Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ
34 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998___________________
MINNINGAR
+ Pétur Sigurðsson
fæddist í Pálsbæ
á Seltjarnarnesi 10.
júní 1911. Hann lést
á hjúkrunarheimil-
inu Eir 9. febrúar
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Ingibjargar Ólafs-
dóttur (1878-1958)
húsfreyju í Pálsbæ
og Sigurðar Péturs-
sonar (1880-1956)
sem lengst af var
•V skipstjóri (1915-
1940) á Gullfossi,
fyrsta skijii Eim-
skipafélags Islands. Ingibjörg var
dóttir Ólafs Guðmundssonar
(1832-1887) útvegsbónda og
hreppstjóra í Mýrarhúsum á Sel-
tjarnarnesi, Pálssonar (1792-
1859) bónda þar, Loptssonar (d.
1828) gullsmiðs að Minni-Vatns-
leysu, Rafnkelssonar (1703-1752)
prests á Krossi, og seinni konu
hans, Önnu Björnsdóttur (1838-
1904) Kortssonar (1797-1857)
bónda á Möðruvöllum í Kjós, Þor-
varðarsonar (1760-1821 ) bónda í
Flekkudal, Einarssonar (1691-
1769) lögréttumanns í Brautar-
holti á Kjalarnesi. Sigurður var
sonur Péturs Sigurðssonar (1852-
1918) útvegsbónda og oddvita í
Hrólfsskála á Seltjarnarnesi,
Ingjaldssonar (1806-1887) bónda
þar, Ottasonar (1763-1839) bónda
þar, Ingjaldssonar (1728-1805)
sem setti bú í Hrólfsskála um
1760, og konu hans Guðlaugar
Pálsdóttur (1849-1933), Pálsson-
ar (1824-1895) snikkara, Pálsson-
ar (1797-1861) prófasts í Hörgs-
dal á Síðu, Jónssonar (1737-1819)
klausturhaldara á Kirkjubæjar-
klaustri og síðar bónda á Elliða-
vatni. Pétur Sigurðsson átti þijú
systkini sem upp komust, syst-
urnar Önnu Þórdísi (1905-1980)
og Guðlaugu (1913-1987), sem
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama,
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Þessi fornfrægu stef Hávamála
komu upp í hugann við andláts-
fregnina, að frændi minn og vinur,
Pétur Sigurðsson fv. forstjóri Land-
helgisgæslunnar væri látinn. Það er
komið hátt á annan áratug síðan
'hann lét af störfum fyrir aldurs sak-
ir. Mig setti hljóðan. Það hinsta
stundin komj, eins og Síraksbók
orðar það: „Ó, dauði; Hversu kært
er kall þitt“ kemur hin hljóða þögn í
kjölfar dauðans, hvort sem hann
kemur óvænt eða þegar einskis
annars er að vænta en komu hans.
En þótt okkur sé orðs vant við hið
óræða við lífið og dauðann, hefur
himnafaðirinn sjálfur rofíð þögnina,
og lagt áttavitann í hönd okkar,
þegar lagt er „á djúpið“. Um það
yrkir þjóðskáldið í einum af sálmun-
um sínum stóru!
... haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og
stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið.
Mér er það í barnsminni, þegar
Seltjarnarnes var eins og hver önn-
ur sveit við sjávarsíðuna. Þá voru
þar sveitabýli og ábúendur útvegs-
bændur. Pálsbær stóð þá neðst í
stærðar túni, sem náði alla leið upp
að akveginum, en göngustígur var
þaðan niður að bænum. Mér fannst
mikil prýði að Pálsbæ, sem stendur
enn á sínum stað, en nú umkringdur
öðrum íbúðarhúsum.
Það, sem í þátíð setti svip á
sveitasetrið var mikil og há flagg-
stöng. Þar blakti oft íslenski fáninn
hátt við hyttan. Man ég ekki betur
%n svo hafí ætíð verið er flaggskipið
Gullfoss kom af hafi, og skipstjórinn
Sigurður Pétursson gekk heim
götustíginn, „þéttur á velli og þétt-
ur í lund“ í einkennisbúningi sínum.
