Morgunblaðið - 25.02.1998, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Huldufólkið
og hólfélagið
PÉTUR Már Ólafsson ræðir um
verk Halldórs Laxness í Norræna
húsinu fimmtudaginn 26. febrúar
kl. 17.15.
Erindið er í röð fyrirlestra í Nor-
ræna húsinu, sem Vaka-Helgafell
efndi til í samvinnu við Laxness-
klúbbinn þegar
Halldór Laxness
fagnaði 95 ára
afmæli í fyrra.
Pétur Már
ræðir um
Brekkukotsan-
nál og gluggar í
minniskompur
Laxness frá því
að hann var að
skrifa þá skáld-
sögu, en ekki
hefur verið vitnað til þeirra áður í
umfjöllun um verk Halldórs Lax-
ness. Erindið nefnir hann Huldu-
fólkið og hólfélagið. Þá fléttar Pét-
ur Már inn í spjall sitt greinar
skáldsins frá ýmsum tímum.
Pétur Már er bókmenntafræð-
ingur frá Háskóla Islands og út-
gáfustjóri hjá Vöku-Helgafelli.
Hann hefur skrifað formála að fjór-
um skáldsögum Halldórs Laxness,
sem komið hafa út í kiljuformi á
undanfornum árum, Brekkukotsan-
nál, Islandsklukkunni, Sölku Völku
og Vefaranum mikla frá Kasmír.
Pögul
MÁLVERKASÝNINGU Þorfxnns
Sigurgeirssonar í Gallerí Fold er
ætlað að vera lítið þagnarafdrep í
hávaðalandslagi borgarinnar.
Landslag málverkanna innan dyra
sölugallerísins við Rauðarárstig er
glóandi rautt. Þau lýsa tilveru á
mörkum andlegs og veraldlegs
heims.
Sýninguna nefnir Þorfinnur
Þögn. í sýningar-
skrá segir hann m.a.
að í eðli sínu sé mál-
verkið miðill þagn-
arinnar. „Sú veröld
sem í því birtist lýt-
ur sfnum eigin hug-
lægu og sjónrænu
lögmálum, auk þess
að vera þögul, kyrr-
stæð og tímalaus.“
Talsvei ð einfóldun
hefur orðið í mynd-
heimi Þorfinns frá
því sem áður var.
Eftir standa hlutar stærra sam-
hengis, egg og epli, sem vísa til ein-
hvers óræðs kjarna tilverunnar, -
og skuggar. Þorfinnur segist mikið
velta fyrir sér skuggamyndum
hluta, þar finnist sér einna helst
vera á ferðinni e.k. andleg teikning
hluta. Form og skuggi leika saman í
kyrrstæðu og þöglu landslagi, e.k.
kyrralífsmynd af lífi. Málverk sín
segir Þorfinnur veikburða tilraunir
til að fanga einhvexja merkingu
tilvera
handan yfirborðsins þó tilgangur
leitarinnar geti aldrei verið annar
en leitin sjálf. „Því þegar allt kemur
til alls þá ber leit manns að sjálfum
sér aldrei neinn ávöxt,“ segir Þor-
finnur. „Vinnustofa listamannsins
er eins og bænhús þar sem kafað er
eftir tilgangi tilverunnar. Ég leitast
við að varpa ljósi á andlegt ástand
líkamlegrar tilveru okkar. Þetta
eru myndir sem
ætlast er til að séu
skynjaðar fremur
en höndlaðar á ein-
hvem rökréttan
hátt.“
Þorfinnur hefur
skipulega rannsak-
að heildaráhrif
óli'kra lita og ljær
gjarnan hverri sýn-
ingu ákveðinn lit. Á
sýningu sinni AUt
eða ekkert í List-
húsi 39 í Hafnarfirði
sýndi hann eingöngu hvítar myndir
að undanskildu rauðu eplinu sem
gaf fyrirheit um sýninguna nú.
Rauði liturinn er borinn á yfirborð
striga og viðarplatna, í mörgum
gagnsæjum lögum sem gefur yfir-
borðinu glóanda og dýpt. Síðasta
mynd sýningarinnar bendir í átt til
framhaldsins. Landslag í grænum
litatónum, titillinn er Stöðnun.
