Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 FRÉTTIR STJÓRNSÝSLAN „In Memoriam“. Lögmaður sýknaður af kröfu um félagsgjöld HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað lögmann í Reykjavík af kröfum Lögmannafélags íslands, sem krafði hann um greiðslu félags- gjalda fyrir árin 1993,1994 og 1995. Héraðsdómur hafði dæmt manninn til að greiða skuldina. Niðurstaða Hæstaréttar byggist á því að Lögmannafélagið hafi ekki orðið við áskorunum mannsins um að upplýsa hve stórum hluta félags- gjaldanna er varið til að sinna lög- boðnu hlutverki félagsins og hve stór hluti þess standi undir öðru fé- lagsstarfi. Lögum samkvæmt er lögmönn- um skylt að hafa með sér félag, sem hefur ýmsar eftirlitsskyldur og úr- skurðarvald varðandi störf lög- manna. Lögmaðurinn, sem hafði verið félagi frá 1962, lýsti sig fúsan að greiða árgjöld vegna slíkrar starfsemi á vegum Lögmannafé- lagsins en kvaðst hafna kröfum um þátttöku í kostnaði vegna „félags- málapakka" þess, svo sem rekstrar sumarhúsa, bridsklúbbs, taflklúbbs og jólatrésskemmtanahalds. Argjald félagsmanna í Lög- mannafélaginu er 22 þúsund krón- ur. I málinu kom fram að ástæða þess að lögmaðurinn hélt uppi vöm- um gegn kröfunni var sú að honum hafði verið neitað um að kjósa á að- alfundi árið 1994 á þeim forsendum að hann skuldaði árgjald 1993. Það taldi hann valdníðslu, gekk af fundi og hefur ekki greitt árgjöldin síðan. Hann kvaðst telja að þar sem um skylduaðild væri að ræða væri ekki hægt að svipta hann kosningarétti þrátt fyrir vangoldið árgjald. Þá kom fram í héraðsdómi að lög- maðurinn var ósáttur við að mikið af starfsemi félagsins kæmi ekki beinum hagsmunum lögmanna við. Ef einhverjir menn í Lögmannafé- laginu vildu reka sumarhús, ganga í lögmannasamtök erlendis, kaupa orgel, spila fótbolta við fanga á Litla-Hrauni o.s.frv. ættu þeir að borga það af fúsum og frjálsum vilja úr eigin vasa. Fleiri félög með lögbundna aðild Eins og fyrr sagði byggðist dóm- urinn á því að Lögmannafélagið hefði ekki orðið við því að aðgreiða kostnað af starfsemi félagsins eftir því hvaða þættir hennar teljist nauðsynlegir vegna hins lögboðna hlutverks og hverir ekki. Félagið var einnig dæmt til að greiða lög- manninum 300 þús. kr. í málskostn- að. Marteinn Másson, framkvæmda- stjóri Lögmannafélagsins, sagðist í fljótu bragði ekki telja að dómur Hæstaréttar hefði fordæmisgildi fyrir önnur félög þar sem menn eru skyldaðir til félagsaðildar með lög- um, þ.e. húsfélög, veiðifélög og líf- eyrissjóði. Marteinn sagði að undanfarin ár hefði verið í gangi talsverð umræða innan félagsins, óháð þessu máli, um að taka upp skiptingu í anda þess sem tíðkast meðal lögmanna í Danmörku. Þar, eins og hvarvetna í Evrópu nema í Noregi, eru lög- menn skyldaðir til félagsaðildar, að sögn Marteins. Danskir lögmenn hafa nú þann hátt á að láta Lög- mannafélag annast skyldubundna þáttinn í félagsstarfinu en hafi stofnað einkahlutafélag um þjón- ustustarfsemina. Marteinn kvaðst hafa kynnt sér þessi mál erlendis fyrir hönd LMFÍ og segir líklegt að málið verði tekið upp á aðalfundi í næsta mánuði. Sú tímasetning tengist ekki dóminum heldur hinu að líkur séu á að Al- þingi afgreiði frumvarp til nýrra laga um lögmenn fyrir vorið. Nýjar vörur Eldhúslína Diskamottur, 515 kr. stk. • Pottaleppar, 290 kr. stk. Stólasessur, 1.410 kr. stk. 0> a\ œ X => < I gluggatj aldadeild, Skeifunni 8 MORGUNBLAÐIÐ Forvarnastarf á Norðurlandi eystra Við getum betur Snjólaug Stefánsdóttir Ráðstefna um for- varnastarf með áherslu á vímu- efnavarnir á Norður- landi eystra verður hald- in á Húsavík á morgun, fimmtudaginn 26. febrú- ar. Ráðstefnan er haldin á vegum áætlunarinnar Island án eiturlyfja árið 2002 í samstarfi við Húsavíkurbæ og önnur sveitarfélög á Norður- landi eystra svo og landssamtökin Heimili og skóla. Snjólaug Stefánsdótt- ir er verkefnisstjóri áætlunarinnar ísland án eiturlyfja og hefur ásamt fleirum séð um skipulagningu ráðstefn- unnar. „Við getum betur“ er yfir- skrift ráðstefnunnar og þetta er fyrsta ráðstefnan í ráðstefnuröð sem haldin er^ að frumkvæði áætlunarinnar Island án eitur- lyfja. „Við hyggjumst síðan halda ráðstefnu sem þessa í öll- um landshlutum." - Hver verða meginviðfangs- efnin á ráðstefnunni? „Að kynna niðurstöður úr könnuninni Ung 97 sem unnin var á vegum Rannsóknastofnun- ar uppeldis- og menntamála undir handleiðslu dr. Þórólfs Þórlindssonar prófessors. Hann verður með fyrirlestur á ráð- stefnunni á Húsavík sem og á öðrum þeim stöðum sem við komum til með að halda þessar ráðstefnur á. Þórólfur mun með- al annars gera grein íyrir því hvemig ástandið er í viðkomandi landshlutum.