Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998
- MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
••
Onnur umræða um frumvarp um hollustuhætti
Umhverfísnefnd klofnar í af-
stöðu sinni til frumvarpsins
MINNIHLUTI umhverfisnefndai-
gagnrýndi harðlega ýmis atriði frum-
varps umhverfisráðherra um holl-
ustuhætti við aðra umræðu þing-
málsins á Alþingi í gær. Hjörleifur
Guttormsson, þingmaður Alþýðu-
bandalags og óháðra og fulltrúi
minnihlutans í umhverfisnefnd, sagði
m.a. að illa hefði verið staðið að frum-
varpinu, mai'kmið þess væru metn-
aðarlaus og endurspegluðu ekki þró-
un umhverfisréttar. Skilaði minni-
hluti umhverfisnefndar því séráliti
um fi-umvarpið og kvaðst með teknu
tilliti til breytingatillagna meirihluta
umhverfisnefndar ekki geta mælt
mecí samþykkt frumvarpsins.
Olafur Om Haraldsson, þingmað-
ur Framsóknarfiokks, mælti fyrir
nefndaráliti frá meirihluta umhverf-
ALÞINGI
isnefndar. Þar eru lagðar til yfm tutt-
ugu breytingar á framvarpinu m.a.
sú að heiti framvarpsins verði breytt
þannig að lögin heiti lög um hollustu-
hætti og mengunarvamir. Þykir það
heiti lýsa efni laganna betur en holl-
ustuháttahugtakið eitt og sér.
Þá leggur meirihluti umhverfis-
nefndar það m.a. til að ákvæðum 6.
gr. um útgáfu starfsleyfa verði
breytt á þann veg að öll starfsleyfí
verði annaðhvort veitt af Hollustu-
vernd ríkisins eða heilbrigðisnefnd-
um en að umhverfisráðherra veiti
ekki starfsleyfi eins og frumvarpið
gerir ráð fyrir.
Mikið valdaframsal til
umhverfísráðherra
Þannig er gert ráð fyrir að Holl-
ustuvernd veiti starfsleyfi fyi-ir um-
fangsmeiri atvinnurekstur sem get-
ur haft mengun í för með sér og að
heilbrigðisnefndir veiti starfsleyfi
fyrir annan mengandi atvinnu-
rekstur.
Hjörleifur Guttormsson gagn-
íýndi það m.a. í framsögu sinni að í
frumvarpinu gengi löggjafinn ótrú-
lega langt í að framselja vald til um-
hverfisráðherra með þeim fjöl-
mörgu opnu reglugerðarheimildum
sem þar væri að finna. I 4. og 5.
grein væru til að mynda einberar
fyi-irsagnir sem ráðherra ætti að
fylla út í með reglugerðum án at-
beina þingsins.
Þá gagnrýndi Hjörleifur það m.a.
að stjórn Hollustuverndar ríkisins
yi’ði lögð niður og í hennar stað
kæmi svokallað Hollusturáð, sem í
ættu m.a. sæti tveir fulltrúar sam-
taka atvinnurekenda. Sagði Hjör-
leifur að samkvæmt frumvarpinu
yrði ráðið einungis safn þrýstihópa
og að engin ástæða væri til þess að
leggja af stjórnina.
Ungir vímuefna-
neytendur
Tafarlaus
meðferð
verði tryggð
SIGRÍÐUR Jóhannesdóttir, þing-
maður Alþýðubandalags og óháðra,
er fyrsti flutningsmaður þingsá-
lyktunartillögu þess efnis að Al-
þingi álykti að fela ríkisstjóminni
að standa fyrir sérstöku átaki til að
tryggja tafarlausa meðferð ungra
fíkniefnaneytenda sem vilja fara í
meðferð þannig að framvegis
myndist ekki langir biðlistar eftir
meðferð vegna áfengis- og fíkni-
efnanotkunar.
í greinargerð tillögunnar er
vitnaði í viðtal við Þórarin Tyrf-
ingsson yfirlækni á Vogi, sem
birtist í Morgunblaðinu 27. janú-
ar sl., þar sem segir m.a. að allt
að 300 sjúklingar séu á biðlista til
að komast í áfengismeðferð. í
greinargerð segir ennfremur að
það sé mat þeirra sem vinni að
þessum málum að mjög tilfinnan-
lega vanti meðferðarpláss fyrir
yngstu vímuefnaneytendurna.
Væri hins vegar séð fyrir þörf
þeirra myndi það létta á þrýstingi
sem hefði verið á almenn með-
ferðarheimili að undanförnu um
að taka unga vímuefnaneytendur
til meðferðar.
