Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 21 Blekkingarleik- ur ástarinnar KVIKMYMPIR Kringlubfo „PICTURE PERFECT“ ★★ Leikstjóri: Glenn Gordon Caron. Að- alhlutverk: Jennifer Aniston, Kevin Bacon, Jay Mohr, Olympia Dukakis, Ilena Douglas. 20th Century Fox. 1997. BANDARÍSKA gamanmyndin „Picture Perfect" er gerð af sjón- varpsfólki og virkar eins og sjón- varpsmynd þótt hón sé gerð fyrir bíó. Glenn Gordon Caron er leik- stjóri myndarinnar, annálaður sjón- varpsþáttagerðarmaður, og með að- alhlutverkið fer Jennifer Aniston, sem leikur eitt hlutverkanna í hin- um vinsæla sjónvarpsmyndaflokki Vinir eða „Friends". Myndin virkar stundum eins og langur sjónvaips- þáttur, er hæfilega fyndin þegar hún lýsir vandræðalegustu augna- blikunum í ævi aðalpersónanna en nær aldrei að springa almennilega út.^ í henni leikur Aniston unga stúlku sem klæðir sig eins og Ma- donna fyrir tíu árum og kemst ekk- ert áfram í auglýsingafyrirtækinu sem hún vinnur hjá þótt hún sé hlaðin hæfíleikum vegna þess að eigandanum líkar ekki lífsstíll henn- ar; hún er barnlaus, ógift, á ekki húsnæði; getur bara ekki treyst henni af þessum sökum. Til þess að bæta úr vandamálinu verður til lygasaga um mann sem Aniston segist vera trúlofuð, ætlar að eign- ast böm með og brátt muni þau eignast eigið húsnæði. Frábært, segir eigandinn og hækkar hana í tign. Svei því, hugsar hún. Maður- inn er ekki tíl. Og enn á eftir að versna í því þegar yfirmaðurinn krefst þess að fá að hitta hann. „Picture Perfect" er misskiln- ingskómedía þar sem aðalpersónan, kona í þessu tilviki, er alla myndina að komast að því að sá eini rétti í hennar lífi er þessi sem hún vill ekki af því hann er svo óspennandi ljúf- menni. Hún getur brúkað hann í blekkingarleikinn en það fer allt í hundana þegar ástin kviknar. Leikstjórinn Caron nær því sem hann þarf úr sínu liði. Aniston fer bærilega með hlutverk konunnar ungu sem veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga og Kevin Bacon er ágætur sem kvennabósi. Enginn slær þó Ilenu Douglas við, sem alltaf er senuþjófur, í þetta sinn sem vinkona Aniston. Einnig er Olympia Dukakis skemmtileg í litlu hlutverki móður Aniston. Svo það verður ekki kvartað undan gamanleiknum, aðeins því að hand- ritið hefði mátt vera bitastæðara. Sagan er alltof kunnugleg og hálf- gerð lumma þegar allt kemur til alls. Arnaldur Indriðason LEIKURUM var ákaft fagnað í frumsýningarlok. Kabarett í uppfærslu leiklistarhóps Eflingar Laxamýri. Morgunblaðið. í BREIÐUMÝRI frumsýndi Ung- mennafélagið Efling í Reykjadal um helgina söngleikinn Kabarett. Söngleikurinn er byggður á skáldsögunni Goodbye to Berlin, eftir rithöfundinn Christopher W. Bradshaw. Joseph Masteroff er höfundur leiktexta og hann ásamt Harold Prins, leikstjóra í New York, skapaði þetta verk. Þetta er í fyrsta skipti sem áhugaleikhús færir verkið upp og er jafnframt ijölmennasta sýning leikfélagsins. Um 30 manna hópur tekur þátt í sýningunni og er allan tímann á sviðinu. Til þess að manna sýn- inguna var fenginn liðsstyrkur frá framhaldsskólanum á Laug- um og 10. bekkur í Litlulauga- skóla er í heild sinni þátttakandi í verkinu. Sagan Iýsir ólgandi lífí Berlín- arborgar um 1930. Þar er sungið og dansað og tekist á við gleði og sorgir. í Kit-Kat klúbbnum ræð- ur svokallaður siðameistari ríkj- um, kynlegur kvistur sem er þó maður síns tíma. Siðameistari þessi býður gesti velkomna, þeirra á meðal Clifford Brad- shaw, bandarískan rithöfund sem kominn er til Berlínar að leita fanga í nýja skáldsögu og hefur lífsviðurværi sitt af kennslu. Clifford hrífst af aðalstjörnu sýnignarinnar í Kit-Kat klúbbn- um, en sú heitir Sally Bowels og hrifningin er gagnkvæm. Þrátt fyrir það fer ekki allt eins og ætl- að er og leiðir skilja og hinn ungi rithöfunur heldur heimleiðis með höfuðið fullt af hugmyndum að nýrri og stórri skáldsögu um líf fólksins í Berlín. Með helstu hlutverk fara Birna Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hjaltadóttir, Hörður