Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 25 Hver er ávinningur- inn af sameiningu? í FYRRI grein minni taldi ég tíma- bært að sveitarstjóm- armenn á höfuðborg- arsvæðinu stöldniðu við nýsamþykkta sam- einingu Reykjavíkur og Kjalarnesshrepps og skoðuðu í fullri ein- lægni frekari samruna sveitarfélaganna á höf- uðborgarsvæðinu. Slíkum samruna er ætlað að skila sterkari sveitarfélögum, þar sem þjónustan við íbú- ana verður öflugri með minni tilkostnaði. Ef slík skoðun á að skila einhverjum niðurstöðum verða sveitarstjórnarmenn fyrst að kasta af sér pólitískum grímum sínum og láta smákóngahugsunarhátt lönd og leið. Ég held reyndar að það sé ekki spurning um hvort sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sameinast heldur hvenær. Þegar sveitar- stjórnarmenn setjast niður og reyna að meta kosti og ókosti sam- einingar þarf að huga að eftirtöld- um þáttum: a. Hver er tilgangurinn með sam- einingu? b. Hvað vinnst og hvað tapast? c. Hve miklir fjármunir kunna að sparast? d. Hvaða sveitarfélög er heppileg- ast að sameina? Aður en reynt er að svara þess- um spurningum verður að vega og meta hagsmuni heildarinnar, sem hljóta fyrst og fremst að vera þeir að ná fram bættri þjónustu með minni tilkostnaði. Almenningur ætti einnig að hafa greiða leið að stjómkerfinu og huga þyrfti að al- mennri jafnræðisreglu. Einn stærsti ókostur við stórt sveitarfé- lag eins og Reykjavík með sína 105.000 íbúa er ópersónuleg stjórn og fjarlægð stjórnkerfisins við íbú- ana. Þótt smæðin sé vissulega oft á tíðum persónulegri, sumir segðu lýðræðislegri, býður hún hins veg- ar frekar hættunni heim á að íbú- unum sé mismunað í meðferð mála heldur en hjá stóra sveitarfélaginu. Slíkt er þó vitanlega ekki einhlítt. Sparnaður og bætt nýting skattfjár hlýt- ur ætíð að vega þungt þegar kostir og ókost- ir mögulegrar samein- ingar eru viðraðir. Dæmi um verkefni þar sem lítill sparnað- ur næst fram með sameiningu sveitarfé- laga á höfuðborgar- svæðinu eru: rekstur grunn- og leikskóla, æskulýðs og íþrótta- mál, menningarstarf- semi, félagsstarf aldraðra og heimahlynning. Framfærsluaðstoð við einstaklinga og viðhald gatna og gangstétta. Öll þessi viðfangsefni taka mið af þjónustumagni eða fjölda ein- staklinga/íbúa og lítil hagræðing næst fram nema einna helst í yfir- stjórn þessara málaflokka. Verkefni þar sem hægt væri að ná talsverðum sparnaði með sam- einingu gætu verið: kostnaður við yfirstjórn, byggingar- og skipu- lagsmál, veitur og holræsi, um- hverfismál og útivistarsvæði, Mestur fjárhagslegur ávinningur, segir Einar Sveinbjörnsson, verður með lækkun stjórnun- arkostnaðar. brunavarnir og almenningssam- göngur. Kostnaður við yfirstjórn sveitar- félaganna 7 á höfuðborgarsvæðinu nam samtals 761 millj. kr. á síðasta ári (skv. Árbók sveitarfélaganna 1997). Þetta er há upphæð og þótt vitanlega megi spara hér og þar í þessum málaflokki, næst engin stórsparnaður nema með samruna. Vafalaust losnar einnig um hús- næði sem selja mætti eða nota til annars. Nefna má í þessu sam- bandi allar þær nefndir og