Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 16

Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Afkoma Opinna kerfa hf. í fyrra samkvæmt áætlun Hagnaður nam tæpum 38 milljónum króna HAGNAÐUR Opinna kerfa hf. varð tæpar 38 milljónir króna á árinu 1997, en var rúmar 86 milljónir árið á undan. Lækkun hagnaðar má að verulegu leyti rekja til þess að féiagið naut um 62 milljóna króna söluhagn- aðar af hlutabréfum í Tæknivali hf. á árinu 1996, en í fyrra féllu til 10 millj- óna króna óregluleg gjöld. Þegar borin er saman afkoma móðurfélags- ins af reglulegri starfsemi kemur í ljós að hún var ívið betri á sl. ári en árið áður eða 62 milljónir borið sam- an við tæpar 57 milljónir árið 1996. Heildarvelta félagsins var 1.210 milljónir á sl. ári, en var 886 milljónir árið á undan. Veltuaukning milli ára var því um 37% eða heldur meiri en áætlað hafði verið. Hvað varðar af- komu þá hljóðaði áætlunin upp á að hagnaður af reglulegri starfsemi yrði 60 milljónir. I fyrsta sinn í sögu félagsins voru vaxtagjöld hærri en vaxtatekjur eða um 2,5 milljónir, þar sem hluti fjárfestinga var fjármagn- aður með lántökum. Opin kerfí hf. fjárfestu í öðrum fyrirtækjum fyrir vel á þriðja hund- rað milljónir kr. á árinu 1997. Því voru gerð samstæðu-reikningsskil í fyrsta sinn, þar sem velta Skýrr hf. var tekin inn í rekstartölur Opinna kerfa. Þar sést að heildarvelta sam- stæðunnar var 2,1 milljarður. Skýrr hf. skilaði jákvæðri afkomu á síðasta ári, en Opin kerfí eiga ekki tilkall til hagnaðarins fyrstu 5 mánuði ársins þar sem það var ekki eigandi að fé- laginu á því tímabili. Nam hlutdeild dótturfélaga í afkomu Opinna kerfa einungis 2-3 milljónum. Það er hins vegar álit stjórnar Op- inna kerfa hf. að matsverð eignar- hluta í öðrum félögum sé verulega undir raunverulegu markaðsverð- mæti og það muni koma betur í ljós á næstu árum, að því er segir í tilkynn- ingu félagsins til Verðbréfaþings. Áætlanir Opinna kerfa hf. fyrir ár- ið 1998 gera ráð fyrir 1.500 milljóna veltu og hagnaði eftir skatta að upp- hæð 70 milljónir. Gert er ráð fyrir að velta samstæðunnar verði um 2.600 milljómr. „Eg tel að fyrirtækið hafi eflst mik- ið á árinu. Við teljum að það búi mikið í þeim fyrirtækjum sem við keyptum hlut í á árinu og það muni skila sér vel á þessu ári,“ sagði Frosti Bergs- son, framkvæmdastjóri Opinna kerfa. Hvað varðar reksturinn sjálfan bendir Frosti á að markaðurinn hafi vaxið um 15-20% í heild á síðasta ári, en vöxtur fyrirtækisins sé 37%. Sala hafi verið að aukast mikið á einka- tölvum, netþjónum, víðnetsbúnaði og almennt á þjónustu. „Við erum t.d. að bjóða rekstrarþjónustusamninga, þar sem við tökum að okkur að hluta rekstur tölvudeilda hjá fyifrtækjum og stofnunum. Það hafa þegar verið gerðir á þriðja tug slíkra samninga, en meðal þeirra eru samningar við Tryggingastofnun, ríkisskattstjóra og Samskip," sagði hann. Aðalfundur félagsins verður hald- inn á Hótel Sögu fóstudaginn 6. mai's kl. 15. Opin kerfi hf. Úr reikningum ársins 1996 Móöurfélag Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 1997 