Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998
MINNINGAR
GUÐMUNDUR
EINARSSON
+ Guðtnundur Ein-
arsson fæddist í
Klettsbúð á Hell-
issandi 12. júlí 1896.
Hann lést á Dvalar-
heimili aldraðra sjó-
manna 6. febrúar síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá
Ingjaldshólskirkju
21. febrúar.
Fyrst hitti ég þenn-
an gamla mann fyrir
rúmum 11 árum eða á
gamlárskvöld 1986.
Hann fór með okkur á brennuna
og bauð okkur á eftir inn í „Kletts-
búðina“, húsið sitt á Hellissandi til
þess að sýna mér sófasettið sitt.
Þegar hann svo fór frá Hellissandi
nokkrum mánuðum síðar á Hrafn-
istu, sagði hann við okkur Arna
Jón að ef við vildum, mættum við
„hirða“ sófasettið hans. Það prýðir
húsið okkar enn alveg óbreytt.
Svona var Gvendur.
Það streymdi alltaf væntum-
þykja frá Gvendi til okkar og að
öðrum ólöstuðum var Arni Jón
alltaf efstur og fremstur í hans
huga. Honum þótti líka vænt um
strákana okkar og við fórum síðast
til hans fyrir þrem vikum til þess
að sýna honum litla Þorgeir. Hann
fann fyrir nærveru
okkar, hélst fast í
hendumar á okkur en
sagði ekkert. Þegar
við svo kvöddum
þennan gamla góða
vin í síðasta sinn ríg-
hélt hann sér í okkur.
Gvendur var góð-
vinur fjölskyldunnar
til margra ára. Hann
var fastagestur á
heimili tengdaforeldra
minna. Hann vann í
Búrfelli hjá Þorgeiri,
var í fæði hjá Hrafn-
hildi, og það dásamaði hann svo að
hvergi fékk hann eins góðan mat
sagði hann. Þeirra heimili var hans
annað heimili mörg síðustu árin á
Hellissandi. Þau Hrafnhildur og
Þorgeir reyndust honum vel og
hann þeim einnig.
Rétt áður en Gvendur varð
hundrað ára hringdi hann í Arna
Jón og bað hann að sækja sig, hann
vildi komast heim á Hellissand og
fá að deyja þar. Við voram öll hjá
honum á þessum merka degi 12.
júlí 1996. Þá fór hann enn með
kveðskap og var bæði kátur og
klökkur.
Reglulega var farið í heimsókn á
Hrafnistu. Gvendur fylgdist lengi
vel með öllu sem gerðist hér fyrir
vestan. Oft kom það fyrir að hann
sagði okkur fréttir úr mannlífinu
og eða aflabrögðum. Hann bar
alltaf hag Árna Jóns sér fyrir
brjósti og rekstur á vélsmiðju
hans, síðast spurði hann frétta af
rekstrinum í desember síðastliðn-
um. Hann fylgdist líka með mínu
starfi og spurði gjarnan út í það.
Já, hann vildi okkur svo vel.
Gvendur var hagmæltur maður.
Því miður er ekki mikið til á prenti
eftir hann, mig langar því til að
koma með tvær vísur eftir hann
sem ég skrifaði hjá mér.
Orðin hef ég saman sett
svo á hlýða kynni.
Pau hafa stundum leikið létt
líka á tungu minni.
Pó að frá þér flytji burt
forðistraunogvesen.
Bið ég guð að byggist upp
blessað Snæfellsnesið.
Við kveðjum Guðmund Einars-
son frá Klettsbúð á Hellissandi vin
okkar og þökkum fyrir samverana
og velvildina í okkar garð.
Anna, Árni Jón, Logi,
Höskuldur og Þorgeir.
Vegna mistaka í vinnslu féll niður
nafn eins af höfundum greinarinn-
ar hér fyrir ofan er hún birtist í
Morgunblaðinu á blaðsíðu 40 laug-
ardaginn 21. febrúar. Greinin er
því endurbirt hér og eru hlutað-
eigendur beðnir velvirðingar á
mistökunum.
VIGDIS V.
INGIMUNDARDÓTTIR
+ Vigdís V. Ingimundardóttir
fæddist á Efri-Ey í Meðal-
landi í Austur-Skaftafellssýslu
16. febrúar 1932. Hún lést í
Reykjavík 9. febrúar síðastliðinn
og fór útför hennar fram frá Bú-
staðakirkju 16. febrúar.
Guðs barn deyr sælt, það deyr í Jesú örmum.
Frá dánarbeði það fer með englum heim. Við
bylgjur Jórdans bros er því á hvörmum. Og
borg Guðs sér það ljóss í fógrum geim.
(T.B. Barratt-ÁE.)
Með fáum fátæklegum orðum
langar mig að kveðja Dísu, eins og
vinir hennar kölluðu hana, og
þakka henni fyrir hvað hún tók
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrai- grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
mér vel þegar ég fluttist fyrir
tveimur og hálfu ári á Réttarholts-
veginn með strákana mína þrjá.
Betri nágranna en hana og Kidda
manninn hennar er varla hægt að
óska sér. Bæði skildu það vel að
börn og unglingar þurfa að hreyfa
sig og fá vini sína í heimsókn, enda
bára synir mínir og vinir þeirra
mikla virðingu fyrir þeim hjónum.