ráð sem leggja mætti niður við sameiningu. Ekki hef ég handbærar tölur um þann fjölda sem í dag situr í nefnd- um á vegum sinna sveitarfélaga, en veit þó að í mínu bæjarfélagi Garðabæ, eru það nálægt 120 ein- staklngar sem hafa verið kjörnir í einhverja hinna fjölmörgu nefnda sem starfandi eru. Rita má langt mál um mögulega hagræðingu annara þátta en þeiiTa sem að ofan er taldir, en plássins vegna er því sleppt. Þó skal á það bent að í dag á sér vissulega stað talsverð samvinna í sorpförgun og fráveitumálum. Otalin eru ýmis skylduverkefni sveitarfélaganna þar sem líkur eru á bættri þjónustu í fjölmenn- ari sveitarfélögum án þess að endilega fylgi fjárhagslegur sparnaður. Nefna má: sérfræði- þjónustu við börn í grunn- og leik- skólum, þjónustu við fatlaða, úr- ræði í barnaverndarmálum og at- vinnumiðlun. Lækkun rekstrarkostnaðar með fjölmennari sveitarfélögum næst fyrst og fremst með því að sam- eina störf og fækka. Þannig spar- ast launakostnaður og óþarft er að vera með einhvern feluleik í því sambandi. Þótt bætt nýting húsa- kosts og tækja skipti auðvitað miklu, verður samt mestur fjár- hagslegur ávinningur með lækkun stjórnunarkostnaðar. Fyrsta skrefið í átt til samein- ingar hlýtur að vera það að sveit- arstjórnarmenn á höfuðborgar- svæðinu ræði þessi mál sín á milli í einlægni og fordómalaust þar sem eingöngu verði litið til heildar- hagsmuna. Næsta skrefið yrði síð- an að láta vinna vandaða úttekt á kostum og göllum nokkurra sam- einingarkosta. Þriðja og síðasta skrefið yrði síðan almennar kosn- ingar þar sem íbúarnir kvæðu upp sinn úrskurð. I næstu grein verður sýnt fram á hvernig Reykjavíkurborg getur í krafti ríflegra tekna sinna veitt betri þjónustu en önnur sveitarfé- lög á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er veðurfræðingur. Einar Sveinbjörnsson Faraldur 21. aldarinnar! Heilbrigðisþj ónustan er mjög dýr og því er nauðsynlegt að leita allra hugsanlegra leiða til að draga úr kostnaði án þess að skerða nauðsynlega þjónustu. I seinni tíð hefur orðið vakning í þá átt að efla forvarnir en þar hafa ýmsir áhugamenn um hollar lífsvenjur lagt hönd á plóg. Þessum hópi tilheyra m.a. íþróttafólk, kvenfélög, starfsfólk í heilbrigðis- þjónustu og upp á síðkastið hafa stjórn- völd gert sér meiri grein íyrir gildi forvarna. Krabbameinsfélag Is- lands og Hjartavernd hafa um ára- bil stundað forvarnir sem borið hafa góðan árangur. í lok árs 1996 veitti Kvenfélagasamband Islands myndarlegan styrk til rannsókna á beinstyrkleika kvenna hér á landi. Beinþynning hefur verið nefnd faraldur 21. aldarinnar. Með for- vörnum má draga úr ótímabærri hrörnun líkamans og koma í veg fyrir fjölda beinbrota, kostnaðar- samar læknisaðgerðir og sjúkrahúsvist. Landssamtökin Beinvernd vora stofn- uð í Reykjavík 12. mars 1997. Formaður samtakanna er Ólafur Ólafsson, landlæknir. Þrjár svæðadeildir hafa verið stofnaðar, nú síðast á Suðurlandi en sú deild var stofn- uð i Heilsustofnun N áttúralækningafé- lags íslands í Hvera- gerði 20. nóv. 1997. Markmið samtakanna eru m.a. að vekja athygli