Morgunblaðið - 25.02.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 25.02.1998, Síða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 29 . STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKEPPNI A BRAUÐMARKAÐI Samkeppnisráð hefur úrskurðað, að kaup Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi hf. skuli teljast ógild. Forsenda Samkeppnisráðs fyrir þessari ákvörðun er sú, að kaup Myllunnar-Brauðs hf. leiði til markaðsyfirráða fyrirtækisins og dragi verulega úr samkeppni. Fyrirtækið hefur hins vegar ákveðið að áfrýja þessari niðurstöðu Samkeppnisráðs. Grundvallaratriði í þessu máli hlýtur að vera, hvort neytendur eigi annarra kosta völ eftir yfirtöku Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi hf. en að kaupa brauð og kökur frá þessu tiltekna fyrirtæki. Vilji fólk fara til útlanda á það ekki annarra kosta völ u.þ.b. níu mánuði ársins en að kaupa farseðil með Flugleiðum. Yfir hásumarið er annarra kosta völ en þeir kostir eru ekki margir. Af þessum sökum er sáralítil samkeppni meirihluta ársins í millilandaflugi. Vissulega er það svo nú orðið, að öðrum félögum er frjálst að fljúga til og frá íslandi en hafa ekki talið sér það hagkvæmt vegna smæðar markaðarins. Öðru máli gegnir hins vegar um kaup neytenda á brauði og kökum. Fram hefur komið, að framleiðsluvörur Myllunnar-Brauðs hf. séu fyrst og fremst á boðstólum í hinum svonefndu stórmörkuðum. Yfirtaka fyrirtækisins á Samsölubakaríinu hf. þýðir, að stórmarkaðirnir eiga þessa stundina ekki kost á viðskiptum við aðra stórframleiðendur á brauði, svo nokkru nemi. Hins vegar geta þeir sennilega samið við nokkur bakari um umtalsverð kaup á brauði til þess að skapa mótvægi við Mylluna- Brauð hf. Kjarni málsins hlýtur þó að vera sá, að hinn almenni neytandi á annarra kosta völ. Vilji hann ekki kaupa brauð frá Myllunni-Brauði hf. í stórmörkuðum, getur hann gengið út í næsta bakarí, sem í mörgum tilvikum er í nokkurra mínútna fjarlægð frá stórmarkaði og keypt þar brauð. Þessi bakarí eru svo mörg á höfuðborgarsvæðinu, svo að dæmi sé nefnt, að það væri fásinna að halda því fram, að Myllan-Brauð hf. hafi náð einokunaraðstöðu á brauðmarkaðnum. Því fer víðs fjarri og það veit hver einasti neytandi, sem dag hvern getur keypt þessa vöru annars staðar en í stórmarkaði. Það er því erfitt að skilja rök Samkeppnisráðs fyrir niðurstöðu þess nema menn vilji líta á stórmarkaðina, sem sérstakt markaðssvæði, sem sé ekki í neinum tengslum við umhverfi sitt. En hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram að svo sé? Bakaríin eru öllum opin. Þar getur hver og einn keypt sitt brauð og er alls ekki háður Myllunni-Brauði hf. um þau kaup. Hvernig er þá hægt að halda því fram, að fyrirtækið hafi náð markaðsráðandi aðstöðu? Samkeppnisráð hefur augljóslega skilgreint brauðmarkaðinn alltof þröngt. Stórmarkaðir standa frammi fyrir þeim vanda á mörgum sviðum, að einn framleiðandi er að eftirsóttum vörum. Þannig er t.d. aðeins einn framleiðandi á íslandi að eftirsóttasta gosdrykk í heimi, Kóka kóla. Neytendur eiga hins vegar annarra kosta völ. Þeir geta keypt Pepsi kóla og þeir geta jafnvel keypt Hagkaups kóla. Mælikvarðinn hlýtur fyrst og fremst að vera sá, hvort neytandinn eigi annarra kosta völ. Þegar um er að ræða ferð til útlanda eru þeir kostir ótrúlega