Morgunblaðið - 25.02.1998, Side 35

Morgunblaðið - 25.02.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 3§- svo að strax á upphafsárinu reyndi á mikilhæfa stjórnun. En Pétur átti eftir að stjóma Landhelgisgæslunni við útfærsluna í tólf sjómílur árið 1958, í fimmtíu sjómílur árið 1972 og tvöhundruð sjómílna efnahags- lögsagan varð að veruleika 1. sept- ember 1975. Samfara löggæslu á hafinu eru björgunarstörfin stór þáttur í störfum Landhelgisgæsl- unnar. Pétur Sigurðsson gerði sér grein fyrir því að til þess að ná ár- angri þurfti traustan mannskap og fullkomin tæki. Hann gerði sér far um að fá góða menn til starfa og reyndist þeim vel. Margir þeirra, sem vinna hjá Landhelgisgæslunni í dag, voru ráðnir til starfa í hans tíð. I bókinni Um veginn eftir Lao- Tse segir: „Sá er hygginn, sem þekkir aðra; hinn er vitur, sem þekkir sjálfan sig. Sá er sterkur, sem sigrar aðra; hinn er mikil- menni, sem sigrast á sjálfum sér. Sá er ríkur, sem ánægður er með hlut- skipti sitt; þrekmikil starfsemi ber vott um vilja.“ Þessi tilvitnun er í kaflanum að vaka yfir sjálfum sér - og á vel við um þær dyggðir, sem Pétur hafði að leiðarljósi. Pétur gat verið strangur við sína menn, en að- eins ef brýna nauðsyn bar til. Þeir starfsmenn sem þurftu að leita til Péturs í raunum sínum fóru ekki bónleiðir til búðar. Pétur var vel að sér í gerð skipa, og setti sig vel inn í allar nýjungar. Þegar honum fannst hann þurfa ráð við val á tækjum og búnaði leitaði hann til þeirra sérfræðinga er hann treysti best. Pétur taldi að flug- gæslan ætti mikla framtíð fyrir sér og barðist fyrir því að búa Land- helgisgæsluna öflugum flugflota. Stjómvöld voru ekki alltaf reiðubú- in að leggja fé í þær framkvæmdir, sem hann óskaði og það kom fyrir að Pétur lagði heiður sinn að veði vegna hagsmuna Landhelgisgæsl- unnar. Fræg er sagan af því þegar Pétur kom frá Bandaríkjunum með samning upp á vasann um kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Pétur hafði ekki fengið samþykki fyrir neinni slíkri ráðstöfun og var þegar boðaður á fund ráðherra. Pétur var sannfærður um að hann hefði gert rétt og varði mál sitt, en tók fram að reyndar hefði hann pantað tvær þyrlur, en hugsanlega væri unnt að afpanta aðra þeirra. Það nægði til þess að hin fékkst keypt. Sannleikanum er sennilega eitthvað hagrætt í þessari sögu, en hún lýsir hug Péturs til framfara og hagsbóta fyrir Landhelgisgæsluna. Ef byrjað er að segja sögur af Pétri skaðar ekki að láta aðra fylgja. Þegar landhelgin var færð út í fimm- tíu sjómflur ákvað Pétur að opna koníakspela uppi á stjómstöð, en slflrt hafði hann aldrei gert áður - og er reyndar aldrei gert. Þegar búið var að skála fyrir útfærslunni var hálfur pelinn eftir og bað Pétur yfir- mann á stjómstöð að gæta hans. Þremur ámm síðar, þegar útfærslan í tvö hundmð sjómflur átti sér stað, spurði Pétur þennan sama yfirmann, hvort ekki hefði orðið eitthvað eftir í koníakspelanum frá fimmtíu sjó- mflna útfærslunni. Pelans hafði verið gætt vel og hann kláraður við það tækifæri. Þessar sögur lýsa vel hin- um mannlegu og notalegu hliðum Péturs Sigurðssonar. Að öðrum mönnum ólöstuðum hefur þó einn maður verið Pétri hinn