Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 17
Skýstrokkarnir tólf sem fóru yfír Flórída mannskæðasta óveður í sögu ríkisins
Flestir farn-
ir að sofa
þegar
aðvörun
var gefín
SKÝSTROKKARNIR sem plægðu
120 kílómetra langa eyðileggingar-
slóð á belti sem liggur frá Tampa
Bay til Daytona Beach eru þeir
mannskæðustu sem sögur fara af á
Flórída. Að minnsta kosti 38
manns biðu bana en a.m.k. 11 var
enn saknað í gærmorgun. Mörg
hundruð íbúðar- og atvinnuhúsa
eyðilögðust. Sólarhring eftir veðrið
voru 66.000 heimili enn án raf-
magns. Veðurfræðingar vissu
nokkrum dögum áður að varasamt
stormaveður væri í vændum en
gáfu ekki út aðvörun um ský-
strokka fyrr en hálftíma áður en
þeir dundu yfír. Hið fullkomna rat-
sjárviðvörunarkerfi sem spáir fyrir
um fárviðri af þessu tagi brást við
á „röngum“ tíma; fæstir heyrðu að-
vörunina þar sem þeir voru lagstir
til svefns.
Þyrlur búnar innrauðum leitar-
tækjum sveimuðu yfir svæðum
sem verst urðu úti og leituðu að
fólki sem enn er saknað. Björgun-
armenn á jörðu niðri brúkuðu blóð-
hunda í sama skyni. Þannig er um-
horfs á eyðileggingarslóðinni, að
sérfræðingar töldu að jaftivel tæki
einhverja daga að kemba húsa-
brakið sem á mörgum stöðum er í
margra mannhæða háum hrauk-
um. A þeim stöðum þar sem
ástandið var hvað verst var sett út-
göngubann frá sólarlagi þar til sól
kæmi upp á ný.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
mun ferðast um slysasvæðin í dag
og hefur hann heitið opinberri fyr-
irgreiðslu vegna tjóns sem varð í
Brevard-, Orange-, Osceola-, Sem-
inole- og Volusia-sýslum. Hann
framlengdi neyðarástandsákvæði
sem ríkisstjóm hans gaf út eftir
mikla eyðileggingu í þessum sýsl-
um í fárviðri á jóladag. Mesta mildi
þykir, að strokkamh- skyllu ekki á
Orlando eða á Disneygarðinum en
sumir þeirra stungu sér niður rétt
við borgina en æddu framhjá rétt
vestur af henni.
Sogaði barn úr
fangi föður síns
Skýstrokkarnir skutust til jarðar
úr þmmuskýjum á tveggja stunda
tímabili frá klukkan 11 á sunnu-
dagskvöld að staðartíma. Veður-
fræðingar segja að milli sex og tíu
skýstrokkar hafi rásað um tiltölu-
lega afmarkað svæði sem út af fyr-
ir sig sé óþekkt fyrirbrigði á
Flórída en um leið athyglisvert frá
veðurfarslegu sjónarmiði séð. Til
marks um sogkraft þeirra svipti
einn strokkurinn eins og hálfs árs
gömlu bami úr örmum fóður síns í
hjólhýsagarði við borgina
Kissimmee, sem er 25 km suður af
Orlando. Lík drengsins fannst síð-
degis á mánudag eða 17 stundum
seinna.
Á eyðileggingarslóð skýstrokk-
anna býr mikið af fólki sem flutt
hefur til Flórída frá Miðvestur- og
Norðausturríkjunum til að njóta
JONATHAN Waldick, sem ský-
strokkur skildi efti uppi í tré.
ellinnar við meiri veðursæld. Josie
og Ned Wolfe em í þeim hópi en
þau stóðu í rústum húsa sinna í
gær og leituðu lyfja og persónu-
legra muna. Hún fann peninga-
buddu sem í vom fjórir dollarar
sem hún vann í bingóhöll fyrr um
kvöldið sem óveðrið skall á. „Hér
er ekkert eftir, allt ónýtt,“ sagði
frúin, sem flutti ásamt manni sín-
um til Flórída árið 1983 frá Dayton
í Ohio-ríki. „Þetta var allt sem við
áttum, sem við eignuðumst með því
að vinna hörðum höndum. Eg vildi
að við hefðum bara dáið. Eg er 73
ára og á þeim aldri byijar enginn
upp á nýtt,“ bætti hún við.
Lagðist til svefns
í björgunarvesti
Freddie Padgett hefur verið
veiðivörður við Rod og Siivi’s
vatnasvæðið í 18 ár. Samt er hann
enn það vatnshræddur, að í hvert
sinn sem slæmu veðri er spáð
klæðist hann björgunarvesti áður
en hann fer að sofa. Það gerði hann
einnig á sunnudagskvöld og á hann
þessari þráhyggju líf sitt að þakka
því einn strokkurinn malaði hýbýli
hans mélinu smærra og fleygði
honum langt út á vatn. Þar hékk
hann með brotin rifbein og fleiri
áverka á bátsbraki þar til honum
var bjargað um borð í þyrlu
nokkrum klukkustundum seinna.
Strokkurinn
sá að sér
Ætla mætti að einn skýstrokkur-
inn hafi verið mannlegur og séð að
sér eftir að hafa verið búinn að
leggja enn eitt húsið við
Kissimmee í rúst og soga 18 mán-
aða pilt, Jonathan Waldick, burtu.
Shirley Driver, langamma hans,
svaf í rúmi sínu og við hlið hennar
lá fjögurra ára systir Jonathans, en
hún gætti bamanna þar sem for-
eldramir voru að heiman. Jonath-
an svaf í herbergi við hliðina.