takmarkaðir. Þegar um er að tefla flutninga með skipum takmarkast þeir fyrst og fremst við tvo aðila. Þegar um er að ræða símaþjónustu og þjónustu tengda henni hefur einn aðili ráðið ferðinni, þar til nú, að samkeppni er að hefjast í farsímaþjónustu - enda er verðið að lækka. Á öllum þessum sviðum er samkeppni margfalt minni en í brauðsölu, jafnvel eftir kaup Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi hf. I umræðum um þessa ákvörðun Samkeppnisráðs hefur komið fram sú staðhæfing, að stórmarkaðir knýi niður verð hjá birgjum en sú verðlækkun skili sér ekki til neytenda. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Imynd stórmarkaðanna hefur hingað til verið sú, að þeir hafi náð að lækka vöruverð í landinu verulega með stórum innkaupum. Og engin spurning er um, að þeir hafa lækkað vöruverð. En getur verið, að breyting sé að verða á því? Eru stórmarkaðirnir byrjaðir að taka til sín aukinn hagnað í krafti stærðar sinnar í stað þess að skila verðlækkuninni til neytenda? Svör talsmanna stórmarkaðanna við þessum staðhæfingum í Morgunblaðinu í gær voru ekki sannfærandi. Almenningur mun áreiðanlega veita því sérstaka eftirtekt, hvort skýrari svör koma fram. Morgunblaðið hefur alla tíð hvatt til frjálsrar samkeppni. Blaðið hefur varað við tilhneigingu einkafyrirtækja til að ná einokunaraðstöðu á einstökum mörkuðum og bent á, að einokun einkafyrirtækja væri ekki betri en einokun ríkisfyrirtækja, eða samvinnufyrirtækjanna á sínum tíma. Það er hins vegar ekki með nokkrum rökum hægt að halda því fram, að neytendur eigi ekki margra kosta völ í brauðkaupum. Þar er ekki bara um að ræða tvo kosti eða þrjá eins og í mörgum tilvikum í okkar viðskiptalífi. Bakaríin sem neytandinn getur snúið sér til skipta mörgum tugum og jafnvel um eitt hundrað á höfuðborgarsvæðinu. Hvaða einokun er það? Aðhaldið, sem samkeppnisyfirvöld veita á markaðnum er afar mikilvægt og engin spurning um, að það hefur verið neytendum í hag og á eftir að verða það í vaxandi mæli á næstu árum. Rök Samkeppnisráðs fyrir þessari niðurstöðu eru hins vegar svo veik, að tæpast fer á milli mála, að starfsmenn þess hafa skilgreint brauðmarkaðinn alltof þröngt í umfjöllun sinni um þetta mál. Hér skal fullyrt, að sá einstaklingur er ekki til á Islandi, sem telur sig búa við einokun í kaupum á brauði. Frammistaða í náttúrufræði og stærðfræði í framhaldsskólum almennur hluti Almennur hluti í framhaldsskóla Frammistaða í. . . 8. bekkur grunnskóla Frammistaða í . . . ALLIR 25% efstu Náttúrufræði Stærðfræði Náttúrufræði Stærðfræði Frávik frá Frávikfrá I Frávikfrá Frávik frá alþjóðlegu alþjóðlegu alþjóðlegu alþjóðlegu Land Meðaltal Land Meðaltal Land meðaltali Land meðaltali Land meðaltali Land meðaltali 1 Holland 559 1 Svíþjóð 654 1 Svíþjóð 59 1 Holland 60 1 Tékkland 59 1 Tékkland 53 2 Svíþjóð 555 2 Holland 653 2 Holland 58 2 Svíþjóð 52 2 Holland 45 2 Sviss 35 3 ÍSLAND 541 3 Noregur 641 3 ÍSLAND 491 3 Danmörk 47 3 Slóvenía 45 3 Holland 30 4 Noregur 536 4 Sviss 633 4 Noregur 44 4 Sviss 40 4 Austurríki 43 4 Slóvenía 30 5 Sviss 531 5 NýjaSjáland 621 5 Kanada 32 5 ÍSLAND 341 5 Ungverjaland 39 5 Austurríki 29 6 Danmörk 528 6 Ástralía 620 6 NýjaSjáland 29 6 Noregur 28 6 Ástralía 30 6 Frakkland 27 7 Kanada 526 7 Kanada 613 7 Ástralía 27 7 Frakkland 23 7 Rússland 23 7 Ungverjaland 