Morgunblaðið - 25.02.1998, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
AFÖSTUDEGI ók hann eiginkonu
sinni frá Lundúnum til Hastings í
Suður-Englandi, þar sem hún er að
syngja í óperusýningu um þessar
mundir. Eftir sýningu var þeim boðið í sam-
kvæmi og voru ekki komin heim fyrr en um
miðja nótt. Að morgni laugardags vaknaði
hann við símhringingu. Það var umboðs-
maður hans.
„Justin, þú verður að fara til íslands í
dag!“
„íslands?"
„Já, það forfallaðist tenórsöngvari í upp-
færslu íslensku óperunnar á Ástardrykkn-
um og þú verður að hlaupa í skarðið fyrir
hann í kvöld!“
„Hvað meinarðu maður, ég er búinn að
vera kvefaður alla vikuna og ósofinn í
þokkabót! Ég gæti ekki einu sinni sungið í
Lundúnum í kvöld, hvað þá á Islandi!"
„Látt’ ekki svona! Hugsaðu málið! Ég
hringi aftur eftir klukkutíma!"
Klukkustund síðar:
„Halló!"
„Justin, ertu búinn að hugsa málið?“
„Já.“
„Og...?“
„Allt í lagi, ég skal fara!“
Þannig lýsir breski tenórsöngvarinn
Justin Lavender aðdragandanum að
komu sinni til Islands um þarsíðustu
helgi, þegar hann tók við hlutverki
Nemorinos í sýningu Islensku óperunnar
á Ástardrykknum eftir Gaetano Don-
izetti vegna forfalla ítalans Robertos
Iuliani. Söng hann tvær sýningar til við-
bótar um liðna helgi og fékk góða dóma
hjá Jóni Ásgeirssyni í Morgunblaðinu á
laugardag.
Lavender lenti á Keflavíkurflugvelli
upp úr kl. 16 laugardaginn 14. febrúar
og var kominn í Islensku óperuna laust
fyrir kl. 17.30. Þá voru tvær og hálf
klukkustund í sýningu. „Við Kristin sýn-
ingarstjóri fórum í fljótheitum yfir
helstu atriði, eins og staðsetningu mína
á sviðinu, hvar ég ætti að koma inn og
fara út og Robin Stapleton hljómsveitar-
stjóri gerði mér grein fyrir styttingum í
tónlistinni. Síðan var kominn tími til að
fara í fórðun!"
„Þú verður að fara
til Islands í dag!“
Breski tenórsöngvarinn Justin Lavender hefur sungið
hlutverk Nemorinos á síðustu þremur sýningum
Islensku óperunnar á Astardrykknum eftir Donizetti.
Orri Páll Ormarsson hafði tal af Lavender sem kom
hingað með mjög skömmum fyrirvara.
Kyssti ranga stúlku
Og hvernig skyldi sýningin hafa geng-
ið? „Ætli mér sé ekki óhætt að segja að
hún hafi gengið ágætlega - að minnsta
kosti miðað við aðstæður. Vera má að
mér hafi orðið á að kyssa ranga stúlku
og drekka úr vitlausri flösku," segir La-
vender og hlær, „en hvað tónlistina
snertir gekk allt að óskum og röddin bil-
aði aldrei, þrátt fyrir kvef og hæsi dag-
ana á undan.“
Söngvarinn viðurkenmr þó að hann
hafi oft verið öruggari á óperusviði. „Á
köflum var ég eins og bifreið með gang-
truflanir - vissi ekki í hvorn fótinn ég
átti að sti'ga. Kórinn og hinir aðalsöngv-
ararnir voru hins vegar einstaklega
hjálplegir, auk þess sem Kristín sýning-
arstjóri var alltaf í sjónmáli baksviðs og gaf
mér reglulega bendingar. Þegar öllu er á
botninn hvolft held ég því að þetta hafi
blessast allt saman - ef eitt atvik er undan-
skilið!“
Nú?
„Áður en sýningin hófst urðu mér á þau
grundvallarmistök að gleyma að telja íjölda
þrepanna sem liggja út af sviðinu. Ég átti
eftir að súpa seyðið af því. Við lok einnar
aríunnar er Nemorino nefnilega einn á svið-
inu og þegar ég hafði sungið síðasta tóninn
var slökkt á ljósunum, eins og vera ber, og
ég stóð einn eftir í myrkrinu. Ekki var um
annað að ræða en bjarga sér af sjálfsdáðum
út af sviðinu en hvað skyldu áhorfendur
hafa haldið þegar ég rak mig i' hvert þrepið
þegar allir í kringum mann eru svona já-
kvæðir getur maður ekki annað en eflst til
dáða.“
Lavender segir að undir kringumstæðum
sem þessum sé gott að vita að fólk sé á sínu
bandi. „Hefði ég stokkið svona inn í sýningu
í Bretlandi, að ég tali ekki um á Italíu, hefði
hlakkað í fólki við hver mistök sem ég hefði
gert. Hérna er hugarfarið allt öðruvísi, það
vonuðu allir að mér gengi vel!“
Og ísland hefur fleiri kosti, að því er La-
vender hefur komist að raun um við þessi
fyrstu kynni. „Kvenfólkið maður, kvenfólk-
ið. Hér býr alveg gullfallegt kvenfólk. Það
getur þó haft sínar neikvæðu hliðar, eins og
fékk að reyna í sýningunni. Það er nefnilega
erfitt að einbeita sér þegar maður er umvaf-
inn föngulegum meyjum á sviðinu, auk þess
sem hver konan annarri fallegri blasti við
mér þegar mér varð litið út í sal!“
Síðan horfir hann spyijandi á blaðamann:
„Ertu nokkuð að skrifa þetta niður?“ Jú!
