Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ
26 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998
AÐSENDAR GREINAR
Framtíðarskipan orkumála
Á UNDANFÖRNUM
misserum hefur all-
nokkuð verið rætt og
ritað um nauðsynlegar
breytingar á skipulagi
orkumála. En þeirri
skoðun hefur vaxið fylgi
að samkeppni sé nauð-
synleg í orkumálum eins
og á öðrum sviðum. Var
þessu máli m.a. hreyft á
Viðskiptaþingi Verslun-
arráðs Islands í sl. viku.
Þar hélt Kolbeinn Krist-
insson, formaður Versl-
unarráðs Islands, því
m.a. fram, að íslenskt
atvinnulíf hljóti á næst-
unni að knýja fram end-
urskipulagningu á orkumarkaðnum í
því skyni að skapa farveg fyinr sam-
keppni. Hér er um gríðarlegt hags-
munamál að ræða. Ekki aðeins fyrir
atvinnulífið eða neytendur heldur
einnig fyrir stóra orkusöluaðila eins
og Rafmagnsveitu Reykjavíkur og
þá Reykjavíkurborg. Stjómvöld hafa
ekki setið auðum höndum í þessu
máli en þó er kannski ekki allt sem
sýnist.
Þingsályktunartillaga
ráðherra
Iðnaðarráðherra hefur lagt fram
á þingi þingsályktunartillögu um
framtíðarskipan í orkumálum. Meg-
intilgangur tillögunnar er sá að
skapa skilyrði til aukinnar sam-
keppni í vinnslu og sölu raforku.
Tillagan byggist á hugmyndum sem
fram komu i tveimur nefndum er
iðnaðarráðherra skipaði á síðasta
ári. Önnur var viðræðunefnd eign-
araðila að Landsvirkjun um endur-
skoðun á eignarhaldi, rekstrarformi
og skipulagi fyrirtækisins, hér eftir
kölluð eigendanefndin. Hin var ráð-
gjafamefnd fulltrúa orkufyrirtækja,
stjómmálaflokka, sveitarfélaga og
aðila vinnumarkaðar-
ins og átti hún að vera
ráðherra til ráðgjafar
um endurskoðun á lög-
gjöf á þessu sviði, hér
eftir kölluð orkunefnd.
Niðurstöður
orkunefndar
Það voru margir
sem fögnuðu þeim nið-
urstöðum sem fram
komu hjá orkunefnd-
inni svokölluðu. En
meginmarkmið til-
lagna nefndarinnar
var að skapa forsend-
ur til samkeppni í við-
skiptum með raforku.
Tillögur eigendanefndarinnar
gengu hins vegar að nokkm leyti
þvert á þessar hugmyndir en eig-
endanefndin miðaði við að staða
Landsvirkjunar yrði óbreytt hvað
varðar orkusölu til almennings-
veitna næstu 10 árin. Þeir vora
margir sem gagnrýndu niðurstöður
eigendanefndarinnar hvað þetta
varðar og var sá sem þetta ritar í
þeim hópi.
Samtök orkuveitna, Samorka,
lýstu yfir fullum stuðningi við tillög-
ur þær sem fram komu í skýrslu
orkunefndarinnar. í greinargerð
fulltrúa samtakanna, sem dagsett
er hinn 23.12. 1996 segir orðrétt:
„Eindregnum stuðningi er lýst við
það meginsjónarmið, sem fram
kemur í skýrslunni, að endurskipu-
leggja beri raforkubúskap þjóðar-
innar með því að koma á samkeppni
í vinnslu og sölu raforku. Hið sama
gildir um aðskilnað vinnslu, flutn-
ings, dreifingar og sölu, svo og um
að hlutlaus aðili hafi eftirlit með
einkaréttarstarfsemi, þ.e. flutningi
og dreifingu, og einnig með því að
samkeppni komist á og haldist
virk.“
Eftir að þingsályktunartillaga
iðnaðarráðherra hafði verið lögð
fram á Alþingi var leitað eftir um-
sögnum raforkuveitna. Þar hafa
m.a. komið fram áhyggjur af því að
þingsályktunartillagan gangi að
hluta til gegn megintilgangi sínum
sérstaklega hvað varðar tímamörk.
Þ.e.a.s. að tíminn sem áætlaður sé
til þess að ná fram raunverulegum
breytingum og koma á frjálsri sam-
keppni sé alltof langur. Stefnumót-
unin megi ekki ganga út á það, að
breytingar á skipulagi orkumála
séu áætlaðar svo langt inn í fram-
tíðina að raunvemlega sé verið að
tryggja úrelt fyrirkomulag í næstu
Til að þessar
hugmyndir geti orðið
að veruleika, segir
Gunnar Jóhann Birgis-
son, kann að vera óhjá-
kvæmilegt að breyta
sameignarsamningi um
Landsvirkjun.
framtíð. Einnig hefur verið gagn-
rýnt að ekki sé tekið á því í þings-
ályktunartillögunni hvaða hlutverki
Landsvirkjun eigi að gegna í þessu
nýja umhverfí.