almennings og stjórnvalda á beinþynningu sem heilsufarsvandamáli; að standa að fræðslu meðal almennings og heil- brigðisstétta á þeirri þekkingu sem á hverjum tíma er fyrir hendi um beinþynningu og varair gegn henni. Beinin era lifandi vefur sem er í stöðugri þróun alla ævi, en eftir fimmtugt minnkar beinmassinn. Ýmsar leiðir era til að forðast bein- þynningu og á framhaldsstofnfundi Beinverndar á Suðurlandi verður Gunnar Sigurðsson prófessor frammælandi, en hann er manna fróðastur um beinþynningu, orsak- ir hennar og afleiðingar. Allir ættu Allir ættu að stefna að því, segir Anna Páls- dóttir, að stemma stigu við beinþynningu á við- eigandi hátt. að stefna að því að stemma stigu við beinþynningu á viðeigandi hátt til að geta lifað nokkurn veginn uppréttir til æviloka. Fundurinn verður á Hótel Sel- fossi miðvikudaginn 25. febrúar 1998 klukkan 20. Höfundur er formaður Beinvcrndar á Suðurlandi. Anna Pálsdóttir Dómstóll HSÍ á villi- götum MEÐ lögum skal land byggja en með ólögum eyða er góður og gegn málsháttur. Hann kemur upp í hugann við lestur dóms dómstóls HSI vegna bikarúrslita- leiks karla í handbolta. Við meðferð málsins braut dómstóll HSI grundvallarreglur laga um málsmeðferð og dómskipan, reglur sem verður að hafa í heiðri við uppkvaðn- ingu dóma á hvaða dómstigi sem er. Málskotsréttur er Ingólfur Friðjónsson grandvallarréttur sem m.a. gildir í íslenskum rétti. Er hann tryggður við meðferð allra mála og felur í sér a.m.k. tvö dómstig. Fyrir al- mennum dómstólum fær mál fyrst meðferð fyrir héraðsdómi. Niður- stöðu héraðsdóms er að megin- stefnu unnt að skjóta til Hæsta- réttar. Með reglunni er verið að tryggja að mál fái vandaða dóms- meðferð. Menn eiga þess kost að leita endurskoðunar á síðara dóm- stigi, ekki aðeins á þeim ágreiningi sem til umfjöllunar er hverju sinni, heldur einnig á því að rétt sé staðið að málum varðandi málsmeðferð og skipan dóms. Lög ÍSÍ gera að sjálfsögðu ráð fyrir þessari meginreglu. í 5. kafla laga um Iþrótta- og Ólympíusam- band íslands grein 21.2 og 21.3 er gert ráð fyrir tveimur dómstigum í héraði. Héraðssambönd eiga að mynda fyrsta dómstig, og síðan mynda sérsambönd sérdómstól, t.d. dómstól HSI. Mál eiga fyrst að fara fyrir héraðsdómstólinn, og geta síðan sætt endurskoðun eða staðfestingu hjá sérdómstóli. Loks er kostur á þriðja dómstiginu, dómstól ISI ef mál varða íþrótta- hreyfinguna í heild. I máli Fram gegn Val era þessar reglur brotnar. Kærandi (Fram) skaut máli sínu strax til sérdóm- stóls HSÍ sem kvað upp dóm í stað þess að vísa málinu frá án kröfu. Skipan dómstóls HSI í umræddu máli er andstæð almennum réttar- farsreglum að minnsta kosti að tvennu leyti. 1. Fjöldi dómenda: Dóminn kváðu upp fjórir dómendur. Það leiðir af eðli máls að fjölskipaður dómstóll verður hverju sinni að vera skipaður oddamanni, yfirleitt 3 eða 5 mönnum. Annars getur sú staða komið upp að niðurstaða fáist ekki innan dómsins í því máli sem er til úrlausnar. Sé ágreiningur innan dómsins geta jafnmargir verið með og á móti. Pattstaða get- ur myndast innan dómsins og slíkt leyfa réttarfarsreglur einfaldlega ekki. Dóma og úrskurði sem kveðnir eru upp af dómi sem er þannig skipaður í andstöðu við lög og ríkj- andi réttarfarsreglur ber að ógilda og vísa málinu aftur til löglegrar meðferðar. 