besti ráðgjafi og vinur, en það er Baldur Möller ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Baldur er mikill mannkostamaður og var Pét- ur öfundsverður að eiga slíkan hauk í homi. Ebba, eftirlifandi eiginkona hans, var hans besti vinur og ráðgjafi. Enginn skildi betur en hún, hvaða byrðar hann varð að bera í ábyrgð- armiklu starfi. Um leið og Pétri eru þökkuð góð störf fyrir Landhelgisgæsluna eru Ebbu færðar þakkir fyi-ir þá miklu þolinmæði og umburðarlyndi, sem hún hefur sýnt í gegnum árin, þegar Pétur var ónáðaður á öllum tímum sólarhringsins. Landhelgisgæslan og starfsmenn hennar færa Ebbu og sonum þeirra, Ólafi og Sigurði, innilegar samúðar- kveðjur. Hafsteinn Hafsteinsson. + Björn M. Björns- son var fæddur í Stafangri í Noregi 16. febrúar 1913. Hann lést á Vífils- staðaspítala hinn 18. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björn Sigur- björnsson, f. 24. apríl 1876 í Kræklingahlíð við Eyjafjörð, d. 20. mars 1935, og Ma- lene Johanne Hop, f. 27. júlí 1878 í Hörða- landi í Noregi, d. 8. október 1939. Systk- ini Björns eru Anna Guðbjörg, f. 15. desember 1915, d. 25. ágúst 1992, og Svanhildur Marta, f. 10. ágúst 1924. Hinn 28. desember 1946 kvænt- ist Björn eiginkonu sinni, Huldu Margréti Kristjánsdóttur, f. 13. ágúst 1920, d. 27. júlí 1994. Heim- ili þeirra var á Bugðulæk 5 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Ragnhildur, f. 6. júlí 1947. Börn hennar eru: Hulda Margrét, f. 2. október 1966, Guðrún Katrín, f. 16. febrúar 1972, og Svanhildur Ásta, f. 4. nóvember 1974, Gunn- arsdætur. 2) Anna Svanhildur, f. 30. nóvember 1948. Maki Einar Aðalsteinsson. Börn hennar eru: Ásbjörn Sírnir Arnarson, f. 19. september 1970. Maki Kolbrún J. Erlendsdóttir. Börn þeirra eru Það vom ekki margir unglingar í Laugarnesinu sem áttu pabba sem lét þau hlusta á plötur með söng Mariu Callas eða rétti þeim bókina „Myndin af Dorian Gray“. Okkur fannst hann ef til vill búast við of miklu af okkur, en samt er þetta það fyrsta sem mér kemur í hug þegar ég skrifa minningarorð um föður minn. Eg hverf aftur í tímann þegar líf- ið var einfalt og yndislegt og innibar aðeins pabba og mömmu með börn- in sín á Víðimelnum. Við eldri syst- urnar oftast eins klæddar, í amer- íska kjóla og klæðskerasaumaðar kápur. Með hatta og veski að spáss- era í bæinn, í heimsókn til Söllu frænku sem var afasystir okkar í móðurætt og bjó með Stínu á Skot- húsvegi, hinum megin við Tjarnar- brúna. Á gamlárskvöldum var pabbi í Malena Sif, f. 1. des- ember 1989, og Anna Lilja, f. 7. ágúst 1992. Starkað- ur Örn Arnarson, f. 16. ágúst 1972. Börn Önnu og Einars eru: Sólveig Krista, f. 14. febrúar 1980, og Einar Hlér, f. 23. júní 1982. 3) Birna Salóme, f. 12. janúar 1955. Barn hennar er Margrét Magnús- dóttir, f. 13. nóvem- ber 1984. 