Þór Benón- ýsson, Stefán Jónsson, Jóhanna M. Stefánsdóttir, Snorri Krist- jánsson, Karl Ingóifsson og Frið- rika Björk Illugadóttir. Valmar Valjaots, skólastjóri Tónlistarskóla Reykdæla, stjórnar tónlistinni, en Valmar er orðinn Þingeyingum að góðu kunnur fyr- ir störf sín í héraðinu um árabil. Leikstjóri er Arnór Benónýs- son og hefur hann áður leikstýrt hjá Eflingu. Að hans sögn fannst honum tími til kominn að félagið færðist mikið í fang og setti upp söngleik. Kabarett verður sýnt á næst- unni, en frumsýningargestir fylltu húsið og fögnuðu leikurum áfkaft að sýningu lokinni. Nýjar bækur •FRÁ æsku tii elli, vísur og kvæði, er eftir Benedikt Björnsson frá Þor- bergsstöðum.I formála skrifar Arni Björnsson um höf- undinn: „Benni er að vissu leyti eitt þeirrra mörgu al- þýðuskálda sem Halldór Kiljan Laxness réisti minnisvarða með sagnbálki sínum um Olaf Kárason Benedikt LjÓSVÍkÍng. Öfllgt Bjömsson við helstu fyrir- mynd Halldórs, Magnús Hjaltason, færði Benni á hinn bóginn hvorki dagbók né hirti mikið um að halda saman tækifæris- vísum sínum og kvæðum.“ Nokkur skyldmenni höfundarins áttu hug- myndina að þvi að fá hann til að safna ljóðum sínum saman, þó ekki væri nema handa frændgarðinum. Útgáfudagur Frá æsku til elli var 20. febrúar sl. Prentvinnslu og bók- band sá Offsetfjölritun um. Kápa er eftir Guðmund Ómar Svavarsson. Bókin er 152 síður. • AiV icelandic poet er ljóðabók eftir Tryggva V. Líndal. Ljóðin eru frumort á íslensku en þýdd á ensku af höfundi, þau eru úr bókunum Líndal og Lorca, Trómet og fíól og Næturvörðurinn. Bókin er gefin út af höfundi og Tryggvi V. Líndal er 56 síður. Verð: 2.000 kr. Leikaraskipti í Kaffi FRAMUNDAN eru leikaraskipti í sýningu Þjóðleikhússins í Kaffi eftir Bjarna Jónsson. Frá og með fimmtudeginum 26. febrúar tekur Sigurður Sigur- jónsson við hlut- verki Steinars skálds af Sigurði Skúlasýni, sem er að fara í leyfi. Aðrir leikarar eru Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, Róbert Arnfinnsson, Valur Freyr Einars- son, Ath Rafn Sigurðsson og Theo- dór Júlíusson. Sigurður Sigurjónsson Síðustu sýningar Sýningarhlé HLÉ verður gert á flutningi franska gamanleiksins Listaverkinu í mars- mánuði og verður því síðasta sýning að sinni fimmtudaginn 26. febrúar. Astæða hlésins er utanfór eins leik- aranna, Baltasar Kormáks, en hann verður erlendis við kvikmyndatöku. Sýningar hefjast á ný í apríl. HLJÓMSKÁLAKVINTETTINN: Sveinn Birgisson, trompet; Oddur Björnsson, básúna; Bjarni Guðmundsson, túba; Þorkell Jóelsson, horn og Ásgeir Steingrímsson, trompet. Tónlist fyrir alla í Arnessýslu Skært lúðr- ar hljóma HLJÓMSKÁLAKVINTETTINN mun á næstu dögum flytja 2.700 grunn- og framhaldsskólanemend- um 16 skóla í Árnessýslu tónlistar- dagskrá og kynna þeim um leið hljóðfæri málmblásarakvintettsins. Tónleikarnir eru á vegum verkefn- isins Tónlist fyrir alla sem hófst í vikunni sem leið. Nemendur Tónlistarskóla Árnes- inga taka virkan þátt í skólatónleik- unum, og hafa undirbúið samleik með Hljómskálakvintettinum und- anfarnar vikur, undir leiðsögn kennara sinna, Roberts Darling í Þorlákshöfn, Malcolms Holloway í Hveragerði og Jóhanns Ingva Stef- ánssonar á Selfossi. Einleikarar úr hópi nemenda eru Jón Óskar Guðlaugsson, trompet, Páll Sigurðson, baritonhorn, Hildur Magnúsdóttir, trompet og Erla Kristín Hansen, trompet. Almennir tónleikar í tengslum við kynning- arnar í skólanum, þar sem nemend- ur koma einnig fram, verða sem hér segir: I Þorlákskirkju miðvikudag- inn 25. febrúar kl. 20; í Hveragerð- iskirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 17 og í Selfosskirkju sunnudag- inn 1. mars kl. 17. Meðal verkefna á tónleikunum má nefna umritanir á sígildum verkum eftir Bach, Dvorák og Schumann, íslensk og erlend al- þýðulög og marsar eftir John Philip Sousa. FERÐIR Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum Faxafeni 5 • 108 Reykjavík Sími: 568 2277 • Fax: 568 2274
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.