Morgunblaðið - 25.02.1998, Síða 24
GlOAJaJltfÖÍÍÖM
MORGUNBLAÐIÐ
r«(>i íiA-'nm’-r-! .‘.2 •!*'•>/-ri,m' ••(!”/
24 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1998
AÐSENDAR GREINAR
RITSAFN Bertolts
Brechts er mikið að
vöxtum. Fæst þeirra
verka, sem birt eru sem
verk hans eru eftir
hann einan. Flest eru
þau uppsuða úr verkum
annarra og samin ann-
aðhvort algerlega af
fjórum konum eða þá að
þær eiga verulegan hlut
í þeim. Þessar konur
eru: Elisabet Haupt-
mann, Margarete
Steffin, Ruth Berlau og
Hella Wuolijold.
Fjórar konur
Brecht hafði þann
háttinn á, að hirða það, sem konurn-
ar skrifuðu fyrir hann, bii-ta það í
eigin nafni og hirða allt endurgjald
fyrir verkin. Ef eftir var leitað,
greiddi hann þeim einhver smánar-
laun, hélt þeim í botnlausri fátækt,
svo að þær væru háðar honum og
yrðu ekki sjálfstæðir rithöfundar,
sem birtu verk sín í eigin nafni.
Einnig voru þær Flokksmenn og
undir flokksaga, og þorðu ekki að
gera uppreisn af ótta við að Flokk-
urinn ásakaði þær þá fyrir að spilia
fyrir snillingnum, sem var Flokkn-
um svo verðmætur.
Elisabeth Hauptmann hóf að
vinna fyrir Brecht 1924. Hún átti
stóran hluta í eftirtöldum verkum:
Smásögur frá þriðja áratugnum,
Lehrstiicke (80%), Heilög Jóhanna
úr sláturhúsunum, uppsuða úr verk-
um Kiplings (90%), Happy End,
Don Juan, Jámaðurinn, Die
Massnahme (um það að Flokkurinn
skuli drepa mann sem fótar sig illa
á línunni), Mahagonny Songspiel,
Kínversk kvæði. En það sem mest
um munar af verkum Hauptmanns
er Túskildingsóperan. Þetta síðasta
verk reyndist vera hrein gullnáma,
en Hauptmann fékk
lítið eða ekkert af því
fé, sem inn kom fyrir
það.
Margarete Steffin
hóf að starfa fyrir
Brecht 1931. Hún
skrifaði eða átti stóran
þátt í þessum verkum:
Ótti og vesöld Þriðja
ríkisins, Galileo, Rétt-
arhöldin yfir Lucullus,
Arturo Ui, Móðir
Courage og Góða kon-
an frá Setzuan.
Ruth Berlau ritaði
eða átti þátt í þessum
verkum: Kákasíski
krítarhringurinn,
Simone Maehard (fyrir tekjurnar af
því verki keypti Brecht sér hús í
Kalifomíu), Móðir Courage, og
fjöldi svokallaðra módel- bóka, sem
voru vinnubækur er ritaðar vora í
leikhúsinu am Schiffbauerdamm
1949-1956.
Þegar leið á fjórða áratuginn varð
æ ljósara, að ný heimsstyrjöld var í
uppsiglingu. Brecht hafði keypt sér
stórhýsi á stað í Danmörku, sem
heitir Skovsbostrand við Svendborg
á Fjóni. Brecht hafði engan andvara
á sér, og þegar hann var neyddur til
að flýja undan Hitler, fór hann fyrst
til Svíþjóðar og síðan til Finnlands.
Hella Wuolijoki
I Finnlandi tók á móti honum
skáldkonan Hella Wuolijoki. Hella
var auðug kona, fræg fyrir skáld-
sögur sínar, einkum Niskavuoren
Naiset (Konurnar á Niskavuori).
Hún hafði fræg boð fyrir höfunda
og listamenn í húsi sínu í Helsinki,
að Jungfrustíg 2. Ruth Berlau hafði
beðið Hellu ásjár fyrir hönd
Brechts, eiginkonu hans og fylgdar-
liðs. Þau komu þangað í aprfi 1940.