27 8 NýjaSjáland 525 8 Slóvenía 612 8 Sviss 23 8 NýjaSjáland 22 8 Svíþjóð 20 8 Rússland 25 9 Ástralía 525 9 Austurríki 610 9 Slóvenía 17 9 Ástralía 22 9 Bandaríkin 20 9 Ástralía 19 10 Austurríki 519 110 ÍSLAND 6091 10 Danmörk 9 10 Kanada 19 10 Þýskaland 16 10 Kanada 17 11 Slóvenía 514 11 Danmörk 603 11 Þýskaland -3 11 Austurríki 18 11 Kanada 16 11 Svíþjóð 8 12 Frakkland 505 12 Þýskaland 593 12 Frakkland -13 12 Slóvenía 12 12 Noregur 12 12 Þýskaland -1 13 Þýskaland 496 13 Frakkland 592 13 Tékkland -13 13 Þýskaland -5 13 NýjaSjáland 11 13 NýjaSjáland -3 14 Ungverjaland 477 14 Tékkland 584 14 Rússland -19 14 Ungverjaland -17 14 Sviss 7 14 Noregur -7 15 Tékkland 476 15 Ungverjaland 563 15 Bandaríkin -20 15 Rússland -29 15 Frakkland -17 15 Danmörk -8 16 Rússland 476 16 Bandaríkin 559 16 Ungverjaland -29 16 Litháen -31 116 ÍSLAND -211 16 Bandaríkin -11 17 Ítalía 475 17 Ítalía 543 17 Litháen -39 17 Tékkland -34 17 Danmörk -37 117 ÍSLAND -24 | 18 Bandaríkin 471 18 Rússland 539 18 Kýpur -52 18 Bandaríkin -39 18 Litháen -38 18 Litháen -33 19 Litháen 465 19 Litháen 519 19 SuðurAfríka -151 19 Kýpur -54 19 Kýpur -52 19 Kýpur -37 20 Kýpur 447 20 Kýpur 501 20 SuðurAfríka -144 20 SuðurAfríka -189 20 SuðurAfríka -157 21 SuðurAfríka 352 21 Suður Afríka 412 Alþjóðlegt meðaltal Alþjóðlegt meðaltal Alþjóðlegt meðaltal Alþjóðlegt meðaltal Alþjóðlegt meðaltal Alþjóðlegt meðaltal 500 585 500 500 515 511 Niðurstöður TIMSS-könnunar í framhaldsskólum Islenskir nem- endur í þriðja sæti ISLENSKIR framhaldsskóla- nemendur voru í þriðja sæti í al- þjóðlegri rannsókn (TIMSS - Third International Mathematic and Scinence Study) í náttúrufræði og stærðfræði, sem kynnt var í gær. Þegar árangur 25% af bestu nemend- um allra landa eru skoðaðir falla ís- lensku nemendurnir niður í 10. sæti. Nemendur á aldrinum 17-21 árs frá 21 þjóð tóku þátt í könnuninni og komu nemendur í Hollandi og Svíþjóð best út. Margar af þeim þjóðum sem urðu meðal efstu þjóða er sambærileg könnun var gerð í 7. og 8. bekk tóku ekki þátt að þessu sinni, svo sem Asíu- þjóðir og nokkrar Evrópuþjóðir. Hafa verður fyrirvara Einar Guðmundsson forstöðumað- ur Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntunarmála (RUM) segir að vissulega séu þetta góð tíðindi, en að ákveðinn fyrirvara verði að hafa á niðurstöðunum. I fyrsta lagi sé sam- anburður á milli landa á framhalds- skólastiginu erfiðari en í grunnskól- anum, meðal annars vegna samsetn- ingar nemenda og meiri fjölbreyti- leika í skipan náms á framhaldsskóla- stigi. í öðru lagi sé brottfall mjög hátt á Islandi eða 45%. Almennt brottfall geri heildarframmistöðu þjóðar betri, þar sem nemendur sem hætta námi standa yfirleitt verr að vígi en þeir sem ljúka einhverju námi. Hann segir brýnt að átta sig á því hvemig brottfallið er til komið. Spyrja megi hvort vinnuhefð á Is- landi ýti undir brottfall. I rannsókn- inni kemur fram beint samband á milli námsárangurs og vinnu með námi, þannig að þeir sem vinna mest koma verst út. Islenskir, bandarískir, kanadískir, hollenskir, ástralskir, norskir og nýsjálenskir nemendur vinna einna mest með námi. Rannsóknin að þessu sinni beindist að þremur nemendahópum á fram- haldsskólastigi. Þeim sem voru að ljúka bók- eða verknámi í framhalds- skóla, þeim sem tóku mikla stærð- fræði og þeim sem tóku