Morgunblaðið - 25.02.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 25.02.1998, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLADIÐ Sprenging í Róm AÐ minnsta kosti sex slösuðust, þar af tveir alvarlega, í spreng- ingu sem varð í miðborg Rómar í gær. Eitt hús hrundi að hluta og önnur skemmdust. Einnig urðu skemmdir á bilum. Björg- unarmenn töldu líklegt að sprengingin hafí orðið út frá gaseldavél. 42 felldir í Alsír ALSÍRSKIR stjórnarhermenn hafa fellt 42 múslímska upp- reisnarmenn í Tlemcen-hérað að undanfömu, að því er alsírsk dagblöð greindu frá í gær. Skæruliðar myrtu fímm óbreytta borgara skammt suður af Algeirsborg, og í síðustu viku felldu þeir 47 hermenn í fyrir- sát. Stjómvöld segja uppreisn- armenn bera ábyrgð á sprengju er grandaði a.m.k. 21 í farþega- lest á mánudag. Kínverjar vilja viðræður KÍNVERSK stjórnvöld gáfu í skyn í gær að þau væru reiðu- búin til að samþykkja skilyrði Tævansstjórnar fyrir óopinber- um viðræðum, er legið hafa niðri í um tvö og hálft ár. Kín- verjar sögðu að óopinber full- trúi Tævana væri velkominn til Peking til viðræðna, en tóku fram að þeir vildu að opinberar viðræður kæmust á. Yfirmaður Mossad hættir YFIRMAÐUR Mossad, leyni- þjónustu Israels, sagði af sér í gær í kjölfar rannsóknar á mis- heppnuðu tilræði við leiðtoga Hamas-samtakanna í Jórdaníu. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, samþykkti af- sögn yfirmannsins, Dannys Yatoms. Yatom sagði uppsagn- arbréfi sínu að hann væri ósam- mála þeirri niðurstöðu rann- sóknarinnar að Mossad bæri ábyrgð á því hvernig fór. Embættismað- ur á braut RÚSSAR tilkynntu í gær, að fyrsta embættismanninum yrði skotið á braut um jörðu í ágúst næstkomandi. Heitir hann Júrí Batúrín og var áður ráðgjafi Borís Jeltsíns forseta. Missti hann það starf 12. þessa mánað- ar en er ennþá í þjónustu ríkis- ins. Hefur hann lokið þjálfun sem geimfari í Stjörnuborg skammt frá Moskvu. Er ferð- inni heitið upp í Mír-geimstöð- ina þar sem Batúrín verður við ýmsar rannsóknir í vikutíma. Arafat hafnar við- ræðuboði Netanyahus Jerúsalem, Brussel. Reuters. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, hefur endumýjað tilboð sitt um fund með Yasser Ai-a- fat, forseta heimastjórnar Palestínu- manna, fyrir milligöngu Bandaríkja- manna til þess að ræða grundvallar- atriði í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Arafat hafnaði boð- inu í gær og sagði að Israelar yrðu að standa við skuldbindingar um skil á landi á Vesturbakkanum. Netanyahu sagði í sjónvarpsvið- tali í fyrrakvöld að hann leggði til að oddvitarnir „lokuðu sig af einhver- staðar" og athuguðu vandlega hvar hægt yrði að ná málamiðlun milli krafna Palestínumanna og „grund- vallarþarfa ísraels". Arafat sagði að mestu skipti að gerðir samningar væra efndir og ef það yrði gert myndi hann gjarnan viija eiga fund með Netanyahu og halda friðarum- leitunum áfram. Arafat sagði við fréttamenn að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Netanyahu legði fram tilboð sem þetta. „Hann gerir þetta til að vekja á sér athygli," sagði Arafat. Ekkert kemur í stað beinna viðræðna Netanyahu nefndi að til greina kæmi að viðræður færu fram í Camp David í Maryland, þar sem er bústaður Bandaríkjaforseta. Þar fóru fram viðræður háttsettra emb- ættismanna ísraela og Egypta er leiddu til