Þá segir í greinargerð að þeir
sem best þekki til vímuefnavanda
unglinga telji að unglingar í þess-
um aðstæðum þurfi mun sérhæfð-
ari meðferð en er í boði á almenn-
um meðferðarstofnunum.
Morgunblaðið/Þorkell
ÞINGMENNIRNIR Svanfríður Jónasdóttir, Árni Mathiesen, Gísli S. Einarsson og ísólfur Gylfi Pálmason.
Sameign á nytjastofnum
tryggð í stjórnarskrá
GUÐNY Guðbjömsdóttir, þingmað-
ur Kvennalista, hefur mælt fyrir
frumvarpi til stjómskipunarlaga um
breytingu á stjómarskrá lýðveldisins
íslands. Með framvarpinu er lagt til
að eftirfarandi grein komi á eftir 72.
gr. stjómarskrárinnar: „Nytjastofn-
ar á hafsvæði því sem fullveldisréttur
Islands nær til em sameign íslensku
þjóðarinnar. Kveðið skal á um sjálf-
bæra nýtingu þessara auðlinda til
hagsbóta fyrir þjóðarheildina í lögum
og stjórnvaldsfyrirmælum."
Meðflutningsmenn era Kristín
Halldórsdóttir, þingmaður Kvenna-
lista, og Kristín Ástgeirsdóttir,
þingmaður utan flokka. Frumvarp
þetta var áður flutt á síðasta þingi
enyar ekki útrætt.
I greinargerð framvarpsins segir
að nytjastofnar á Islandsmiðum séu
langmikilvægasta auðlind íslensku
þjóðarinnar. „í lögum um stjórn
fiskveiða hefur frá árinu 1988 verið
ákvæði um að þeir séu sameign ís-
lensku þjóðarinnar. Með þessu
frumvarpi til stjórnskipunarlaga er
verið að tryggja stjórnskipulega
stöðu þess ákvæðis." Síðar segir að
ástæða sé til að tryggja stöðu þessa
ákvæðis þótt það sé þegar lögbund-
ið vegna þess hvernig núverandi
fiskveiðistjórn sé framvæmd.
Áhrif
dragnóta-
veiða verði
rannsökuð
GÍSLI S. Einarsson, þingmaður
þingflokks jafnaðarmanna, hefur
mælt fyi’ir tillögu til þingsályktunar
um rannsókn á áhrifum dragnóta-
veiða. Efni tillögunnar er að Alþingi
álykti að fela sjávarútvegsráðherra
að láta kanna áhrif dragnótaveiða á
lífríki hafsins, sérstaklega hver áhrif
dragnótaveiða eru á bolfisksstofna,
viðkomu þein’a og afrakstursgetu.
Einnig verði kannað hvort ákveðin
veiðisvæði við Island henti fremur til
dragnótaveiða en önnur með tilliti til
lífríkis á hafsbotni.
I gi’einargerð segii’ að lengi hafi
verið deilt um það, bæði á Alþingi og
annars staðar, hvort dragnótaveiðar
við Island og ef til vill sérstaklega í
Faxaflóa séu skaðlegar viðkomu bol-
fisksstofna á þessu svæði. „Ekki
verða þessar deilur útkljáðar nema
nákvæmar rannsóknir fari fram
hvað varðar réttmæti þessara veiða
og réttmæti ber að skýra náttúrunni
í hag,“ segir í greinargerð.
Þingvalla-
urriðastofninn
verði endur-
reistur
LANDBÚNAÐARNEFND Alþing-
is hefur lagt til að þingsályktunartil-
laga Össurar Skarphéðinssonar,
þingflokki jafnaðarmanna, um end-
urreisn Þingvallaurriðans verði sam-
þykkt. í umfjöllun nefndarinnar um
málið bárust henni umsagnii' frá
ýmsum aðilum m.a. frá landbúnaðar-
ráðuneytinu, fisksjúkdómanefnd og
veiðimálastjóra.
í tillögu Össurar er m.a. gert ráð
fyrir að ríkisstjórnin skipi nefnd til
að gera tillögur um leiðir til að end-
urreisa umðastofn Þingvallavatns.
Verði ekkert hins vegar að gert séu
yfirgnæfandi likur taldar á því að ur-
riðinn muni smám saman hverfa úr
vistkerfi vatnsins.
Alþingi
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.
14 í dag. Eftir atkvæðagreiðslu um
ýmis þingmál verða eftirfarandi mál
á dagskrá:
1. Ríkisreikningur 1996. 3. umr.
2. Heilbrigðisþjónusta. 2. umr.
3. Framhaldsskólar. 2. umr.
4. Öryggismiðstöð barna. Síðari
umr.
5. Þingvallaurriðinn. Síðari umr.
6. Ráðherraábyrgð. 1. umr.
7. Almannatryggingar. 1. umr.
8. Útvarpslög. 1. umr.
