Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 19
ERLENT
Danska kosningabaráttan komin á fullan skrið
Danskt kosningamál
Trúverðugleiki lykilorðið
Þykja minna meira á forsetakosningar í bandarískum stíl en danskar þingkosningar
Leikföng
handa
Kaupmannahöfn. Morgunbiaðið.
„TREYSTIÐ þið þeim?“ og „Eru
þeir trúverðugir?" eni spurningar,
sem stöðugt heyrast í dönsku
kosningabaráttunni, þar sem „trú-
verðugleiki" er lykilorðið.
Síðan Poul Nyrup Rasmussen,
forsætisráðherra og formaður
Jafnaðarmannaflokksins, leiddi
flokk sinn til valda í janúar 1992
þegar hægristjórn Pouls Schluters
fór frá vegna Tamílamálsins svo-
kallaða hefur Nyrup verið tamt að
snúa stjórnmálabaráttunni upp í
baráttu fyrir bættu siðferði. Þótt
hann hafi átt frumkvæði lætur Uf-
fe Ellemann-Jensen, formaður
Venstre, ekki sitt eftir liggja. Jafn-
framt einkennist kosningabaráttan
af hörðu uppgjöri milli þeirra
tveggja og það svo hörðu að ýms-
um verður tíðrætt um að kosning-
arnar minni meira á forsetakosn-
ingar í bandarískum stíl en dansk-
ar þingkosningar.
I heillar opnu auglýsingum í
stóm blöðunum um helgina spyr
Ellemann-Jensen kjósendur hvort
það sé trúverðugt að Nyrup ætli
að breyta þjóðfélaginu eftir að
hafa verið við völd í fimm ár. Um
leið sagði Politiken frá því að
blaðamaður þeirra hefði fengið
níðskýi’slu frá háttsettum jafnað-
armanni, þar sem gerð er úttekt á
hverjir þingmanna Venstre og
íhaldsmanna væra líklegir til að
fara í hvaða ráðherrastóla og síðan
farið háðulegum og niðrandi orð-
um um hæfileika þein’a. Flokks-
maðurinn lét blaðamanninum í té
skýrsluna svo hann
gæti gert sér mat úr
henni við neikvæða
umfjöllun um and-
stæðingana, en
blaðamaðurinn
ákvað þess í stað að
segja frá henni og
hvernig átti að nota
hana. Þegar þetta
kom fram sagðist
Nyrup ekki kannast
við skýrsluna enda
væri hann mótfall-
inn vinnubrögðum
af þessu tagi.
Ellemann-Jensen
sagði að skýrslan
talaði sínu máli en
sagðist ekki kæra
sig um að svara í sömu mynt.
I sjónvarpsumræðum eftir að
Nyrap boðaði til kosninganna
gerði hann gjarnan athugasemdir
við málflutning andstæðinganna á
þeim forsendum að andstæðing-
arnar, einkum Ellemann-Jensen,
væra ótrúverðugir og brá þannig
siðferðilegu fremur en pólitísku
mati á málflutning þeirra. Ellem-
ann-Jensen lætur heldur ekki sitt
eftir liggja á þessum nótum og hef-
ur æ ofan í æ dregið trúverðug-
leika Nyrups í efa í sambandi við
Færeyjamálið.
Tvfleikur Nyrups og
Ellemann-Jensens
í upphafi kosningabaráttunnar
var fljótlega talað um að baráttan
yrði fyrst og fremst milli Nyraps,
sem berðist fyi'h’ að halda forsæt-
isráðherrastólnum, og Ellemann,-
Jensens, sem berðist fyrir að fá
hann. Miðað við Ellemann-Jensen
er Nyrup nýgræðingur í stjórn-
málum, settist ekki á þing fyrr en
1988, en Ellemann-Jensen heyr nú
sína níundu kosningabaráttu sem
þingmaður.
Munurinn hefur löngum verið
Ijós þar sem Ellemann-Jensen er
með afbrigðum sviðsvanur, á auð-
velt að koma fram í fjölmiðlum og
virðist alltaf skemmta sér. Nyrap
hefur hins vegar verið stirðbusa-
legur, oft klaufskur og aldrei eðli-
legur. Upp á síðkastið hefur hann
hins vegar þótt óvenju röggsamur
og ákveðinn, eins og glöggt kom í
ljós þegar hann efndi til kosning-
anna. I síðustu kosningum var
áberandi að hann reyndi í lengstu
lög að komast hjá að kappræðum
við hinn reynda höfuðandstæðing
en nú færist hann ekki lengur und-
an.
íhaldsflokkurinn hefur átt und-
ir högg að sækja og þá eins Per
Stig Moller, formaður flokksins.
Hann tók við formennskunni þeg-
ar Hans Engell var tekinn fyrir
ölvun við akstur fyrir ári. Stig
Mpller hefur ekki þótt röggsamur
leiðtogi, en hefur líka mátt glíma
við stuðningsmenn Engells í þing-
flokknum, sem illa sætta sig við
mannaskiptin og sem ekki hafa
þótt koma fram af heilindum við
nýja formanninn. Ef í Ijós kemur
að Miðdemókratar hafa fremur
áhuga á hægristjórn en að styðja
Nyrup áfram þykir sennilegt að
flokkurinn styðji fremur Ihalds-
flokkinn og Per Stig Mpller, en
frjálslyndi Venstre. Það gæti þá
styi’kt íhaldsformanninn og komið
honum á pall með þeim Nyrup og
Ellemann-Jensen sem annars
fara með drjúgan hluta athyglinn-
grísunum
Kaupmannahöfn. Rcuters.