„Jæja, það skiptir kannski ekki máli,
konan mín skilur hvort eð er ekki ís-
lensku,“ segir söngvarinn og skellihlær.
Lavender hefur um skeið skrifað mán-
aðarlega pistla fyrir írska dagblaðið The
Examiner. Fer hann þar um víðan völl.
„Starfs míns vegna hef ég ferðast vítt og
breitt um heiminn og oftar en ekki hafa
þessar ferðir mínar verið uppspretta
greinaskrifa. Ef að líkum lætur verða Is-
landsferðinni gerð skil í blaðinu fljót-
lega.“
Domingo bestur
Morgunblaðið/Knstmn
„VERA má að mér hafi orðið á að kyssa ranga stúlku og drekka úr vitlausri flösku en hvað tónlistina
snertir gekk allt að óskum,“ segir Justin Lavender um fyrstu sýninguna sem hann tók þátt í í
Islensku óperunni.
af öðru?“ segir Lavender og bætir við að
ekki hafi hann getað skýlt sér á bak við ölv-
un Nemorinos, því á þessum tímapunkti í
sýningunni hefur söguhetjan ekki dreypt á
„ástardrykknum" alræmda.
Draga má þá ályktun að Lavender sé al-
vanur að glíma við Nemorino. Staðreyndin
er aftur á móti sú að hann hefur ekki sungið
hlutverkið á sviði í ellefu ár! Að vísu æfði
hann það sem staðgengill fyrir uppfærslu
Metropolitan-óperunnar á þessu leikári en
hefur ekki enn þurft að stíga á svið, þar sem
aðalsöngvarinn, Luciano nokkur Pavarotti,
hefur ekki forfallast. „Þar fyrir utan er sú
uppfærsla afar frábrugðin uppfærslu Is-
lensku óperunnar, það er mun minni hreyf-
ing í henni þar sem Pavarotti færir sig í
seinni tíð lítið um á sviðinu."
Talandi um uppfærsluna hér á landi,
hvemig líkar Lavender hún? „Mér finnst
hún skemmtileg. Hugmyndin um að færa
sögusvið óperannar fram á sjöunda áratug
þessarar aldar hefur gengið upp. I fyrstu
óttaðist ég að það yrði hjákátlegt að sjá há-
vaxna og bjarta Islendinga leika ítalskt
sveitafólk en þegar ég var kominn á sviðið
hugsaði ég með mér: Þetta kemur heim og
saman, þetta eru ekki ítalir, heldur norræn-
ir ferðamenn að sóla sig við Gardavatn!"
Lavender hefur ekki sótt ísland heim í
annan tíma. Ber hann landanum vel söguna.
„Ég hef óvíða fengið jafn blíðar viðtökur og
í íslensku óperunni. Islendingar eru greini-
lega mjög hjálplegt og vingjarnlegt fólk.
Ekki svo að skilja að fyrsta kvöldið hafi ekki
verið erfitt, það var það svo sannarlega, en
Lavender hefur ekki einungis farið
víða, heldur jafnframt starfað með
mörgum helstu söngvurum og hljóm-
sveitarstjórum heims og sungið í stærstu
húsunum, svo sem La Scala, Covent Gar-
den, Metropolitan-óperunni og Vínaróp-
erunni. Hvað stendur upp úr?
Söngvarinn lygnir aftur augunum. „Þú
spyrð stórt,“ segir hann svo eftir drykk-
langa stund. „Ef við byrjum á húsunum,
þá líður mér alltaf best í Covent Garden
í Lundúnum. Nú er hins vegar verið að
endurbyggja húsið og auðvitað óttast
maður að andrúmsloftið verði ekki hið
sama þegar það verður tekið í notkun að
nýju. Vonandi er sá ótti óþarfur!"
Víkur þá sögunni að söngvurunum en
þar kemur bara eitt nafn til greina -
Placido Domingo. „Ég dái þann mann!
