Morgunblaðið - 25.02.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 11
þau ófullnægjandi. I öðru máli af
sama tagi taldi umboðsmaður að
fjármálaráðuneytið hefði brotið
gegn meginreglum stjórnsýslurétt-
ar. Ráðuneytið hefur borið þá
ástæðu fyrir sig, að mikil óvissa hafi
verið ríkjandi í þessum málum og
nauðsynlegt væri að bíða eftir nýrri
löggjöf um lífeyrismál sem væri í
undirbúningi.
Magnús segist geta tekið undir
margt sem komi fram í gagnrýni
umboðsmanns Alþingis í þessu máii.
„Petta er gagnrýnisvert og ég tel að
umboðsmaður hafi fulla ástæðu til
að gagnrýna þessa málsmeðferð.
Eg get tekið undir það. Það verður
hins vegar ekki framhjá því litið að
lögin og regluverkið um stöðu líf-
eyrissjóðanna voru afar veik og þar
af leiðandi er það ekki til fyrir-
myndar að byggja úrskurði fjár-
málaráðuneytis á veikum laga-
grunni. Hitt er annað mál að fjár-
málaráðuneytið átti að svara bréf-
um umboðsmanns, þó þar væri ekki
um efnislega afstöðu í málinu að
ræða. Það átti að virða þá stjórn-
sýslureglu, þó það væri í raun til að
uppfylla formið frekar en að leiða
fram niðurstöðu efnis,“ segir Magn-
ús.
Magnús segist taka þau álit sem
frá umboðsmanni Alþingis koma
mjög hátíðlega en kveðst ekki alltaf
vera sammála niðurstöðum hans.
Ráðuneytið hefur tekið saman yfir-
lit yfir mál sem hafa farið á milli
fjármálaráðuneytisins og umboðs-
manns Alþingis frá stofnun þess
embættis. Að sögn Magnúsar hefur
ráðuneytið nánast undantekninga-
laust brugðist við athugasemdum
umboðsmanns með lagabreytingum
eða á annan hátt.
Aðspurður hvort ráðuneyti ætti
undanbragðalaust að fara eftir at-
hugasemdum umboðsmanns svarar
Magnús þvi neitandi. „Ég tel að við
eigum að halda uppi málefnalegri
umræðu. Ef við erum ósammála
áliti umboðsmanns, þá genim við
það með einhverjum rökum og
greinum umboðsmanni frá því,“
svarar hann.
í framhaldi af deilum fjármála-
ráðuneytisins og umboðsmanns í líf-
eyrissjóðsmálinu hefur fjármála-
ráðuneytið sett sér þær vinnureglur
að ráðuneytið geri alltaf umboðs-
manni formlega gi’ein fjrir því
hvernig það mun fara með þau mál
sem hann beinir að ráðuneytinu. Sé
ráðuneytið ósammála áliti umboðs-
manns verður honum gerð grein
fyrir því.
Hundruð mála til úrlausnar
Gagnrýni á meðferð mála í
stjórnsýslunni er raunar ekki ný af
nálinni. Frá því að embætti um-
boðsmanns Alþingis var stofnað ár-
ið 1987 hefur málafjöldi til embætt-
isins farið sívaxandi og berast nú á
ári hverju vel á fjórða hundrað mála
embættinu til úrlausnar. Hefur um-
boðsmaður bent á að honum berist
helmingi fleiri mál en umboðsmönn-
um þinga á öðrum Norðurlöndum.
Astæður eru m.a. sagðar þær að
nauðsynleg endurskipulagning á
starfsháttum stjómvalda hafi ekki
farið fram, íslensk stjórnsýsla hafi
lengst af verið lausari í reipunum en
stjómsýsla nágrannaþjóðanna, lög
séu oft óskýr um stöðu stofnana og
embætta í stjórnsýslukerfinu.
