Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
HILDA Torfadóttir, kennari í Síðuskóla, með nokkrum nemenda sinna
við opnun fyrstu myndlistarsýningar íslenskra barna í verkefninu Kid-
link, en sýningin er á Netinu.
Fyrsta myndlistarsýning íslenskra
barna í verkefninu Kidlink
Síðuskólanemar
sýna á Netinu
Verðkönnun Neytendasamtakanna í 11 verslunum í Eyjafírði
Dýrara að versla í KEA
á Dalvík en Ólafsfirði
FYRSTA myndlistarsýning ís-
lenskra barna í samskiptaverkefn-
inu Kidlink var opnuð í Síðuskóla á
Akureyri í gær, en hún er á Netinu
og er hluti af alþjóðlegri sýningu
þessa verkefnis.
Kidlink er fyrir börn allt til 16
ára aldurs eða loka grunnskóla og
hafa yfir 100 þúsund böm frá 117
löndum tekið þátt í tölvusamskipt-
um í Kidlink frá upphafí þess árið
1990. Síðastliðið vor hófst undir-
búningur þessa verkefnis á ís-
lensku, en það er Lára Stefáns-
dóttir sem stjómar íslenska verk-
efninu og er auk þess aðstoðar-
stjómandi alþjóðaverkefnisins.
Spjallrásir, teikningar
og tónlist
Tvö svæði era fyrir hendi, annars
vegar fyrir foreldra og kennara og
því stjómar Ása Guðjónsdóttir
kennari í Grundarskóla á Akranesi
en hins vegar fyrir böm og stjórn-
ar Hilda Torfadóttir kennari í
Síðuskóla því.
Tölvusamskiptin fara fram á
spjallrásum, við gerð verkefna,
með því að teikna, semja tónlist og
ýmislegt fleira. Tækjabúnaður
verkefnisins er í Háskólanum í
Norður-Dakóda í Bandaríkjunum
og í Háskólanum í Cincinnatti.
Yfirmaður tæknimála er Tryggvi
Rúnar Jónsson í Cincinnatti.
Fram kom við opnun sýningar-
innar í gær að þrjú verkefni bam-
anna í Síðuskóla hafa þegar verið
valin sem Evrópuverkefni og þá
stendur yfír val á myndum sem taka
munu þátt í alþjóðlegri sýningu.
Þeir sem vilja skoða myndir
bamanna geta slegið inn slóðina
http://www.ismennt.is/vefir/kid-
link@texti: en upplýsingar um
þetta alþjóðlega verkefni er einnig
að finna á slóðinni http://www.kid-
link.org@texti: og þar má einnig
tengjast um íslenska svæðið
BILIÐ á milli verslunarinnar KEA
Nettó og Hagkaups mældist um
21% í verðkönnun sem gerð var á
vegum skrifstofu Neytendasam-
takanna á Akureyri í síðustu viku í
samstarfi við verkalýðsfélögin á
svæðinu.
Bilið eykst
Kannað var verð á 61 algengri
matvöru í ellefu verslunum í Eyja-
firði og að þessu sinni fór könnunin
fram í öllum verslunum KEA á
svæðinu samtímis en þær era sam-
tals sjö.
Braggablús
á Dalvík
BRAGGABLÚS er söngdag-
skrá sem flutt verður í Café
Menningu á Dalvík næstkom-
andi föstudagskvöld.
Um er að ræða söngdagskrá
Magnúsar Eiríkssonar „gleði-
bankastjóra" en flytjendur eru
Ellen Kristjánsdóttir, Pálmi
Gunnarsson, Magnús Eiríksson,
Eyþór Gunnarsson og Gunn-
laugur Briem. Hljómsveitin
Mannakom leikur fyrir dansi.
Boðið er upp á borðhald,
sýningu og dansleik á 2.500
krónur, borðhald og sýningu á
2.000 krónur en inn á dansleik-
inn kostar 1.000 krónur. Panta
þarf miða á Café Menningu á
tímabilinu frá kl. 11 til 14 og 18
til 22 fyrir fimmtudagskvöld.
Lék ég mér
þá að stráum
„LEK ég mér þá að stráum" er
yfirskrif ljóðakvölds á Sigur-
hæðum, Húsi skáldsins sem
verður í kvöld, miðvikudags-
kvöldið. Ljóðakvöld hafa verið
haldin þar á hverju miðviku-
dagskvöldi frá síðasta hausti.
