Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hefur stjórnkerfíð ekki lagað sig að nýjum leikreglum og nútímalegum starfsháttum í stjórnsýslu? MIKLAR breytingar hafa verið gerðar á löggjöf um stjómsýslu hins opinbera á umliðnum áratug, sem eiga að stuðla að vandaðri og skilvirkri málsmeðferð, og tryggja að jafn- ræðis sé gætt gagnvart borgurun- um. Eftirlitsstofnanir Alþingis hafa verið styrktar og sjálfstæði þeirra aukið, svo þær geti fylgst með hvernig á valdinu er haldið. Sett vora ný lög um Ríkisendurskoðun 1985 og stofnunin færð undir yfir- stjórn Alþingis, umboðsmaður Al- þingis tók til starfa 1987, en báðir þessir aðilar hafa það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmdavald- ipu. Með stjórnsýslulögunum, sem gengu í gildi í janúar 1994, voru settar reglur fyrir öll opinber stjórnvöld um meginreglur í sam- skiptum þeirra og einstaklinga og annarra stjórnvalda. Þá var með upplýsingalögunum, sem gengu í gildi í janúar 1997, sett ákvæði um hver skylda stjórnvalda er til að upplýsa um tiltekin mál ef eftir slíku er leitað. Auk þessa má svo nefna EES-reglur, sem einnig veita stjómsýslunni aðhald og setja skil- yrði um sanngjama málsmeðferð og jafna samkeppnisstöðu m.a. við op- inber innkaup, að ógleymdri sam- keppnislöggjöfinni, sem snýr ekki síst að margskonar starfsemi og gjaldtöku opinberra stofnana og fyrirtækja. „Aður voru þessar reglur að ein- hverju marki óskráðar og það vora venjur og hefðir sem mótuðu þær. Það leikur ekki nokkur efí á að hér var um mikla réttarbót að ræða fyr- ir þá aðila sem eiga í samskiptum við stjórnvöld. Fyrirmyndin er sótt til annarra landa, enda hafa lög og reglur af þessu tagi gilt til dæmis á Norðurlöndunum öllum i áraraðir,“ segir Magnús Pétursson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu. Mikil gagnrýni þrátt fyrir lagaumbætur Þrátt fyrir þessar lagaumbætur hefur stjómsýsla rikisins sætt harðri gagnrýni að undanfömu. Ráðuneyti, skattayfirvöld og fleiri ríkisstofnanir hafa sætt miklu ámæli vegna meðferðar ólíkra mála sem upp hafa komið, m.a. í kjölfar álits umboðsmanns Aiþingis og at- hugasemda Ríkisendurskoðunar. Hefur fjármálaráðuneytið verið sakað um slæleg vinnubrögð og að hafa brotið góðar stjórnsýslu- og málsmeðferðarreglur í álitsgerðum umboðsmanns Alþingis. Háværar deilur hafa orðið um aðild dóms- mála- og fjármálaráðuneytis að skattsvikamáli Þórðar Þ. Þórðar- sonar á Akranesi, deilt hefur verið um samskipti dómsmálaráðuneytis og fíkniefnalögreglu og ásakanir hafa komið fram um að réttindi skattgreiðenda séu fyrir borð borin við meðferð kærumála. Ailt vekur þetta þá spurningu hvort stjómend- ur í íslenska stjómkerfinu séu ekki farnir að fóta sig í nýju umhverfi. Slæm mál fyrir stjórnsýsluna Magnús Pétursson segir það ekki nýlundu þótt stjórnsýslan í landinu komi aftur og aftur til umræðu. „Það liggur í hlutarins eðli, að stjórnvöld sem hafa það hlutverk öðra fremur að setja einstaklingum og fyi-irtækjum skorður hljóta að fara með vald, sem ekki er óumdeilt," segir hann. Magnús segist líta mál þau sem mest hafa verið til umræðu að undan- fömu alvarlegum augum, segir þau slæm fyrir _____ stjórasýsluna, sem takast verði á við. Stjómsýslan hafi ekki að fullu náð að semja starfshætti sína að breyttri löggjöf síðustu ára. Aðspurður segir Magnús að í kjölfar gildistöku stjórnsýslu- og upplýsingalaganna hafi fylgt tölu- vert kynningarstarf, gefin hafi verið út kynningarrit og haldin námskeið fyrir opinbera starfsmenn. „Það var gott svo langt sem það náði, en ég held að það hafi ekki náð alla leið. Það er auk þess ekki nóg að þekkja Morgunblaðið/RAX UPPLÝSINGALÖGIN, sem tóku gildi í ársbyijun 1997, eru meðal þess sem á að auka aðhald það sem al- menningur getur veitt starfsemi stjórnsýslunnar. Með lögunum er stjórnvöldum gert skylt að veita almenn- ingi aðgang að fyrirliggjandi gögnum máls þegar eftir því er leitað og þurfa menn ekki að sýna fram á sér- ^ ^ stök tengsl við mál eða eiga aðild að því til að fá umbeðnar upplýsingar. 