Nokkrar nauðsynlegar
breytingar
Því ber að fagna að iðnaðarráð-
herra hafi lagt fram tillögu um
framtíðarskipan í orkumálum. Hins
vegar þarf að gera eftirfarandi
breytingar á tillögunni til þess að
tryggja að tillagan skapi farveg fyr-
ir samkeppni í raforkumálum:
1. Sjálfstætt fyrirtæki til þess að
annast meginflutning raforku um
landið (landsnet) ber að stofna sem
fyrst og eigi síðar en í ársbyrjun
1999. Til þess að það sé mögulegt
þarf vinna við könnun á forsendum
fyrir breyttu fyrirkomulagi á flutn-
ingi raforku að hefjast strax. Slík
könnun er forsenda fyrir breyting-
um á skipulagi orkumála. Þings-
ályktunartillagan gerir hins vegar
ráð fyrir stofnun slíks flutningsfyr-
irtækis á árabilinu 2001 til 2003.
2. Kannað verði nú þegar hvert
hlutverk ríkisins á að vera í fram-
tíðarskipulagi raforkumála í land-
inu og þá hvort ríkið eigi að eiga
hlut í landsnetinu og/eða í stóru
vinnslufytirtæki eins og Lands-
virkjun. Hlutur ríkisvaldsins í raf-
orkufyrirtækjum er meiri hér á
landi en víða í nágrannaríkjunum
okkar og því er eðlilegt að þetta
verði tekið til skoðunar. Ekki síst
með tilliti til þess að til þess að
tryggja samkeppni með því að að-
skilja vinnslu, flutning, dreifingu
og sölu raforku getur eignaraðildin
ekki öll verið á einni hendi.
3. Það markmið verði sett að
samkeppni verði orðin virk og raf-
orkumarkaður frjáls fyrir árslok
2003 eða innan fimm ára. Engin
ástæða er til þess að bíða til ársins
2009 eins og þingsályktunartillagan
gerir ráð fyrir. Ef vilji er á annað
borð til þess að ganga þessa leið
verður þróunin án efa miklu hraðari
en gert er ráð fyrir og til lítils að
reyna standa í veginum.
Þessar tillögur eru samhljóma
þeim ábendingum, sem settar hafa
verið fram af ýmsum sem um málið
hafa fjallað og þekkja vel til í orku-
geiranum og áðurnefndri greinar-
gerð Samorku.
Landsvirkjunar-
samningurinn
Til að þessar hugmyndir geti orð-
ið að veruleika kann að vera óhjá-
GunnarJóhann
Birgisson
kvæmilegt að breyta sameignar-
samningi um Landsvirkjun en sá
samningur byggist á hugmyndum
eigendanefndarinnar. Landsvirkj-
unarsamningurinn má aldrei standa
í vegi fyrir samkeppni í raforkumál-
um. Slíkt gengur jafnt gegn hags-
munum þeirra sem eru eignaraðilar
að Landsvirkjun og hagsmunum
annara.
Fyrir nokkrum dögum var kynnt
skýrsla, sem unnin var fyrir
Reykjavíkurborg um sóknarfæri
fyrir sameinað orkufyrirtæki Hita-
veitu Reykjavíkur og Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. I skýrslunni er á
það bent að hvort fyrirtækjanna um
sig hafi fjárhagslega burði til að
standa vel að vígi í breyttu um-
hverfi orkumála en með sameiningu
eigna og starfsliðs fyrirtækjanna
mætti setja á stofn orkufyrirtæki
sem hefði yfirburðastöðu meðal ís-
lenskra orkufyrirtækja. Undir þetta
hafa ýmsir tekið. Hins vegar er
sameining þessara fyrirtækja smá-
munir samanborið við það hvað
gæti gerst ef Rafmagnsveita
Reykjavíkur fengi möguleika á því
að nýta sér þá fjármuni sem í dag
era bundnir í Landsvirkjun. Heild-
areign Rafmagnsveitunnar er í dag
um 18,7 milljarðar. Þar af er eignar-
hluti í Landsvirkjun metinn á um
12-13 milljarða en markaðsverð-
mætið er verulega meira. Ef
Reykjavíkurborg væri í aðstöðu til
þess að nýta sér þessar eignir í
frjálsri samkeppni á raforkumark-
aði þá fyrst getum við talað um að
sóknarfærin séu í höndum Reykja-
víkurborgar. Það era ekki aðeins
hagsmunir neytenda og atvinnulífs-
ins sem eru í húfi heldur opnar sam-
keppni á þessu sviði, ef rétt er á
málum haldið, ótrúlega möguleika
fyrir veitufyrirtækin í landinu og
því skyldu þau ekki geta staðið sig í
samkeppni eins og Landsvirkjun
hefur staðið sig á einokunarmark-
aði?
