá brotum ákærða, einkum
gagnvart drengnum.
Fram kemur í dómnum að
ákærði hafi ekki sætt refsingum
áður sem máli skipta og að hann
hafi leitað bóta á áfengissýki sinni
og kynferðisbrenglun. Refsing
hans þyki hæfílega ákveðin 12
mánaða fangelsi og vegna þess hve
brot mannsins séu alvarleg þyki
ekki fært að fresta refsingu skil-
orðsbundið.
í Grímsá við Grímsárvirkjun var
meðalrennsli síðasta ársfjórðungs
1997 160% eða meira af meðal-
rennsli síðasta ársfjórðungs 1976-
1990 og í Jökulsá vestri við Goð-
dalabrú var meðalrennslið 140-
160% af meðalrennsli síðasta árs-
fjórðungs 1976-1990.
Óvenju mildur vetur
I Aráttunni segir að frá því
fyrsta tölublað blaðsins kom út hafi
aldrei verið birt Islandskort þar
sem kaldir litir litaskalans eru jafn
ríkjandi á vatnasviðunum. Köldu
litirnir merkja meðalrennslið sem
hlutfall af meðalrennsli sama árs-
fjórðungs árin 1976-1990.
í Aráttunni segir jafnframt að
mönnum hafi orðið tíðrætt um
hvað veturinn sé búinn að vera
mildur og það þurfi hvorki neitt
sérstakt hugmyndaflug né vísinda-
menntun til að fá gmn um hvernig
sá afbrigðileiki tíðarfarsins tengist
litakulda Islandskortsins. Þar er
vitnað til gagna Veðurstofunnar
varðandi meðalhita ársfjórðungs-
ins í Reykjavík sem var 2,3 stigum
hærri á viðmiðunartímabilinu og á
Akureyri og við Homafjörð þar
sem frávikið var 1,6 gráður á Celsi-
us. Úrkoman hafi verið 15% yfir
meðallagi í Reykjavík og 27% á
Akranesi en rétt undir því á Akur-
eyri.
„Við þessi hitaskilyrði fellur auð-
vitað mikill hluti úrkomunnar sem
regn og skilar sér snarlega í vatns-
föllin. Og nokkuð sem meðalhitinn
segir ekki: Á ársfjórðungnum
komu að auki hitatoppar sem virki-
lega var talandi um, t.d. var þann
15. desember hámarkshitinn á
Akureyri 15 gráður á Celsius og
lágmarkshitinn 10 gráður á Celsi-
us. Við slíkar aðstæður fer fónnum
að verða hætt í 1.000 metra hæð yf-
ir sjávarmáli og jafnvel ofar. Það
fer því víst ekki fjarri að mestöll
úrkoma vetrarins hafi skilað sér í
árnar,“ segir í Áráttunni.