Sigurður, faðir Péturs, var farsæll
skipstjóri, góðmenni, einarður og
fylgdi skoðunum sínum eftir af til-
^fmningahita. Eitt sinn spurði ég
báðar störfuðu á
skrifstofu Eimskipa-
félags Islands um
árabil, og bróðurinn
Ólaf (f. 1914). Hann
er skipaverkfræðing-
ur að mennt og bú-
settur í Málmey í Sví-
þjóð, þar sem hann
gegndi forstjóra-
stöðu hjá Kockums-
skipasmíðastöðinni.
Hinn 22. júní árið
1938 gekk Pétur að
eiga Ebbu Paludan-
Miiller (f. 1912) og
eignuðust þau tvo
syni, Ólaf (f. 1939) menntaskóla-
kennara og Sigurð (f. 1944) há-
skólakennara.
Pétur Sigurðsson varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1931. Árin 1931-37 var hann
við nám í Kaupmannahöfn. Lauk
hann sjóliðsforingjaprófi frá
Sooffícersskolen, nam sjómæling-
ar við Det Kgl. Sakortarkiv og
skipamælingar við Det danske
Skibstilsyn. Vann við sjómælingar
á vegum Vita- og hafnamálaskrif-
stofunnar 1938-52, þar af sem
skipstjóri á sjómælingaskipinu Tý
1946-52. Starfaði einnig að skipa-
mælingum fyrir Skipaskoðun rík-
isins og kenndi sjómennsku og
skipagerð við Stýrimannaskólann
í Reykjavík. Forstjóri Landhelgis-
gæslunnar frá því að hún var
gerð að sjálfstæðri stofnun 1952
og gegndi þeirri stöðu þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir 1981. Bæjarfulltrúi í
Reykjavík fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn 1950-54. Formaður Stýri-
mannafélags fslands 1944-46. í
stjórn Eimskipafélags Islands hf.
1953-91. í stjórn Skallagríms hf.
1955-72. Forstöðumaður Al-
mannavarna ríkisins 1968-81.
Utför Péturs fór fram í kyrr-
þey 13. febrúar.
hann, hvað hefði verið erfiðast á
sjónum og bjóst við frásögn af
stormum og stórsjó. Hann svaraði
með einu orði: „Þokan!“
Ingibjörg Ólafsdóttir móðir Pét-
urs var frá næsta bæ, Mýrarhúsum.
Sigurður og Ingibjörg áttu fágað og
fagurt heimili og þau ráku hrossa-
búskap á jörðinni. Ingibjörg var
fyrirmyndar húsmóðir og stjórnaði
heimili þeirra af röggsemi og um-
hyggju.
Öll fjögur börn þeirra voru á einn
eða annan hátt tengd sjómennsku.
Systurnar Anna og Guðlaug unnu á
skrifstofum Eimskipafélagsins.
Ólafur varð skipaverkfræðingur og
um tíma einn af forstjórum hinnar
risamiklu skipasmíðastöðvar Kock-
ums í Málmey í Svíþjóð og Pétur
valdi sjómennskuna að ævistarfí.
Mér skilst, að faðir hans hafí frekar
latt en hvatt hann til þeirrar
ákvörðunar vitandi sem var, að sjó-
sóknin gat á stundum bæði verið
erfíð glíma og áhættusöm atvinnu-
gi-ein. En úr því að sjómennskan
varð fyrir valinu, vildi Sigurður að
sonur sinn fengi þá bestu menntun
til starfsins, sem völ væri á. Því var
það, að leið Péturs lá í liðsforingja-
skólann í Kaupmannahöfn. Hluti af
námi Péturs frænda var að vera
sjóliði á danska varðskipinu Hvid-
björnen, sem hér var oft með
ströndum fram. Þá var það dag einn
vorið 1933 að Hvidbjörnen kom
siglandi inn á ísafjarðarhöfn og
lagðist að bryggju. í sama mund,
sem ég var að búa mig til þess að
fermast þann sama dag, gekk Pétur
Sigurðsson inn úr dyrum heima í
Túngötu þrjú. Hvað lá þá beinna
við, en að þessi kæri forframaði
frændi minn lagaði til á mér ferm-
ingarfötin. Man ég það skýrt, að
hann batt á mig fermingarslaufuna!
