Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Meira um reglur og tilfinningar SIGMUNDUR Ó. Steinarsson fjallar sl. laugardag um kærumál Fram og Vals undir fyrirsögninni „Reglur“. I greininni er þeirri spumingu varpað fram hvort dæma eigi eftir tilfinningum eða regl- - f um. Blaðamaðurinn fullyrðir að einstakir fréttamenn aðrir hafi farið offari í túlkun á niðurstöðu dómsins og blandað hinum og þess- um óskyldu dómum saman. Sjálfur vísar blaðamaðurinn m.a. til tveggja knattspymu- leikja sem dæmdir vora ógildir vegna þess að teflt var fram ólöleg- um leikmanni og leikmanni sem var í leikbanni. Kæramál Fram gegn Val snýst ekki um leikbann eða ófrágengin félagaskipti. Með því að vísa til þessara tveggja dóma er blaðamaðurinn að blanda --*óskyldum dómum saman. Ekkert skal fullyrt um hvort það stafar af þvi að blaðamaðurinn lætur tilfinn- ingar sínar ráða, en blaðamaðurinn er sennilega einhver tilfinninga- þrangnasti blaðmaður landsins, ekki síst þegar kemur að hans liði, Fram, eða hvort þessi samanburð- ur stafar af hreinni vanþekkingu. Sigmundur Ó. Steinarsson er hins vegar fyrir löngu búinn að dæma sig úr leik með að fjalla á hlutlæg- an hátt um ágreiningsefni sem 'snúa að Fram. I reglugerð HSI kemur skýrt fram að ef leikmaður sem ekki hef- ur gengið frá félagaskiptum eða er í leikbanni, tekur þátt í leik, þá skuli sá leikur dæmdur viðkomandi liði tapaður. Ákvörðun dómara um að heimila slíkum leikmanni þátt- töku hefur ekkert gildi. Leikurinn yrði dæmd- ur liðinu tapaður allt að einu. Á hinn bóginn á dómari leiksins skv. leikreglum að huga að því við framkvæmd aukakasts hvort leik- menn era staðsettir ut- an punktalínu og hvort útileikmaður sem tek- ur stöðu markvarðar sé rétt auðkenndur. Akvarðanir dómara skv. þessum sömu leik- reglum era endanleg- ar. I því felst að ekki er hægt að breyta úrslitum leikja eftir að dóm- arinn er búinn að taka ákvörðun um þau, burtséð frá því hvort að dómara hefur yfirsést eitthvað við framkvæmd þeirra eða ekki. I gi-eininni er auk þess fullyrt að niðurstaða dómstóls HSI sé mjög vel unnin og hafi komið fæstum á óvart. Sú fullyrðing að dómurinn hafi komið fæstum á óvart er al- gerlega órökstudd og byggir þannig alfarið á tilfinningum blaða- mannsins. Ekki er reynt að út- skýra í hverju vönduð vinnubrögð dómsins era fólgin, en þar er að finna mótsagnakenndar og órök- studdar fullyrðingar svo og dæmi um villandi ef ekki beinlínis ranga framsetningu. Þannig er gefið í skyn að liðstjórar liðanna hafi ekki vitað að búið væri að bæta þremur sekúndum við leiktímann, sem er rangt og algerlega óskiljanlegt í ljósi þeirra gagna sem lágu fyrir í málinu. Dómurinn kemst á einum stað að þeirri niðurstöðu að hann hafi enga heimild til þess að endur- skoða ákvörðun dómara varðandi framkvæmd aukakastsins, en vísar síðan til þess að með hliðsjón af rangri tímatöku og mistökum við framkvæmd aukakastsins verði leikurinn dæmdur ógildur. I dóm- inum er auk þess vísað til þess að leikmenn Vals hafi haft stöðuyfir- burði. Ekki er rökstutt í hverju þeir stöðuyfirburðir eru fólgnir (stöðufyrirburðir eins og segir reyndar í hinum „vandaða" dómi). í umræddri grein blaðamanns- ins er vísað til ummæla formanns handknattleiksdeildar Vals þess efnis að það að einn leikmaður hafi ekki verið rétt auðkenndur hafi ekki haft nein áhrif. Þess er vand- lega gætt að slíta ummælin úr samhengi og síðan dregin sú álykt- un að leikmenn