9. Vörugjald. 1. umr.
10. Réttarstaða íbúa á hjúkranar-
og dvalarheimilum. Fyrri umr.
Tímareikningur á Islandi. 1. umr.
Bókanir vegna
Gullinbrúar
Veðurofsi tálmaði sjúkra-
flutninga með smábarn
LÖG® hefur verið fram í borgarráði
yfirlitsmynd er sýnir nýja akbraut frá
Stórhöfða að Halísvegi, gönguleiðir og
hljóðmanir. Ennfremur vora kynnt á
fundinum helstu atriði skýrslu um
umhverfismat vegna Gullinbrúar.
í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf-
stæðisflokks er fagnað tillögu sam-
gönguráðherra um fjármögnun
framkvæmda við Gullinbrú. Ljóst sé
þó að seinagangur borgaryfirvalda
komi í veg fyrir að hægt sé að ljúka
framkvæmdinni á þessu ári. I bókun-
inni er vakin athygli á að flest bendi
til að samgöngur um Gullinbrú, þrátt
fyrir breikkun, verði aftur komnar í
hnút eftir fjögur ár þegar íbúar á
Grafarvogssvæðinu nálgast 20 þús.
og umferð um brúna verður 35 þús.
bílar á sólarhring.
í bókun borgarstjóra segir að bók-
un sjálfstæðismanna beri þess merki
að þeir vilji bera blak af ráðherra sín-
um. Fyrir liggi að sl. vor hafi borgar-
yfirvöld verið tilbúin að lána ríkinu
fyrir hönnun og breikkun Gullinbrú-
ar, sem ráðherra hafi afþakkað. Það
sé hins vegar ánægjulegt að hann
skuli hafa fundið flöt á málinu. Hvað
varðaði umferðarmál í Grafarvogi
væri málflutningur sjálfstæðismanna
farinn að vinna gegn hverfinu og mál
til komið að því linnti.
í síðari bókun Sjálfstæðisflokksins
segir að ljóst sé á bókun borgar-
stjóra að hann sé á hröðu undanhaldi
og reyni að breiða yfir afleiðingar
þess að R-listinn felldi tillögu sjálf-
stæðismanna í borgarráði um fram-
kvæmdir við Gullinbrú.
SJÚKRAFLUTNINGAR með sjö
mánaða gamalt stúlkubam frá Ólafs-
vík gengu brösuglega í fyrrakvöld og
-nótt vegna aftakaveðurs. Alls liðu
um sex og hálf klukkustund frá því
óskað var eftir því að barnið yrði
flutt á sjúkrahús í Reykjavik þar til
það komst á áfangastað.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
kölluð út vegna veikinda barnsins
um klukkan 20.30 og hélt vestur á
Snæfellsnes laust eftir klukkan 21 í
fyrrakvöld en þá var búið að ryðja
lendingarstað fyrir hana á flugvellin-
um við Ólafsvík. Veðrið var hins veg-
ar slíkur farartálmi að gefist var upp
á lenda í bænum og reynt þess í stað
að Ienda á Rifi.
Slæmt skyggni og ókyrrð
Slæmt skyggni og veðurhamur
útilokaði hins vegar lendingu og var
ákveðið að snúa við, en þá var þyrlan
í lítilli hæð yfir sjó skammt frá
Dritvik og mikil ókyrrð í lofti sam-
kvæmt upplýsingum frá Landhelgis-
gæslunni. Þyrlan lenti að nýju i
Reykjavík um klukkan 23.
Þá var ákveðið að flytja barnið
landleiðina og ók sjúkrabíll heilsu-
gæslustöðvarinnar í Ólafsvík af stað
rétt fyrir klukkan 23. Eftir um hálf-
tíma akstur festist bifreiðin á Fróð-
árheiði, en þá var mikil ofankoma og
skyggni nær ekkert.
Lögreglan í Ólafsvík hafði sam-
band við stóran flutningabfl sem var
þá að koma að sunnan og dró sjúkra-
bifreiðina úr skafiinum. Ferðin gekk
greitt eftir það, enda góð færð það
sem eftir var leiðarinnar til Reykja-
víkur að frátaldri hálku. Búið var að
gera ráðstafanir til að bifreiðin fengi
að fara gegnum Hvalfjarðargöng og
komst hún loks á Sjúkrahús Reykja-
víkur um klukkan 3 í fyrrinótt, þar
sem barnið gekkst undir rannsókn.
Ólafur Gísli Jónsson læknir á
barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
segir að talið hafi verið í fyrstu að
barnið þjáðist af slæmri sýkingu en
skoðun hafi leitt í ljós að líðan þess
sé betri en á horfðist. „Henni liður
betur og er á batvegi," segir hann.