1996 Rekstrartekjur 2.112,0 1.209,7 886,7 Rekstrargjöld 1.980,7 1.145,1 831,7 Rekstrarhagnaður (tap) f. fjármagnsliði 131,3 64,6 55,0 Fjármunatekjur (gjöld) (23,6) (2,5) 1,6 Hagnaður (tap) af reglul. starfsemi 107,7 62,0 56,6 Óreglulegar tekjur (gjöld) (27,0) (10,2) 62,5 Hagnaður fyrir tekju- og eignarskatt 80,7 51,8 119,1 Hagnaður (tap) ársins 37,8 37,8 86,2 Efnahaqsreikningur 31. des.: 1997 1997 1996 I Eianir: I Milljónir króna Fastaf jármunir 497,1 279,4 43,4 Veltufjármunir 619,3 379,9 262,3 Eignir samtals 1.186,4 659,2 305,7 ! Skuidir oa eiaið té: I Milljónir króna Langtímaskuldir 432,8 131,3 0 Skammtímaskuldir 420,9 287,7 138,2 Eigið fé 240,3 240,3 167,5 Skuldir og eigið fé samtals 1.186,4 659,2 305,7 Kennitölur 1997 1997 1996 Arðsemi eigin fjár (af reglul. starfs.) 24,8% 47,3% Eiginfjárhlutfall 36,0% 55,0% Veltuf járhlutfall 1,32 1,9 I I I I Samruni lyfjarisanna fór út um þúfur Ör vöxtur hjá SP-Fjármögnun hf. Hagnaður jókst um 133% SP-Fjármögnun hf. skilaði 46 millj- óna króna hagnaði eftir skatta á sl. ári. Það er umtalsverð aukning frá fyrra ári en þá var hagnaður tæpar 20 milljónir. Þetta kom fram á aðal- fundi félagsins sem haldinn var fóstudaginn 20. febrúar. Mikil gróska var í rekstri fé- lagsins á síðasta ári. Ný viðskipti jukust um 1 milljarð frá 1996 og námu 2,7 milljörðum króna. Þar af eru 1,2 milljarðar vegna kaup- og fjármögnunarleigusamninga en 1,5 milljarðar vegna bílalána. Raunarðsemi eigin fjár var tæpt 21%. Nýjar lántökur á árinu námu 1,8 milljörðum króna. Annars vegar voru tekin lán hjá Sparisjóðabank- anum en hins vegar með sölu skuldabréfa fyrir milligöngu Kaup- þings. Einnig voru gefin út víkj- andi skuldabréf til að viðhalda nauðsynlegu eiginfjárhlutfalli, en eiginfjárhlutfall reiknað skv. ákvæðum 10.gr laga um lánastofn- anir aðrar en banka og sparisjóði er 11,2%. Útlán SP-Fjármögnunar hf. hafa verið mun meiri undanfarið en áætlanir gerðu ráð fyrir. Því var samþykkt á aðalfundi félagsins að auka hlutafé um 200 milljónir króna. Starfsemi SP-Fjármögnunar hf. skiptist í meginatriðum í tvennt. Annars vegar er um að ræða fjár- mögnun véla, tækja og búnaðar með kaup- og fjármögnunarleigu. Hins vegar veitir fyrirtækið ein- staklingum, og að einhverju marki fyrirtækjum, lán til kaupa á nýjum og notuðum ökutækjum. Lán til kaupa á nýjum bílum era veitt til allt að 7 ára, en til styttri tíma á notuðum bílum. Hjá SP-Fjármögnun starfa nú 8 manns, en voru 6 í lok síðasta árs. Framkvæmdastjóri félagsins er Kjartan Georg Gunnarsson, og stjómarformaður Þorgeir Baldurs- son. London. Reuters. VIÐRÆÐUR um samruna stærstu lyfjafyrirtækja heims hafa farið út um þúfur vegna ásakana ensk- bandaríska fyrirtækisins SmithKline Beecham Plc í garð fyrirhugaðs sam- starfsaðila, Glaxo Wellcome Plc í Bretlandi, um trúnaðarbrest. Viðræðuslitin munu vekja spurn- ingar um heildarstefnu beggja fyrir- tækja. SmithKline Beecham hafði slitið viðræðum við American Home Products Corp. um annan risasam- runa til að taka upp viðræður við Glaxo fyrir aðeins þremur vikum. Viðræðuslitin í fyrrakvöld komu