“ - Hvemig er ástandið á Norð- urlandi eystra ef miðað er við aðra landshluta? „Samkvæmt niðurstöðum áð- umefndrar könnunar reykja 16,5% nemenda í 9. og 10. bekk á Norðurlandi eystra og 7,5% nemenda í þessum árgöngum hafa prófað hass. Þetta era ískyggilegar tölur þótt ástandið sé ekki verst á Norðurlandi eystra.“ Snjólaug segir að Þórólfur muni fara ítarlega yfir þessar tölur og tengja þær ýms- um félagslegum þáttum, til dæmis tómstundum og uppeldis- málum unglinga. - Önnur viðfangsefni? „Heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra mun ávarpa ráð- stefnuna og einnig bæjarstjórinn á Húsavík. Fulltrúar frá Húsa- vík, Akureyri og Dalvík verða með umfjöllun um forvarnastarf í sínum bæjarfélögum og m.a. mun Soffía Gísladóttir, félags- málastjóri á Húsavík, kynna verkefni sem unnið hefur verið á Húsavík í samvinnu við SÁÁ.“ Snjólaug bendir á að nemend- ur muni í málstofu fjalla um hug- myndir sínar og viðhorf til for- vamastarfs. Málstof- unni stjóma fulltrúar íþrótta- og tóm- stundamála í þessum bæjarfélögum. Unnur Halldórs- dóttir írá Heimili og skóla verð- ur með málstofu um aga og gild- ismat í uppeldismálum og Krist- ín Sigfúsdóttir, formaður vímu- varnanefndar Akureyrar, ásamt fulltrúum foreldra verður með málstofu um aðgerðir gegn sölu og dreifingu áfengis til barna og unglinga. Að lokum mun Sturla Kristjánsson verða með mál- stofu um hlutverk nemenda- vemdarráða og hvernig virkja má þau til öflugri greiningar í þessum rnálurn." ►Snjólaug Stefánsdóttir er fædd í Hafnarfirði árið 1951. Hún lauk phil. cand. prófi í upp- eldisfræði frá Háskólanum í Uppsölum árið 1980 og námi í fjölskyldumeðferð frá Institut fur paar und familientherapie árið 1984. Snjólaug lauk náms- ráðgjöf frá Háskóla íslands árið 1992. Hún hefur starfað að ung- linga- og félagsmálum frá árinu 1972, og verið m.a. deildarstjóri hjá Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar. Frá 1994-1995 var hún verkefnissljóri við undir- búning að nýrri skipan félags- mála í Grafarvogi. Snjólaug er verkefnissljóri vímuvarnanefnd- ar Reykjavíkurborgar frá árinu 1995 og verkefnisstjóri í áætlun- inni Island án eiturlyfja frá ár- inu 1997. Snjólaug á tvær dætur. - Hvert er markmið með ráð- stefnu sem þessari? „Þessi ráðstefnan er m.a. hugsuð til að hvetja sveitarfélög til aðgerða í forvamastarfi. Við vonumst til að ráðstefnan geti kveikt áhuga í sveitarfélögum til aukins forvamastarf og ekki síst vonumst við til að sveitarstjórn- armenn láti þessi mál til sín taka í vaxandi mæli. Svona ráðstefn- ur eiga að geta verið vettvangur til að miðla reynslu, bera saman bækur, skiptast á skoðunum og læra hvort af öðra. Þá geta á ráðstefnunni hist fulltrúar heilsugæslu, félagsmála og tóm- stunda, svo og foreldrar og ung- lingar og ráðið sínum ráðum við að móta skýra sameiginlega stefnu í þessum efnum. Tilgang- ur íslands án eiturlyfja er einmitt að hvetja til virkra að- gerða í þessum málaflokki og stuðla að auknu samstarfi í hon- um.“ - A vegum hverra er áætlunin ísland án eiturlyfja 2002? „Hún er samstarfsverkefni ríkisstjórnarinnar, Reykjavík- urborgar og evrópsku samtak- anna European city against drags. Samband ís- lenskra sveitarfé- laga er að bætast í hópinn. Áætluninni er ætlað að virkja þjóðfélagið til að- gerða í baráttunni við eiturlyf. Styrkur áætlunarinnar felst m.a. í afdráttarlausri stefnu stjórnvalda. Ráðstefnuhald um land allt er m.a. liður í að kynna stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki." Snjólaug segir að næsta ráð- stefna verði haldin í Stykkis- hólmi. Ráðstefnan á Húsavík sem er á morgun, fimmtudag, verður haldin á Hótel Húsavík, hún er öllum opin og þátttaka ókeypis. Viljum marka afdráttarlausa stefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.