Sýning Þorfinns stendur til 8.
mars nk.
Þorfínnur Sigurgeirs
$| j i > > > >3 ' ; >.T 'v'w 1 fl ' || i • k m
■ t 5» .ÍXÍ
Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson
LEIKARAR UMF Reykdæla ásamt Valgeiri Skagfjörð leikstjóra.
Sjóleiðin til Badgad í Reykholtsdal
Morgunblaðið. Reykholtsdalur.
AÐ undanförnu hefur Ung-
mennafélag Reykdæla æft Ieikrit
Jökuls Jakobssonar, Sjóleiðin til
Bagdad. Leikritið var frumflutt í
Iðnó í október 1965 og var hið
þriðja í röðinni af verkum þessa
vinsæla höfundar á fjölum leik-
húsanna. Leikstjóri sýningarinn-
ar í Borgarfírðinum er Valgeir
Skagfjörð.
Með hlutverk fara: Asdís Ár-
mannsdóttir, Hrund Ólafsdóttir,
Steinunn Garðarsdóttir, Ásgeir
Ásgeirsson, Jón Eyjólfsson, Þór
Þorsteinsson og Þorvaldur Jóns-
son, en alls taka um fímmtán
manns þátt í uppfærslunni.
Frumsýnt verður í Logalandi
föstudaginn 27. febrúar kl. 21.
Næstu sýningar verða 1., 4., 6. og
8. mars kl. 21.
Að flytja fal-
lega tónlist
TðfMLIST
Listasufni Kópavogs
KAMMERTÓNLEIKAR
Flutt voru tónverk eftir d’Indy,
Koechlin, Saint-Saéns, Massenet,
Francaix, Debussy og Roussel. Flytj-
endur: Sigrún Eðvaldsdóttir, Elfsabet
Waage, Inga Rós Ingólfsdóttir, Junah
Chang og Martial Nardeau. Mánu-
dagurinn 23. febrúar 1998.
ÞAÐ er töluverður munur á tón-
máli Evrópuþjóðanna, sem og allri
menningu þeirra, og hafa margar til-
gátur komið fram til að útskýra
þennan mun, t.d. á sviði tónlistar, en
þar eru helst rakin órofa tengsl
tungumálsins, t.d. bein áhrif á söng-
máta, er svo aftur hafí mótað með-
ferð tónmáls í hljóðfæraleik og jafn-
vel áhuga fyrir sérstökum gerðum
hljóðfæra. Hirðmenning Frakka var
mótuð af viðhafnarlegum glæsileik
og í gríni er sagt að glæsilega klædd-
ur flautuleikari hafí notið sín betur á
hljómleikapalli en sitjandi strengja-
leikarar. Harpan er að nokkru sér-
franskt hljóðfæri og núverandi gerð
hennar verk Sebastians Erards,
1820, þótt sögu hörpunnar megi
rekja lengra aftur en margra ann-
arra hljóðfæra. Hvað sem þessu líð-
ur hafa flautan og harpan verið eins
konar þjóðarhljóðfæri Frakka og t.d.
talið að áhugi Friðriks mikla Prússa-
konungs á flautunni hafí verið fyrir
frönsk áhrif.
Tónleikarnir hófust á svítu fyrir
flautu, fiðlu, lágfiðlu, selló og hörpu
eftir Vincent d’Indy (1851-1931),
einn áhrifamesta tónlistarmann
Frakka og víðfrægan kennara. Það
sem er einkennilgt við þessa svítu er
að allir kaflamir hefjast á „hreinni
fimmund". d’Indy var 76 ára er hann
samdi þetta verk. Einkennandi fyrir
það er einmitt andstaða Frakka
gegn kontrapunktískum vinnubrögð-
um, þar sem leikur með blæbrigði
réð oft jafnmiklu og raddleg út-
færsla, er var oft útfærð í einrödduð-
um samleik hljóðfæra, og aðalefni-
viður verksins lá oftast í efstu rödd
en samleikshljóðfærin þá notuð til
undirleiks. Flutningurinn var allur
hinn besti.
Annað verkið á tónleikunum var
brot úr kammerverki eftir Charies
Koechlin (1867-1950), franskan ein-
fara er lærði hjá Fauré og Massenet.
Koechiin kom aldrei fram á tónleik-
um eða gegndi nokkru starfí sem
tónlistarmaður, en helgaði sig tón-
smíðum og ritun fræðibóka. Þetta
kann að vera ástæðan fyrir því að
hann er lítt þekktur og verk hans
hafa ekki verið nema að hluta til gef-
in út. Þetta er sérkennileg tónlist,
sem vert væri að kynnast frekar, og
um margt ólík því sem frægast er af
franskri tónhst.
Svanurinn eftir Saint-Saéns var
fallega leikinn af Ingu Rós og sama
má segja um hugleiðinguna frægu
eftir Massenet, sem Sigrún flutti
mjög fallega, en í báðum lögunum
lék Elísabet með á hörpu og átti sinn
þátt í fallegri uppfærslu þessara vin-
sælu laga.
Yngsta tónskáldið á þessum tón-
leikum var Jean Francaix, sem fræg-
Maðurinn
sem hvarf
ERLENDAR
BÆKUR
John T. Lescroart: „The Vig“. Dell
Fiction endurútg. 1998. 376 síður.
BANDARÍSKI metsöluhöfund-
urinn John T. Lescroart hefur sent
frá sér einar níu spennusögur frá
árinu 1982 og hafa vinsældir hans
aukist ár frá ári. Sumar eldri sögur
hans hafa verið endurútgefnar ef
það mætti verða til
þess að þær seldust
betur nú þegar hann er
orðinn þekktari. Þekkt-
ustu sögur hans eru að
líkmdum Þrettándi
kviðdómandinn og Sekt
en ein af eldri sögunum
heitir „The Vig“ eða
Gjaldið og er hér til
umfjöllunar. Hún segir
m.a. af lögfræðingi sem
útlit er fyrir að hafi
verið myrtur ásamt
ástkonu sinni, öðrum
fyrrum lögfræðingi
sem veit ekki hvernig
hann á að bregðast við
líflátshótun og vini
hans, lögreglumanni, sem reynir að
koma honum til hjálpar. Það koma
fyrir athyglisverðar persónur í sög-
unni en hún er orðmörg og alltof
löng.
Skemmtilegar persónur
Lescroart segist ætíð hafa gengið
með það í maganum að verða rithöf-
undur. Faðir hans vildi að hann yrði
tryggingasölumaður eins og hann
sjálfur. „Ég var ekki alinn upp til
þess að skrifa," er haft eftir höfund-
inum. Systkini hans fóru öll út í við-
skipti en hann sat eftir og reyndi
fyrir sér sem rithöfundur. Það gekk
fremur stirðlega fyrstu árin. Hann
bjó í Los Angeles og skrifaði
snemma á morgnana, fór í vinnuna
og hélt áfram á kvöldin. Hann hafði
skrifað fímm skáldsögur þegar loks-
ins fór að rofa til hjá honum og
bækumar að seljast. Það byrjaði
með „Hard Evidence" og Þrettánda
kviðdómandanum og í kjölfarið
fylgdu sögumar „A Certain Just-
ice“ og Sekt.
Gjaldið er ein af fyrri sögum hans
þegar hann var að koma sér áfram.
Hún ber þess nokkur merki. Flétt-
an er ekki sterk og Lescraort dvel-
ur alltof lengi við smáatriði og hlið-
arspor sem litlu máli virðast skipta
auk þess sem vantar nokkuð upp á
spennuna en persónurnar eru
margar skemmtilega mótaðar.
Sagan hefst á því að lögfræðingur
að nafni Rusty Ingraham kemur til
félaga síns í stéttinni, Dismas Hard-
ys, og segir honum að maður sem
þeir sendu í fangelsi fyrir mörgum
ámm sé að losna og allt bendi til
þess að hann ætli að standa við
morðhótun sem hann hafði í frammi
þegar hann var dæmdur og kála
þeim báðum. Þeir segjast munu
hafa gát hvor á öðrum en þegar
ekkert spyrst til Ru-
stys fljótlega eftir að
tukthúslimurinn slepp-
ur úr fangelsi fer
Hardy á stúfana og
kemst að því að félagi
hans hefur að öllum
líkindum verið myrtur,
lík hans er reyndar
horfið, og vinkona hans
í leiðinni. Hann tekur
nú að óttast mjög um
líf sitt en á hauk í horni
sem er lögreglumaður-
inn Abe Glitsky. Hann
er svertingi eins og
tukthúslimurinn og á í
nokkrum erfiðleikum
með að gera það upp
við sig hvort kynþáttarfordómar
einir ráði ferðinni og hvort Rusty sé
yfirleitt horfmn yfir móðuna miklu
eða ekki.
Dismas Hardy
Því miður er líklegt að lesandinn
hafi forskot á Glitsky því hann á
fullauðvelt með að íylla í eyðumar.
Reyndar er hópur fólks grunaður
um morðið á Rusty auk tukthús-
limsins; eiginmaður konunnar sem
fannst látin í íbúð hans og okurlán-
ari, sem kallar ekki allt ömmu sína,
auk þess sem flækist inn í frásögn-
ina klögumál vegna lögregluofbeldis
en ekkert af því glepur sannfær-
andi. Dismas Hai-dy er aðalpersóna
sögunnar. Hann sagði skilið við sitt
fyrra líf sem lögfræðingur og fjöl-
skyldumaður eftir að sonur hans
lést og starfar nú sem barþjónn hjá
vini sínum. Einnig er svolítið varið í
tukthúsliminn sem gerir sér ljósa
grein íyrir því að hann er talinn
sekur um allt þótt hann geri ekki
neitt bara af því hann er svartur.
En Lescroart hefði þurft að
draga úr síðufjöldanum. Sagan ber
þess merki að hann er að þreifa fyi’-
ir sér sem spennusöguhöfundur og
virðist nú loks hafa náð þeim ár-
angri sem að var stefnt.
ArnaldUr Indriðason
John T. Lescroart
ur er fyrir „musíkantískt” og
skemmtilega unnin tónverk. Verkið
sem flutt var hér var sérlega líflegt í
frábærum flutningi félaganna.
Besta verk tónleikanna var eitt af
síðustu listaverkum meistarans
Debussy og þar mátti heyra þennan
fallega þríleik glæsilega fluttan af
Martial Nardeau, Junah Chang og
Elísabetu Waage. Þetta var í raun há-
punktm- tónleikanna, bæði hvað varð-
ai- innihald og uppfærslu.
Tónleikunum lauk með serenöðu
eftir Albert Roussel. Sagði einhver
sem þóttist vita margt um franska
tónlist, að hann hefði þar engu bætt
við og hefði því allt eins átt að halda
sig við sjóinn, en hann var á sínum
yngri ámm foringi í sjóher Frakka.
Verkið er samið íyrir flautu, fiðlu, lág-
fiðlu, selló og hörpu, glæsilega ritað
en fátt áhugavert nema í hæga þætt-
inum, sem er áhrifamikil tónsmíð, tví-
skipt að formi, dulúðug framan af og
glæsileg undir lokin, og var flutningur
þessa fagmannlega verks sérlega góð-
ur. Um hljóðfæraleikinn þarf ekki að
hafa mörg orð, því í samspili var hann
mjög góður en allir hljóðfæraleikaran-
ir áttu einnig fallega mótaðar einleiks-
tónhendingar, svo allt féll þama að
einu markmiði: að flytja fallega tón-
list.
Jón Ásgeirsson
Gönguferð sól-
setra á milli
MYNDLISTARKONAN Elsa D.
Gísladóttir ferðaðist fótgangandi
ásamt trékvígu sinni um borgina
sl. laugardag. Kvíga þessi er
meðal verka á fyrstu einkasýn-
ingu Elsu sem opnuð var þennan
sama dag í Galleríi 20 fm, Vest-
urgötu lOa.
Gangan hófst á Kjarvalsstöð-
um kl. 10 árdegis. Þaðan fóru
Elsa og kvígan milli helstu safna
og gallería höfuðborgarinnar,
m.a. á opnun sýningarinnar Nor-
rænt ljós og myrkur í Norræna
luisinu. Gangan endaði í Galleríi
20 fm kl. 18 þar sem sýning Elsu,
Sólsetra á milli, var opnuð.