Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 36

Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 36
4)6 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær faöir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, SIGTRYGGUR VIÐAR STEINÞÓRSSON, Fannborg 1, Kópavogi, lést á heimili sínu laugardaginn 21. febrúar. Útförin auglýst síðar. Þorsteinn Viðar Sigtryggsson, Stefán Viðar Sigtryggsson, Gísli Jóhann Sigtryggsson, Hjördís Ósk Sigtryggsdóttir, Erla Björk Steinþórsdóttir, Inga Þórsdóttir, Janneke Gradstein, Theódóra Steinþórsdóttir, Egill Þór Steinþórsson og barnabörn. + Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR GÍSLADÓTTUR, Hvolsvegi 27, Hvolsvelli, fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík, fimmtu- daginn 26. íebrúar kl. 13.30. Rútuferð verður frá Hlíðarenda, Hvolsvelli, kl. 11.30. Guðni Gunnarsson, Ragnheiður Guðnadóttir, Gunnar Guðnason, Svala Sigurjónsdóttir, Gísli H. Guðnason, Ásdís Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær eigínmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, MAGNÚS RAFN MAGNÚSSON, Miroslav R. Mikulcák, Meðalholti 2, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 23. febrúar. Elín Jóna Ólafsdóttir, Anna Kristine Magnúsdóttir, Ingunn Magnúsdóttir, Elísabet Magnúsdóttir, Björg Magnúsdóttir, Magnús Jaroslav Magnússon, Dagmar Magnúsdóttir, Trausti Bragason, Jón Ágúst Eiríksson, Þorsteinn Guðmundsson, Hugrún Linda Guðmundsdóttir, og barnabörn. + Móðir okkar, fósturmóðir, systir, amma og langamma, MARGRÉT SÍMONARDÓTTIR, áður til heimilis í Barmahlíð 35, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Örn Viggósson, Kolbrún Giordano, Rúnar Viggósson, Erna Þórðardóttir, Guðjón Símonarson, Gústaf Símonarson, Mona Erla Símonardóttir, Berglind Wathne, Anthony Giordano, Hallgrímur Friðriksson, Lilja Sigurjónsdóttir, Sigurbjörn R. Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR BRYNJÓLFSSON bílamálarameistari, Skipasundi 63, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu- daginn 27. febrúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Ingibjörg Markúsdóttir, Marta Katrín Sigurðardóttir, Halldór Sigdórsson, Áslaug Brynja Sigurðardóttir, Ármann Óskar Sigurðsson, Friða Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. VILHJALMUR ÞÓRÐARSON + Vilhjálmur Þórð- arson var fæddur á Arnórsstöðum á Jökuldal 8. septem- ber árið 1901. Hann lést á dvalarheimil- inu Hlíð á Akureyri 17. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Stefanía Jónsdóttir frá Fögrukinn í Jök- uldalsheiði, f. 18.4. 1876, d. 27.8. 1960, og Þórður Þórðarson frá Sævarenda í Loð- mundarfírði, f. 7.2. 1863, d. 26.9. 1928. Systkini Vil- hjálms voru: Þóra, f. 30.7. 1900, d. 4.5. 1990, Skúli, f. 30.7. 1900, d. 15.5. 1983, Sigsteinn, f. 30.9. 1902, d. 21.1. 1988, Þórður, f. 25.8. 1903, d. 18.12. 1981, Þor- valdína, f. 8.3. 1905, Steinunn María, f. 7.8. 1906, d. 12.2. 1923, Jónas, f. 30.9. 1907, d. 7.8. 1987, Björg, f. 1.11. 1909, d. 15.9. 1924, Álfheiður, f. 21.11. 1911, d. 4.3. 1960, Stefán, f. 14.7. 1913, d. 25.7. 1913, og Flosi, f. 7.2.1917, d. 15.9. 1978. Áuk þess átti hann fjögur hálfsystkini: Þorfinn, Benedikt, Þórdísi og Einar. Kona Vilhjálms var Málfríður S. Árnadóttir frá Litla-Bakka í Hróarstungu, f. 8.1. 1898, d. 8.10. 1982. Börn Vilhjálms og Málfríðar urðu fjög- ur: 1) Stella Sigríður, f. 23.10. 1936. Maki Vilmundur Andrés- son og eiga þau sex börn. 2) Örn, f. 30.1. 1938, d. 9.2. 1987. Ókvæntur og barn- laus. 3) Stefanía, f. 13.8. 1939, d. 3.2. 1977. Maki Ólafur Jónsson og eignuðust þau fjögur börn. 4) Þórður, f. 27.3. 1943. Maki Guðríður B. Jónsdóttir og eiga þau þrjár dætur. Auk þess ólu þau Vilhjálmur og Málfríður upp þijá syni Málfríðar frá fyrra hjónabandi. Þeir hétu Eiríkur Sigfússon, f. 28.5. 1927, d. 25.12. 1995, Árni Sigfússon, f. 13.1. 1930, d. 9.9. 1997, og Björn Sig- fússon, f. 6.8. 1932, d. 21.5. 