Ríkisendurskoðun hefur hvað eft-
ir annað á undanförnum áram
gagnrýnt fjölmargt sem stofnunin
telur að mætti betur fara
í stjórnsýslunni og oft
hefur komið fram að að-
finnslur stofnunarinnar
hafi verið hundsaðar af
einstökum ráðuneytum
eða stofnunum. _____
Með tilvísun til alls
þessa er sú spurning áleitin hvort
engin bragarbót hafi orðið á emb-
ættisfærslu í stjórnkerfinu, þátt
fyrir þær nýju skyldur sem stjórn-
sýslunni hafa verið settar til að
bæta og opna hana og gera hana
skilvirkari. Er stjórnsýslan ekki fær
um að leysa á fijótvirkan og ódýran
hátt þau vandamál sem upp koma
og gæta hagsmuna og jafnræðis
borgaranna við málsmeðferð sína?
Sigurður Þórðarson ríkisendur-
skoðandi segir í samtali við blaðið
Meiri hefð og
festa í sfjórn-
sýslu náiægra
landa
að með löggjöfinni sem sett hefur
verið á undanförnum árum hafi
stjómsýslunni verið búið regluverk
sem menn hafi ekki verið vanir.
„Þetta er nýjung sem hefur eflaust
valdið því að menn voru ekki við-
búnir öllu því sem þar var að finna,"
segir hann.
„Það er engin spurning um að
það hefur orðið breyting til hins
betra í stjórnsýslunni á undanförn-
um árum. 011 sú upplýsingaskylda
sem er á mönnum hefur gert að
verkum að menn hafa gætt sín bet-
ur en áður var. Hins vegar er það
stundum álitaefni hvort stjómsýsl-
an er farin að líða fyrir það í
ákvörðunartökunni. Ég er ekki
þeirrar skoðunar að svo sé,“ segir
Sigurður.
Var hann spurður hvernig íslensk
stjórnsýsla stæði sig í samanburði
við stjórnsýslu annarra landa. „Að
svo miklu leyti sem ég þekki til, tel
ég að það sé langtum meiri hefð og
festa í stjórnsýslu nálægra landa,“
svarar Sigurður.
Stjórnsýslureglur þverbrotnar
í sveitarstjórnum?
Stjórnsýslulögin og upplýsinga-
lögin taka ekki aðeins til stjórn-
sýslu ríkisins heldur einnig til allr-
ar stjórnsýslu sveitarfélaga. Er
raunar efamál að mörgum sé ljóst
að stjórnsýslureglur um hæfi og
vanhæfi, leiðbeiningarskyldu
stjórnvalda, upplýsingarétt, rök-
stuðning ákvarðana og kærur til
æðra stjórnvalds eða úrskurðar-
nefnda, gildi um alla málsmeðferð
á vettvangi sveitarstjórna og
nefnda á vegum þeirra. Þannig
geta starfsmenn og nefndarmenn á
vettvangi ríkis eða sveitarstjórna
verið vanhæfir til meðferðar mála
af s.s. ef þeir eru skyldir eða
mægðir aðila máls, ef málið varðar
þá sjálfa verulega eða venslamenn
eða stofnun eða fyrirtæki í einka-
eigu sem þeir eru í fyrirsvari fyrir
o.s.frv. Era ýmsir þeirrar skoðunar
að þessi ákvæði séu í reynd þver-
brotin viða í sveitarstjórnum í dag.
Sökuð um að hundsa
EES-reglur um útboð
Hér koma einnig til sameiginleg-
ar reglur sem gilda á Evrópska
efnahagssvæðinu og ný kæruleið
sem opnast hefur með því að skjóta
málum til Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) en komið hefur ítrekað til
þess á undanförnum misserum s.s.
m.a. varðandi gjaldtöku og útboða á
vegum rikis og sveitarfélaga. Sveit-
arfélög hafa verið sökuð um að
hundsa EES-reglur um opinber út-
boð. Talsmenn iðnaðarins hafa
t.a.m. haldið fram að dæmi séu um
að stjórnmálamenn hygli sveitung-
um, samherjum í pólitík, ættingjum
og vinum í þessum málum.