Driver hrökk upp er óveðrið
skall á húsinu og fann strax
telpuna en hvar var Jonathan?
Reuters
MITT f allri eyðileggingunni leikur Dominique Coleman sér áhyggjulaus við rústir heimilis síns skammt frá
Kissimmee á Fiórída, daginn eftir að skýstrokkar ollu gffurlegri eyðileggingu og dauða a.m.k. 38 manna.
SKYSTROKKAR VALDA TJONII FLORIDA
ÞRJÁTÍU manns a.m.k. biðu bana í gær og hundruð húsa eyðilögðust
er skýstrokkar stungu sér niður á miðhluta Flórída.
Suðausturjaðar stormkerfis sem talið er tengt El Nino straumnum náði yfir
Miðvestur- og Suðurríki Bandaríkjanna. Gat það af sér fjölda skýstrokka
sem rásuðu yfir Flórídaskaga.
ATLANTSHAF
‘S
2
Hvirfill
Loft streymir upp
í spíral og sogar
meðsér þunga
hluti á trorð
við bíla
Daytona Us
Beach ® Ý-
Winter
Garden ?v
—M® \4r<
Tampa 0riando\:
.-S® garóur- A \
V inn
FLÓ
/
Canaveral■
höfði
A 1
ORIDA v
1
Okeechobeevatn
Skýstrokkur
Skýstrokkar
skjótast niður úr þwmu-
skýjum sem hvítar trektir
sem fljótt verða gráar af ryki.
Flestir deyja út innan 15 mínútna.
Strokkamir geta verið 10 til 400 metra
breiðir og vindhraðinn meira en 400 km.
f
I
50km
v Miami ®'
V k
Henni þótti líklegast að svarið væri
að finna undir miklum spýtnahaug
sem húsið var orðið að. Hvarf pilts-
ins sem strokkurinn hrifsaði með
sér spurðist fljótt út til næstu húsa
og nágrannar og björgunarmenn
streymdu að. Eftir að hafa grafið í
rústunum í 40 mínútur kom í Ijós
að ekkert var eftir af herbergi Jon-
athans. En um það leyti tók einn
björgunarmanna eftir einhverju
óvenjulegu uppi í nærliggjandi eik-
artré er hann beindi ljósi sínu
þangað. „Mér sýnist ég sjá fót-
legg,“ sagði hann og rauk að trénu
ásamt nokkrum öðrum. Lá piltur
þar hreyfingarlaus á dýnu sinni og
með opin augu. „Hann er dáinn,“
sagði lögreglumaður. En nánast
um leið dinglaði sá stutti fætinum
sem stóð út af dýnunni. Einhver
hrópaði nafn hans nokkrum sinn-
um og Jonathan svaraði með kjökri
við mikinn fögnuð viðstaddra. Einn
þeirra klöngraðist yfir spýtnabrak
upp í tréð og bjargaði honum. Ský-
strokkurinn hafði stýft laufkórón-
una að mestu af trénu og var dýn-
an kyrfilega skorðuð milli þéttrið-
inna greina sem eftir stóðu, rétt
eins og henni hefði verið vandlega
komið þar fyrir af mannavöldum.
Pólland og stækkun ESB
Bændur
Vilja skamman
aðlögunarfrest
Varsjá. Reuters.
PÓLSKA ríkisstjórnin vill tak-
marka aðlögunartímann sem viss-
um sviðum pólsks athafnalífs verð-
ur ætlað til að uppfylla til fullnustu
viðmið og skilyrði Evrópusam-
bandsins, eftir að Pólland hefur
samið um aðild að því.
Ryszard Czarnecki, ráðherra
Evrópusamrunamála, tjáði frétta-
mönnum í Varsjá að þetta væri
stefnubreyting frá því þegar
vinstristjóm var við völd í landinu,
en stjómarskipti urðu eftir kosn-
ingar í haust sem leið. Þáverandi
Evrópumálaráðherra hafði farið
fram á mjög langa aðlögunarfresti.
Pólverjar hefja samningavið-
ræður um aðild að ESB 31. marz
næstkomandi og gera sér vonir um
að ganga til liðs við sambandið
fljótlega eftir aldamót.
Ljóst er að PóIIand þarf á tíma
og aðstoð að halda til að laga ýmsa
þætti athafnalífs að þeim viðmið-
um sem gilda í ESB, einkum og
sér í lagi í landbúnaði, þungaiðn-
aði, jarðefnavinnslu og umhverfis-
vemd.
uggandi
BÆNDUR í núverandi aðildarlönd-
um Evrópusambandsins, ESB, eru
uggandi um sinn hag ef tillögur
framkvæmdastjómar ESB um nið-
urskurð í styrkjakerfi landbúnaðar-
ins í sambandinu ná fram að ganga.
Franskir bændur mótmæltu tillög-
unum við höfuðstöðvar ESB í Bruss-
el á mánudag og samkvæmt frétt
Svenska Dagbladet í gær gætu
sænskir bændur misst allt að fimm
milljörðum ísl. kr. við breytingamar.
Nauðsynlegt þykir að hrinda
þessum breytingum í framkvæmd
áður en væntanleg ný aðildarlönd
ESB í Mið- og Austur-Evrópu
verða tekin inn í sambandið, en bú-
izt er við að þau fyrstu fái aðild
fljótlega uppúr aldamótum. Land-
búnaður er mikill í þessum löndum
og því myndi það ríða núverandi
landbúnaðarkerfi ESB að fullu ef
engar breytingar yrðu gerðar á því
áður en aðildarríkjum fjölgar.