Þegar Landhelgisgæslan hafði
verið gerð að sérstakri stofnun,
varð Pétur Sigurðsson forstjóri
hennar, enda enginn betur í stakk
búinn til þess að taka að sér það
embætti.
Á forstjóraárum Péturs Sigurðs-
sonar gerðust mikil og merk tíðindi
þjóðarsögunnar, sem snertu mjög
stjórn og störf Péturs á þessum
vettvangi og þjóðin verður honum
ævinlega þakklát fyrir. Eg á honum
einnig sérstakar þakkir að gjalda.
Þegar ég hafði verið sex ár prestur
á Akureyii, varð prestlaust á
Grímsey. Var mér þá falin þar
aukaþjónusta. Ferðir út í Grímsey
voru þá strjálar. Póstbáturinn
Drangur fór þangað áætlunarferðir,
en átti þar skamma viðdvöl, og ferð-
ir hans dugðu mér ekki nema á
stundum. Hvað var þá til ráða? Þeg-
ar allar bjargir eru bannaðar á sjón-
um, þá er oft eina leiðin að leita til
strandgæslunnar, sem heldur vörð
með ströndum fram, vakir yfir. Eg
vissi, að Landhelgisgæslan hafði lið-
sinnt fólkinu í þessari úthafseyju,
og ég veit að ég má flytja Landhelg-
isgæslunni og Pétri Sigurðssyni
bestu þakkir frá Grímseyingum fyr-
ir liðveisluna. Þær þakkir tjáðu þeir
svo oft í mín eyru.
Pétur Sigurðsson hefði liðsinnt
hverjum sem var í þessari embætt-
isgjörð þegar aðstæður leyfðu. En
mér var það ánægjuefni að hitta í
fyrirrúmi þennan náfrænda minn.
Við vorum systkinasynir. Pétur var
orðvar um varðskipin og gaf ekki
upp nafnið á varðskipi eða hvar það
var statt á siglingu. Þess eðlis er og
þannig starfar Landhelgisgæslan.
Þau skiptin er varðskip ferjaði mig
yfir Grímseyjarsund, var stundum
minnst á stjómarhætti Péturs við
gæsluna. Eitt af því sem ég fann að
varðskipsmenn vora forstjóra sín-
um mjög þakklátir fyrir, var að þeir
fengu að vita fyrirfram hve langan
tíma þeir yrðu í hvert sinn við
gæslu á sjónum og hvenær þeir
myndu koma í heimahöfn. Reynslan
á sjónum og ögun í skóla sjóforingj-
ans hefur þar reynst Pétri nota-
drjúg eins og á fjölmörgum sviðum í
stjórnunarstörfum hans.
Föðurland vort hálft er hafið,
helgað þúsund feðra dáð.
Þangað lífsbjörg þjóðin sótti,
þar mun verða stríðið háð.
Hér fer vel á því, að vitnað sé í
hin kynngimögnuðu orð sjómanna-
skáldsins, Jóns Magnússonar, um
landið okkar og miðin. Þegar þessi
sterki sjómannasálmur var ortur,
var reyndar aðeins landið íslenskt,
ekki miðin, nema það sem nam fjór-
um sjómílum, og því var það að er-
lend skip gátu náð í afla sinn allt að
því upp við landsteina. Þannig var
ástatt þegar Pétur Sigurðsson kom
til sögunnar með Landhelgisgæsl-
una. En þessar ljóðlínur Jóns
Magnússonar voru ekki síst spá-
mannleg orð um fóðurlandið, fyrir-
heit, sem átti eftir að rætast.