011 spj ót standa á sljórnsýslunni Þrátt fyrir miklar lagaumbætur á undanförnum árum hefur stjórnsýslan í landinu sætt harðri gagnrýni að undanförnu. Ráðuneyti, skattayfír- völd og fleiri ríkisstofnanir hafa legið undir miklu ámæli vegna meðferðar einstakra mála. Omar Friðriksson fjallar um þessi mál og ræðir m.a. við Magnús Pétursson, ráðuneytisstjóra fjármála- ráðuneytisins. Nýjar vinnu- reglur í kjölfar álits umboðs- manns regluverkið til að framkvæma það. Það er til dæmis afar brýnt að gæta reglusemi við afgreiðslu erinda, vegna þess að ef tímafrestir eru ekki haldnir geta mál hreinlega eyðilagst." Jafnræði, málshraði og málskotsréttur Stjórnsýslulögin gilda um alla op- inbera stjórnsýslu, hvort sem hún er í höndum ríkis eða sveitarfélaga. í þeim er að finna ítarleg ákvæði um hæfi starfsmanna og hvenær þeir era svo tengdir máli eða aðilum máls svo að þeir teljast vanhæfir til meðferðar málsins. Ein af megin- reglum laganna er að ákvarðanir skuli teknar svo fljótt sem unnt er og ef fyrirsjáan- legt er að afgreiðsla máls tefjist beri að skýra aðila máls frá því og upplýsa ástæður tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Lögfest er sú grundvallarregla að við úrlausn máls skuli stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í laga- legu tilliti. Sambærileg mál skuli hljóta samskonar úrlausn. Aðilar mála sem til umfjöllunar era í stjórnkerfi ríkis eða sveitarfélaga eiga þess kost skv. lögunum að skjóta stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds með svokallaðri stjórn- sýslukæra og er stjórnvöidum und- anbragðalaust skylt að taka slíkar kærar til meðferðar. 38 úrskurðir um aðgang að upplýsingum Lög um upplýsingaskyldu stjórn- valda eiga að auka á aðhald með starfsemi stjórnsýslunnar. Með lög- unum er stjórnvöldum gert skylt að veita almenningi aðgang að fyrir- liggjandi gögnum máls þegar eftir því er leitað og þurfa menn ekki að sýna fram á sérstök tengsl við mál eða eiga aðild að því til að fá um- beðnar upplýsingar. Gefst almenn- ingi færi á að skjóta synjun hvaða stjórnvalds sem er um aðgang að upplýsingum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál en hún er sjálf- stæð stjórnsýslunefnd. Úrskurðarnefndin hefur kveðið upp 38 formlega úrskurði á því rúmlega eina ári sem hún hefur starfað. Skv. upplýsingalögunum skulu stjórnvöld svo fljótt sem verða má taka ákvörðun um hvort þau verði við beiðni um aðgang að gögnum og hafi beiðni ekki verið af- greidd innan sjö daga frá móttöku hennar skuli skýra aðila frá ástæðu tafanna og hvenær ákvörðunar sé að vænta. Formaður nefndarinnar hefur sagt að stjórnvöld hafi ekki virt þetta ákvæði' sem skyldi. Einnig væri verulegur misbrestur á að stjómvöld leiðbeindu fólki. Eigum talsvert ólært í allri umgengni við regluverkið „Við eigum talsvert ólært í fram- kvæmdinni og allri umgengni um MAGNÚS Pétursson ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu. regluverkið," segir Magnús. „Regl- urnar eru engin allsherjarlausn, það þarf líka að fylgja þeim eftir í fram- kvæmd þannig að þær nái tilgangi sínum. Þar era ótvírætt brotalamir ennþá. Eg held að því megi finna stað bæði hjá ríkinu en jafnvel í meira mæli