1994. Vilhjálmur stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri árin 1924-1926. Vorið 1927 hóf hann búskap á Giljum á Jökuldal og bjó þar til ársins 1972 er hann fluttist til Akureyrar. Vilhjálmur verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Aldrei deyr, þótt allt um þrotni, endurminning þess sem var.“ Þegar ég kveð tengdaföður minn, Vilhjálm Þórðarson, eftir löng kynni detta mér ofangreindar Ijóðlínur Gríms Thomsen í hug. Vilhjálmur var fæddur á Arnórs- stöðum á Jökuldal en fluttist sex ára að aldri með foreldrum sínum að Gauksstöðum í sömu sveit þar sem hann ólst upp í stórum systk- inahópi. Vilhjálmur stundaði nám við bændaskólann á Hvanneyri árin 1924-1926 en ári síðar hóf hann bú- skap á Giljum á Jökuldal þar sem hann bjó ásamt konu sinni, Mál- fríði Árnadóttur frá Litla-Bakka, í 45 ár. Búskapurinn þar var líkur því sem almennt gerðist á þeim tíma. Heimilið var mannmargt og mikið að starfa því marga munna þurfti að metta og því ekki alltaf mikill tími fyrir andlega iðju. Kynni mín af Vilhjálmi hófust aðallega eftir að hann flutti til Akureyrar árið 1972. Fyrstu árin starfaði hann hjá verksmiðjum SIS og bjó um tíma á heimili okkar hjónanna. Síðan bjó hann um ára- bil hjá Stellu dóttur sinni og var þá fastur gestur á heimili okkar Þórð- ar á hverjum sunnudegi meðan heilsa hans leyfði. Vilhjálmur var dagfarsprúður maður þótt hann hefði heitt skap. Hann var snyrti- legur í umgengni, glaðlegur í við- móti, barngóður og áttu dætur okkar Þórðar oft athvarf hjá hon- um. Hann var félagslyndur og hafði gaman af að hitta menn og taka í spil ef tími gafst. Hann staldraði þó aldrei lengi við því að hann var vinnusamur og eftir að hann var hættur að vinna batt hann bækur. Ég hef oft furðað mig á því hve miklu hann kom í verk vegna þess að hann virtist lesa allt sem hann batt. Þó að Vilhjálmur hafi aldrei ver- ið auðugur maður á veraldlega vísu bjó hann yfir andlegu ríkidæmi og kunni að njóta margs sem lífið hafði upp á að bjóða. Hann hafði yndi af Ijóðum og kunni ógrynni af þeim og fór oft með heilu kvæðin fyrir mig yfir sunnudagskaffinu. Hann var mikill náttúruunnandi og naut þess ef tími gafst til að skreppa í sunnudagsbíltúr út fyrir bæinn. Kom þá fljótt upp í honum sveitamaðurinn ef hann fann ilm af góðri töðu eða sá fallegan hest. Síð- ustu árin eftir að sjón Vilhjálms dapraðist svo að hann hætti að geta lesið fékk hann hljóðbækur á Amtsbókasafninu og hlustaði á sögur og alls konar fróðleik. Hann hélt minninu og gat fylgst ótrúlega með fram til síðustu stundar þótt hann væri þrotinn að kröftum. Ég og fjölskylda mín kveðjum Vilhjálm með þökk og virðingu og geymum minninguna um hann eins og hann var. Öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Guðríður B. Jónsdóttir. Einn mildan vetrardag fyrir skömmu barst mér sú frétt að Vil- hjálmur Þórðarson, móðurbróðir minn, væri látinn norður á Akur- eyri. Hann kvaddi þennan heim á hjúkrunarheimilinu Hlíð 17. febrú- ar sl. sáttur við guð og menn og saddur lífdaga 96 ára gamall. Með fráfalli hans hafa öll Gaukstaða- systkinin horfið á vit feðra sinna utan Þoi’v'aldína sem lifir í Kaup- mannahöfn á tíræðisaldri. Við lát þessa eftirminnilega frænda míns þyrpast að minningar frá æskuár- unum er ég dvaldi hjá honum og heimilisfólki hans að Giljum, ysta bæ á Jökuldal, en þangað fór ég í sveit á sumrum frá Seyðisfirði. Vilhjálmur hafði margt sér til ágætis. Hann var bráðgreindur, fróður og fróðleiksfús, sagði vel frá og las allt sem hann komst yfir í stopulum tómstundum. Síðar á æv- inni, er hann var hættur búskap, gafst honum meira tóm til lestrar og notfærði hann sér það meðan sjónin leyfði. Vilhjálmur var barn- góður og sérlega laginn að tala við börn og segja þeim sögur. Hann sýndi þeim virðingu og ræddi við þau eins og fullorðið fólk þannig að þeim fannst þau vera menn með mönnum. Þetta hafði þau áhrif á okkur strákana sem unnum með honum við heyskapinn að við vor- um oftast fúsir til starfa með þeirri undantekningu að undirritaður átti það til að fá letiköst á heitum sum- ardögum og leggjast uppíloft í flekkinn. Vilhjálmur