mikla eðlis- fræði. Islendingarnir voru einungis úr fyrsta nemendahópnum. Tvær ástæður eru fyrir því að ekki voru teknir með nemendur úr síðari hópn- um, þ.e. fjárskortur og tímaskortur. Könnunin var almennt lögð fyrir árið 1995, en þá var kennaraverkfall á Is- landi, sem leiddi til þess að færa varð könnunina til vors 1996 og þá voru einungis teknir nemendur úr fyrsta hlutanum. Að sögn Einars voru verkefnin í þeim hluta prófsins ekki jafnt tengd námsefni og var í grunnskólanum, heldur var verið að athuga getu nem- enda til að beita almennri þekkingu á hversdagslegum viðfangsefnum. Hann segir umræður um námsefni þó tímabærar, þar sem annað fyrir- komulag er á útgáfu námsefnis í framhaldsskólum en í grunnskólum. Þegar niðurstöður TIMSS-rann- sókna úr grunnskólum voru kynntar, þar sem frammistaða íslendinga var slök, var mikið rætt um raungreina- kennslu og skort á menntuðum raun- greinakennurum. Einar segir að sá munur sé á framhaldsskólastiginu að mun fleiri raungreinakennarar séu með sérmenntun á því stigi og það geti haft einhver áhrif á góða frammi- stöðu nemendanna. „Það er mjög brýnt að halda áfram úrvinnslu þess- ara gagna til að átta sig á þeim mun sem er á milli skólastiganna, allt frá menntun kennara og starfsumhverfi til einstakra þátta sem tengjast bak- gnmni nemenda. Þetta er í raun upp- hafið, en við höfum fengið vilyrði fyr- ir því frá menntamálaráðuneyti að halda áfram úrvinnslu gagnanna næstu tvö árin.“ Hann segir að menn hafi almennt gengið framhjá þeirri augljósu stað- reynd, að hjá Rannsóknastofnuninni liggi gífurlegar upplýsingar um nið- urstöður, ekki bara eins lands heldur allra þeirra landa, sem tekið hafa þátt í rannsókninni. „Eg get til dæmis nefnt að ekki hefur verið leitað til stofnunarinnar formlega vegna ákvörðunar sem tekin hefur verið um útgáfu námsefnis í stærðfræði á grunnskólastigi. Þetta er miður, þar sem stofnunin er málshefjandi í þess- Punktar úr TIMSS-könnun • Þvf meir sem horft er á sjón- varp þeim mun lakari er námsárangur. • Jákvætt samband er á milli viðhorfa nemenda til stærð- fræði og frammistöðu. • Nemendum líkar betur við Iíf- fræði og jarðfræði en eðlis- og efnafræði. • íslenskir framhaldsskólanem- ar verja frístundum sínum með svipuðum hætti og aðrir. • Jákvætt samband er milli menntunar foreldra og náms- árangurs nemenda. ari umræðu og hér er yfirsýnin mest.“ Varla marktæk niðurstaða „Ég hef nú ekki séð þessar niðurstöð- ur og veit því í raun lítið um þær um- fram það sem ég hef úr fjölmiðlum", sagði Ásta Þorleifsdóttir, formaður Félags raunfræðikennara í gær. Hún sagði að niðurstöðurnar kæmu sér ekki á óvart miðað við hvernig staðið var að prófinu og eins með tilliti til brottfalls úr framhaldsskólum. Ásta telur mikilvægt að muna að nemendum var gefið frjálst val um það hvort þeir tækju þátt í prófinu: „Auð- vitað er alltaf spurning hvemig ein- stakir skólar stóðu að framkvæmd prófsins en þetta geta samt varla verið réttar niðurstöður því það voru í flest- um tilfellum nemendur af náttúm- og eðlisfræðibrautum sem tóku þátt.