Hann er, að mínum dómi, mesti óperu-
söngvari sem uppi hefur verið og röddin
verður fallegri með hveiju árinu. Þá er
hann svo góður leikari. Ég hef einu sinni
staðið með honum á sviði, það var í
Óþelló, þar sem ég söng Kassíus og
Domingo titilhlutverkið. Það var há-
punkturinn á mínum ferli!“
Lavender hefur unnið með mörgum
frábærum hljómsveitarstjórum en nefnir
Claudio Abbado fyrstan, hann sé sannur
snillingur. Fer hann jafnframt fögrum
orðum um Georg Solti. „Hann var snjall
en ógnvekjandi!" Af yngra fólki nefnir
Lavender Bandaríkjamanninn Leonard
Slatkin og áströlsku hljómsveitarstýruna
Simone Young. „Þetta er fólk sem á eftir að
láta meira að sér kveða í nánustu framtíð.
Ég hef bætt mig í hvert einasta skipti sem
ég hef unnið með því!“
En þekkir Lavender einhveija íslenska
tónlistarmenn? „Já, ég hef unnið með einum,
Tómasi Tómassyni, bæði í Danmörku og
Portúgal. Hann er frábær bassasöngvári,
einn sá besti sem ég þekki. Það er alltaf
gaman að hlýða á Tómas. Þá er gaman að
segja frá því að konan mín var í Guildhall
School of Music and Drama í Lundúnum á
sama tíma og Sigrún Hjálmtýsdóttir sem fer
með hlutverk Adinu í Astardrykknum í ís-
lensku óperunni. Smæð heimsins kemur
manni stöðugt á óvart!“
I lögguleik
MYNPLIST
M o k k a
LJÓSMYNDUN
GUNNAR KRISTINSSON
Opið á verslunartíma. Aðgangur
ókeypis. Til 5. mars.
Á UNDANFÖRNUM árum hafa
oft verið prýðilegar ljósmyndasýn-
ingar á Mokka og virðist staðurinn
henta fyrir minni sýningar af því
tagi. Nú stendur einmitt yfír sýning
á ljósmyndum Gunnars Kristins-
sonar, sem ber yfirskriftina „Lög-
reglan: Eins, zwei, polizei.“ Gunnar
hefur búið í Berlín og sækir hann
myndefni sitt þangað.
Meginuppistaðan er tvær mynda-
seríur. Titilverkið á sýningunni er
myndröð af manni í embættisbún-
ingi þýskrar lögreglu og með trúðs-
lega grímu, sem ljær fígúrunni yfír-
bragð fáránleikans. Lögreglufígúr-
an stillir sér upp eins og fyrir form-
lega myndatöku, eða eins og verið
væri að taka mynd fyrir tímarits-
grein um líf og starf lögreglumanns.
Alvara og formfesta embættis-
mannsins sem lifir sig inn í valds-
mannslegt hlutverk lögreglumanns-
ins er í skoplegu ósamræmi við
bamslegt trúðsandlitið. Hin serían
er ekki ósvipuð, og sýnir okkur úr-
ÚR ljósmyndaserfunni „Lög-
reglan: Eins, zwei, polizei“, eft-
ir Gunnar Kristinsson.
val mynda úr fjölskyldualbúmi þar
sem gert er góðlátlegt gys að for-
múlufjölskyldunni. Sömu brögðum
er beitt, stífar, líflausar uppstilling-
ar og afkáralegar grímur.
Eins og sást berlega á sýningu á
ljósmyndaverkum á Kjarvalsstöð-
um í haust hafa ljósmyndarar og
listamenn talsvert fengist við svið-
settar ljósmyndir. Þannig verða
ljósmyndirnar ekki myndir af veru-
leikanum heldur myndir af myndum
af veruleikanum. Með því að stilla
ljósmyndinni upp sem mynd af
mynd, þá opnast ýmsir óvæntir
möguleikar. Áð einhverju leyti hafa
sviðsettar ljósmyndir þróast út frá
notkun listamanna á ljósmyndum
sem heimild um gerninga og hverf-
ula listatburði. Sigurður Guðmunds-
son, sem dæmi, byrjaði að nota ljós-
myndir sem hlutlaust heimildatæki,
en smám saman urðu ljósmyndirnar
að sjálfstæðum verkum, þar sem
sviðsetningin var gerð fyrir ljós-
myndina. Á síðastliðnum fímmtán
árum hafa sviðsettar ljósmyndir
orðið allt að því sjálfstæð listgrein,
og má þar nefna listamenn eins og
Cindy Sherman, William Wegman,
Lucas Samaras, Yasumaru Mori-
mura, og fleiri. Myndir Gunnars
taka mið af þessari þróun.
Það má vissulega hafa gaman af
mjmdaseríum Gunnai-s Kristinsson-
ar. I raun er hin skoplega hlið
myndanna ofgerð með trúðs-
grímunni, því sviðsetningin sjálf er
nokkurs konar grímudansleikur,
sem ætti að vera nokkuð augljós án
þess að gríman komi til. Þar af leið-
andi detta myndirnar niður á það
plan að vera sakleysislegt skop sem
skoppar á yfirborði hlutanna og
kallast frekar á við aðrar tilraunir í
sömu átt innan listasögunnar og úr
fjölmiðlaheimi en að stinga gat á
vanabundna sýn okkar á umhverfíð.
Gunnar J. Árnason