Vals hefðu þá eins getað farið allir inn á völlinn og leikið tólf gegn fjórum leikmönn- um Fram. Þetta er vel að merkja sami blaðamaður og segir í sömu grein að ekki megi blanda óskyld- um hlutum saman. Tilgangur með reglunni um að aðgreina einn leik- mann sem markvörð, er að koma í veg fyrir að hvaða leikmaður sem er geti tekið stöðu markvarðar ef boltinn berst til mótherja. Við þær aðstæður sem hér um ræðir var tíminn það naumur að enginn Valsmaður hefði haft möguleika á því. Ummæli formanns handknatt- leiksdeildar byggðust á þessu en af einhverjum ástæðum sér blaða- maðurinn ekki ástæðu til að geta þess. Það þarf síðan miklar tilfinn- ingar til að leggja það að jöfnu að fjöldi leikmanna inn á leikvelli sé réttur en einn þeirra ekki rétt auð- kenndur og það tilvik að leikið sé með tólf leikmönnum í stað sjö. Helgi Sigurðsson SÓL í Hvalfírði - og framtíðarverkefnin ÞOTT bygging ál- versins á Grandar- tanga sé í algleymingi og styttist óðum í að verksmiðjan hefji framleiðslu er hlut- verki SÓLar í Hvalfirði ekki lokið, en sem kunnugt er vorá sam- tökin stofnuð til að koma í veg fyrir bygg- ingu álversins. I samtökunum eru á fjórða hundrað félags- menn, auk þess sem á fjórða þúsund manns víðs vegar af landinu skrifuðu á mótmæla- ^dista, sem enn hafa ekki verið afhentir vegna þess að umhverfisráðherra gaf út starfs- leyfi til Norðuráls áður en tóm vannst til að safna þeim saman og afhenda stjómvöldum. Þó að þeim markmiðum samtak- anna hafi ekki verið náð dylst fáum að stofnun samtakanna hafði vera- leg áhrif á gang málsins, a.m.k. kom ýmislegt í ljós í undirbúnings- ferlinu sem staðfesti að þörf er á aðhaldi almennings gegn sterku - kjarni málsins! valdi embættismanna og stjórnmálamanna sem allt of oft fram- kvæma í skjóli af- skiptaleysis almenn- ings. Það er tímabært að stjómmálamenn og embættismenn taki upp ný vinnubröð í undirbúningi veigamik- illa mála sem hafa jafn afdrifarík áhrif á um- hverfi og mannlíf sem stóriðjurekstur hefur. Vöktunamefnd um- hverfísráðuneytisins afar mikilvæg Að tilstuðlan samtakanna SÓLar í Hvalfirði setti umhverfisráðherra á laggirnar sérstaka nefnd til að fjalla um fyrirkomulag umhverfis- vöktunar á stóriðjusvæðinu á Grandartanga. í nefndinni eiga sæti auk tveggja fulltrúa samtak- anna, fulltrúi Náttúravemdar rík- isins, Hollustuverndar og umhverf- isráðuneytisins. Nefndin vann ítarlega áætlun um vöktunarstöðvar eftir tillögum frá hreppsnefndum beggja vegna Hvalfjarðar og eftir umræður á opnum fundi á Hvalfjarðarströnd með íbúum beggja vegna fjarðar. Þetta vinnuferli varð til þess að föstum rannsóknarstöðvum var fjölgað úr þremur í átta og sýna- tökustöðum fjölgað veralega frá því sem upphaflega var áætlað. Nefndin hefur einnig óskað eftir því að fulltrúi Hollustuvemdar í nefndinni safni saman upplýsingum um forrannsóknir og eftirlitsrann- sóknir vegna Járnblendifélagsins, sem er liður í því að meta ástand umhverfisins á Grandartanga áður en mengunarálag eykst á svæðinu. Skipun nefndarinnar er jákvætt skref í átt til virkara lýðræðis og ber að þakka umhverfisráðherra framtakið. Iðnaðarráðherra og úttekt á undirbúningi Norðurálsmálsins Samtökin óskuðu eftir því við iðnaðarráðherra að hann setti á laggirnar nefnd sem gerði úttekt á undirbúningi og framkvæmd Norð- urálsmálsins. Ráðherra hefur tekið málaleitaninni vel og er þess að vænta að slíkur starfshópur verði settur á laggirnar innan tíðar. Ljóst