“ Að hennar mati gefur auga leið að þegar nemanda er boðið val á milli þess að taka þátt í fjögurra tíma stærðfræðiprófi eða fara heim þá séu það væntanlega þeir slökustu sem taka seinni kostinn og að slíkt hlyti óhjákvæmilega að hafa áhrif á niður- stöðurnar. I grunnskólunum tóku hins vegar öll skólabörn þátt í prófinu og það taldi Ásta geta skýrt misræm- ið milli frammistöðu framhaldsskóla- nema og grunnskólanema. Fram- haldsskólanemar kæmu betur út þvi þar hefðu þeir slökustu tæplega tekið þátt. Björn Bjarnason menntamálaráðherra Veikleikinn fyrstu ár grunnskólans „ÞAÐ er ánægjulegt að við konium svona vel út úr þessari könnun núna,“ sagði Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra þegar leitað var viðbragða hans við nið- urstöðum TIMSS könnunarinnar varðandi framhalds- skóianema. „Þetta sýnir að við stöndum ekki alfarið illa að vígi þegar um samanburð er að ræða í stærð- fræði og náttúrufræði á alþjóðlegum forsendum. Nauð- synlegt er að huga betur að grunnnámi í þessum grein- um enda erum við að gera það. Á næstu dögum fer menntamálaráðuneytið af stað með kynningu á nýjum aðalnámskrám fyrir grunn- og framhaldsskólann." Ráðherrann var spurður hvers vegna hann teldi að niðurstaðan í könnuninni varðandi framhaldsskólann væri svo ólík niðurstöðunum varðandi grunnskólanem- endur. „Það hlýtur að vera vegna þess að nemendur taka góðum framfórum í skólakerfínu hjá okkur,“ sagði hann og ítrekaði að hann teldi veikleika skólakerfisins hér á landi ekki síst liggja í námskröfum á fyrstu árum skólagöngunnar. í því sambandi minnti hann á að skóla- skylda sex ára barna hafi verið ákveðin á sínum tíma án þess að námskráin væri endurskoðuð samtímis. „Það er fyrst núna sem við erum að koma fram með hugmyndir um markvissa nýtingu á skólatíman- um frá því í sex ára bekk og uppúr. Þar er lögð aukin áhersla á náttúrufræði og stærðfræði á fyrstu árum í grunnskóla." Ráðherrann minnti Iíka á að íslenskir framhalds- skólanemendur hefðu staðið sig vel í alþjóðlegri keppni í stærðfræði og eðlisfræði. Enn reyndi á þetta í sumar þegar efnt yrði hérlendis til ólympíuleika í eðlisfræði fyrir framlialdsskólanema og von væri á hundruðum manna úr öllum heimshornum af því til- efni. „Við höfum verið gjaldgengir í keppni af þessu tagi á framhaldsskólastiginu og við höfum ekki verið eftirbátar annarra þar,“ sagði Björn og taldi TIMSS- könnunina sýna hið sama. Hann sagði að niðurstöður hennar gæfu ennfremur til kynna að brottfall nem- enda úr framhaldsskólum væri enn of mikið hérlend- is. „Ljóst er að við þurfum að vinna gegn því og við erum líka með áform uppi um það í sambandi við nýju námskrárnar," sagði hann. Framleiðendur telja of mikinn mun á afslætti Afslættir til stórverslana nýtast neytendum illa Stöðug barátta er milli framleiðenda og versl- ana um verð og kjör. Baráttan snýst um af- slátt vegna magninn- kaupa, framsetningu, auglýsingar og fleira. Jóhannes Tómasson ræddi við framleiðendur og birgja sem segja hörku í þessum rökræð- um milli aðila mun meiri en verið hefur. HEFUR sífellt aukinn af- sláttur framleiðenda og heildsala til stórmarkaða skilað sér í verðlagi til neytenda? Nýtur stórmarkaður annarra og betri kjara en hverfis- verslun umfram það sem eðlilegt má teljast í krafti stærðar? Hversu mik- inn mun á heildsöluverði getur hag- kvæmnin við dreifingu á fáa og stóra staði réttlætt? Ljóst er að samkeppnin um at- hygli neytenda í matvöruverslunum er mikil og þar beita framleiðendur og heildsalar ýmsum aðferðum og verslanimar, stórmarkaðir sem og minni hverfaverslanir, eru