hjá sveitarstjórnum. Þáttur í því eru til dæmis stjórn- sýslureglur um hæfi og vanhæfi að- ila til að fjalla um mál vegna hags- munatengsla og skyldleika. Þetta gerir mál afskaplega erfið í litlum sveitarfélögum eða stofnunum og öðrum einingum hins opinbera," segir hann. Meðal þeirra mála sem sætt hafa harðri gagnrýni að undanfömu, einkum af hálfu Ríkisendurskoðun- ar, er aðild dómsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis að innheimtu dómssektar og skattaskulda í skattsvikamáli ÞÞÞ á Akranesi. Hefur það valdið miklum deilum en við umræður á Alþingi um málið sagði fjármálaráðherra það koma fyrir æ ofan í æ að Ríkisendurskoð- un væri að grafa undan starfi því sem unnið væri í ráðuneytunum. Dómsmálaráðhema sagði það óþol- andi bæði fyrir ráðuneytin og Al- þingi að þurfa að segja að niður- staða Ríkisendurskoðunar væri fjarri öllu lagi. Stjórnarandstæðing- ar tóku hins vegar undir niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um að hags- muna ríkisins hefði ekki verið gætt sem skyldi í máli ÞÞÞ og Ríkisend- urskoðun stendur fast á niðurstöð- um sínum í athugasemdum sem hún hefur sent frá sér. Ríkisendurskoðun ekki óskeikul? „Stjórnsýslan getur ekki búið við það að Ríkisendurskoðun sé dómari í öllum málum,“ segir Magnús, að- spurður um þessi mál. „Ríkisendur- skoðun, sem hefur margt gert vel, er út af íyrir sig skeikul eins og stjórnsýslan að sínu leyti. Þar af leiðandi tel ég að ekki eigi að líta á álit þeirra eftirlitsstofnana sem þingið hefur sett upp, Ríkisendur- skoðunar og umboðsmanns Alþing- is, sem lög eða endanlega niður- stöðu í öllum málum. Eg dreg það einnig í efa að það hafi verið til- gangur manna að svo væri. Tilgang- urinn er væntanlega sá, að benda framkvæmdavaldinu á og mælast til þess að umbætur séu gerðar." Magnús segir það fagnaðarefni fyrir stjórnsýsluna ef Aiþingi fari sjálft að gera meira með skýrslur Ríkisendurskoðunar og að Ríkis- endurskoðun sé leyst undan þeirri stöðu sem hún sé nú í að þurfa nán- ast ein að halda á sínu máli. „Ríkisendurskoðun á ekki að líta á sig sem stofnun sem getur fjallað af sömu fæmi um öll mál. Það er enginn þess umkominn,“ segir Magnús Pétursson. „Alþingi ætti ef til vill að vera vandfýsnara á hvaða málum er vísað til Ríkisendurskoðun- ar,“ segir hann. Magnús telur mjög nauðsynlegt að sér- stök nefnd á vegum Alþingis fari yfir niðurstöður og skýrslur Ríkisend- urskoðunar, svo þau mál fái ákveðinn framgang, þannig að stjórnsýslan eða stjórnvöld geti kom- ið á framfæri at- hugasemdum telji þau ástæðu til.“ Sigurður Þórðar- son ríkisendurskoð- andi er á gama máli um nauðsyn þess að nefnd á vegum þingsins fjalli skipu- lega um skýrslur Ríkisendurskoðunar, líkt og tíðkist víða erlendis og bregðist með formlegum hætti við aðfinnslum og ábendingum stofnunarinnar. Sig- urður segir að það hafi oft komið fram af hálfu Ríkisendurskoðunar. „í dag erum við nánast háðir þeim sem við endurskoðum hvað verður úr þessu. Ef ágreiningur kemur upp líkt og gerst hefur að undanförnu erum við ekkert með í leiknum," segir Sig- urður. Umboðsmaður hafði fulla ástæðu til gagnrýni Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt stjórnsýslu fjármálaráðu- neytisins harðlega varðandi stað- festingu á reglugerð lífeyrissjóða í tveimur álitsgerðum. Leitt var í ljós að ráðuneytið virti álit umboðs- manns að vettugi og lét hjá líða að svara erindi umboðsmanns vegna málsins í rúma 14 mánuði. Gaf ráðu- neytið auk þess engar skýringai- á drættinum þótt eftir þeim væri leit- að og loks þegar svör bárust voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.