Morgunblaðið - 25.02.1998, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 15
LANPiÐ
Frumathugun Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum
sorpförgunar byggðasamlagsins Hulu
Stuðlað að góðri
heildarlausn sorpmála
NEMENDUR grunnskólans í Þórshöfn í starfskynningu og að sjálf-
sögðu allir í hlífðarskóm, með hárnet og í sloppum.
Fjölbreytt
skólastarf
Þórshöfn - I grunnskólanum á
Þórshöfn er nýliðin þemavika
þar sem nemendur áttu kost á að
kynnast ýmsu sem alla jafna er
ekki inni í hefðbundnu skóla-
starfí vetrarins. Þessari tilbreyt-
ingu í skólanum var vel tekið og
virtust bæði nemendur og kenn-
arar hafa ánægju af.
Danskennsla var meðal annars
á dagskrá þemavikunnar, auk
þess myndlist, blaðamennska,
föndur af ýmsu tagi og búta-
saumur. Starfskynning er alltaf
vinsæl og var m.a. farið í Hrað-
frystistöð Þórshafnar þar sem
nemendur fengu innsýn í undir-
stöðuatvinnugrein þjóðarinnar.
Skólayfírvöld í plássinu eru
meðvituð um það gildi sem góður
skóli hefur fyrir byggðarlagið og
hafa miklar endurbætur verið
gerðar bæði á húsnæði skólans
og tækjakosti. Nýr leirbrennslu-
ofn var keyptur í skólann og tek-
inn í gagnið í þemavikunni en
það var góð viðbót á listasviðinu.
Þessari listaviku í skólanum
lauk með árshátíð nemenda í fé-
lagsheimilinu og verður ágóða af
hátíðinni varið til kaupa á renni-
bekk fyrir skólann. Nýbreytni er
að nemendum úr unglingadeild-
um á Raufarhöfn og Vopnafirði
er boðið á árshátíðina og dans-
leikinn á eftir.
SKIPULAGSSTOFNUN hefur haf-
ið athugun á frummati á umhverfis-
áhrifum sorpförgunar byggðasam-
lagsins Hulu, en aðild að samlaginu
eiga Austur- og Vestur-Eyjafjalla-
hreppur, Mýrdalshreppur og Skaft-
árhreppur. Byggðasamlagið Hula er
framkvæmdaraðili verksins og verk-
fræðistofan Hönnun hf. vann
skýrslu um mat á umhverfisáhrifum
framkvæmdarinnar.
í fréttatilkynningu frá Skipu-
lagsstofnun segir að meginmark-
miðið með byggðasamlaginu Hulu
sé sameiginleg urðun hreppanna
fjögun-a á flokkuðu heimilissorpi á
Skógasandi en í frummatsskýrsl-
unni eru einnig metin umhverfisá-
hrif sorporkustöðvar á Kirkjubæj-
arklaustri ásamt urðunarstöðum
við Uxafótarlæk og á Stjórnar-
sandi. A urðunarstöðunum við
Uxafótarlæk er áætlað að urða
seyru, landbúnaðarplast og bygg-
ingarúrgang en á Stjórnarsandi er
ætlunin að urða sláturhúsaúrgang,
seyru og byggingarúrgang. Þá seg-
ir að með breytingu á sorpförgun
aðildarsveitarfélaga Hulu sé verið
að stuðla að góðri heildarlausn
sorpmála svæðisins með því að
færa sorpförgunarmálin til betri
vegar og færa að þeim kröfum sem
nú eru gerðar til slíks reksturs.
Heildarúrgangur
700-900 tonn á ári
Gert er ráð fyrir að heildarúr-
gangur sem til fellur á samlags-
svæðinu verði á bilinu 700-900 tonn
á ári. Af því er áætlað að urða um
400 tonn á Skógasandi, brenna um
120-130 tonn í sorporkustöð á
Kirkjubæjarklaustri og urða 40-80
tonn við Uxafótarlæk en afgangur-
inn verður annaðhvort endurnýttur
eða urðaður á Stjórnarsandi.
I frummatsskýrslunni kemur
fram að framkvæmdirnar hafi lítil
áhrif á umhverfið. Ekki sé verið að
hreyfa við ósnortnu landi, því að
einhver umsvif hafi verið áður á öll-
um stöðunum. Þá muni sorpmagn
minnka verulega vegna aukinnar
sorpflokkunar. Ennfremur segir að
helstu mótvægisaðgerðir séu fólgn-
ar í góðri umgengni meðan á fórgun
stendur og eftir að henni er hætt.
Sorporkustöðin verði niðurgrafin að
miklu leyti og fyllt að henni með
jarðvegi og gróðri og að auki verði
ákvæði í starfsleyfum um mengun-
armælingar við urðunarstaði og
sorporkustöð.