Húsið er opið frá kl. 20-22 en
dagskráin hefst kl. 20.40. Gest-
um gefst, auk þess að hlýða á
Ijóðadagskrána, kostur á að
skoða húsið, sem var heimili
Matthíasar Joehumsonar.
Sem fyrr er ódýrast að versla í
KEA Nettó, en í frétt frá skrifstofu
Neytendasamtakanna kemur fram
að athygli vekji að bilið milli þeirr-
ar verslunar og Hagkaups sem
næst kemur er nú orðið rúm 21%
sem er meira en mælst hefur í síð-
ustu könnunum. Þriðja lægsta búð-
in á Akureyri er KEA Hrísalundi
og er ekki marktækur munur á
verði þar og í Hagkaup. Næst þar
á eftir kemur KEA Byggðavegi, þá
Kjörbúðin Kaupangi, Valberg
Ólafsfirði, KEA Sunnuhlíð, KEA
Ólafsfirði, KEA Dalvík, KEA Hrís-
SKÁTAR á Akureyri héldu upp
á afmæli stofnanda skátahreyf-
ingarinnar Baden Powell í
nýbyggðum skála Skátafélags-
ins Klakks, Valhöll sem er í
landi Veigastaða síðasta sunnu-
dag.
Farið var í gönguferð frá
skálanum og upp á Vaðlaheiði,
en einnig var boðið upp á léttari
gönguferð frá fjaldstæðinu á
ey og loks Jónsabúð á Grenivík þar
sem verðið reyndist hæst.
Sérstök athygli er vakin á verð-
mun í verslunum KEA á Ólafsfirði
og Dalvík en það er rúmum 4%
dýrara að versla á Dalvík en í
Ólafsfirði og bent á að í Ólafsfirði
sé KEA í samkeppni við Valberg,
en einungis sé ein matvöraverslun
á Dalvík.
Skrifstofa Neytendasamtakanna
er til húsa á þriðju hæð Alþýðu-
hússins við Skipagötu á Akureyri
og er hún opin alla virka daga frá
kl. 13 til 15.
Húsabrekku að Valhöll. Til stóð
að efna til snjókarlakeppni en
snjórinn reyndist ekki nægilega
blautur til að það gengi eftir, en
aftur á móti tókst snjóþotu-
keppni einkar vel. Að lokinni
vel heppnaðri útidagskrá komu
skátar sér fyrir á svefnloftinu
og sungu skátasöngvana hástöf-
um. Þessar ungu skátastúlkur
tók vel undir.
Morgunblaðið/Kristján
Skátasöngvar sungnir
á afmæli Baden Powell
Ólafur Sveinsson sýnir vatnslitamyndir á Kaffí Karólínu
Upplifun við glugga
Málþing' um
menningarmál
„ÉG ER afskaplega ánægður með
viðtökurnar, viðbrögðin hafa verið
mjög góð,“ segir Ólafur Sveinsson
sem nú sýnir á Kaffi Karólínu í
Grófargili á Akureyri. Á sýningunni
era ellefu vatnslitamyndir og er
þema sýningarinnar gluggar.
Akveðið hefur verið að framlengja
sýninguna um eina viku og lýkur
henni 6. mars næstkomandi.
Ólafur er Reykvíkingur, en flutti
þaðan árið 1986 og bjó í Danmörku
til ársins 1993 er hann kom til
Akureyrar og hóf nám við Myndlist-
arskólann á Akureyri. Hann lauk
prófi úr málunardeild skólans í
fyrravor og dvaldi að því loknu um
nokkurt skeið við listaskóla í Lathi í
Finnlandi sem gestanemi. Ólafur
hefur sýnt víða um land síðustu
misseri en þetta er fyrsta einkasýn-
ing hans á Akureyri.
Danskur blær
„Ég velti fyrir mér ýmsum hug-
myndum þegar ákveðið var að ég
myndi sýna hér og þetta var ein
þeirra sem ég átti í handraðanum.