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
og borgarfulltrúi.
V alsmenn
mótmæla
AÐ MINNSTA kosti
er það umhugsunarefni
að maður sem er al-
þekktur stuðningsmað-
ur annars þess félags
sem í hlut á skuli sveipa
sig hlutleysisblæ blaða-
manns og skrifa svo
grein eins og þá sem
birtist í Mbl. laugardag-
inn 21. febrúar sl.
í henni fjallar SOS
m.a. um þann mun sem
er á mati dómara á ein-
stökum atriðum leiksins
og framkvæmd hans.
Einungis sé hægt að
ógilda leiki ef hinn
seinni þáttur sé brotinn.
Fyrir það fyrsta þá
er þessa reglu ekki að finna í lög-
um HSÍ. í öðru lagi er munurinn á
þessu tvennu mjög óljós. Eða er
það ekki hlutverk dómara að taka
eftir því hvort sjöundi leikmaður
annars liðsins er auðkenndur sem
markmaður? Og eru það þá ekki
mistök hans ef hann grípur ekki
til þeirra ráða sem hann hefur
heldur lætur leikinn halda áfram?
Slík mistök eru á ábyrgð dómara
og hluti af leiknum. Þau á ekki að
vera hægt að leiðrétta eftir á þeg-
ar leikurinn er látinn halda áfram
í 10 mínútur eins og raun varð. í
þessu sambandi verður að hafa í
huga, að tímavörður og eftirlits-
dómarar eru aðstoðarmenn dóm-
ara og ákvarðanir þeirra (og mis-
tök) því á ábyrgð dómara hverju
sinni.
Vegna umfjöllunar SOS um dóm
HSÍ í máli Vals og Fram er vert að
skoða dóm HSÍ í málinu nr. 1/1996
ÍS gegn ÍBV. Þar
kom einn leikmaður
inn á völlinn of
snemma eftir brott-
vísun. Þannig hafði
annað liðið „ólög-
mæta stöðuyfirburði"
í leiknum. í niður-
stöðu dómsins var
m.a. byggt á því að í
lögum HSÍ væri ekki
að finna heimild fyrir
hann til þess að
ógilda leikinn við slík-
ar kringumstæður,
m.a. með vísan til nið-
urstöðu dómstóls
IHF í máli Þýska-
lands gegn Rússlandi
í HM 1995.
í leik Vals og Fram var ekkert
að athuga við fjölda leikmanna
Vals heldur auðkenningu eins
þeirra. Þannig er það óskiljanlegt
að dómurinn telji sig hafa þessa
heimild í dag að óbreyttum lögum
HSÍ og þá sérstaklega þegar sú
staðreynd er höfð í huga, að tveir
af þeim dómurum er dæmdu í máli
Fram og Vals dæmdu í máli ÍR og
ÍBV. Og þá hlýtur maður að
spyrja: Ef dómurinn taldi þá að
hann hefði ekki sh'kar heimildir,
hvemig getur hann haft þær í dag
að óbreyttum lögum?
Þau dæmi sem SOS fjallar um í
grein sinni draga bæði fram van-
þekkingu hans á málinu og þann
reginmun sem var á þeim tilvikum
og því sem hér um ræðir. í um-
ræddum knattspyrnuleikjum hafði
annað liðið notast við leikmenn
sem höfðu ekki leikheimild eða
voru í leikbanni. Allra þýðingar-
Guðni Á.
Haraldsson
mest er þó sú staðreynd að niður-
stöðurnar voru byggðar á skráð-
um, skýram og afdráttarlausum
réttarheimildum laga og reglna
KSÍ. Leikur Vals og Fram var hins
vegar ógiltur án þess að slík niður-
staða eigi sér nokkurs staðar stoð í
skráðum lögum eða reglum HSÍ.
Það hefur og gleymst í þeirri
umræðu sem fram hefur farið, að
nokkur þeirra marka er Fram
skoraði í leiknum voru andstæð
þeim leikreglum sem leikið er eftir.
Þannig stytti t.d. leikmaður Fram
sér leið í gegnum vítateig er hann
skoraði 20. mark Fram, sem var
síðasta mark liðsins í venjulegum
leiktíma. Þannig var það ekki ein-
ungis Valur sem hagnaðist á mis-
tökum dómaranna heldur bæði lið-
in.
