Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 33
rtlfíA rnT/tiníTOM MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKTJDÁGUR 25. FEBRÚÁIU998 Blöndal tefur - Ingibjörg bjargar Á SÍÐUSTU fjórum árum hafa íbúar í Graf- arvogi og borgarstjóm- in í Reykjavík unnið saman að hraðri og góðri uppbyggingu á öllum sviðum í hinum ört vaxandi hverfum við voginn fagra. Hins veg- ar hefur ríkisvaldið ekki treyst sér til að fylgja efth’ þessari hröðu uppbyggingu á þeim sviðum sem að ríkisvaldinu snúa, eins og við uppbyggingu samgöngumannvirkja. Því hafa samgöngumál Grafarvogsbúa verið okkur borgarbúum áhyggjuefni á undanförnum misserum. Við viljum og ætlum að leysa þennan vanda. Meirihluti borgarstjómar undir for- ystu Ingibjargar Sólrúnar hefur lagt fram tillögur til úrlausnar. Reykjavíkurborg hefur þurft að heyja stríð við ríkisvaldið vegna fjármögnunar samgöngumann- virkja og Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn hefur staðið öndverður gegn margvíslegum úmæðum borg- arinnar í málinu. En á þeim góða flokki era fleiri hausar en sá sem bítur í skjaldarrendurnar við varnir ríkisskassans. Og það er illt að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Skattlagning á Grafarvogsbúa? Sjálfstæðismenn í framboði til borgarstjórnar í Reykjavík hafa komið fram með athyglisverða hug- mynd um fjáiTnögnun svokallaðrar Sundabrautar. Þeir vilja að einka- aðilar verði látnir standa fyrir fram- kvæmd þessa mikla fyrirtækis, væntanlega með erlendum lántök- um, en kostnaðurinn síðan greiddur með notendagjaldi sem þeir svo kalla. Tala þeir ýmist um að vegfar- endur eða ríkið borgi þetta gjald. Ekki er ljóst hvort heldur þeir leggja til en vísa til fordæmis Hval- fjarðarganga þar sem vegfarendur eða notendur munu þurfa að borga til að komast um göng- in. Á Italíu hafa vega- framkvæmdir lengi verið með þessum hætti. Hvarvetna á ítölskum hraðbrautum og þjóðvegum eru toll- hlið sem ökumenn þurfa að aka í gegnum og borga sinn skatt. Hins vegar hafa Italir mér vitanlega ekki gengið svo langt að setja upp slík hlið inn- an marka borga og bæja. Líklega þykh- fulllangt gengið að borgarbúar geti ekki ekið sína daglegu leið til vinnu eða í öðrum erindagjörðum án þess að borga. Tillaga sjálfstæðismanna um Yfirboð og loftfímleikar eru ekki til þess fallin að greiða fyrir sam- göngubótum í Grafar- vogi, segir Hrannar Björn Arnarsson, held- ur þvert á móti. vegaskatta innan borgarmarka Reykjavíkur er því fmmleg en verð- ur tæplega til að greiða fyrir um- ferð á álagstímum. Alkunnar em stíflur og biðraðir við vegatollhlið, t.d. í Bandaríkjunum og á Italíu. Vegatollar á Sundabraut mundu h'ka fyrst og fremst bitna á Grafar- vogsbúum, Mosfellingum og Kjal- nesingum sem sækja daglega vinnu inn í bæinn. Kostnaður einstakra fjölskyldna mundi að öllum líkind- um nema tugþúsundum króna á ári meðan til dæmis Kópavogsbúar og Hafnfirðingar ækju ókeypis til vinnu sinnar í Reykjavík. Tillaga sjálfstæðismanna er því í raun óvið- unandi. Svo ósanngjörn er hún. Þar að auki er Sundabraut þjóðvegur í þéttbýli og heyi’ir því gerð hennar undir ríkið á svipaðan hátt og brýr og vegir á Skeiðarársandi eða göng á Vestfjörðum þar sem kostnaðin- um er dreift á alla landsmenn hvort