tímamótasamkomulags þeirra 1979. Það var fyrsti friðar- samningur sem Israelar gerðu við arabaríki. Netanyahu sagði að ekkert gæti komið í staðinn fyrir beinar viðræð- ur Israela og Palestínumanna þar sem þeir gætu sett fram kröfur sín- ar og rætt það sem í milli bæri. Palestínskir embættismenn kváð- ust á mánudag vona að_ þar sem deilu Bandaríkjanna við íraka virt- ist lokið gæti umheimurinn - og þá einkum helsti sáttasemjarinn, Bandaríkin - nú beint athyglinni að friðarumleitunum í Mið-Austurlönd- um. Umleitanir hafa legið niðri í tæpt ár, eða frá því ísraelar hófu bygg- ingaframkvæmdir í landnámi gyð- inga í Austur-Jerúsalem, en Palest- ínumenn vilja að sá hluti borgarinn- ar verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra. ísraelar segja hins vegar, að Jerúsalem heil og óskipt sé eilíf höf- uðborg Israelsríkis. Imelda vill aftur í forsetahöllina ÞING- og forsetakosningar verða á Filippseyjum 11. maí næstkom- andi og hefur 81 Lýst yfir áhuga á að verða næsti þjóðhöfðingi lands- ins. Verða frambjóðendur að fá samþykki sérstakrar nefndar, sem kom saman í gær til að reyna að skilja hafrana frá sauðunum. Hef- ur hún þegar lagf, blessun sína yfir sjö „alvöruframbjóðendur" en hafnað ýmsum „ugluspeglum", sem hún kallar svo. Meðal þeirra er „frelsaður vísindamaður", sem fór að hágráta þegar honum var vísað á bug; maður, sem vill stýra landinu eftir stjörnukorti; annar, sem lofaði að afnema alla skatta, og einn, sem er nýstiginn ofan af himni. Mætti hann í gær á fund nefndarinnar í ,jesúklæðum“, í hjarðsveinabúningi með stóran staf í hendi. Síðan er það sjálf Imelda Marcos, fyrrverandi for- setafrú, sem enn er frjáls ferða sinna þótt hún hafi nýlega verið dæmd í 12 ára fangelsi fyrir spill- ingu. Geisaði hún mjög yfir ráð- herrunum í gær og kallaði þjófa en ekki er enn ljóst hvort hún fær að bjóða sig fram. títi fyrir beið nokkur hópur stuðningsmanna hennar með spjöld á lofti. Botha kveðst ekki hafa framið lögbrot George. Reuters. PIETER Willem Botha, fyrrver- andi forseti Suður-Afríku, kom fyr- ir rétt í fyrradag og kvaðst ekki hafa gerst sekur um lögbrot með því að neita að bera vitni fyrir sann- leiks- og sáttanefndinni, sem rann- sakar mannréttindabrot sem fram- in voru á tímum aðskilnaðarstefn- unnar. Botha var ákærður fyrir að hafa brotið lög um sannleiksnefndina með því að virða vitnastefnur henn- ar að vettugi af ásettu ráði og til vara að hafa hindrað rannsókn nefndarinnar. Verði hann fundinn sekur um lögbrot verður hann sennilega dæmdur til að greiða sekt og afplána tvö ár í fangelsi. Lappe Laubscher, lögfræðingur Botha, las sex síðna málsvamar- skjal þar sem hann hélt því fram að Desmond Tutu erkibiskup, formað- ur nefndarinnar, hefði rofið sam- komulag við Botha með því að stefna honum fyrir nefndina. Lög- fræðingurinn sagði að Botha hefði samþykkt að svara spurningum nefndarinnar skriflega gegn því að hún kallaði hann ekki fyrir. Botha var við völd í S-Afríku í 10 ár og lét af forsetaembættinu 1989 þegar F.W. de Klerk tók við. Reuters Georgía Ræða við andstæð- inga forsetans Moskvu, Dzliikhashskari. Reuters. SENDIHERRA Georgíu í Rúss- landi ræddi í gær við fulltrúa and- stæðinga forseta Georgíu um lausn þriggja gísla sem tólf vopnaðir upp- reisnarmenn halda í Georgíu. Mennirnir þrír eru friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ræningjamir kröfðust m.a. við- ræðna milli stjómarinnar og stjórn- arandstöðunnar. Reuters hafði eftir stjórnarand- stöðufulltrúanum í gær að hann væri ekki með nokkrum hætti tengdur mannræningjunum, en vildi gjarnan leggja sitt að mörkum ef það mætti verða til þess að bjarga mannslífum. Edúard Shevardnadze, forseti Georgíu, kvaðst vilja binda enda á gíslatökuna með friðsamlegum hætti og sagði að stjórn sín væri til- búin að verða við kröfu mannræn- ingjanna um að hefja samningavið- ræður við stuðningsmenn Zviads Gamsakúrdía, fyrrverandi forseta Georgíu. „En þeir ættu að vita að það eru takmörk fyrir þolinmæði okkar,“ bætti forsetinn við. Einum sleppt Uppreisnarmennirnir slepptu einum gíslanna, Uruguaymanninum Julio Navas, á sunnudag. Þeir halda enn þremur friðargæsluliðum, Ur- uguaymanni, Tékka og Svía, og ge- orgískri fjölskyldu á bóndabýli sem þeir lögðu undir sig í vikunni sem leið í Dzhikhashskari, um 300 km norðvestan við höfuðborgina, Tbil- isi. Gocha Esebua, foringi mannræn- ingjanna, sagði við fréttamenn í gær að gíslunum yrði sleppt um leið og viðræður stjórnarinnar og stuðn- ingsmanna Gamsakúrdía hæfust. Gamsakúrdía var fyrsti forseti Ge- orgíu og honum var steypt af stóli í blóðugu valdaráni árið 1992. Hann lést við dularfullar kringumstæður ári síðar þótt áköfustu fylgismenn hans telji að hann sé enn á lífi. Austurrískir karlar lögskyld- aðir í uppvaskið London. The Daily Telegraph. AUSTURRÍSKIR karlmenn mega brátt búast við því að verða lögskyldaðir til að inna að minnsta kosti helming heimilis- starfanna af hendi, ef frumvarp til breytinga á skilnaðarlöggjöf landsins verður samþykkt. Hugmyndin er sú að halda austurrískum húsfrúm ánægð- um með því að tryggja að eigin- menn þeirra stingi ekki af ofan í bjórkjallara áður en þeir hafa sinnt sínum hluta af uppvaskinu, eldamennskunni og innanhúss- þrifum. Hin nýja löggjöf, sem þing- nefnd skipuð fulltrúum allra flokka samþykkti á dögunum, er hluti af róttækri endurskoðun á hjónabands- og skilnaðarlög- gjöf, sem hefur verið óbreytt í giundvallaratriðum frá því fyrir stríð, þegar Austurríki var hluti af Þriðja ríki Adolfs Hitlers. Nazistar álitu að konum bæri að vera sáttar við að sjá um börn og heimili og sækja kirkju (Kinder, Kiiche, Kirche). Nú vilja austurrískar nútímakonur umbylta þessari lagalegu arf- leifð. Fyrir tveimur árum hóf aust- urríska kvennamálaráðuneytið áróðursherferð sem miðaði að breytingum á skilnaðarlögun- um. I henni voru rök færð fyrir því að ekki ætti aðeins að skipta heimilisstörfum jafnt milli kynj- anna, heldur ættu aðrar hliðar hjónalífs, svo sem umönnun barna, að skiptast jafnt á bæði, með orlofsgreiðslum tO þeirra sem em í vinnu eða eru bundnir af öðram skuldbindingum. Margir undrandi en sammála um þörf fyrir breytingar Margir era undrandi yfir til- burðum löggjafans til að reyna að stýra einkalífi fólks með þess- um hætti, en jafnframt eru margir sammála um að ekki veitti af að endurskoða lögin sem í gildi eru. Samkvæmt þeim má karlmaður fara fram á skiln- að við eiginkonu sína ef hún neitar að elda fyrir hann. Ný- lega fékk Austurríkismaður nokkur skilnaði framgengt á þeim forsendum að eiginkona hans neitaði að nota uppáhalds- uppþvottalöginn hans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.