má vera að verkefnið er afar brýnt, ekki síst m.t.t. þess, ef stjórnvöld hyggja á frekara land- nám í stóriðjumálum, þannig að draga megi lærdóm af reynslunni. Óánægja með raflínu á IlvalfjarðarströndJ Á fundi sem haldinn var vegna vöktunarfyrirkomulags á Grundar- tanga með íbúum á Hvalfjarðar- strönd kom fram óánægja meðal þeirra íbúa sem næst núverandi háspennulínu búa og áhyggjur af frekari línulögnum. Samtökin tóku að sér að kortleggja þá þætti sem íbúar kvarta helst yfir og koma þeim upplýsingum til Landsvirkj- unar, sem hyggst skoða málið og Ólafur Oddsson Dómstóll HSÍ rökstyður það ekki í hverju stöðuyfirburðir Vals- manna felast, sem er þó lykilatriði í forsendum dómsins. Skv. leik- reglum á dómari sem verður þess var að leikmaður er ekki rétt auð- kenndur að lagfæra þá stöðu. Engar aðrar heimildir koma fram í ákvæðinu. Handknattleiksdóm- arar hafa sumir hverjir vísað til þess að þetta falli undir ranga inn- áskiptingu. Enda þótt ég sé ósam- mála þeirri túlkun hefur dómstóll HSÍ í máli ÍBV gegn ÍR fjallað um slík tilvik. Þá hafði dómari leiks- ins, ólíkt því sem er í máli Fram gegn Val, tekið ákvörðun um að vísa einum leikmanni IR af leik- velli, en sú ákvörðun var ekki virt. Dómurinn hafnaði kröfunni á þeirri forsendu að þetta hefði ekki haft áhrif á leikinn en bendir jafn- framt á að hvergi í reglum HSI sé Sú fullyrðing að dóm- urinn hafi komið fæst- um á óvart er algerlega órökstudd að mati Helga Sigurðssonar, en hann telur hana byggða á tilfinningum blaðamannsins. að finna viðurlög í slíkum tilvik- um. I þessum dómi sátu tveir dómarar sem kváðu upp úrskurð í máli Fram gegn Val, og gefa eng- ar skýringar á breyttri afstöðu sinni. í Morgunblaðinu er sama dag viðtal við Kjartan Steinbach. Þar segist hann ekki eiga von á því að skriða kæramála rísi í kjölfar dómsins, þar sem það hafi ekki gerst í öðrum löndum. I máli hand- knattleiksdeildar Fram gegn Val vora lögð fram innlend og erlend dómafordæmi sem áttu það sam- eiginlegt að deilur höfðu risið þar sem dómari hafði tekið ákvörðun í leiknum sem ekki var framfylgt. Mál Fram gegn Val hefur þá sér- láta fara fram mælingar á svæðinu. Það er einnig áhyggjuefni íbúa að núverandi háspennulína liggi á löngum kafla á besta framtíðar byggingasvæði hreppsins. Heyrst hefur að þess verði krafist að hún verði sett í jörðu. Samstarf við Járnblendið og Norðurál um umhverfísmál Fyrr í vetur óskuðu samtökin eftir viðræðum um samstarf við Jámblendifélagið um umhverfismál og hefur undirbúningur þess staðið um nokkurt skeið. A seinni stigum hefur Norðurál komið að þeirri vinnu og er hún langt komin. Þá er gert ráð fyrir að fulltrúar starfs- manna fyrirtækjanna og sveitar- stjómir beggja vegna Hvalfjarðar taki þátt í samstarfinu. Búist er við að skrifað verði undir sameiginlega yfirlýsingu fljótlega sem felur í sér skilgreiningu á samstarfsflötum og helstu áherslum í samstarfinu. Með þessu leitast samtökin við að fara nýjar leiðir í umhverfismálum og era bundnar vonir við að sam- starfið skili virkara gagnkvæmu upplýsingastreymi á milli verk- smiðjuhöldanna og íbúa á svæðinu þannig að gagnkvæmur skilningur aukist og ágreiningsmál verði leyst án afskipta opinberra aðila. Stjórnvöld, umhverfí og ábyrgð almennings Það virðist fara í taugarnar á sumum af ráðamönnum þjóðamar að til sé fólk sem ekki gengur með stóriðjudrauma og hefur áhyggjur af framtíð jarðar og síns eigin um- hverfis. Það