Morgunblaðið - 25.02.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.02.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 13 FRÉTTIR Hveragerði Þrír af D-lista í efstu sæt- um Bæjar- málafélags Bæjarmálafélag Hveragerðis hefur samþykkt samhljóða tillögu kjömefndar að fram- boðslista fyrir bæjarstjórnar- kosningamar í maí næstkom- andi. Listann skipa eftirtald- ir: 1. Gísli Páll Pálsson við- skiptafræðingur, 2. Hafsteinn Bjarnason byggingarmeist- ari, 3. Aldís Hafsteinsdóttir kerfisfræðingur, 4. Jóhann Isleifsson garðyrkjubóndi, 5. Inga Lóa Hannesdóttir garð- yrkjufræðingur, 6. Anton Tómasson mjólkurfræðingur, 7. Pálína G. Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri, 8. Aðalbergur Sveinsson nemi, 9. Dóra Snorradóttir húsmóðir, 10. Magnús Hinriksson bókbind- ari, 11. Rakel Magnúsdóttir nemi, 12. Jón Guðmundsson framkvæmdastjóri, 13. Jóna Einarsdóttir gjaldkeri og 14. Gunnar Davíðsson bygginga- meistari. Fleiri listar í kjör en voru 1994 I þremur efstu sætunum em bæjarfulltrúar sem kosnir vora af lista Sjálfstæðis- flokksins við síðustu bæjar- stjórnarkosningar. Fjórir bæjarfulltrúar sjálfstæðis- manna mynduðu þá meiri- hluta í Hveragerði, en óeining kom upp í samstarfinu árið 1996. í kjölfarið hætti Knútur Bruun starfi í bæjarstjórn og Aldís Hafsteinsdóttir, sem verið hafði varabæjarfulltrúi, tók sæti hans. Reknir úr sjálfstæðisfélaginu í framhaldinu tókst sam- starf allra bæjarfulltrúa í Hveragerði, þ.e. fjöguma af D-lista og þriggja fulltrúa H- lista, og hefur því ekki verið um minnihluta að ræða í bæj- arstjórninni síðari hluta kjör- tímabilsins. Þau sem nú skipa efstu sæti á lista Bæjarmála- félagsins vora í kjölfarið á þessari meirihlutamyndun rekin úr Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi. Fyrir tveimur vikum sagði Alda Andrésdóttir sig úr Bæjarmálafélaginu og lýsti yfir stuðningi við Sjálfstæðis- félagið Ingólf. Við kosningarnar 1994 vora tveir listar í kjöri, D-listi og H-listi, en í vor er reiknað með listum Ingólfs, fram- sóknarmanna og sameiginleg- um lista Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, auk lista Bæj- armálafélagsins. Ræðukeppni grunnskólanemenda í Árbæjar- og Tjarnarskólum Morgunblaðið/Þorkell KRAKKARNIR úr Árbæjarskóla studdu vel við bakið á sínu fólki. Getur dúkka úr plasti mótað samfélagið? Er barbídúkkan meira en bara dúkka úr plasti? Mótar hún kannski samfélagið? Þessum spurningum og fleirum veltu ffl-unnskólanemendur fyrir sér 1 Arbænum í fyrrakvöld. Davíð Logi Sigurðsson fylgd- ist með skylmingum og skoðanaskiptum unga fólksins. NEMENDUR í Árbæjarskóla og Tjarnarskóla áttust við í 8-liða úrslitum mælsku- og rökræðu- keppni grunnskólanna á mánu- dagskvöld. Þau veltu fyrir sér áhrifamætti Barbí og spurðu hvort þættirnir um Strandverði væru jafn vinsælir og raun ber vitni vegna þess að hinar ítur- vöxnu strandmeyjar ættu sér fyr- irmynd í Barbí? Rök keppenda voru ýmiskonar og oft á tíðum býsna frumleg enda blönduð al- vöru og gamni. Keppnin fór fram í