var laginn við hesta og tamningamaður góður. Hann átti nafntogaða hryssu skjótta sem hljóp betur á skeiði en flest hross önnur á þessum slóðum. Undan henni fékk hann skjóttan fola sem hann tamdi og hafði mikla ánægju af að teygja á töltinu hnarreistan. Vilhjálmur hafði mikið dálæti á Dýnusi, en svo nefndist gæðingur þessi, sem var svo þýðgengur þeg- ar vel lá á honum. En hann gat líka verið illur viðureignar og þýddist þá engan nema húsbónda sinn. Ráðskonan á bænum, Málfríður Árnadóttir frá Litla-Bakka, síðar eiginkona Vilhjálms, var hæglát greindarkona er kunni frá mörgu að segja, systurdóttir Magnúsar Stefánssonar (Örn Arnar) skálds. Hún fræddi mig oft um menn og málefni á Fljótsdalshéraði, er ég sat hjá henni í eldhúsinu, og sagði mér stundum þjóðsögur. Voru þau Vilhjálmur samhent um búskapinn og uppeldi okkar strákanna og fórst hvort tveggja vel úr hendi með lipurð, réttsýni og góðlátlegri festu. Þessir eiginleikar dugðu vel í viðureign við þann sem hér heldur á penna er átti það til að vera bald- inn á köflum. Ekki var mulið undir bændur frekar en aðra alþýðu manna á kreppuárunum, er ég var á Giljum. Það var því oftast þröngt í búi þar á þessu tímabili eins og á flestum öðrum bæjum þótt aldrei skorti mat en baráttan stóð beinlínis um það að hafa í sig og á. Landslag á Giljum er sérkenni- legt og raunar ógleymanlegt. Þar gaf að líta smádali, háa hóla, læki og silungsár. Ég minnist þess nú er ég gekk eitt sinn með Vilhjálmi um landareignina í leit að hestum. Fyrst mætti okkur ljúfur niðurinn í Lækjardalnum. Þaðan lá leiðin um Tjarnardalinn þar sem sprækir óð- inshanar voru á sundi og skörtuðu gulrauðum kraga. Því næst komum við í Laufdalinn og þar blasti við fjölskrúðugur jurta- og trjágróður. Þá var gengið um hólana sem vaxnir voru birkikjarri og ómuðu af söng smáfugla og þaðan fórum við vestur að Sandá og sáum sil- unga skjótast milli steina og vaka í yfirborðinu við ósinn og loksins fundum við hestana í svonefndum Folaldabotni. Á leiðinni útlistaði Vilhjálmur umhverfið fagurlega fyrir mér og endaði á seftjörninni vestur af bænum. Þar var litskrúð- ugur vatnagróður og fjöldi vað- og sundfugla á sveimi. Er við komum heim undir bæinn barst okkur þungur niður Jöklu er rann í stríð- um straumi við túnfótinn. Þannig endaði þessi fyrsta ferð mín um Giljaland, ferð er seint mun gleym- ast. Þegar Vilhjálmur varð sjötíu og eins árs brá hann búi, seldi stjúp- sonum sínum jörðina og þau Mál- fríður fluttust til Akureyrar. Nokkrum árum síðar fór Málfríður austur í Egilsstaði og lést þar á elliheimilinu 1982. Vilhjálmur var í skjóli Stellu, dóttur sinnar, á Akur- eyri og vann í skinnaverksmiðju SIS. Hann vildi ekki annað heyra hjá verkstjóranum en hann fengi fulla vinnu þótt hann væri kominn á áttræðisaldur! Þannig var hann. Lengst af ævinnar féll honum ekki verk úr hendi. Auk starfsins í verk- smiðjunni batt hann bækur fyrir menn, m.a. mig, og var enginn við- vaningsbragur á því verki. Á efri árum sínum varð Vil- hjálmur fyrir því áfalli að fá heila- blæðingu svo mál hans skertist og sjónin og skriftargetan en sumar sálargáfur héldust lítt breyttar til æviloka svo sem minnið sem brást honum ekki. Hann var því furðu vel á sig kominn þrátt fyrir þetta. Vilhjálmur á marga efnilega af- komendur sem léttu honum ævi- kvöldið. Mér þótti vænt um Vilhjálm frænda minn allt frá því ég dvaldist hjá honum drengur á Jökuldai enda var hann mikill öðlingur sem fyrr segir. Ég heimsótti hann ætíð er ég átti leið um Akureyri okkur báðum til mikillar ánægju. Seinast er við hittumst gaf hann mér nokkrar gamlar og sjaldgæfar bækur. Það var hans síðasta vinar- bragð sem lýsir honum vel. I huga mínum mun seint fenna í fótspor Vilhjálms frænda míns. I dag þegar hann er til moldar bor- inn munu Jökuldælingar og aðrir samferðamenn minnast hans með gleði og virðingu. Ég og mitt fólk sendum bömum hans, barnabörn- um og öðrum venslamönnum kær- ar kveðjur. Ingólfur A. Þorkelsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.