Hella studdi Flokkinn með ráðum
og dáð. Hún var njósnari fyrir sov-
ézku leyniþjónustuna, NKVD. Hún
var í nánum tengslum við Meyer
(Mikhaíl) Trilisser (alias Moskvín),
sem var háttsettur hershöfðingi í
NKVD. Þá notaði einnig Kuusinen
(leiðtogi Finnska kommúnista-
flokksins, forystumaður í Kom-
intern, maður mjög náinn Stalín og
í leyniþjónustu sovézka hersins)
hana til sérstakra verkefna. Brecht
fékk þegar íbúð með öllum þægind-
um. (Finnlandsstríðinu var rétt lok-
ið og margir tugir þúsunda flótta-
manna frá Karelíu í borginni.)
Einnig bjó hann á sveitasetri Hellu í
Marleback í Tavastalandi. Þar var
margt rætt, einkum á kvöldin, þeg-
ar útsendarar Trílissers og
Kuusinens komu í heimsókn ásamt
með Zoju Rybkínu, sem var starfs-
maður sovézku leyniþjónustunnar í
Helsinki, og eiginkona Borisar
Rybkíns, aðalfulltrúa NKVD í Finn-
Til hvers er verið að
flytja verk eftir Brecht
í ríkisútvarpi, spyr
Arnór Hannibalsson,
og í Þjóðleikhúsi
árið 1998?
landi. (Hún var einnig mikil vinkona
danska rithöfundarins Martins
Andersens-Neksö.)
Hella hafði skrifað leikrit um
landeigandann Puntila og vinnu-
mann hans Matta. Þessu leikriti stal
Brecht og lét ambáttir sínar, Steffin
og Berlau, sjóða upp úr því þýzka
útgáfu í stíl hins „epíska“ leikhúss.
Þetta gaf hann út undir eigin nafni
og hirti allar tekjur af verkinu.
Hella var dæmd til dauða á stríðsár-
unum, en dómnum ekki framfylgt.
Hún var um tíma útvarpsstjóri
Finnlands eftir stríðið, en síðan tók
við mikil fátækt og örbirgð. Hún
sneri sér þá til Brechts og bað hann
eins og guð sér til hjálpar að láta
hana fá, þótt ekki væri nema brot af
þeim peningum, sem henni bar.
Hún fékk aldrei einseyring. Hella
lagði það á sig að ferðast til Austur-
Berlínar til að reyna að heimta eign
sína. Brecht lét taka af þeim mynd,
sem síðan var notuð sem gagn til að
sanna það, að Hella væri sátt við
allt óréttlætið.
Margarete Steffin hafði verið í
Moskvu oftar en einu sinni á árun-
um 1935-40 til að halda uppi sam-
bandi Brechts við Komintern og
valdamenn þar í borg, og einnig að
athuga, hvort hann fengi þar ból-
stað. Nú kom það sér vel, að hún
var í Helsinki. Arin þar á undan
hafði Brecht og lið hans lifað af
tekjum, sem inn komu fyrir verk
Steffins. Nú tókst Steffin að herja
4.000 dali út úr sovétsendiráðinu í
Helsinki fyrir að hafa þýtt æviminn-
ingar Andersens-Neksö á þýzku til
birtingar í Moskvu-tímaritinu Das
Wort. Fyrir þetta fé ferðaðist
Brecht með liði sínu frá Moskvu til
Vladivostok og þaðan með síðasta
skipinu sem lét þar úr höfn áleiðis
til Bandaríkjanna. Steffin var
berklaveik. Árið 1936 stóð til að hún
færi á spítala. Þá sagði Brecht: Hún
fer ekkert á sjúkrahús. Hún á að
vinna fyrir mig. Hún dó í Moskvu í
júní 1941, og þekkir enginn gröf
hennar. Hefði henni ekki verið
þrælað út og hefði hún fengið við-
eigandi læknismeðferð, hefði mátt
bjarga lífi hennar. Hvorki hún né
erfingjar hennar fengu það sem
þeim bar af tekjum af verkum henn-
ar. Eftir dauða Steffins voru ekki
samin nein stórleikrit undir nafni
Brechts.
Síðasta skip
Þegar Brecht kom til Moskvu í
maí 1941, höfðu flestir vinir hans
annaðhvort verið drepnir eða horfið
í gúlagið. (Og Brecht hafði aldrei
hreyft litla fingur til að verja þá.)