4) Björn Sigurður, f. 31. maí 1957. Maki Laufey Kristinsdóttir. Börn þeirra eru: Anna Margrét, f. 9. janúar 1988, og Björn Magn- ús, f. 19. ágúst 1991. Björn ólst upp í Haugasundi í Noregi fram til ársins 1928 er hann flytur til íslands ásamt for- eldrum og systrum. Hann lauk Samvinnuskólaprófi árið 1931 og starfaði við bókhald og gestamót- töku á Hótel Borg frá árinu 1934 til 1942 og frá 1945 til 1953. Frá 1943 til 1945 var Björn á skrif- stofu norska sjóliðsins í Reykja- vík, London og Osló. Frá 1953 til 1988 starfaði hann hjá Sölusam- bandi íslenskra fiskframleiðenda, lengst af sem aðalbókari. Björn verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. kjólfötum og mamma í samkvæmis- kjólum og litli heimurinn var örugg- ur og bjartur. Svo komu balletttímamir og skátafundimir. Þegar við komum heim af þeim hafði pabbi oft eldað eitthvað sérstakt handa okkur og stundum útbjó hann eftirrétt eftir sínu höfði. Lék á píanó fyrir okkur áður en við fómm í háttinn. Síðan þá em mörg ár, á vissan hátt mörg líf. Einu sinni var ég í strætisvagni og varð litið út um gluggann. Þar sá ég sólbrúnan, snaggaralegan mann í stuttbuxum og gönguskóm með gráa regnslá yfir sér að bíða eftir Lögbergsvagninum. Einhver út- lendingur hugsaði ég með mér áður en ég áttaði mig á því að þetta var pabbi að fara í gönguferð út úr bænum með staf sinn og pípu. Auðvitað var hann útlendingur, fæddur og uppalinn í Noregi, og þótt hann veldi að verða íslenskur og búa hér, þá vom tengslin við Noreg mjög sterk og þess nutum við börnin alla tíð og eigum stóra fjölskyldu á vesturströndinni, á Dale og Stanghelle. Einnig vom mikil tengsl við Kanada vegna þess að systkini Björns afa, Svanhildur og Jörand- ur, fóm til Vesturheims, svo oft var glatt á hjalla þegar afkomendur þeirra heimsóttu ísland. Ég ætla ekki að kveðja fóður minn í dag, aðeins minnast hans ör- lítið. Lífið heldur áfram. Nöfnin frá Noregi halda áfram í fjölskyldunni, móðurnafnið hans Malena og ömmunafn hans Anna. Ég lauk aldrei við bókina „Mynd- in af Dorian Grey“ en held hins veg- ar mikið upp á söng Mariu Callas. Bókin er sjálfsagt uppi í bókahill- unni hans og mun ég taka tilmælum hans þótt seint sé og ljúka við að lesa hana. Og ef til vill hinar uppá- haldsbækurnar hans með tíð og tíma. Hugsa hlýtt til hans. Mætur maður er genginn og ég minnist hans með þakklæti og virð- ingu. Anna S. Björnsdóttir. Björn afi. Við söknum þín mjög, mjög mikið. Við vomm voðalega leiðar þegar við fréttum að þú værir dáinn. En nú líður þér vel hjá Huldu ömmu. Bless afi. Þínar afastelpur Malena Sif og Anna Lilja. Elskulegur frændi er genginn. Björn Bjömsson fæddist í Noregi árið 1913 og ólst þar upp fram að fermingu er hann fluttist með fjöl- skyldu sinni til Islands. Bjöm var maður tuttugustu aldarinnar. Hann ólst upp við tvær heimsstyrjaldir, fasisma, kommúnisma, von og von- brigði. Bjöm var fulltrúi þess besta úr evrópskri menningu jafnframt því að vera skarpskyggn á hvert stefndi á sínum tíma, þegar evrópsk menning breyttist í villimennsku. Þrátt fyrir það tapaði hann aldrei trú á mannkynið og hans trú var sú, að menntun, menning og tækni- framfarir, ásamt víðsýni og um- burðarlyndi, myndu með tíð og tíma skila betra mannlífi hér á jörðu. Fram til hins síðasta fylgdist Björn vel með öllum hræringum jafnt heima sem erlendis og aldrei var komið að tómum kofunum þeg- ar til hans var leitað, hvort sem var um ándleg eða veraldleg málefni. Foreldrar Bjöms urðu ekki lang- lífir og eftir andlát þeirra studdi hann fjölskylduna gegnum kreppu og erfiða tíma og var sérstakt