SOS hins vegar hefur einungis
viljað hengja leikmenn Vals fyrir
þau mistök sem gerð voru. Þar hef-
ur hann farið offari og hljótum við
Valsmenn allir að mótmæla slíkum
einhliða blaðaskrifum.
Sigmundur Ó. Stein-
arsson hefur farið
offari í skrifum sínum,
----------------—,---------
segir Guðni A. Har-
aldsson, og hljótum við
Valsmenn að mótmæla
slíkum einhliða blaða-
skrifum.
Nei, mergurinn málsins er sá, að
dómuram jafnt sem leikmönnum
verða á mistök í leik. Slík mistök
eru hluti leiksins. Því eiga jafnt
áhorfendur sem leikmenn að geta
treyst því, að úrslit leikja ráðist á
leikvellinum en ekki af skoðun
myndbanda.
Höfundur er formaður handknatt-
leiksdeildar Vals.
Gera má betur
í BÓKINNI Birtíngi,
sem Halldór Laxness
snaraði svo snilldarlega
yfir á íslensku á sínum
tíma, kemur við sögu
heimiliskennarinn
Altúnga. Altúnga að-
hylltist háspekiguð-
fræðialheimsviskukenn-
inguna og sagði að það
væri sýnt og sannað að
hlutimir gætu ekki ver-
ið öðruvísi en þeir væra.
Þar sem allt væri miðað
við einn endi hlyti allt
um leið að vera miðað
við allrabesta endi. Þar
af leiðandi væru þeir
sem segðu að allt væri í besta Iagi
hálfvitar, maður ætti að segja að allt
væri í allrabesta lagi.
Ef litið er til þess hvernig við ís-
lendingar og heimurinn umhverfis
okkur hefur þróast undanfarna ára-
tugi þyrfti manni ekki að bregða svo
mjög þótt einhverjum dytti í hug að
e.t.v. væri einhver glóra í niðurstöðu
Altúngu. Á ótrúlega skömmum tíma
höfum við skriðið út úr dimmum
moldai-kofunum og gengið inn í upp-
lýstan nútímann. Sem þjóð höfum við
öðlast frelsi og sjálfstæði. Víða um
heim höfum við séð þjóðir brjótast úr
hlekkjum einræðis og kúgunar.
Þá er ffeistandi að spyrja hvort við
getum ekki bara tekið lífinu með ró
og hætt að velta vandamálum heims-
ins fyrir okkur, þróunin sé hvort sem
er í góðum gír og allt í allrabesta lagi
eins og spekingurinn sagði. Því miður
er málið ekki svo einfalt, sú ffamþró-
un sem átt hefur sér stað hefur ekki
komið af sjálfu sér heldur kostað
mikla baráttu og þrautseigju. Um-
bætur hafa orðið vegna þess að ekki
þótti allt vera í lagi. Það er vissan um
að gera megi betur sem knúið hefur
umbótamenn áfram í gegnum tíðina.
Nú er svo komið að við búum í um-
hverfí sem býður okkur meira svig-
rúm til að lifa eftir eigin höfði en áður
hefur þekkst, þótt víða úti í hinum
stóra heimi sé enn pott-
ur brotinn í þeim efn-
um.
Eflaust finnst sumu
ungu fólki sem frelsis-
barátta undanfarinna
áratuga og alda sé
fremm' fjarlæg sagn-
fræði en mikilvægur
þáttur í tilveru þess.
Flest gerir það sér þó
grein fyrir því að á
þessari baráttu grand-
vallast frelsi þess til
orða og gjörða í dag.
Frelsið er dýrmætt, svo
dýrmætt að fara verður
vel með það sagði
Lenín eitt sinn, en svo fór sem fór.
Annar maður komst einnig vel að
orði þegar hann sagði það vera gjald
frelsisins að vera stöðugt á verði.
Tilvalið er fyrir ungt
hugsandi fólk, segir
Helgi Zimsen, að setja
niður á blað ritgerð,
ljóð eða smásögu með
hugleiðingum um
frelsið.
Þessa dagana er í gangi ritgerða-
samkeppni fyrir fólk á framhalds-
skólaaldri þar sem frelsið er við-
fangsefnið í sinni fjölbreytilegu
mynd. Það er því tilvalið fyrii' ungt
hugsandi fólk að setja niður á blað
ritgerð, ljóð eða smásögu með hug-
leiðingum um frelsið. Það getur verið
gagnlegt að staldra öðru hvora við og
velta fyrir sér mikilvægi og stöðu
frelsisins.
Eða er kannski bara allt í allra-
besta lagi?
Höfundur er annar framkvæmda-
stjóra ritgerðasamkeppni SUS.
Helgi Zimsen