Hvers vegna fór hann ekki sömu
leið? Hann samdi við Apletín (hægri
hönd Fadéévs, sem var náinn Sta-
lín) um, að hann myndi aldrei birta
neitt gegn Sovétríkjunum. Það
efndi hann. Hið svokallaða „epíska
leikhús" er ekki annað en aðferð til
að koma áróðri Flokksins til skila,
enda átti það rætur að rekja til
Piscators, sem var í Moskvu fyrir
1930, og var gerður út af GPU (sem
hét síðar KGB) og starfsmanni
þeiirar stofnunar Otto Katz.
Arið 1947 var hann kallaður fyrir
hina svokölluðu óamerísku nefnd.
Þar laug hann til um tengsl sín við
kommúnistaflokkinn. Hann slapp
með það og uppskar einlæga hrifn-
ingu aðdáenda sinna.
Eftir þetta kom hann sér fyrir í
Evrópu. Hann fékk austurrískt
vegabréf, kom sér upp bankareikn-
ingi í Sviss, hafði samninga við vest-
ur-þýzkan útgefanda (Suhrkamp),
og samdi við austur-þýzk yfirvöld
um að reka leikhús í Áustur-Berlín
á kostnað sovézkra hernámsyfir-
valda og síðan austur-þýzka ríkis-
ins. Hann ferðaðist til Austur-
Berlínar um Prag 1948 með far-
seðli, sem Otto Katz hafði greitt
fyrir hann.
En hann samdi ekkert, sem púður
var í, jafnvel þótt bæði Berlau og
Hauptmann héldu áfram að skrifa
fyrir hann og Berlau aðstoðaði við
uppfærslur í leikhúsinu í Austur-
Berlín. Svo smekkvís var Brecht að
hann samdi lofgjörð um Lysenko
(1949) og húsbónda hans. Hann
studdi Flokkinn, þegar verkamenn í
Austur-Berlín gerðu uppreisn 17.
júní 1953. Hann fékk til yfirráða
risavaxið sveitasetur í Buckow,
klukkustundar akstur fyrir utan
Berlín. Þar flykktust að honum nýj-
ar hjákonur, nýjar ambáttir. Frá
erfðaskrá var gengið svo, að engar
þeirra fengu eyris virði af þeim tekj-
um, sem hann hafði stolið af þeim.
Állt til dauðans (1956) var hann
trúr og tryggur Flokknum.
Til hvers?
Til hvers er verið að flytja verk
eftir Brecht í ríkisútvarpi og í Þjóð-
leikhúsi árið 1998? Er það til þess
að árétta það við Islendinga, að þeir
skuli virða og dýrka siðlausa þjóna
mestu morðamaskínu mannkyns-
sögunnar? Eða til að íslendingar
hafi í heiðri menn, sem höfðu það
helzt til framfara mannkyns að
leggja, að líta á annað fólk (einkum
kvenfólk) sem tæki til að nota sér til
framdráttar, sem þræla til að strita
fyrir þá? Það sæmir svo sannariega
kvenréttindavalkyrjum að reyna að
fá okkur til að dá slíka menn.
Helztu heimildir: John Fuegi: Brecht
and Company. Grove Press, NY, 1994.
Pavel Sudoplatov: Special Taska, Little,
Brown and Company, NY, 1994.
Höfundur er prófessor í heimspeki
við Háskóla Islands.
Mannhatur
mestan part
Arnór
Hannibalsson
Átak í vegagerð á
Snæfellsnesi
HINN 31. desember
sl. birtist grein hér í
Morgunblaðinu með yf-
irskriftinni Vegagerð á
Snæfellsnesi. Greinina
skrifar Jón Jónsson
bóndi að Setbergi á
Skógarströnd. Ég vil
þakka Jóni fyrir ágæta
grein og ég er sammála
honum um margt af því
sem hann segir.
Svo kemur önnur
grein eða viðtal hér í
Morgunblaðinu 6. janú-
ar sl. Þar er fjallað um
Langtímaáætlun í
vegagerð hér á landi.
Jón á Setbergi skoraði
á okkur Snæfellinga að
láta í okkur heyra um þetta mikils-
Finnbogi G.
Lárusson
skil ekki hversvegna
vegurinn fyrir Jökul á
að sitja á hakanum eins
brýnn og hann er til að
tengja byggðina í Snæ-
fellsbæ saman.