er í eðli mannsins að velta fyrir sér samhengi sinnar eigin hegðunar og náttúralegra afleið- inga hennar. Það helgast af því að maðurinn er siðgæðisvera, auk þess sem lífsafkoma hans er verulega háð náttúranni á flestan allan hátt. stöðu að þar er deilt um hvort dómarinn hefði átt að taka ákvörð- un með öðrum hætti en hann gerði. Um það verður alltaf deilt meðan spilaður er handbolti eða aðrar boltaíþróttir á Islandi. Það er síðan algerlega rangt að hægt sé að bíða til ársins 2000 með að setja skýrar reglur um hvenær leikir verði endurappteknir vegna atvika sem dómarinn hefði átt að taka ákvörðun um. Reglur era ekki einungis settar fyrir dómara til þess að fara eftir, heldur fyrst og fremst til að leikmenn og áhorf- endur hafi fyrirfram fulla vit- neskju um það hvaða afleiðingar það hafi ef þeim er ekki fylgt. Kjartan verður ekki í vandræðum með að útskýra fyrir dómara- nefndinni hvers vegna íslenskar handboltareglur verða þær einu í heiminum sem kveða á um að leik- ur skuli endurupptekinn ef leik- maður er ekki rétt auðkenndur. Það er að segja ef slík regla verður samþykkt af handboltaþinginu. Hins vegar gæti það vafist fyrir honum að útskýra hvers vegna leikur er endurapptekinn þegar slíkar reglur vantar algjörlega í dag, eins og hann bendir sjálfur á. Olafur Rafnsson, formaður körfuknattleikssambandsins og lögmaður í Hafnarfirði, segir orð- rétt í sömu grein: „Mér finnst og horfi þá frekar á málið sem lög- fræðingur að ef menn ætlast til þess að úrskurðað sé eftir reglum hafi dómstóllinn ekki getað komist að annarri niðurstöðu. Ég hef reyndar ekki kynnt mér reglur HSI,“ segir Ólafur síðan í beinu framhaldi. Það er nefnilega það. Getur það verið að einstakir lög- fræðingar í Hafnarfirði nálgist lög- fræðileg viðfangsefni með öðram hætti en lögfræðingar almennt, eða er það misskilningur hjá mér að grandvallarforsenda þess að líta á mál frá lögfræðilegu sjónarhomi sé að kynna sér þær reglur sem gilda á því sviði sem um er að ræða? Höfundur er lögmaður í Heykjavfk og flutti málið fyrir kærða, hand- knattleiksdeiid Vals. Við leitum ósjálfrátt skýringa á fyr- irbæram sem við höfum ekki sjálf beina stjórn á, né heldur fullan skilning á. Við getum þess vegna kallað það hjátrá eða forlagatrá. Hver svo sem ástæða þessarar til- hneigingar mannsins er, eða með hvaða hætti hann greinir samband sitt við náttúruna er þessi eiginleiki mjög mikilvægur í daglegu lífi mannsins. Hún hjálpar okkur að sjá og skilja náttúralegt orsaka- samhengi lífsins. Viskubrannur al- mennings sem byggist á reynslu- >» Arangur ríkisstjórnar- innar í umhverfísmál- um mun ekki verða til farsældar, seffir Ólafur Oddsson, fyrr en viður- kennt er að almenning- ur hafí sitt um málið að segja. þekkingu er náttúraauðlind sem stjórnmálamönnum ber að virða og vinna með en ekki líta á sem and- stæðing í erfiðum og vandmeðföm- um málum eins og stóriðju. Með þetta að leiðarljósi reyna samtökin SÓL í Hvalfirði að hafa áhrif á framvindu umhverfismála í landinu og taka þannig fulla ábyrgð á um- ræðum og aðgerðum á þessu sviði. Ái’angur ríkisstjónar landsins í umhverfismálum mun ekki verða til farsældar fyrr en það er viður- kennt að almenningur hafi sitt um málið að segja og það verði tekið tillit til þess við ákvarðanatöku í stóriðju og virkjunarmálum. Höfundur er stjórnarmaður f Sam- tökum um óspillt land ( Hvalfirði, SÓL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.