sem þeir aka þar um eða ekki. Það væri því skrýtið að taka einn slíkan þjóðveg út úr og velta meginhluta kostnaðar á Grafarvogsbúa. Hinn kosturinn sem sjálfstæðis- menn benda á er að ríkið borgi not- endagjald af Sundabraut. Það þýðir einfaldlega á mannamáli að ríkið kosti framkvæmdina. Það er sáralít- ill munur á því að einkaaðilar taki að sér slíka framkvæmd með lán- töku sem ríkið annast síðan greiðslu af eða ríkið bjóði út verkið eins og venjulegt er. Það er því ekkert nýtt við þessa aðferð. Eftir stendur tillagan um vega- tollinn. Framtíðarsýn sjálfstæðis- manna er kannski sú að maður þurfi að aka í gegnum hlið og borga til að komast leiðar sinnar niður Lauga- veginn? Aðgerðir í stað yfirboða Kæm vinir. Sjálfstæðismenn í framboði til borgarstjórnar eru drengh- góðir og því ættu þeir að hugleiða hvort ekki væri sæmra að styðja við bakið á forystukonu okk- ar Reykvíkinga, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, sem er að koma samgöngumálum Grafarvogs- búa í höfn. Þrátt fyrir þvermóðsku ráðherra Sjálfstæðisflokksins munu framkvæmdir verða settar í gang við Gulhnbrúvu og áætlað er að framkvæmdum ijúki innan árs. Vissulega reynir á þolrifin að bíða en yfirboð og loftfimleikar af þeim toga sem áður er rakin em ekki til þess fallin að greiða fyrir málinu heldur þvert á móti. Reykvíkingar, vinnum saman að því að bæta sam- göngur Grafarvogsbúa, það er okk- ar allra hagur. Sameinuð munum við sigra ráðhema Sjálfstæðis- flokksins í þessu máli. Höfundur er frambjóðandi Reykjavíkurlistans. Hrannar Björn Arnarsson Nýburinn og brjóstagjöfín Á MEÐGÖNGU hafa flestir verðandi foreldrar hugann við fæðinguna en ekki við það sem á eftir kemur. Mörgum finnst það kannski óþarfi að fræð- ast um brjóstagjöf því hún komi bara af sjálfu sér. Oft er það þannig en ekki alltaf. I gegn um tíðina hefur það sýnt sig að fræðsla er besti undirbúningurinn fyrir brjóstagjöf. Eftir því sem konan er fróð- ari um brjóstagjöf, því betur gengm- brjósta- gjöfin. Þegar barnið er fætt skiptir miklu máli að konan fái þá aðstoð sem hún þarfnast við brjóstagjöf- ina. Mikilvægt er að barnið sé lagt sem fyrst á brjóst að lokinni fæð- ingu. Gæta verður að strax í upp- hafi að barnið sé lagt rétt á brjóst. Fyrst eftir fæðinguna er sogþörf barnsins mest auk þess að í faðmi móður sinnar finnur barnið fyrir ör- yggi. Það heyrir aftur hjartslátt móður sinnar sem það hefur hlustað á síðastliðna mánuði. Um leið og barnið drekkur myndast hormón sem dregur saman legið og dregur þannig úr blóðmissi móðurinnar eft- ir fæðinguna. Best er, ef aðstæður leyfa, að bamið fái að vera í sem mestum návistum við móður sína. Þá getur móðirin gefið barni sínu brjóst eins oft og bamið kallar eftir auk þess að móðir og bam ná að kynnast betur. Þegar barnið er lagt á brjóst myndast hormón sem koma mjólkurmyndun og mjólkurrennsli af stað. Mjólkin myndast að mestu um leið og barn- ið sýgur, aðeins lítill hluti safnast fyrir í brjóstinu (2-4 msk.). Mikilvægt er að móðir- in leyfi barninu að ákveða sjálft hversu oft og lengi það vill sjúga, vegna þess að því oftar sem barnið sýgur því meiri mjólk framleiða mjólkurkirtlarnir. Nýburar þurfa að drekka oft á sólarhring og með mislöngu millibili. Ef bamið er