Ég fullyrði að það sé
brýnasta verkefnið sem
eigi að hafa forgang í
vegagerð á Snæfells-
nesi að fá góðan veg
með bundnu slitlagi
með byggðinni og á
láglendi og tengja
byggðina þannig sam-
an. Það verður ekki
gert nema með því að
byggja upp veginn fyrir
Jökul og þá Heydals-
verða málefni og hafi ég verið með í
huga að verða við bón hans áður en
fyrrnefnt viðtal um langtímaáætlun-
ina birtist þá varð það viðtal til þess
að ég verð nú við ósk hans og það
þyrftu fleiri að gera.
Einn kaflinn í umfjölluninni um
Langtímaáætlunina er nefndur Átak
á Snæfellsnesi. Ég er ekki sáttur við
niðurröðun verkefna í vegagerð eins
og þar er áætlað. Ég álít að for-
gangsverkefni hér á Snæfellsnesi
eigi að vera Búlandshöfði, brú yfir
Kolgrafarfjörð og vegurinn fyrir
Jökul. I lok áðumefnds átakskafla
segir að ekki sé gert ráð fyrir lag-
færingu á veginum fyrir Jökul né á
Fróðárheiði. Mér finnst þetta svo
neikvæð framtíðarsýn og ég vil ekki
trúa að þama sé rétt með farið. Ég
vegmn að austan. Ef
maður á að trúa því sem sagt er í áð-
urnefndum kafla, að ekki sé gert ráð
fyrir lagfæringu á veginum fyrir
Jökul þá er verið að einangra
byggðina í Breiðuvík, á Arnarstapa,
Hellnum og Malarrifi. En hvers
vegna?
Nú er það svo að byggðin á þessu
svæði sem nú er kallað fyrrverandi
Breiðuvíkurhreppur fer vaxandi.
Sífellt fjölgar sumarhúsum á Arnar-
stapa og þar er öfiug og vaxandi
ferðamannaþjónusta og mikil út-
gerð. Tryggvi Konráðsson eða fjöl-
skyldufyrirtæki hans, Ferðaþjónust-
an Snjófell, opnaði núna 7. febr.
skíðalyftu í austurhlíð Jökulsins
okkar og þar mun verða hægt að
stunda skíðaíþróttina mestan hluta
ársins. Á Hellnum vom byggð fjög-
ur íbúðarhús og mjög áhugavert
Ég álít að forgangs-
verkefni á Snæfellsnesi
eigi að vera þessi, segir
Finnbogi G. Lárusson,
Búlaridshöfði, brú yfír
Kolgrafarfjörð og veg-
urinn fyrir Jökul.
veitingahús sl. sumar. Hjá Snæfells-
ásamfélaginu á Brekkubæ á Helln-
um er nú starfrækt græn ferða-
mennska og mannræktarmiðstöð
undir forastu Guðrúnar og Guðlaugs
Bergmann og er sú starfsemi öll
mjög vaxandi.
Þá vil ég benda á að unnið er að
stofnun þjóðgarðs á svæðinu frá
Dagverðará að Gufuskálum og búið
er að ákveða að Björgunarskóli
verði á Gufuskálum. Á þessu svæði
um Staðarsveit, Breiðuvík og fyrir
Jökul era mörg og stórkostleg nátt-
úravætti og má þar nefna ströndina
við Arnarstapa og Hellna sem era
iðandi af fuglalífi, Svalþúfu,
Lóndranga, Djúpalón, Dritvík,
Hólahóla, Saxhóla, Rauðhól og Önd-
verðarnes svo aðeins nokkuð sé
nefnt. Já, það er stórbrotin náttúra
á þessu svæði og er ekki að undra
þótt ferðafólk sækist eftir að geta
skoðað það fallega og fjölbreytilega
landslag sem utanvert Snæfellsnes
hefur upp á að bjóða.