Fram hefur komið að Island er
það EFTA-ríki, sem oftast hefur
fengið send formleg erindi frá ESA
vegna rökstudds gruns um að ís-
lensk löggjöf brjóti í bága við EES-
samninginn. Auk þess hafa íslensk
stjórnvöld fengið fjölda óformlegra
athugasemda og fyrirspurna frá
stofnuninni.
Breytingar á skipulagi
ráðuneyta til bóta
Magnús Pétursson sér íyrir sér
að hinni breyttu stjórnsýslu hljóti
að fylgja breytingar á skipulagi
ráðuneyta. „Viðfangsefni hinnar
æðstu stjórnsýslu á að vera að
leggja niður stefnuna í
lögum og reglum," segir
hann. „Hún á ekki að vera
í framkvæmdinni, heldur
fela undirstofnunum í
auknum mæli að taka við
eiginlegri framkvæmd
einstakra mála. Við þurf-
um hins vegar að hafa eftirlitið með
höndum með því að verkin séu
framkvæmd eins og til er ætlast.
Hitt hlutverk ráðuneytisins á að
vera að tryggja að málskotsréttur
manna sé skýr og greiður þannig að
sá sem telur á sér brotið, geti skotið
málinu á næsta stjómsýslustig fyrir
ofan,“ segir Magnús. „Ég tel að
stjórnsýslan sé smám saman að
færast í þennan búning. Þú ert
alltaf að leita leiða svo jafnræðis sé
gætt,“ segir hann.
Nefnd fjármálaráðherra undirbýr breytingar í skattamálum
og samskiptum við skattborgarana
Forúrskurðir og
breytingar á kæru-
frestum til skoðunar
_ ^ Morgunblaðið/Þorkell
FJARMALARÁÐHERRA og embættismenn fjármálaráðuneytisins
kynntu ýmsar breytingar sem fyrirhugað er að gera á meðferð skatta-
mála á fréttamannafundi í gær, frá vinstri Indriði H. Þorláksson, Frið-
rik Sophusson, Magnús Pétursson og Sigurður Ólafsson.
400 mál óafgreidd
hjá yfírskatta-
nefnd um áramót
OF LANGAN tíma tekur að fá nið-
urstöðu í málum sem Yfirskatta-
nefnd fær til úrskurðar, að mati fjár-
málaráðuneytisins og eru ýmsar úr-
bætur í skattamálum í undirbúningi í
nefnd á vegum Friðriks Sophusson-
ar fjármálai'áðheiTa. Þetta kom fram
á fréttamannafundi fjármálaráð-
herra um breytingar í skattamálum í
gær.
Meðferð skattamála í skattkerfinu
hefur sætt mikilli gagnrýni að und-
anfömu. Á síðasta ári bárust Yfir-
skattanefnd tæp 1.100 mál og um
síðustu áramót voru um 400 mál óaf-
greidd hjá nefndinni, sem komin
voru yfir lögboðna fresti. Nefnd sem
fjármálai’áðherra skipaði fyrir
skömmu til að koma með tillögur til
úrbóta er tekin til starfa en hún er
skipuð fulltrúum Lögmannafélags
íslands, Félags löggiltra endurskoð-
enda, fjármálaráðuneytis og Ríkis-
skattstjóraembættisins.
Ráða sérfræðinga tímabundið
Á minnisblaði fjármálaráðuneytis-
ins, sem lagt hefur verið fyrir nefnd-
ina, er tekið undh- það sjónarmið að
ástand þessara mála hjá Yfirskatta-
nefnd sé ekki viðunandi. „Of langan
tíma tekur að fá niðurstöðu í mál
sem nefndin fær til úrskurðar. Lagt
er til að gripið verði til eftirfarandi
aðgerða: Nefndinni verði veitt heim-
ild til að ráða tímabundið tO starfa
sérfræðinga til að undirbúa úrskurði
mála og stytta þannig uppsafnaðan
málahala. Varðandi reglubundna
starfsemi nefndarinnar verða lögin
um yfirskattanefnd skoðuð, m.a. með
hliðsjón af því hvað telja má raun-
hæft að taki nefndina langan tíma að
úrskurða í málum, hvort hægt sé að
gera ráðstafanir tO að jafna álagi á
nefndina yfir árið og hvort hægt sé
að fækka tilefnum til málaferla fyrir
nefndinni, m.a. með sk. forúrskurð-
um á fyrri stigum máls, auk fleiri at-
riða. Niðurstaða þessarar athugunar
liggi fyrir um miðjan mars nk.,“ seg-
ir á minnisblaði ráðuneytisins, sem
kynnt var á fréttamannafundinum.