í sífelldri baráttu sín á milli um að laða að við- skiptavini. Er vöruverðið sjálft þá eitt helsta vopnið og til þess að ná því niður verður að vera með stöðugar rökræður og þrýsting. „Svo hafa forráðamenn stórmark- aða ýmsar aðferðir við að hygla þeirri vöru sem þeim sýnist með framsetningu og með því að fela aðra vöru og segja að varan seljist ekki,“ sagði einn framleiðandinn. „Svar okkar við því er að vera með almennilega vöru sem við vitum að neytendur biðja um og vilja að sín verslun bjóði.“ Dreifing á innlendri framleiðslu og innfluttri vöra í matvöruverslanir hefur tekið nokkram breytingum undanfarin ár þar sem sífellt er reynt að ná niður kostnaði. Fram- leiðendur hafa sumii- hverjir samið við heildsölur eða önnur sérhæfð fyr- irtæki um dreifingu á vöru sinni og stærri einingar bfrgja sjá um sölu og dreifingu fyrir fjölmarga aðila. Samstarfskeðjur sjá um innkaup Þá hafa verið stofnuð íýrirtæki sem sérhæfa sig í innkaupum fyrir ákveðnar verslanakeðjur. Búr ann- ast innkaup fyiár verslanfr Kaupfé- lags Árnesinga, 10-11- og 11-11-búð- irnar og Nóatún; Baugur er inn- kaupafyrirtæki Hagkaups og Bónus; nokkrir kaupmenn í hverfisverslun- um stofnuðu keðjuna Þína verslun og heildsölur reka Gripið og greitt sem einkum sinnir söluturnum og litl- um búðum. Búr og Baugur ná hag- stæðasta heildsöluverðinu í krafti stærðar enda ná verslanfr innan vé- banda þessara aðila til drjúgs hluta matvöramarkaðar allrar þjóðarinn- ar. Samtökin Þín verslun hafa einnig náð nokkuð hagstæðu verði í krafti þeirra 10-12 verslana sem þar voru en þeim hefur reyndar fækkað nokkuð og þar á milli er verðlagið hjá Gripið og greitt. Segja kaup- menn að um leið og 4-6 verslanir taki sig saman um innkaup sé fyrst hægt að reyna að ná sérkjörum vegna magninnkaupa. Erfitt er að grafast fyrir um hversu mikill hlutfallslegur munur er á heildsöluverði þessara aðila en tölur um 10 til 40% afslátt eftir magni era til. Yfirlýst stefna fram- leiðenda og birgja er sú að allar verslanir njóti sömu kjara. Einhver munur sé þó í krafti magns og mis- jöfn greiðslukjör eru í boði sem taka mið af greiðslugetu viðkomandi verslunar. Einn talsmaður matvæla- framleiðanda telur að almennt sé ekki verið að tala um meira en 3-5-7% afslátt í þeÚTÍ grein eftir magninnkaupum og segir að stór- markaður sem fari fram á eitthvað meira geri algjörlega óraunhæfar afsláttarkröfur og ekki sé hlustað á slikt. „Það kostar ekki 20% minna að selja vöruna til stórmarkaðar en til litlu búðanna," segir hann en segir að vitanlega sé þó hagstæðara að selja verslanakeðju þúsund einingar og afhenda þær á einum stað í stað þess að selja 10 verslunum 100 ein- ingar hverri og að þurfa að aka með þær á tíu staði. Annar aðstöðumunur hverfis- verslunar og stórmarkaðar er álagningin. Venjuleg hverfisversl- un, sem reyndar eru ekki svo marg- ar eftir í Reykjavík, er með 25-30% meðalálagningu. í stórmarkaði er meðalálagning rúmlega 20% og því verður hann að sækja meiri tekjur í formi afsláttar til framleiðenda og birgja og/eða til að geta boðið lægra vöruverð. Stundum getur þó liðið nokkur tími áður en merki um aukinn afslátt kemur fram í vöru- verði. Þannig nefndi einn framleiðand- inn að hann hefði ákveðið að lækka heildsöluverð vöru sinnar til að ná aukinni markaðshlutdeild. Var því ætlunin að