Árbæjar- skóla og reyndi heimafólkið, Eva íris Eyjólfsdóttir, Bjartmar Alex- andersson, Ingunn Erla Eiríks- dóttir og Garðar Hauksson, að sýna fram á að barbidúkkan hefði sannarlega haft áhrif á samfélög nútímans. Keppendur Tjarnar- skóla, Hildur Krisljánsdóttir, Ásta Dan Ingibergsdóttir, Guð- rún Stefánsdóttir og Jóhann Al- freð Kristinsson mæltu gegn því. Við mikla kátínu áhangenda sinna benti Árbæjarskóli á að leikföng væru gjarnan fyrstu fyr- irmyndir barna, til dæmis þegar kæmi að kynlífi enda væri Ken vinur Barbí aldrei langt undan. Því mætti með sanni segja að Barbí hefði áhrif á samfélag mannanna. Tjarnarskóli var á öndverðum meiði og töldu liðsmenn hans öll börn læra það með tíð og tíma að Barbí ætti sér enga stoð í raun- veruleikanum. Að þeirra mati sýndi það vott um andlegan van- þroska að reyna að líkjast dúkkunni frægu. Tjarnarskóla gekk betur að sannfæra dómendur um málstað sinn og sigraði því að lokum. Jó- hann Alfreð Kfristinsson liðs- maður Tjarnarskóla var jafn- framt valinn ræðumaður kvölds- ins við fögnuð stuðningsmanna liðsins sem héldu glaðir heim á leið með sigur í farteskinu. BJARTMAR Alexandersson liðsmaður Árbæjarskóla hélt því fram að Barbí hefði mikil áhrif á samfélagið. ÁSTA Dan Ingibergsdóttir úr Tjarnarskóla taldi dúkku úr plasti ekki geta haft mikil áhrif. ÞESSI stúlka úr Tjarnarskóla fagnaði sigrinum vel og innilega. Aðfluttir og brottfluttir 1987-97 Fleiri Islendingar fara og fleiri erlendir koma í FYRSTA skipti síðan 1991 fluttu fleiri til landsins á seinasta ári en frá því, eða alls 69 manns. Þó flytjast fleiri íslenskir ríkisborgarar frá landinu en til þess, eða 574 fleiri sem yfirgáfu Island, en fleiri erlendir rík- isborgarar komu hingað en fóru héð- an, eða 643 manneskjur. Á seinasta ári voru fólksflutningar innanlands hins vegar með þeim hætti að fleiri fluttust til höfuðborg- arsvæðisins en frá því og frá öllum öðrum svæðum landsins fluttust fleiri frá þeim en til þeh-ra. í upplýsingum frá Hagstofu ís- lands kemur fram að árið 1997 var lögheimili einstaklinga í þjóðskrá flutt í alls 56.797 skipti. Flutningar voru 30.298 innan sama sveitarfé- lags, 18.588 milli sveitarfélaga, 3.990 til landsins og 3.921 frá landinu. Á seinasta ári urðu einnig talsverð- ar breytingar á aðild fólks að trúfé- lögum og þeirra veigamestar voru úr- sagnir úr þjóðkirkjunni, en 1.056 manns skráðu sig úr henni í fyrra og létu 329 þeirra skrá sig utan trúfé- laga. Fækkun þessi var þó mun um- fangsmeiri árið 1996, þegar 2.344 sögðu sig úr kirkjunni. Á móti brott- skráningum í fyrra bættust 144 ný- skráðir í þjóðkirkjuna, samanborið við 107 nýskráningar 1996. Alls hafa því því 3.149 manns skráð sig úr þjóð- kirkjunni á seinustu tveimur árum. Breytingar á trúfélagaskráningu í þjóðskrá í fyrra voru alls 1.828 tals- ins, sem þýðir að 0,7% landsmanna hafi talið ástæðu til að skipta um trú- félag eða hætta afskiptum af þeim, samanborið við 2.690 árið á undan, eða 1,0% landsmanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.