Tillögur að deiliskipulagi sorp- .
urðunarstaðanna á Skógasandi, við
Uxafótarlæk og á Stjómarsandi og
tillaga að aðalskipulagsbreytingu
vegna sorporkustöðvar á Kirkju-
bæjarklaustri eru auglýstar á sama
tíma og frummatsskýrslan, sem
liggur frammi frá 20. febrúar til 27.
mars nk. á skrifstofum hreppanna
og í söluskála Esso á Steinum, Þjóð-
arbókhlöðunni og . Skipulagsstofn-
um. Athugasemdir skulu berast
Skipulagsstofnun eigi síðar en 27.
mars nk.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
HLUTI þátttakenda á fundi Ferðamálasamtaka Austurlands í Hótel Svartaskógi,
Ferðafrömuðir eystra ræða
samstarf og soknarfæri
Vaðbrekku, Jökuldal - Ásmundur
Gíslason formaður Ferðamálasam-
taka Austurlands mætti á kynning-
arfund samtakanna í Hótel Svarta-
skógi á dögunum. Fundurinn er lið-
ur í verkefninu „Átak til eflingar
ferðaþjónustu á Austurlandi".
Ferðamálasamtökin standa að verk-
efninu ásamt Atvinnuþróunarfélagi
Austurlands.
Auk Ásmundar mættu á fundinn
Orn Þórðarson frá Atvinnuþróunar-
félaginu og Steinunn Ásmundsdótt-
ir frá Ferðamálafélaginu Forskoti á
Fljótsdalshéraði, ásamt ferðaþjón-
ustuaðilum á norður Héraði.
Tilgangur átaksins er meðal ann-
ars að efla ferðaþjónustuaðila til
betri vitundar um mikilvægi ferða-
þjónustu sem atvinnugreinar,
benda á leiðir til frekari markaðs-
sóknar og landvinninga í greininni,
efla samstarf og samkennd allra
þeirra sem koma nálægt ferðamál-
um á Austurlandi. Leggja áherslu á
mikilvægi heildstæðrar markaðs-
setningar fjórðungsins, einkum á
erlendum mörkuðum. Huga að
framtíðarfyrirkomulagi á félagslegu
skipulagi ferðaþjónustunnar á Aust-
urlandi. Kanna almenn viðhorf hjá
ferðaþjónustuaðilum á hagsmuna-
málum atvinnugreinarinnar. Átakið
er hugsað sem grunnur að varan-
legu starfi og uppbyggingu Ferða-
málasamtakanna og þá um leið efl-
ingu atvinnugreinarinnar, auknum
tekjum og fjölgun starfa.
Ásmundur kynnti einnig tillögur
Ferðamálasamtakanna varðandi
endurskoðun á reglum um stjórn
hreindýraveiða. Samtökin leggja til
að veiðkvóti á hreindýrum verði
ákveðinn með minnst árs fyrirvara,
og veiðileyfi verði öll til sölu í einum
potti frá 1. október til 15. júlí ár
hvert, fyrir veiðtíma er hefst 1.
ágúst. Tillögurnar byggjast á að
ásókn í hreindýraveiðleyfi hefur
aukist til muna bæði hér á landi og
erlendis.
Örn Þórðarson kynnti hvernig
Atvinnuþróunarfélagið kemur að
þróun ferðamála í fjórðungnum.
Einnig sagði Örn lauslega frá hug-
myndum um Frístundagarð á
Fljótsdalshéraði.
„Það geta ekki allir
verið í boltanum
Selfossi - Myndlistarnemendur í
Sólvallaskóla standa um þessar
mundir fyrir myndlistarsýningu
í Kaffí Krús á Selfossi. Sýmngin
er hluti af námi þeirra. Leið-
beinandi unglinganna er Hjör-
dís Bergsdóttir myndlistarkona.
Verkin á sýningunni eru
dúkristur og er þetta annað ár-
ið í röð sem nemendur Sólvalla-
skóla standa fyrir myndlistar-
sýningu sem þessari. En það er
meira á döfínni því að krakk-
arnir í 10. bekk hafa einnig gef-
ið út ljóðabók. Bókin inniheldur
rúmlega hundrað ljóð, öll samin
af nemendum skólans. Bókin
hefur verið kynnt á ljóðakvöldi,
sem krakkarnir héldu í tilefni
útgáfunnar, og eru viðbrögð við
þessu framtaki þeirra mjög
góð.
Um þessar mundir standa
einnig yfir æfingar á árshátíð-
arleikriti skólans, en að þessu
sinni varð leikverkið Grenið eft-
ir Magnús J. Magnússon fyrir
valinu. Leikstjóri er Sigurgeir
Hilmar Friðþjófsson, sem hefur
unnið mikið með nemendum
skólans sfðastliðin ár.
Það má því segja að listalífíð
sé fjölbreytt í Sólvallaskóla á
Selfossi og krökkunum líkar vel
að eiga kost á slíku félagsstarfi.
„Það geta ekki allir verið í bolt-
anum,“ sögðu listamennirnir
upprennandi.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
LISTHNEIGÐIR nemendur Sólvallaskóla eru með mörg járn í eldinum.