2. Vanhæfi: Fyrir liggur að hknd. Vals krafðist þess að einn dómenda viki sæti þar sem hann væri vanhæfur. Krafan var á því byggð að viðkomandi dómari hefði tjáð sig um málið í dagblöðum með þeim hætti að hann gæti ekki talist hlutlaus við úrlausn ágreiningsins. Dómurinn féllst ekki á þessa rök- semd og viðkomandi dómari sat sem fastast. Fordæmi: í umfjöllun fjölmiðla á meðan málið var til meðferðar hjá dómn- um var ítrekað vísað til erlendra fordæma við úrlausn sambærilegra mála. Einn dómenda málsins vísaði til óstaðfestra fordæma í blaðagrein í Morgun- blaðinu þann 11. febrú- ar sl. Athygli vekur að ekki er með einu orði minnst á þessi meintu fordæmi í forsendum og niðurstöðum um- rædds dóms. Valsmenn vísuðu til fordæma máli sínu til stuðnings, m.a. úr ís- lenskum handbolta, eða til leiks IR og IBV sem leikinn var þann 14. janúar 1996. Málsatvik vora þau að einn leikmanna IR fékk tveggja mínútna brottvísun, en þegar að- eins lítill hluti þess tíma var liðinn kom annar leikmaður inn á, þannig að lið ÍR var skipað of mörgum leikmönnum. Liði IR tókst að skora eitt mark áður en atvikið uppgötvaðist. Lið IBV kærði leik- inn og var málið tekið fyrir í dóm- stól HSÍ í málinu nr. 1/1996. í nið- urstöðu dómsins er talið ósannað að umrætt atvik hafi haft áhrif á úrslit leiksins. Síðan segir í dómn- um: „Dómurinn hefur áður á það bent, að jafnvel þó komist yrði að annarri niðurstöðu, er viðurlög við atviki sem þessu hvergi að finna í lögum, reglugerðum og leikreglum HSÍ.“ Kröfum ÍBV var því hafnað. Athygli vekur að í dómnum sitja tveir sömu dómaramir og dæmdu í máli Fram gegn Val, lögmennirnir Sigurður Halldórsson og Valgarð Sigurðsson. Engar breytingar, um þetta efni, hafa verið gerðar á lög- um og reglum HSÍ frá uppkvaðn- ingu dómsins. Enn er engin ákvæði að finna um viðurlög sem taka til atvika sem þessara. Dómurinn hef- ur sett skýrt fordæmi um úrlausn máls þegar viðurlög era ekki fyrir hendi í lögum og reglugerðum. Sami dómstóll og að hluta til sömu Leikurinn var ógiltur, segir Ingólfur Frið- jónsson, án heimildar í lögum eða reglum. dómendur líta framhjá þessu for- dæmi við úrlausn kæramáls Fram gegn Val. Þá brýtur dómstóllinn al- gerlega blað í íslenskri íþróttasögu með því að nota sjónvarpsupptökur af leik við uppkvaðningu dóms. Leikurinn er ógiltur án þess að nokkrar heimildir til slíks sé að finna í lögum og reglum. í ljósi þessa getur undirritaður ekki fallist á að nýgenginn dómur í máli Fram gegn Val sé „vandaður" eins og sumir hafa haldið fram. Dómurinn byggist ekki á lagaá- kvæðum. Hann byggist ekki á dómafordæmum eða venju, og er í algerri andstöðu við þau. Hann er kveðinn upp í andstöðu við gildandi réttarfarsreglur. Ég vona íþróttanna vegna að þessari niðurstöðu verði hnekkt. Höfundur er lögfræðingur. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.