Þar kemur einnig fram að skoðað
verður hvort rýmka megi heimddir
skattstjóra tO að taka til meðferðar
of seint fram komin skattframtöl og
hvort hægt sé að grípa til reglugerða
eða lagabreytinga til að skýra óljóst
réttarástand, sem gætu mögulega
fækkað málum fyrir nefndinni.
Nálægt helmingur úrskurða
gjaldanda í hag
Fjármálaráðherra lagði áherslu á
að breytingarnar ættu að miða að
því að styrkja stöðu skattborgaranna
og tryggja þyrfti betur en nú er sam-
ræmi í skattaframkvæmd. Forsvars-
menn fjármálaráðuneytisins vísa
þeirri gagnrýni á bug sem fram hef-
ur komið, að Yfirskattanefnd sé ekki
óháður úrskurðaraðili þar sem fjár-
málaráðherra skipi í nefndina. Þá
eru hugmyndir um að skipa nefndina
fullti’úum gjaldenda sagðar í and-
stöðu við alla venjulega stjórnsýslu.
Því er einnig mótmælt að nefndin
dragi taum skattyfirvalda. Athugun
leiði í Ijós að um það bO helmingur
úrskurða nefndarinnar falli gjald-
anda í hag. Þannig hafi árið 1994
52,7% úrskurða nefndarinnar falið í
sér lækkun gjalda frá því sem skatt-
stjóri hafði ákveðið. Hlutfallið 1995
var 45%, um 43% árið 1996 og í fyrra
var hlutfallið 46,9%.
Leggur ráðuneytið til að teknar
verði saman upplýsingar um störf yf-
irskattanefndar og skýi’sla birt ár-
lega.
Kannað hvort lengja
á kærufrest skattgreiðenda
Endurskoðendur og fleiri aðilar
hafa gagnrýnt harðlega að á meðan
ríkisskattstjóri geti að vOd farið
fram úr sínum lögboðnu frestum,
þurfi skattgreiðendur að una því að
hafa einungis 30 daga til að kæra
mál, að öðrum kosti visi Yfirskatta-
nefnd þeim frá. Á minnisblaði fjár-
málaráðuneytisins er tekið undir þá
gagnrýni að málshraði hjá ríkis-
skattstjóra sé ekki nægur. „Könnun
árið 1994 sýndi að meðaltími frá því
að mál var kært, og þar til kröfugerð
ríkisskattstjóra og málgögn bárust
yfirskattanefnd, var að meðaltali 5,5
mánuðir. Ekki liggja fyrir töflur fyr-
ir síðari ár en fullvíst má telja að
málshraði sé nokkuð meiri núna. I
október sl. vora um 120 mál hjá yfir-
skattanefnd þar sem enn var beðið
eftir gögnum frá RSK, að liðnum
fresti hans,“ segir á minnisblaði
ráðuneytisins. Er m.a. lagt til að
kannað verði hvort lengja megi
kærufrest skattgi’eiðenda, einkum
með það fyrir augum að jafna dreif-
ingu kæramála til nefndarinnar.
Bindandi forúrskurðir
Fram kom í máli fjármálaráðherra
að í athugun er hvort treysta eigi
stöðu embættis ríkisskattstjóra til að
samræma störf skattstjóra, m.a. með
því að embættið geti gefið út með
formlegum hætti túlkanir og fram-
kvæmdareglur, sem verði bindandi
fyrir skattkerfið. Ennfremur er í at-
hugun hvort fækkun skattstofanna
eða breytt verkaskipting á milli
þeirra geti leitt til aukins samræmis.