ekki hjá móðurinni yfir nóttina er mikilvægt að hún sé vakin ef bamið þarf að drekka yfir nóttina. Ef barninu er gefinn peli minnkar örvunin við brjóstið auk þess sem bamið gæti orðið afhuga brjóstinu þar sem að drekka úr pela er mjög ólíkt því að sjúga brjóst. Best er að barnið fái að ljúka sér af á „fyrra“ brjóstinu áður en það er lagt á seinna brjóstið því samsetning Anna Hulda Hjaltadóttir brjóstamjólkurinnar breytist eftir því sem hður á gjöfina. í upphafi gjafar er mjólkin þunn og vatnsmikil en í lokin er hún líkari rjóma, fyrst kyngir bamið eftir hvert sog en í lokin þarf það að sjúga oftar til að fá munnfylli. Ef of fljótt er skipt á milli brjósta fær bamið ekki næga fitu, verður fljótt svangt aftur og hægðir verða vatnsmiklar. Hér hefur verið fjallað um helstu grundvallaratriði sem mæður þurfa að vita um brjóstagjöf. Við vitum að Þegar barnið er lagt á brjóst myndast horm- ón, segir Anna Hulda Hjaitadóttir, sem koma mjólkurmyndun og mjólkurrennsli af stað. brjóstamjólk stuðlar að þroska heila- og taugakerfis og er besta næringin _sem kostur er á fyrir barnið. Á síðustu árum hefur fræðsla um brjóstgjöf aukist, allir vita um mikilvægi hennar en stuðn- ing hefur oft vantað fyrir mæður. Barnamál er félag áhugamanna um brjóstagjöf, vöxt og þroska bama. Það starfrækir Opið hús í Hjalla- kirkju 1. og 3. þriðjudag hvers mán- aðar frá 14-16. Þar geta mæður komið með börn sín, rætt um reynslu sína og hlustað á stutt fræðsluerindi. Á staðnum eru alltaf tvær hjálparmæður en það em kon- ur sem veita ráðgjöf frá móður til móður. Höfundur er Iijálparmóðir og í ritnefnd Mjólkurpóstsins. „Hrafnaþing“ í Kópavogi " HVER er tilgangur- inn með félags- og tóm- stundastarfi eldri borg- ara? Hvað er verið að gera í þessum félags- miðstöðvum sem risið hafa í flestum hverfum höfuðborgarinnar og í mörgum sveitarfélög- um? Það er eðlilegt að slíkar spurningar vakni hjá þeim sem ekki þekkja starfsemina. í Kópavogi fer fram fjölbreytt félags- og tómstundastarf eldri borgara sem byggist á traustum grunni sem lagður var fyrir hart- nær þrjátíu árum, enda stjómendur bæjarins í gegnum tíðina þekktir fyrir að láta sig varða velferð allra sinna íbúa. Þrátt fyrir það má segja að með opnun félagsheimihs eldri borgara, Gjábakka, á vordögum 1993 hafi ver- ið brotið blað í starfseminni. Bæði var það að sérstakt húsnæði gaf tældfæri til áherslubreytinga og ekki síður vegna þeirrar skoðunar ráða- manna bæjarins að eldri borgarar ættu að sinna sínum áhugamálum sem mest sjálfir og ættu því að hafa áhrif á hvaða starfsemi væri í boði hverju sinni innan veggja félags- heimilisins. Líkamsrækt og námskeiðahald hafði verið stór þáttur í starfseminni en varð nú enn stærri með tilkomu bættrar aðstöðu. Megináherslan var á frumkvæði eldri borgara sjálfra. Þeir hafa verið hvattir til að koma hugmyndum sínum og óskum á framfæri og til að koma þeim sjálfir í framkvæmd, gjarnan með aðstoð starfsmanna í Gjábakka. í stuttu máh má segja að eldri borgarar hafi kunnað vel að meta þetta sjálfdæmi og nýtt sér það til fullnustu. Starfsmenn Gjábakka hafa alla tíð verið hvattir til að vinna með eldri borgurum en ekki fyrir þá. Þeir era til aðstoðar ef með þarf en eldri borgarar era meðvitaðir um að þeir