Ferðamannastraumur á Snæfells-
nes hefur farið sívaxandi undanfarin
ár en þó hefur slæmur vegur fyrir
Jökul dregið úr fólki að fara hann og
þar með að heimsækja allar byggð-
irnar í Snæfellsbæ. Það gerðist síð-
ast liðið sumar að náttúruskoðendur
sem ætluðu fyrir Jökul og til Hell-
issands og Olafsvíkur sneru við í
Staðarsveit þegar þeir fréttu að Ut-
nesvegur væri ekki með bundnu slit-
lagi og sumstaðar slæmur yfirferð-
ar. Þó má segja að mikill fjöldi bíla
hafi komið hér undir Jökul sl. sumar
því samkv. talningu yegagerðarinn-
ar við vegamótin við Öxl var þar yfir
180 bíla meðalumferð á dag. Miklu
fleiri bílar hefðu farið þessa leið ef
vegurinn hefði verið með bundnu
slitlagi. Umferðarmæling er mark-
laus á vondum vegum vegna þess að
fólk hlífist við að fara um vonda vegi
nema að nauðsyn krefji. Eitt er víst
að með endurbyggingu og bundnu
slitlagi á veginn fyrir Jökul fi-á Öxl
að Gufuskálum myndi umferð þar
aukast gífurlega. Með bættum vegi
myndi sá stóri hópur ferðafólks sem
snýr við á Arnarstapa eða Hellnum
vegna vegarins halda áfram til Hell-
issands og Ólafsvíkur. Einnig yrði
leiðin áhugaverðari fyrir þá sem
kæmu fyrir Búlandshöfða, þeir
myndu hætta því að fara yfir Fróð-
árheiði og skilja útnesið eftir og fá í
staðinn ævintýraferð fyrir Jökul.
Ég endurtek það að vegurinn fyr-
ir Jökul á að vera eitt af forgangs-
verkefnum í vegagerð á Snæfells-
nesi og það þolir enga bið að tengja
byggðina á Snæfellsnesi saman með
góðum vegi. Ekki má skilja orð mín
svo að ég sé á móti fjallvegum. Síður
en svo, en þeir eiga að vera á eftir
og nýr vegur um Vatnaheiði verður
að koma á eftir þeim vegum sem ég
hefi hér áður nefnt. Það hljóta allir
sem líta á vegamálin hér á Snæfells-
nesi af raunsæi að sjá að það verður
að hafa forgang að tengja byggðina
saman með hringvegi og að lagt
verði slitlag á þann veg. Það yrðu
arðsamar framkvæmdir sem myndu
styrkja búsetu og öllum til hagsbóta
hér á Snæfellsnesi svo og þeim sem
koma hingað til að skoða sig um.
Það era á milli fjöratíu og fimmtíu
ár síðan ég fór að vekja athygli
manna á því að nauðsynlegt væri að
bæta Útnesveg. Ég hefi áður skrifað
um það í Morgunblaðið og það hefur
margt fólk tekið undir skoðanir mín-
ar og ég á í þessu málefni mörg
skoðanasystkini. Á síðustu áram
hefur áhugi fólks vaxið á þessum
umrædda vegi. Fólk er farið að sjá
hve geysimikla þýðingu góður vegur
fyrir Jökul hefur varðandi samgöng-
ur og aukna ferðaþjónustu á Snæ-
fellsnesi. Það þolir enga bið að Út-
nesvegur verði bættur og byggður
upp öllum vegfarendum til hags-
bóta.
Ég hefi í þessari bþaðagrein fyrst
og fremst fjallað um Útnesveg, veg-
inn fyrir Jökul. Það er m.a. vegna
þess að ég tel endurbyggingu þess
vegar vera grandvallaratriði til að
styrkja samgöngur, byggð og bú-
setu á Snæfellsnesi. Það merkir ekki
það að ég sjái ekki mikla nauðsyn á
öðrum vegaframkvæmdum hér í
sýslunni. Eg myndi gleðjast yfir því
að um þau verkefni tækju aðrir sig
til og skrifuðu blaðagi’ein. Það kem-
ur fram í þessari grein minni að ég
er að nokkra ósáttur við áhersluat-
riði sem fram koma í umfjöllun um
svokallaða Langtímaáætlun í vega-
gerð sem m.a. hefur verið fjallað um
í Morgunblaðinu. Mér finnst trúlegt
að það séu fleiri en ég hér á Snæ-
fellsnesi sem eru óánægðir með það
skjal.
Svo bið ég að heilsa Jóni á Set-
bergi og Kristni Kristjánssyni en
hann skrifaði góða grein um vega-
mál hér í Morgunblaðið í byrjun
desember á síðasta ári.
Höfundur er fyrrverandi bóndi og
fréttaritari Morgunblaðsins.