Það fór ekki á milli mála, að lífs-
stríð þjóðar við hin ystu höf knúði á
um stækkun landhelginnar. Það
gerðist stig af stigi, þangað til land-
helgin var komin út í tvö hundruð
mílur á áttunda áratugnum.
Akvörðunartöku íslenskra stjórn-
valda varð að fylgja fast eftir til
þess að hún bæri árangur. En
hvernig hefði það gerst án dugandi
Landhelgisgæslu og öruggrar for-
ustu hennar? Þorskastríðið líður
okkur ekki úr minni. Hvað máttu
sín okkar varðbátar móti stóram
herskipum heimsveldis? Mikilhæfir
skipherrar og valinkunnar áhafnir
skipanna héldu varðstöðu sinni, þótt
við ofurefli væri að etja. Þáttur for-
stjórans var eigi lítil virði. Ábyrgð-
in, stjórnviskan, útsjónarsemin og
bjargráðin hvíldu ekki síst á honum.
Það reyndi mikið á hann, en hann
stóð sig með prýði. Eitt hefur hann
alla tíð síðan verið þekktur fyrir,
þ.e.a.s. klippurnar. Hugmyndina
fékk hann frá Bretum, sem þeir
höfðu notað í stríði til þess að klippa
í sundur víggirðingar og sprengju-
festingar í sjó. Pétur sá um hönnun
og lét smíða þessar klippur miðað
við íslenskar aðstæður í varnarbar-
áttunni. Þessar klippur notuðu síð-
an varðskipin til þess að klippa og
tæta í sundur togvíra fískiskipanna,
sem eigi virtu landhelgina. Og þetta
dugði! Ekki heyrðist skothvellur
eða hvinur af brugðnu sverði, eng-
inn vopnagnýr eða blóðsúthellingar!
AJþjóðleg réttlætiskennd sem og, að
ég hygg, einnig undir niðri hjá hin-
um óvinveittu, hefur mátt sín mik-
ils. Nú getum við með reisn sagt og
sungið: „Föðurland vort hálft er
hafið.“ Mörgum má þakka það bæði
í landi og á sjó. Þá síðast en ekki
síst Pétri Sigurðssyni og Landhelg-
isgæslunni í heild.
Nú er þessi „aðmíráll" okkar Is-
lendinga farinn í sína hinstu sigl-
ingu til eilífa landsins. Við sjáum
hann fyrir okkur teinréttan á
stjórnpalli minninganna handan við
höfín blá. Fráneygur fylgdist hann
með öllu, sem skyldan bauð. Hann
var ekki margorður en gagnyrtur.
Oft brá fyrir kímni í svip hans.
Spaugsamur var hann og átti auð-
velt með að slá á léttari strengi
jafnvel þó að alvara væri á ferðum.
Hann stóð ekki einn í ströngum og
krefjandi störfum. Eiginkona hans,
frú Ebba Sigurðsson, stóð við hlið
hans og studdi hann af nærgætni og
viljastyrk. Synir þeirra, Ólafur og
Sigurður, eru báðir kennarar,
fræðimenn og völundar hvor á sínu
sviði. Þeir hafa á svo fagran hátt
verið stoð og stytta foreldra sinna á
elliáram þeirra. Pétur og Ebba
byggðu íbúðarhús sitt í Hrólfsskála
á fornum ættastöðvum og undu þar
vel hag sínum. Pétur var frábitinn
því að berast mikið á, þó að ekki
vantaði efnin til þess. Hann var
hógvær og hlédrægur en þeim mun
vaskari í framgöngu, er á þurfti að
halda. Við Sólveig, fjölskylda okkar
og frændsystkin kveðjum Pétur
með einlægri þökk og vinarhug. Við
vottum Ebbu, Ólafí og Sigurði sam-
hug okkar, biðjum þeim huggunar
og styrks, þegar umbreytingin
mikla hefur átt sér stað í lífi eigin-
mannsins, fóður og bróður. Við
sendum Ólafí Sigurðssyni og frú
Maj í Svíþjóð einlæga samúðar-
kveðju.
