Morgunblaðið - 25.02.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 23
LISTIR
Ellen og Kombóið í
endurnýjun lífdaganna
DJASS
Múlinn á Sóloni
íslandusi
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR
OG KOMBÓIÐ
Ellen Kristjánsdóttír söngur,
Eðvarð Lárusson gítar, Þórður
Högnason bassa og Birgir
Baldursson trommur.
Sunnudagskvöldið
22. febrúar 1998.
ÞÁ hefur djassklúbburinn Múl-
inn hafið starfsemina á nýju ári og
á nýjum stað - í Sölvasal á Sóloni
íslandusi. Áður var Múlinn á Jóm-
frúnni á föstudagskvöldum, en
verður nú á Sóloni á fimmtudags-
og sunnudagskvöldum. Geta djass-
unnendur gengið þar að vandaðri
íslenskri djasstónlist og ber að
fagna því.
Það var tríó Oskars Guðjónsson-
ar sem reið á vaðið sl. fimmtudags-
kvöld og lék tónlist af geisladiski
hans, Fari, ásamt nýrri og eldri
verkum og á sunnudagskvöldið
fluttu Ellen Kristjánsdóttir og
Kombóið tónlist sína í Múlanum.
Það var árið 1994 að geisladisk-
urinn Kombóið (Japis JAP-9413-2)
kom út. Þar flutti hljómsveitin 10
lög, öll frumsamin utan eitt. Flest
þessara laga flutti Kombóið að
nýju á tónleikunum auk laga eftir
Richard Rodgers ofl. Ellen Krist-
jánsdóttir fer fremst meðal jafn-
ingja í Kombóinu og þó hún hafi
hvorki mikla rödd né spanni vítt
tónsvið skortir hana hvorki tónlist-
argáfu né smekkvísi. Samspil
hennar, Eðvarðs, Þórðar og Birgis
ber með sér að þau njóta þess að
leika saman.
Útfærsla laganna hefur breyst
mikið frá 1994 og sem betur fer eru
sólóar margir og flestir góðir hjá
Eðvarði og Þórði. Tónlistin bar
með sér að unglingurinn frá 94 er
vaxinn úr grasi. Yfir henni svífur
kyrrð hinna óræðu töfra. Ein-
hvernveginn gerist það oft þegar
ég hlusta á Kombóið að fyrir hug-
skotssjónum mínum svífur krá við
þjóðveg í bandarískri eyðimörk.
Fyrir utan ekkert nema bensín-
dæla og bílhræ.
Tónleikana upphóf tríóið og
strax var sleginn sá tónn sem ríkti
til enda. Harður, hvellur gítar-
hljómur í bland við sterkan en
mjúkan bassann og rokkaðan
trommuslátt. Þetta reyndist inn-
gangur þeirra að Blue moon eftir
Richard Rodgers, sem Ellen aðlag-
aði stíl Kombósins. Blue skies var
seinna á dagskrá; ekki lag Irving
Berlins heldur Tom Waits, sem
finna má á diski Kombósins. Fleiri
þekkt popplög mátti heyra innan-
um frumsömdu verkin einsog
gjarnan hjá Miles Davis á seinasta
skeiði hans; Þó líði ár og öld, End
of the world og svo grúfaði Ellen
Sad old Red eftir Hucknall og
braut upp kombósándið í flokki-
mannsinsstíl. Djasstandardana af-
greiddi Kombóið svo í aukalagi
þarsem Ellen vitnaði ma. í Ain’t
misbehavin, Laura, S’ wonderful
og Þórður í Línu langsokk eftir
kollega sinn Jan Johansson.
Þegar Kombóið lék á RúRek
1994 fannst mörgum sveitin of
poppuð fyrir djasshátíð. Ég held
varla að þær raddir heyrðust í dag
nema frá stækustu hreintrúar-
mönnum. Sólóar Eðvarðs og Þórð-
ar voru margir hinir ágætustu.