útsöluverð ákveðins stór- markaðar lækkaði að sama skapi. Fyrst í stað gerðist ekkert og stór- markaðurinn taldi sig geta ráðið út- söluverðinu, hann þekkti markað- inn. Eftir stöðugar rökræður og þrýsting af hálfu framleiðandans gaf stórmarkaðurinn sig en það tók sex mánuði. Lækkað útsölu- verð í stórmarkaðnum skilaði sér í stóraukinni sölu og urðu því allir aðil- ar ánægðir að lokum. Munurinn orðinn of mikill Framleiðandi í matvælaiðnaði sagði að munur á afslætti sem veitt- ur er hverfisverslun annars vegar og stórmarkaði hins vegar væri alltaf að aukast og að hann væri orð- inn alltof mikill. „Þessi hugmynda- fræði stórmarkaðanna byggist að einhverju leyti á því að framleiðend- ur séu með þessum afsláttum að kaupa sér aðgang að neytendum í gegnum þessar ákveðnu verslanir. Kröí'urnar um afslætti eru orðnar það háar að engin hagræðing getur réttlætt þá - þar býr eitthvað annað að baki,“ sagði einn framleiðandinn. Hann sagði menn teygja sig langt í afsláttarkjöram þegar verið væri að semja við aðila sem næði til 40-50% markaðarins. Annar sagði eina stórmark- aðskeðjuna hafa heimtað óraunhæf- an afslátt þegar síðustu verðsamn- ingar voru lausir en framleiðandinn ákvað að verða ekki við því, taldi sig hafa það sterka stöðu að varan fengi að vera áfram inni. Henni var samt hent út en framleiðandinn telur sig - þó hafa tekið rétta ákvörðun. Við- ræður hafa síðan verið í gangi á ný en aðilar ekki enn náð saman. Framleiðandi í matvöra nefndi að stórmarkaðir gerðu einnig sífellt meiri kröfur um þjónustu. Stundum væri farið fram á dreifingu vörannar í allar verslanirnar en ekki í sameig- inlega birgðastöð keðjunnar og væri þá gefinn út reikningur fyrir hverja verslun, starfsmenn framleiðanda yrðu oft að sjá um áfyllingu og oft væri óskað eftir þátttöku í auglýs- ingakostnaði. Einn viðmælenda blaðsins sagði forráðamenn Myllunnar hafa mælt fyrir munn margra þegar þeir sögðu að afsláttarkröfur stórmarkaðanna “ hefðu gengið alltof langt og að af- sláttur sem þeir fengju skilaði sér ekki til neytenda að fullu. „Þessir af- slættir era orðnir of miklir, þeir skila sér ekki til neytandans heldur sem aukinn hagnaður verslunarinn- ar,“ sagði þessi viðmælandi. Nokkrir viðmælenda blaðsins nefndu og sem skýringu að stór- markaðir flyttu talsvert inn sjálfir og þar hefðu þeir oft ekki mikið svigrúm til að pína út afslætti. Þvi væri þeim enn frekar nauðsynlegt að ná þeim hjá innlendum framleið- endum og hömuðust í þeim. Munu þeir stóru ... skipta landinu? Einn viðmælenda Morgunblaðs- ins nefndi dæmi um framleiðanda sem lætur alla sitja við sama borð, stóra og smáa. Þar gat hverfisversl- unin selt eininguna út á 215 krónur en í stórmarkaðnum varð verðið að vera 288 vegna hærri álagningar. Og annar sá fyrir sér eftirfarandi framtíðarsýn kringum aldamótin: Þá verða engar hverfaverslanir nema söluturnar og bensínstöðvar, verslanakeðjur munu hafa skipt með sér landinu, innlendum framleiðend- um í hverri grein hefur snarfækkað og samkeppnin verður ekki þefrra í milli heldur við útlönd. Þessu til staðfestu má geta þess sem einn framleiðandi nefndi að stórmarkaður hefði fyrir nokkra efnt til útboðs meðal fimm framleið- enda og af þeim hefðu fjórir verið erlendir. Afslættir sóttir af meiri hörku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.