íslenska þjóðin átti því láni að
fagna að eiga son á þeirri öld, er
fylling tímans kom, að miðin í kring
um landið yrðu líka íslensk, son sem
hafði lag á því að breyta einskonar
„sverði í plógjárn" undirdjúpanna,
sem átti ekki að meiða neinn, en var
þó hverju skotvopni öflugi’a til þess
að gera óvelkomin veiðarfæri í haf-
inu óvirk.
Þorskastríðið er strangasta bar-
átta, sem útverðir Islands hafa háð
þjóð sinni til bjargar í lífsstríði alda.
Vonandi bera þeir, sem helga sig út-
veginum á einn eða annan hátt sem
fyrst gæfu til þess að ná höndum
saman um hlutaskiptin úr auðlind
þjóðar sinnar, sem menn á sínum
tíma hættu lífí sínu til að gæti orðið
íslensk landhelgi.
Að koma og fara er lífsins saga.
Pétur Sigurðsson beið eftir burtför-
inni af þessum heimi. Landfestar
hafa verið leystar. Lausnin er kom-
in, „en orðstír deyr aldregi, hveim
er sér góðan getur“. Þegar Pétur
frændi kveður eins og ég þekki
hann, er sem mér heyrist hann taka
undir orð skáldsins er kvað:
Út á haf í alvalds nafni,
ei skal hupr veill.
Guð í hjarta, guð í stafni
gefúr fararheill.
Pétur Sigurgeirsson.
Pétur Sigurðsson fytrv. forstjóri
Landhelgisgæslunnar, var sonur
Sigurðar Péturssonar, hins þjóð-
kunna skipstjóra á GuIlfossi; fyrsta
skipi Eimskipafélagsins. Á ung-
lingsárum átti hann margar stundir
með föður sínum um borð í skipi
hans og þar naut hann sinnar fyrstu
leiðsagnar í siglingafræði. Snemma
beygðist því krókurinn að því sem
verða vildi. Og systur hans tvær,
Anna Þórdís og Guðlaug, voru um
langt árabil við skrifstofustörf hjá
félaginu. Má því segja að Eimskipa-
félagið geti á sinn hátt talist kafli í
sögu fjölskyldunnar.
Pétur fór utan að loknu stúdents-
prófí frá Menntaskólanum í Reykja-
vík 1931 til náms við Söoffícer-
esskolen í Kaupmannahöfn og var
sjóliðsforingi í danska sjóhemum til
ársins 1937. Samhliða stundaði
hann sérnám í sjómælingum og
skipamælingum. Eftir að hann kom
heim árið 1938 vann hann við starfs-
greinar sem hann hafði aflað sér
menntunar til og öðlaðist reynslu
sem varð honum dýrmæt er hann
tók við forstjórastarfi Landhelgis-
gæslunnar árið 1952, en þar biðu
hans mörg vandasöm ábyi'gðar-
störf. Auk forstjórastarfs Land-
helgisgæslunnar sinnti hann á
langri ævi mörgum málefnum í
þágu lands og þjóðar, sem ekki
verða rakin nánar hér.
Pétur var kosinn í stjóm Eim-
skipafélags íslands árið 1953. Hall-
dór Kr. Þorsteinsson, skipstjóri og
útgerðarmaður, sem þá gekk úr
stjórn félagins, taldi það brýna nauð-
syn að innan stjómar Eimskipafé-
lagsins væri maður sem hefði góða
þekkingu og reynslu á sviði siglinga
og öryggismála. Hann þekkti til
menntunar Péturs og kunnáttu hans
varðandi skip og siglingar og mælti
með því að kjósa hann í stjómina í
sinn stað. Hann taldi Pétur væri
rétti maðurinn. Sannaðist síðar að
rétt hafði verið ráðlagt um valið.