og náið samband með þeim systkinury^ alla ævi. Björn var skarpgáfaður maður en fyrst og fremst minnumst við hans sem hjartahlýs öðlings og góðs vinar. Hans verður sárt sakn- að. Björn og Vala. Nú er hann afi minn dáinn. Hann sem var alltaf svo góður og kátur. Þegar ég var lítil vildi hann alltaf lesa fyrir mig og tefla við mig og hann kenndi mér að lesa. Hann hjálpaði mér með lærdóminn og ég gat alltaf komið inn til hans og talað* við hann, og svo lét hann mig hafa bækur til að lesa. Ég sakna afa mik- ið og þakka fyrir mig. Megi Guð vera með afa mínum. Anna Margrét Björnsdóttir. Elsku afi minn. Núna þegar þú ert dáinn hugsa ég mikið um þig. Ég sakna þín mjög mikið og fer að hugsa um tímana sem við áttum saman þegar að þú varst á lífi. Ég man til dæmis eftir því þegar þú sagðir jnér sögu frá því þegar þú varst lítill strákur í Noregi. Þú varst með vinum þínum niðri á höfn þegar fiskiskipin komu og þegar sjómennirnir hlupu með* fiskikassana stunguð þið prikum í fiskinn sem datt úr kössunum og dróguð hann til ykkar. Einu sinni þegar ég var að borða mjög þunnt hrökkbrauð, sagðir þú mér að í Noregi hefðu verið konur sem ferðuðust tvær saman á milli staða og bökuðu saman svona hrökkbrauð. Þær bjuggu hjá fólkinu meðan þær bökuðu. Þú hafðir alltaf mjög mikinn áhuga á náminu mínu og varst alltaf tilbúinn að hjálpa mér og öðmm við vomm í vandræðum, enda gast þú alltaf leyst þau af því að þú vissir svo margt. Þú vildir að ég færi í tón- listamám og hlustaðir með þolin- mæði á klarinettleik minn. Elsku afi, ég var svo heppin að eiga svona skemmtilegan, fyndinn og góðan afa eins og þig. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Núna ert þú kominn til hennar Huldu þinnar. Megi Guð vera með þér. Margrét Magnúsdóttir. Elsku afi minn, takk fyrir allar samvemstundirnar okkar. Björn Magnús. BJORN M. BJÖRNSSON + Ástkær eiginmaður minn, ÞÓRARINN B. ÓLAFSSON yfirlæknir, Smáragötu 10, lést á Landspítalanum að kvöldi mánudagsins 23. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Björg Ólafsson. + Elskuleg móðir mín, amma okkar og lang- amma, ÞÓRUNN KATRÍN BJÖRNSDÓTTIR, lést á elliheimilinu Grund mánudaginn 23. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Hafsteinsdóttir. + Sonur minn, ÁSGEIR SALBERG KARVELSSON bóndi, Kýrunnarstöðum, Dalasýslu, lést á heimili sínu mánudaginn 23. febrúar. Karvel Hjartarson. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS MAGNÚSSON, Einholti 7, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 27. febrúar kl. 15.00. Guðríður Ingvarsdóttir, Ingvar Þór Magnússon, Ingibjörg Hulda Yngvadóttir, Þórunn Málfríður Ingvarsdóttir, Magnús Kári Ingvarsson. C + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG KATARÍNUSDÓTTIR, Fannborg 1, Kópavogi, lést á Borgarspítalanum mánudaginn 23. febrú- ar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margret Benediktsdóttir, Jóhanna G. Benediktsdóttir, Álfhildur Benediktsdóttir, Guðbjörg Benediktsdóttir, Vilborg Benediktsdóttir, Dagur Grímur Ingvason, Einar Björn Ingvason, lain Smith, Tryggvi Sigfússon, Lárus Guðjónsson, Tom de Vries, María Ingvason, Seselia Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.