Einnig eru í undirbúningi að tekin
verði upp svokölluð bindandi álit í
skattamálum (svokallaðir forúr-
skurðir). Skv. þeim breytingum
gætu skattborgarar óskað eftir bind-
andi áliti ríkisskattstjóra um skatta-
legar afleiðingar tiltekinna ráðstaf-
ana áður en í þær er ráðist. Yrði slík-
ur úrskurður bindandi fyrir skatt-
kerfið en kæranlegur til yfirskatta-
nefndar. Er gert ráð fyrir að frum-
varp um þetta verði lagt fram á yfir-
standandi þingi.
Á minnisblaðinu segir einnig að
skortur á birtingu úrskurða Yfir-
skattanefndar sé til baga. Meðal úr-
bóta sem gera á í útgáfumálum er
útgáfa skatta- og tollatíðinda, þar
sem m.a. verða birtir útdrætth’ úr
fordæmisgefandi úrskurðum nefnd-
arinnar og úrskurðir ríkistollanefnd-
ar. Einnig er hafinn undirbúningur
að gerð heimasíðu fyrir yfirskatta-
nefnd á netinu.
Kærur fresti ekki innheimtu
Gagnrýnt hefur verið að þegar úr-
skurður skattstjóra liggur fyrir
gjaldfalli skattkröfur og innheimtu-
menn fari þegar að innheimta kröf-
una. Það sé ósanngjarnt þar sem það
taki yfírskattanefnd oft langan tíma
að kveða upp úrskurði og á meðan
leggist dráttai-vextir á kröfuna. Tek-
ið er fram á minnisblaði fjármála-
ráðuneytisins að það sé meginregla
stjórnsýsluréttar að kæra til æðra
stjórnvalds fresti ekki réttaráhrifum
hinnar kærðu ákvörðunar. Enginn
sem leitar úrskurðar um embættis-
takmörk yfirvalda, geti komið sér
hjá því að hlýða yfirvaldsboði í bráð
með því að skjóta máli til dóms. „Ef
skattgreiðendur gætu haft áhrif á
gjalddaga kröfu með því að kæra
ákvörðun skattstjóra, er ekki ósenni-
legt að í einhverjum tilvikum yrði
gi-ipið til þess ráðs í þeim tilgangi
einum að fresta gi’eiðslu. Þá má
spyrja þeirrar spurningar hvort það
sé ekki brot á jafnræði gagnvart
þeim gjaldendum sem greiða mögl-
unarlaust. Ef kæra frestaði inn-
heimtu myndi það því að öllum lík-
indum leiða til fleiri kæramála fyrir
yfirskattanefnd og um leið frekari
töfum á málarekstri þar. Afstaða
ráðuneytisins er því sú að ekki sé
ástæða til að gera undantekningu frá
almennum reglum um réttaráhrif
kærumála innan stjórnsýslunnar, að
því er skattkröfur varðar,“ segir á
minnisblaðinu.
Skoða hugmyndir um umboðs-
mann skattgreiðenda
í nefnd fjármálaráðherra eru
einnig til umræðu hugmyndir um
stofnun embættis umboðsmanns
skattgreiðenda. Fram kom á frétta-
mannafundi fjármálaráðherra að full
þörf sé á að taka stöðu skattborgara
gagnvart skattyfu-völdum til athug-
unar og finna leiðir til úrbóta. Bent
var á að verkefni umboðsmanns Al-
þingis taki einnig til skattamála og
góð reynsla sé af starfi hans. Því
komi annað hvort til greina að efla
embætti umboðsmanns Alþingis í
þeim tilgangi að hann fái sinnt
skattamálum sérstaklega eða stofn-
un sérstaks embættis til að sinna
þeim málum.
Þá eru fyrirhugaðai’ ýmsar breyt-
ingar á skipulagi skattkerfisins. Tel-
ur fjármálaráðuneytið nauðsynlegt
að kveðið verði á með skýrum hætti
um verkaskiptingu skattrannsóknar-
stjóra og ríkisskattstjóra og skatt-
stjóra.