era gerendur, - að þátttaka þeirra er starfsemin. Því er starfsemin í Gjá- bakka svo fjölbreytt sem raun ber vitni. Þar hefur tekist að skapa óþvingað, heimilislegt andrúmsloft þar sem allir era virkir. í dag er húsnæðið í Gjábakka orð- ið of lítið vegna mikillar þátttöku og því var félagsheimilið GuUsmári, sem opnað var hinn 5. desember sl., kær- komin viðbót við húsnæði félags- og tómstundastarfs eldri borgara í Kópavogi. Áhugamannastarf og bókmenntaklúbbs, heimsóknir í margar menningarstofnanir, ferðir í leikhús, spjall- kvöld þar sem ýmsir þekktir fræðingar - lærðir og ólærðir - miðla af viskubranni sínum o.fl. o.fl. Þessi áhugamannasamtök hafa með sér samstarf *>■ auk þess sem samvinna þeima við Gjábakka er mikil. Það er trú hlutaðeig- andi að samstarf þess- ara aðila verði ekki minna í Gullsmára en verið hefur í Gjábakka. „Hrafnaþing" Eins og sést af framansögðu hafa félags- og tómstundastarfi eldri borgara í Kópavogi verið búin góð skilyrði. Þar geta eldri borgarar stundað fjölbreytt félags- og tóm- stundastarf og haft áhrif á mál er Það er trú okkar að *- eldri borgarar viðhaldi lengur andlegu og lík- amlegu heilbrigði, segir Brynhildur Barða- dóttir, taki þeir virkan þátt í félags- og tóm- stundastarfi. -------------------------------- varða velferð þeirra. Sannfæring okkar, sem vinnum með eldri borg- uram í Kópavogi, er að með þátt- töku í þessu starfi viðhaldi eldri borgarar andlegu og líkamlegu heil- brigði sínu lengur og geti því m.a. dvalið lengur í heimahúsum en ella. Þátttaka í starfinu hefur því mikið forvarnargildi. Það þarf ekki flókna útreikninga til að sjá að þeim fjár- munum sem fara til félags- og tóm- stundastarfs eldri borgara í Kópa- vogi er vel varið. Ráðstefna um öldrunarmál, „Hrafnaþing“, verður haldin í fé- lagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13, hinn 7. mars nk. Ráðstefnunni er ætlað að vekja umræðu um öldr- unarmál og undirstrika mikilvægi framkvæðis og ábyrgðar eldri borg- ara sjálfra fram yfir forsjárhyggju „kerfisins“. Til ráðstefnunnar, sem hefst kl. 14:00 og er öllum opin, boða Kópavogsbær, Félag eldri borgara í Kópavogi og Frístunda- hópurinn Hana nú. Brynhildur Barðadóttir Með tilkomu Gjábakka skapaðist tækifæri fyrir þau félagasamtök, sem láta sig varða velferð eldri borg- ara í Kópavogi, að vera með starf- semi sína undir sama þaki og hafa samvinnu á ýmsum sviðum. Hér er átt við Félag eldri borgara í Kópa- vogi og Frístundahópinn Hana nú. Meginstarfsemi Félags eldri borg- ara er að standa fyrir spilakvöldum og dansleikjum, auk þess sem það hefur verið með lengri og styttri ferðalög yfir sumartímann. Fristundahópurinn Hana nú, sem er hópur fólks eldri en 50 ára, hefur tekið sér fyrir hendur margbreytileg verkefni. Hér má nefna starf göngu- Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nybýlavegi 12. sími 554 4433 Höfundur er yfirmaður öklrunar- deildar Félagsmálastofnunar Kópavogsbæjar. ► Minni fyrir blóðflokk 1 Minni fyrir kreditkortanúmer ► Stoppúr - mineral sler ► Ljós - 200 m vatnsvarið ► Verð kr. 14.990 GULL-ÚRIÐ Axel Eiríksson, úrsmiður ~— Álfabakka 16, Mjóddmni, slmi 587 0706 Aðalstræti 22, isafírði, sími 456 32023
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.