DANSKUR þingmaður, sem kepp-
ir að endurkjöri í þingkosningun-
um II. mars nk., ætlar að berjast
fyrir því, að dönskum svínum, 11
milljónum, verði útveguð leikföng
til að stytta sér stundir við.
Mariann Fischer Bols, sem situr
á þingi fyrir Venstre, vill, að svín-
in og sérstaklega litlu grísirnir fái
gúmmíkúlur til að leika sér að en
hún liefur einnig barist fyrir
bættri þvottaaðstöðu hjá svínun-
um auk þess sem hún vill, að það
sé „hreint á rúmunum" þar sem
þau Ieggjast til hvfldar.
Fischer Bols segist vera viss
um, að baráttumál sín muni falla í
góðan jarðveg hjá umhverfis-
verndarsinnum og dýravinum en
flokksforystan er ekki hrifin. Uffe
Ellemann-Jensen, leiðtogi
Venstre, segir, að hugmyndin um
svínaleikfóngin sé asnaleg en
Niels Hojland, einn frambjóðenda
Framfaraflokksins, segir, að
næsta baráttumál Venstre hljóti
að verða að bjóða svínunum upp á
gamanmyndir og gufubað.
ar.
RYK- & VATNSSUGUR
Urvalið er hjá okkur
Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur
Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001
IBESTAI
Reuters
HREINSUNARSTARF var að hefjast á Edwardstræti í Portadown í
gær. Þar sprakk sprengja í fyrradag.
IRA neitar aðild
Bclfast. Reuters, The Daily Telegraph.
ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) neit-
aði í gær að bera ábyrgð á
sprengjutilræði í bænum Porta-
down á Norður-írlandi í fyiTadag,
að því er fréttastofan Press Associ-
ation greindi frá. I yfirlýsingu frá
IRA sagði að vopnahlé hersins
væri enn í gildi.
Enginn hefur lýst ábyrgð á
hendur sér. Sprengjan sprakk í
mibæ Portadown skömmu fyrir há-
degi á mánudag en áður höfðu
borist viðvaranir um yfirvofandi
hættu og því hafði tekist að rýma
byggingar í grenndinni og engan
sakaði er sprengjan sprakk. Eigna-
tjón varð gífurlegt. Sambandssinn-
ar, hlynntir breskum yfirráðum á
N-írlandi, era fjölmennir í Porta-
down.
Leiðtogar sambandssinna þótt-
ust sjá þess öll merki að kaþólikk-
ar, sem berjast gegn yfirráðum
Breta í héraðinu, hefðu staðið að
tilræðinu og gáfu í skyn að það
kynni að verða til þess að skærulið-
ar sambandssinna aflýstu vopna-
hléi sem þeir hafa haldið í fjögur
ár. Gerry Adams, leiðtogi Sinn
Fein, stjórnmálaanns IRA, neitaði
því að IRA hefði staðið að tilræð-
inu.
Þetta var þriðja tilræðið á
skömmum tíma, en seint á föstu-
dag sprakk sprengja í bænum
Moira fáeinum klukkustundum eft-
ir að bresk og írsk stjórnvöld til-
kynntu að Sinn Fein hefði verið
vísað frá samningaviðræðum um
framtíð N-írlands vegna meintrar
aðildar IRA að tveim morðum í
Belfast.
Brottvísunin á að gilda til 9.
mars, en sambandssinnar, sem
taka þátt í viðræðunum, segja nú
að þeir muni hætta þátttöku ef
Sinn Fein verði hleypt aftur að
samningaborðinu. David Trimble,
leiðtogi flokks Sambandsinna Ul-
sters (UUP), fór á vettvang í
Portadown í fyrradag, en það er í
kjördæmi hans. „Þetta era við-
brögð IRA við viðræðunum," sagði
hann.
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtaldra gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta
lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Staðgreiðslu og tryggingagjaldi til og með 12. tímabili
með eindaga 15. janúar 1998 og virðisaukaskatti til og með 48. tímabili með eindaga 5. febrúar 1998 og öðr-
um gjaldföllnum álagningum og ógreiddum hækkunum er féllu í gjalddaga til og með 15. febrúar sl. á stað-
greiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi,
slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskattí skv. ökurnælum, viðbótar- og aukaá-
lagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum,
tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftírlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri fram-
leiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á
umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisk-
sjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinberum gjöldum, sem eru:
tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur,
slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunar-
sjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald. gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og
skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddur bantabótaauki og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna
ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda.
Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpil-
gjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil
sem fyrst tíl að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vömgjald og virðisaukaskatt, búast við
því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara.
Reykjavík, 25. febrúar 1998.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgamesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Ólafsfirði
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Neskaupstað
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
Gjaldheimta Vestfjarða
Gjaldheimta Austurlands
Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum