Morgunblaðið - 25.02.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 21
Blekkingarleik-
ur ástarinnar
KVIKMYMPIR
Kringlubfo
„PICTURE PERFECT“ ★★
Leikstjóri: Glenn Gordon Caron. Að-
alhlutverk: Jennifer Aniston, Kevin
Bacon, Jay Mohr, Olympia Dukakis,
Ilena Douglas.
20th Century Fox. 1997.
BANDARÍSKA gamanmyndin
„Picture Perfect" er gerð af sjón-
varpsfólki og virkar eins og sjón-
varpsmynd þótt hón sé gerð fyrir
bíó. Glenn Gordon Caron er leik-
stjóri myndarinnar, annálaður sjón-
varpsþáttagerðarmaður, og með að-
alhlutverkið fer Jennifer Aniston,
sem leikur eitt hlutverkanna í hin-
um vinsæla sjónvarpsmyndaflokki
Vinir eða „Friends". Myndin virkar
stundum eins og langur sjónvaips-
þáttur, er hæfilega fyndin þegar
hún lýsir vandræðalegustu augna-
blikunum í ævi aðalpersónanna en
nær aldrei að springa almennilega
út.^
í henni leikur Aniston unga
stúlku sem klæðir sig eins og Ma-
donna fyrir tíu árum og kemst ekk-
ert áfram í auglýsingafyrirtækinu
sem hún vinnur hjá þótt hún sé
hlaðin hæfíleikum vegna þess að
eigandanum líkar ekki lífsstíll henn-
ar; hún er barnlaus, ógift, á ekki
húsnæði; getur bara ekki treyst
henni af þessum sökum. Til þess að
bæta úr vandamálinu verður til
lygasaga um mann sem Aniston
segist vera trúlofuð, ætlar að eign-
ast böm með og brátt muni þau
eignast eigið húsnæði. Frábært,
segir eigandinn og hækkar hana í
tign. Svei því, hugsar hún. Maður-
inn er ekki tíl. Og enn á eftir að
versna í því þegar yfirmaðurinn
krefst þess að fá að hitta hann.
„Picture Perfect" er misskiln-
ingskómedía þar sem aðalpersónan,
kona í þessu tilviki, er alla myndina
að komast að því að sá eini rétti í
hennar lífi er þessi sem hún vill ekki
af því hann er svo óspennandi ljúf-
menni. Hún getur brúkað hann í
blekkingarleikinn en það fer allt í
hundana þegar ástin kviknar.
Leikstjórinn Caron nær því sem
hann þarf úr sínu liði. Aniston fer
bærilega með hlutverk konunnar
ungu sem veit ekki í hvorn fótinn
hún á að stíga og Kevin Bacon er
ágætur sem kvennabósi. Enginn
slær þó Ilenu Douglas við, sem
alltaf er senuþjófur, í þetta sinn
sem vinkona Aniston. Einnig er
Olympia Dukakis skemmtileg í litlu
hlutverki móður Aniston.
Svo það verður ekki kvartað undan
gamanleiknum, aðeins því að hand-
ritið hefði mátt vera bitastæðara.
Sagan er alltof kunnugleg og hálf-
gerð lumma þegar allt kemur til alls.
Arnaldur Indriðason
LEIKURUM var ákaft fagnað í frumsýningarlok.
Kabarett í uppfærslu
leiklistarhóps Eflingar
Laxamýri. Morgunblaðið.
í BREIÐUMÝRI frumsýndi Ung-
mennafélagið Efling í Reykjadal
um helgina söngleikinn Kabarett.
Söngleikurinn er byggður á
skáldsögunni Goodbye to Berlin,
eftir rithöfundinn Christopher
W. Bradshaw. Joseph Masteroff
er höfundur leiktexta og hann
ásamt Harold Prins, leikstjóra í
New York, skapaði þetta verk.
Þetta er í fyrsta skipti sem
áhugaleikhús færir verkið upp
og er jafnframt ijölmennasta
sýning leikfélagsins.
Um 30 manna hópur tekur þátt
í sýningunni og er allan tímann á
sviðinu. Til þess að manna sýn-
inguna var fenginn liðsstyrkur
frá framhaldsskólanum á Laug-
um og 10. bekkur í Litlulauga-
skóla er í heild sinni þátttakandi
í verkinu.
Sagan Iýsir ólgandi lífí Berlín-
arborgar um 1930. Þar er sungið
og dansað og tekist á við gleði og
sorgir. í Kit-Kat klúbbnum ræð-
ur svokallaður siðameistari ríkj-
um, kynlegur kvistur sem er þó
maður síns tíma. Siðameistari
þessi býður gesti velkomna,
þeirra á meðal Clifford Brad-
shaw, bandarískan rithöfund sem
kominn er til Berlínar að leita
fanga í nýja skáldsögu og hefur
lífsviðurværi sitt af kennslu.
Clifford hrífst af aðalstjörnu
sýnignarinnar í Kit-Kat klúbbn-
um, en sú heitir Sally Bowels og
hrifningin er gagnkvæm. Þrátt
fyrir það fer ekki allt eins og ætl-
að er og leiðir skilja og hinn ungi
rithöfunur heldur heimleiðis með
höfuðið fullt af hugmyndum að
nýrri og stórri skáldsögu um líf
fólksins í Berlín.
Með helstu hlutverk fara Birna
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Hjaltadóttir, Hörður Þór Benón-
ýsson, Stefán Jónsson, Jóhanna
M. Stefánsdóttir, Snorri Krist-
jánsson, Karl Ingóifsson og Frið-
rika Björk Illugadóttir.
Valmar Valjaots, skólastjóri
Tónlistarskóla Reykdæla, stjórnar
tónlistinni, en Valmar er orðinn
Þingeyingum að góðu kunnur fyr-
ir störf sín í héraðinu um árabil.
Leikstjóri er Arnór Benónýs-
son og hefur hann áður leikstýrt
hjá Eflingu. Að hans sögn fannst
honum tími til kominn að félagið
færðist mikið í fang og setti upp
söngleik.
Kabarett verður sýnt á næst-
unni, en frumsýningargestir
fylltu húsið og fögnuðu leikurum
áfkaft að sýningu lokinni.
Nýjar bækur
•FRÁ æsku tii elli, vísur og kvæði,
er eftir Benedikt Björnsson frá Þor-
bergsstöðum.I formála skrifar Arni
Björnsson um höf-
undinn: „Benni er
að vissu leyti eitt
þeirrra mörgu al-
þýðuskálda sem
Halldór Kiljan
Laxness réisti
minnisvarða með
sagnbálki sínum
um Olaf Kárason
Benedikt LjÓSVÍkÍng. Öfllgt
Bjömsson við helstu fyrir-
mynd Halldórs,
Magnús Hjaltason, færði Benni á
hinn bóginn hvorki dagbók né hirti
mikið um að halda saman tækifæris-
vísum sínum og kvæðum.“ Nokkur
skyldmenni höfundarins áttu hug-
myndina að þvi að fá hann til að
safna ljóðum sínum saman, þó ekki
væri nema handa frændgarðinum.
Útgáfudagur Frá æsku til elli var
20. febrúar sl. Prentvinnslu og bók-
band sá Offsetfjölritun um. Kápa er
eftir Guðmund Ómar Svavarsson.
Bókin er 152 síður.
• AiV icelandic poet er ljóðabók
eftir Tryggva V.
Líndal. Ljóðin eru
frumort á
íslensku en þýdd
á ensku af
höfundi, þau eru
úr bókunum
Líndal og Lorca,
Trómet og fíól og
Næturvörðurinn.
Bókin er gefin
út af höfundi og
Tryggvi V.
Líndal
er 56 síður. Verð: 2.000 kr.
Leikaraskipti
í Kaffi
FRAMUNDAN eru leikaraskipti í
sýningu Þjóðleikhússins í Kaffi eftir
Bjarna Jónsson.
Frá og með
fimmtudeginum
26. febrúar tekur
Sigurður Sigur-
jónsson við hlut-
verki Steinars
skálds af Sigurði
Skúlasýni, sem er
að fara í leyfi.
Aðrir leikarar
eru Steinunn
Ólína Þorsteins-
dóttir, Róbert
Arnfinnsson, Valur Freyr Einars-
son, Ath Rafn Sigurðsson og Theo-
dór Júlíusson.
Sigurður
Sigurjónsson
Síðustu sýningar
Sýningarhlé
HLÉ verður gert á flutningi franska
gamanleiksins Listaverkinu í mars-
mánuði og verður því síðasta sýning
að sinni fimmtudaginn 26. febrúar.
Astæða hlésins er utanfór eins leik-
aranna, Baltasar Kormáks, en hann
verður erlendis við kvikmyndatöku.
Sýningar hefjast á ný í apríl.
HLJÓMSKÁLAKVINTETTINN: Sveinn Birgisson, trompet; Oddur
Björnsson, básúna; Bjarni Guðmundsson, túba; Þorkell Jóelsson, horn
og Ásgeir Steingrímsson, trompet.
Tónlist fyrir alla
í Arnessýslu
Skært lúðr-
ar hljóma
HLJÓMSKÁLAKVINTETTINN
mun á næstu dögum flytja 2.700
grunn- og framhaldsskólanemend-
um 16 skóla í Árnessýslu tónlistar-
dagskrá og kynna þeim um leið
hljóðfæri málmblásarakvintettsins.
Tónleikarnir eru á vegum verkefn-
isins Tónlist fyrir alla sem hófst í
vikunni sem leið.
Nemendur Tónlistarskóla Árnes-
inga taka virkan þátt í skólatónleik-
unum, og hafa undirbúið samleik
með Hljómskálakvintettinum und-
anfarnar vikur, undir leiðsögn
kennara sinna, Roberts Darling í
Þorlákshöfn, Malcolms Holloway í
Hveragerði og Jóhanns Ingva Stef-
ánssonar á Selfossi.
Einleikarar úr hópi nemenda eru
Jón Óskar Guðlaugsson, trompet,
Páll Sigurðson, baritonhorn, Hildur
Magnúsdóttir, trompet og Erla
Kristín Hansen, trompet. Almennir
tónleikar í tengslum við kynning-
arnar í skólanum, þar sem nemend-
ur koma einnig fram, verða sem hér
segir: I Þorlákskirkju miðvikudag-
inn 25. febrúar kl. 20; í Hveragerð-
iskirkju laugardaginn 28. febrúar
kl. 17 og í Selfosskirkju sunnudag-
inn 1. mars kl. 17.
Meðal verkefna á tónleikunum
má nefna umritanir á sígildum
verkum eftir Bach, Dvorák og
Schumann, íslensk og erlend al-
þýðulög og marsar eftir John Philip
Sousa.
FERÐIR
Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík
Sími: 568 2277 • Fax: 568 2274