Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 13 FRÉTTIR Hveragerði Þrír af D-lista í efstu sæt- um Bæjar- málafélags Bæjarmálafélag Hveragerðis hefur samþykkt samhljóða tillögu kjömefndar að fram- boðslista fyrir bæjarstjórnar- kosningamar í maí næstkom- andi. Listann skipa eftirtald- ir: 1. Gísli Páll Pálsson við- skiptafræðingur, 2. Hafsteinn Bjarnason byggingarmeist- ari, 3. Aldís Hafsteinsdóttir kerfisfræðingur, 4. Jóhann Isleifsson garðyrkjubóndi, 5. Inga Lóa Hannesdóttir garð- yrkjufræðingur, 6. Anton Tómasson mjólkurfræðingur, 7. Pálína G. Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri, 8. Aðalbergur Sveinsson nemi, 9. Dóra Snorradóttir húsmóðir, 10. Magnús Hinriksson bókbind- ari, 11. Rakel Magnúsdóttir nemi, 12. Jón Guðmundsson framkvæmdastjóri, 13. Jóna Einarsdóttir gjaldkeri og 14. Gunnar Davíðsson bygginga- meistari. Fleiri listar í kjör en voru 1994 I þremur efstu sætunum em bæjarfulltrúar sem kosnir vora af lista Sjálfstæðis- flokksins við síðustu bæjar- stjórnarkosningar. Fjórir bæjarfulltrúar sjálfstæðis- manna mynduðu þá meiri- hluta í Hveragerði, en óeining kom upp í samstarfinu árið 1996. í kjölfarið hætti Knútur Bruun starfi í bæjarstjórn og Aldís Hafsteinsdóttir, sem verið hafði varabæjarfulltrúi, tók sæti hans. Reknir úr sjálfstæðisfélaginu í framhaldinu tókst sam- starf allra bæjarfulltrúa í Hveragerði, þ.e. fjöguma af D-lista og þriggja fulltrúa H- lista, og hefur því ekki verið um minnihluta að ræða í bæj- arstjórninni síðari hluta kjör- tímabilsins. Þau sem nú skipa efstu sæti á lista Bæjarmála- félagsins vora í kjölfarið á þessari meirihlutamyndun rekin úr Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi. Fyrir tveimur vikum sagði Alda Andrésdóttir sig úr Bæjarmálafélaginu og lýsti yfir stuðningi við Sjálfstæðis- félagið Ingólf. Við kosningarnar 1994 vora tveir listar í kjöri, D-listi og H-listi, en í vor er reiknað með listum Ingólfs, fram- sóknarmanna og sameiginleg- um lista Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, auk lista Bæj- armálafélagsins. Ræðukeppni grunnskólanemenda í Árbæjar- og Tjarnarskólum Morgunblaðið/Þorkell KRAKKARNIR úr Árbæjarskóla studdu vel við bakið á sínu fólki. Getur dúkka úr plasti mótað samfélagið? Er barbídúkkan meira en bara dúkka úr plasti? Mótar hún kannski samfélagið? Þessum spurningum og fleirum veltu ffl-unnskólanemendur fyrir sér 1 Arbænum í fyrrakvöld. Davíð Logi Sigurðsson fylgd- ist með skylmingum og skoðanaskiptum unga fólksins. NEMENDUR í Árbæjarskóla og Tjarnarskóla áttust við í 8-liða úrslitum mælsku- og rökræðu- keppni grunnskólanna á mánu- dagskvöld. Þau veltu fyrir sér áhrifamætti Barbí og spurðu hvort þættirnir um Strandverði væru jafn vinsælir og raun ber vitni vegna þess að hinar ítur- vöxnu strandmeyjar ættu sér fyr- irmynd í Barbí? Rök keppenda voru ýmiskonar og oft á tíðum býsna frumleg enda blönduð al- vöru og gamni. Keppnin fór fram í Árbæjar- skóla og reyndi heimafólkið, Eva íris Eyjólfsdóttir, Bjartmar Alex- andersson, Ingunn Erla Eiríks- dóttir og Garðar Hauksson, að sýna fram á að barbidúkkan hefði sannarlega haft áhrif á samfélög nútímans. Keppendur Tjarnar- skóla, Hildur Krisljánsdóttir, Ásta Dan Ingibergsdóttir, Guð- rún Stefánsdóttir og Jóhann Al- freð Kristinsson mæltu gegn því. Við mikla kátínu áhangenda sinna benti Árbæjarskóli á að leikföng væru gjarnan fyrstu fyr- irmyndir barna, til dæmis þegar kæmi að kynlífi enda væri Ken vinur Barbí aldrei langt undan. Því mætti með sanni segja að Barbí hefði áhrif á samfélag mannanna. Tjarnarskóli var á öndverðum meiði og töldu liðsmenn hans öll börn læra það með tíð og tíma að Barbí ætti sér enga stoð í raun- veruleikanum. Að þeirra mati sýndi það vott um andlegan van- þroska að reyna að líkjast dúkkunni frægu. Tjarnarskóla gekk betur að sannfæra dómendur um málstað sinn og sigraði því að lokum. Jó- hann Alfreð Kfristinsson liðs- maður Tjarnarskóla var jafn- framt valinn ræðumaður kvölds- ins við fögnuð stuðningsmanna liðsins sem héldu glaðir heim á leið með sigur í farteskinu. BJARTMAR Alexandersson liðsmaður Árbæjarskóla hélt því fram að Barbí hefði mikil áhrif á samfélagið. ÁSTA Dan Ingibergsdóttir úr Tjarnarskóla taldi dúkku úr plasti ekki geta haft mikil áhrif. ÞESSI stúlka úr Tjarnarskóla fagnaði sigrinum vel og innilega. Aðfluttir og brottfluttir 1987-97 Fleiri Islendingar fara og fleiri erlendir koma í FYRSTA skipti síðan 1991 fluttu fleiri til landsins á seinasta ári en frá því, eða alls 69 manns. Þó flytjast fleiri íslenskir ríkisborgarar frá landinu en til þess, eða 574 fleiri sem yfirgáfu Island, en fleiri erlendir rík- isborgarar komu hingað en fóru héð- an, eða 643 manneskjur. Á seinasta ári voru fólksflutningar innanlands hins vegar með þeim hætti að fleiri fluttust til höfuðborg- arsvæðisins en frá því og frá öllum öðrum svæðum landsins fluttust fleiri frá þeim en til þeh-ra. í upplýsingum frá Hagstofu ís- lands kemur fram að árið 1997 var lögheimili einstaklinga í þjóðskrá flutt í alls 56.797 skipti. Flutningar voru 30.298 innan sama sveitarfé- lags, 18.588 milli sveitarfélaga, 3.990 til landsins og 3.921 frá landinu. Á seinasta ári urðu einnig talsverð- ar breytingar á aðild fólks að trúfé- lögum og þeirra veigamestar voru úr- sagnir úr þjóðkirkjunni, en 1.056 manns skráðu sig úr henni í fyrra og létu 329 þeirra skrá sig utan trúfé- laga. Fækkun þessi var þó mun um- fangsmeiri árið 1996, þegar 2.344 sögðu sig úr kirkjunni. Á móti brott- skráningum í fyrra bættust 144 ný- skráðir í þjóðkirkjuna, samanborið við 107 nýskráningar 1996. Alls hafa því því 3.149 manns skráð sig úr þjóð- kirkjunni á seinustu tveimur árum. Breytingar á trúfélagaskráningu í þjóðskrá í fyrra voru alls 1.828 tals- ins, sem þýðir að 0,7% landsmanna hafi talið ástæðu til að skipta um trú- félag eða hætta afskiptum af þeim, samanborið við 2.690 árið á undan, eða 1,0% landsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.