Þetta er rifjað upp nú að Pétri
gengnum þegar minnst er langs og
farsæls ferils hans i stjóm Eim-
skipafélagsins, en þar sat hann tU
ársins 1991 eða í 38 ár er hann gaf
ekki kost á sér til endurkjörs.
Á árum Péturs í stjórn Eimskipa-
félagsins voru miklar framfarir á
flestum sviðum í atvinnulífí þjóðar-
innar. Rekstur Eimskipafélagsins
tók einnig umtalsvei'ðum breyting-
um . Endurnýjun og aukning skipa-
flotans var mikil á því tímabili og
bygging vörugeymsluhúsa. Félagið
lét ýmist smíða ný skip eða keypti
notuð. I þessari uppbyggingu átti
Pétur hlutdeild með stjómarsetu
sinni í félaginu og sinn þátt í því að
vel tókst til. Störf sín í stjórninni
vann hann af kunnáttu og yfirveg-
un. Hann var um skeið gjaldkeri fé-
lagsstjórnarinnar.
Sjónarsvið Péturs var harla vitt
og það einkenndist oft af því að
hann sá ýmislegt jákvætt í því sem
öðrum virtist neikvætt. Hann benti
á að það væri rangt að nýta ekki
þau mistök sem gerast, til góðs í
framtíðinni. Það væri lærdómurinn
í skóla reynslunnar. Hann taldi að
sá sem tæki mið af reynslunni, lærði
að haga seglum eftir vindi og sigla
skipi sínu heilu í höfn þó að á móti
blési. Hann benti á að mótvindur
gat gefíð góðan byr ef seglum var
hagað rétt. Þannig hagaði hann sigl-
ingu sinni í lífinu, maðurinn sem af
varfæmi og reynslu leitaði hins já-
kvæða við lausn á vandamálum.
Hann kom auga á þá hlið mála sem
öðram stundum duldist.
Pétri var hugleikið allt frá fyrstu
tíð það sem við kom Eimskipafélag-
inu og bar hag félagsins fyrir
brjósti. Sjálfur hafði hann ekki um
þetta mörg orð en verkin segja sína
sögu, þau vann hann af alúð og heil-
um hug fyi'ir félagið. Hann var
hljóðlátur og hlédrægur og taldi
ekki við hæfi að stilla sér upp fyrir
framan aðra. Þannig lifir hann í
minningu. okkar sem með honum
unnum.
Eimskipafélagið minnist langi'ar
og farsællar stjórnarsetu Péturs
Sigurðssonar og kveður hinn látna
heiðursmann með virðingu og þakk-
læti. Félagið vottar eftirlifandi eig-
inkonu hans, Ebbu Paludan-Múller,
sonum þeirra hjóna og öðrum ást-
vinum innilega hluttekningu.
Indriði Pálsson.
Pétur Sigurðsson er látinn. Við
hjá Landhelgisgæslunni vottum
honum virðingu okkar og minnumst
mannkosta hans í leik og starfí. Við
söknum þess að eiga ekki von á að
heyra frá honum, en hann var
óþreytandi við að útlista sínar hug-
myndir um það sem hann taldi
koma Landhelgisgæslunni best.
Pétur var fylginn hugsjónum sínum
og hugmyndum, og var reiðubúinn
að eyða miklum tíma í að sannfæra
aðra um ágæti þeirra.
Landhelgisgæslan var gerð að
sjálfstæðri stofnun, þegar rofín
voru tengsl við Ríkisskip árið 1952.
Pétur Sigurðsson varð forstjóri
Landhelgisgæslunnar frá þeim
tíma, þar til hann lét af störfum fyr-
ir aldurs sakir árið 1981. Árið, sem
Pétur varð forstjóri Landhelgis-
gæslunnar, var íslenska fiskveiði-
lögsagan færð út í fjórar sjómílur,
PÉTUR
SIGURÐSSON