Ég hef lengi velt þessu þema,
gluggum, fyrir mér en nú komið því
til skila. Úm ævina hef ég mikið
Morgunblaðið/Kristján
ÓLAFUR Sveinsson sýnir um
þessar mundir á Kaffi Karólínu
og er þemað gluggar.
verið á flakki hingað og þangað um
heiminn og þá iðulega setið við
glugga, í flugvélum, ferjum, á hótel-
um og kaffihúsum og ég átti þó
nokkuð af skissum. Sú elsta er frá
árinu 1978, en þá mynd kalla ég
bemskugluggann. Þegar maður sit-
ur við glugga Qg horfir út upplifir
maður ýmis augnablik sem eru at-
hyglisverð," segir Ólafur um sýn-
inguna.
Það er dálítið danskur blær yfir
sýningunni, enda hefur málarinn oft
setið við glugga þar í landi og þykir
honum það vel viðeigandi að sýna
slíkar myndir í bæ þar sem danska
var töluð í garðveislum í eina tíð.
„Það er kannski þess vegna sem
Akureyringar hafa tekið sýningunni
svona vel, þessi dönsku áhrif.“
Ólafur stendur að því ásamt fé-
laga sínum að efna til stórrar sýn-
ingar bæði á Akureyri og Sauðár-
króki í vor eða fyrripart sumars og
vinnur að undirbúningi hennar. Þá
segist hann hyggja á landvinninga,
hafi verið að þreifa fyrir sér í New
York þar sem hann var á liðnu
hausti. Ymislegt sé í gerjum, sem
betur komi ljós er líða tekur á árið.
„Ég reyni að hafa fjölbreytnina í
fyrirrúmi,“ segir Ólafur „festa mig
ekki við eina fjöl, ég hef haldið
margar sýningar að undanfórnu á
mismunandi stöðum og þá verið að
sýna alls konar myndir," en hann
kvaðst jöfnum höndum vinna vatns-
litamyndir, úr olíu, akrýl, grípa í
tré, vefnað og jafnvel sauma.
MENNINGARMALANEFND Ak-
ureyrarbæjar gengst fyrir málþingi
í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
laugardaginn 21. mars nk. Málþing-
ið ber yfirskriftina „Akureyri,
menningarbær á leið í nýja öld.“
Frammælendur verða Tapio
Hovebro, forstöðumaður menning-
ar- og frístundasviðs Vásterás-
borgar í Svíþjóð, Jón Björnsson,
framkvæmdastjóri menningar-,
uppeldis- og félagsmála í Reykjavík,
og Þorsteinn Gunnarsson, rektor
Háskólans á Akureyri. Fundarstjóri
verður Stefán Jón Hafstein, rit-
stjóri Dags.
Hver mótar
stefnuna?
í fréttatilkynningu félags- og
fræðslusviðs Ákureyrarbæjar segir
að þegar hægri flokkarnir í Vást-
erás komust til valda í borginni hafi
þeir sett sér það markmið að einka-
væða menningarmál eftir föngum
og þá var Tapio Hovebro ráðinn til
að stjórna verkinu. Eftir eitt kjör-
tímabil komust jafnaðarmenn aftur
til valda og þá var blaðinu snúið við
en Tapio Hovebro var áfram yfir-
maður menningarmála á vegum
borgarinnar. Hann þekkir því
stefnumótun í menningarmálum frá
ýmsum sjónarhornum. í framsögu
sinni gengur hann út frá spurning-
unni: „Hver mótar stefnuna í menn-
ingarmálum?"
Jón Bjömsson er Akureyringum
að góðu kunnur en hann var félags-
málastjóri á Akureyri um langt ára-
bil áður en hann flutti til Reykjavík-
ur fyrir tveimur áram. Hann þekkir
stefnumótun menningarmála í báð-
um sveitarfélögumnum og mun í er-
indi sínu leggja áherslu á hlutverk
sveitarfélaga í menningarmálum.
Fulltrúar framboðslista
taka þátt
Þorsteinn Gunnarsson er rektor
HA en skólinn hefur í meira en ára-
tug verið helsta aðdráttaraflið fyrir
háskólamenntað vinnuafl í bænum.
Þorsteinn mun fjalla um menningu
og búsetu á Akureyri.
Á málþinginu munu auk frum-
mælenda fulltrúar framboðslista
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í
vor taka þátt í pallborðsumræðum.
Málþingið er öllum opið.