í kjölfar björgunaraðgerða ráða- manna beggja fyrirtækja um helgina eftir að viðræðurnar sigldu í strand á föstudag. SmithKline bar Glaxo Wellcome á brýn að heyly'ast á samkomulagi, sem talið hefði verið að hefði tekizt þegar hætt var við samruna Smith- Kline og Amerícan Home Products Corp. (AHP) 10. janúar. Eitt helzta ágreiningsefnið var skipun manna í stjórn hins samein- aða fyrirtækis. Gert var ráð fyrir að Glaxo fengi þrjár valdamiklar stöð- ur, en SmithKline tvær, þar sem eignahlutur fyrrnefnda aðilans hefði orðið um 59,5% en hins 40,5%. SmithKline sagði í yfirlýsingu að Glaxo hafi ekki viljað hlíta gerðum samningum í viðræðunum og fram- koma Glaxo hefði valdið álagi. Upp hefði komið óyfirstíganlegur ágrein- ingur, sem hefði grafið undan ör- uggri stjórn sameinaðs fyrirtækis og dregið úr hæfni hennar til að bæta hag hluthafanna eins og stefnt hefði verið að með samruna. Glaxo kveðst ekki leita að öðrum samstarfsaðila. Fyrirtækið einbeiti sér að því að standa við loforð frá því í fyrra um aukinn söluhagnað á næstu árum. SmithKline leitaði í 18 mánuði að samstarfsaðila áður en viðræður voru teknar upp við AHP. Síðan fékk stjórnarformaður Glaxos, Sir Richai’d Sykes, SmithKline til við- ræðna. Hlutabréf í fyrirtækjunum snar- hækkuðu í verði eftir að skýrt var frá viðræðum þeirra 30. janúar. Bréf í SmithKline Beecham komust hæst í 8,50 pund 2. febrúar, en lokaverð þeiira á mánudag var 8,07 pund, ) 18% hærra en 16. janúar áður en j fréttist um viðræðurnar við AHP. Lokaverð bréfa í Glaxo var 19,04 | pund á mánudag, um 16% lægra en lokaverð 30. janúar þegar sagt var frá SmithKline-viðræðunum. Viðræðuslitin kunna að beina at- hyglinni að afkomu Glaxo 1997 þegar hagnaður fyrir skatta minnkaði um 9%, sem var verri útkoma en sér- fræðingar höfðu búizt við. Samruninn hefði orðið sá mesti í j fyrirtækjasölunni og hefði markaðs- verðgildi nýs fyrirtækis orðið um 125 milljarðar punda. Fyrirtækið hefði orðið hið næst- stærsta í heiminum á eftir General Electric Co. í Bandaríkjunum. Mark- aðshlutdeild sameinaðs fyrirtækis hefði orðið 8%, en hlutur aðalkeppi- nautanna, Merck & Co. í Bandaríkj- unum og Novartis AG í Sviss um 4,5 hvort fyrirtæki. Nýtt fyrirtæki hefði varið 3 millj- örðum dolara til rannsókna og þró- unar á ári. Ýmsir drógu þó í efa að l samruni fyrirtækjanna væri rökrétt- j ur. Rætt um greiðslukortaviðskipti á morgunverðarfundi Samtaka verslunarinnar KOSTNAÐUR verslana við að taka á móti greiðslukortum er svipaður og hagnaður í mörgum greinum verslunar og framleiðniaukning undanfarinna ára í verslun hefur farið í að standa undir rándýrri greiðslumiðlun. Kaupmenn verða að snúa vörn í sókn og stuðla að eðli- legum viðskiptaháttum í kortavið- skiptum. Þetta kom fram í máli Hauks Þórs Haukssonar, varafor- manns Samtaka verslunarinnar, á morgunverðarfundi samtakanna um greiðslukortamál í gær. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, sagði það vel hugsanlegt að hann færi að taka við greiðslukortum ef áfrýjun- arnefnd samkeppnismála staðfesti þann úrskurð samkeppnisráðs að verslunum væri heimilt að taka aukagjald af viðskiptavinum sem greiða með kortum. Á fundinum fjallaði Baldvin Haf- steinsson, lögfræðingur Samtaka verslunarinnar, um nýfallinn úr- skurð samkeppnisráðs vegna greiðslukorta. Haukur Þór Hauks- son, varaformaður samtakanna, fjallaði um stefnu samtakanna í greiðslukortamálum. „Stefna okkar samtaka er sú að réttmætt sé að sá sem noti kortið, greiði þann kostnað Framleiðniaukningin fór í rándýra greiðslumiðlun sem af því leiðir og greiðsluviðtak- endur beri engan kostnað af því að taka á móti korti. Þannig geti kort- hafi metið þann kostnað sem hann verður fyrir og þvi valið á milli hinna mismunandi greiðsluforma og greiðsluhátta." Haukur Þór sagði að kaupmenn væru látnir greiða mjög mismun- andi þjónustugjöld til greiðslukorta- fyrirtækjanna eftir stærð fyrir- tækja og jafnvel atvinnugreinum, þótt einungis væri um rafræna yfir- færslu að ræða og ekki yrði annað séð en þjónustan væri alltaf hin sama. „Kostnaðurinn við móttöku korta er á bilinu 0,9% upp í 2,5% sem greiðsluviðtakendur greiða kortafyrirtækjunum beint, og er þá ótalinn kostnaður vegna greiðslu- frests, símar posarúllu, yfirlita o.fl. Þess má geta að þessar prósentur eru álíka og hagnaður í mörgum greinum verslunar en mjög algengt er að hagnaður í vel reknum fyrir- tækjum sé 1-3% af veltu.“ Að sögn Hauks hafa forráðamenn kortafyrirtækjanna borið því við að verslunin hafi nú þegar sett kostn- aðinn við kortin út í verðlagið en hann sagð- ist hafa aðra sögu að segja. „Sé tekið mið af þeim hagnaðartölum sem verslunin sldlar og stóraukinni framleiðni í verslun á Islandi sem staðfest var í skýrslu hagfræðistofnunar Há- skólans, þá stórefa ég að verslunin hafi sett þenn- an kostnað út í verðlagið heldur hafi framleiðni- aukningin farið í að standa undir rándýrri greiðslumiðlun. Niðurstaða mín er sú að á íslenska kortamarkaðnum ríki fákeppni, ekki einokun heldur nokkurs konar tvíok- un. Þjónusta kortafyrii-tækjanna er dýr og aðaluppspretta tekna eru gjöld á greiðslumóttakendur." Hugsanlegt að Bónus taki við kortum Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, sagði að Bónus hefði aldrei tekið við kortum og reynslan af því i væri frábær. „Þegar við opnuðum , Bónus árið 1989, án þess að taka á móti kortum, kom einn af eigendum Kreditkorta hf. til mín og sagði að við kæmum skríðandi til hans eftir tvo mánuði, biðjandi um samning. Það hefur ekki gerst enn. Þessi stefna hefði orðið Bónus og við- skiptavinum til góðs en einnig heildsölum og framleiðendum því nú fá þeir greitt mun fyrr fyrir vör- ur sínar en áður tíðkaðist. Við i reiknuðum það út á sínum tíma að j við þyrftum að hafa vöruverð um 7-8% hærra ef við tækjum við greiðslukortum og það kærðum við okkur ekki um.“ Jóhannes sagði aðspurður að það væri vel hugsanlegt að Bónus myndi taka við greiðslukortum ef áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti þann úrskurð samkeppn- isráðs að verslunum væri heimilt að taka aukagjald af viðskiptavin- um sem greiða með rafrænum | hætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.