Eðvarð leikur sér oft að endurtaka
einfaldar hendingar í einleikslínun-
um og á stundum var einsog hljóm-
arnir væru slegnir á sítar. Þórður
er einhver fjölhæfasti bassaleikari
sem við eigum og krafturinn í ex-
pressjónískum stíl hans oft stór-
brotinn. Yfir og undir Ellen og
Birgir. Kombóið er vonandi komið
til að vera.
Djassunnendir mega vera stoltir
af fyrstu Múlahelgi ársins. Þar
ríktu nýrri straumar í íslenskri
djasstónlist. Um næstu helgi verð-
ur afturá móti hinn hefðbundni
djass í öndvegi. Á fimmtudags-
kvöldið leikur kvartett Omars Ax-
elssonar píanista með Hansi Jens-
syni tenórista, Gunnari Pálssyni
bassaleikara og Þorsteini Eiríks-
syni trommara - Steina krúpu. All-
ir voru þeir þekktir í tónlistar-
bransanum á árum áður og leika
klassíska djassstandarda. Á sunnu-
dagskvöld leikur svo Kuran swing í
anda Djangos og Stephane Grapp-
ellis.
Gleðilega sveiflutíð!
Vernharður Linnet
Reuters
Gjafir
Ceausescus
MÁLVERK af Nicolae
Ceausescu, fyrrverandi einræð-
isherra í Rúmeníu, tekið úr um-
búðum í minjasafninu í
Búkarest. Þar er nú að finna
þúsundur muna, málverk, skúlp-
túra og aðrar gjafir sem
Ceausescu var ausinn á 24 ára
valdatíð, sem lauk með uppreisn
1989, er einræðisherranum var
steypt af stóli og hann skotinn.
Starfsfólk safnsins hefur sett
saman Iista yfír allar gjafírnar
og verða sumar þeirra seldar á
uppboði.
Nýjar plötur
• TRAINSPOTTING er með
lögum úr samnefndu leikriti
sem Loftkastalinn frumsýnir
4. mars nk. Leikritið er byggt
á skáldsögu Irvine Welsh í
leikgerð Harry Gibson og er í
íslenskri þýðingu Megasar.
Þetta er safnplata með er-
lendum lögum og einu ís-
lensku. Fjögur laganna eru
endurflutt af jslenskum flytj-
endum. Jón Olafsson útsetur
þrjú þeirra og Máni Svavars
eitt.
Útgefandi er Skífan. Verð:
1.999.
ATRIÐI úr Litla prinsinum sem Aristofanes frumsýnir á föstudag.
FB sýnir Litla prinsinn
LEIKLISTARFÉLAGIÐ Aristo-
fnes í Fjölbrautaskólanum Breið-
holti frumsýnir leikritið Litli
prinsinn eftir Antoine De Saint-
Exupéry, föstudaginn 27. febrúar,
kl. 20. Leikgerðin var samin af
leikhópnum sjálfum upp úr bók-
inni í samráði við leikstjóra verks-
ins, Völu Þórsdóttur. Leikgerðin
er ekki unnin sem barnaleikrit þó
svo að börnum gæti þótt gaman
að sýningunni þar sem fjölskrúð-
ugar persónur koma við sögu og
mikið grín. Leikhópurinn sýnir í
Möguleikhúsinu við Hlemm. Bún-
ingar, leikmunir og öll hug-
myndasmíði er unnin af leikhópn-
um í samvinnu við leikstjórann.
Verkið fjallar um Iitinn prins
sem býr á lítilli plánetu sem kall-
ast B612. Hann fer í ferðalag
vegna þess að ástin hans í lífínu
er frekja og svífst einskis þegar
hún vill að hann snúist í kringum
hana. Hann lendir í Afríku þar
sem hann hittir flugkonu sem
brotlenti í eyðimörkinni og mynd-
ast sterk bönd milli þeirra.
EFTIR
i
3DAGA
Laugardaginn 28. febrúar opnum við stórmarkað
meÓ raftæki, sem á engan sinn líka hér á landi.
ISLAND • NOREGUR • SVIÞJOÐ • DANMORK
STORMARKAÐUR MED RAFTÆKI - I SMARANUM I KOPAVOGI