Þó að Dísa hafi átt við mikil veik-
indi að stríða hin síðari ár, var
alltaf stutt í glaðværa brosið henn-
ar og það var sama hvort áttu í
hlut fullorðnir, börn eða dýr, hún
var jafn ljúf við alla.
Hún unni því sem var fagurt og
bjó manni sínum notalegt heirnili.
Dísa var mikill blómaunnandi og
prýddi heimilið blómum og garð-
urinn hennar var vel hirtur og fal-
legur. Þó að Dísa væri mikið veik
missti hún aldrei áhuga á að líta
vel út, var alltaf með hárið fallega
lagt og vel snyrt.
Eg á eftir að sakna þess að
heyra hana kalla til mín: „Inga
Sorgar og
samúðarmerki
Borið við minningaralliaihir
ogjarðarfarir.
Allur ágóði rennur til
líknarmála.
Fæst á bensínstöðvum,
í Kirkjuhúsinu og í
blómaverslunum.
fi
KRABBAMEINSSJÚK BÖRN
HJÁLPARSTOF N U N
KlTJ KIRKJUNNAR
Shell
5-
5
5
írjiírjíkjm
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
I HOTEL LOFTLEIÐIR
“ ICBLANDAIR HOT ILt
mín, ástin mín, komdu og fáðu þér
nýlagað kaffi með mér.“
Dísa var gift Kristni Guðmunds-
syni og höfðu þau lifað í farsælu
hjónabandi í fjöratíu ár. Hann var
hennar stoð og stytta á meðan hún
barðist við illvígan sjúkdóm.
Eina dóttur átti Dísa, Öldu sem
á þrjár dætur og sex bamaböm.
Kæra Dísa ég kveð þig með
þessu versi:
Guðs barn deyr sælt, það ekkert alls má
saka. Þar yfir dauðann lítur himininn. Og
þaðan enginn óskar sér til baka. Því eilíflega
þar er friðurinn.
(T. H. Brarratt-ÁE.)
Ég votta aðstandendum mína
dýpstu samúð. Megi trú ykkar og
minningar gefa ykkur styrk í sorg-
inni. Guð blessi minningu Dísu.
Ingileif Ögmundsdóttir.
Hlómab&ðiri
C\cu\3skom
v/ PossvogsUíi‘kjMgc»»*3
Símii 554 0500
Sérfræöingar
í blómaskrevliniium
\ iö <>11 tækifaTÍ
mblómaverkstæói I
INNA,, |
Skólavörðuslíg 12,
á horni Bergstafíastrælis,
sími 551 9090
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
t
INGÓLFURJÓNSSON
frá Stöðvarfirði,
vistmaður á Hlévangi,
sem lést á sjúkrahúsinu í Keflavík aðfaranótt
fimmtudagsins 19. febrúar, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. febrúar
kl. 10.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega
bent á Minningarsjóð Einars Benediktssonar
frá Ekru.
Fyrir hönd aðstandenda,
Nanna Ingólfsdóttir, Steinunn Ingólfsdóttir,
Víðir Friðgeirsson, Gylfi Geirsson.
Jn
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
GUÐJÓN HALLDÓRSSON,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi,
sem lést á Landakotsspítala miðvikudaginn
18. febrúar sl„ verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.30.
Hallbjörg Elímundardóttir,
Guðrún Margrét Guðjónsdóttir, Guðný S. Guðjónsdóttir,
Gylfi Már Guðjónsson, Sólrún Gunnarsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjöl-
mörgu, sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við fráfall föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
VILHJÁLMS K. GUÐMUNDSSONAR
bifreiðastjóra,
Skúlagötu 40,
Reykjavfk.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A-7 á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur.
Elín Vilhjálmsdóttir, Halldór Sigurðsson,
Erla Vilhjálmsdóttir, Friðbjörn Berg,
Ingibjörg Bettý Bustillo,
Vilhjálmur Ingi Haildórsson,
Svava Halldórsdóttir,
Karen Erla Kristófersdóttir.
t
Innilegar þakkir til þeirra, sem sýnt hafa
okkur samúð og hlýhug og heiðrað minn-
ingu móður okkar,
ÖNNU BIRNU BJÖRNSDÓTTUR,
Garðvangi,
Garði.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki
Garðvangs, lungnadeildar Vífilsstaðaspítala
og deildar G12 á Landspítalanum.
Ásta Borg Jóhannsdóttir,
Björn Bergmann Jóhannsson,
Margrét Jóhannsdóttir,
Guðný Helga Jóhannsdóttir,
Ólafur Ómar Jóhannsson,
Unnur Jóhannsdóttir,
Þórný Jóhannsdóttir,
Ragnar Christiansen,
Anna Sveinbjörnsdóttir,
Guðmundur Haraldsson,
Unnsteinn Egill Kristinsson,
Guðný R. Reynisdóttir,
Guðmundur Birgisson,
Ólafur Óiafsson,
barnabörn og langömmubörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegs föður,
tengdaföður, afa og langafa,
KARLSJÓHANNSSONAR
frá Vestmannaeyjum,
Hrafnistu í Hafnarfirði,
áður Stekkjarflöt 13,
Garðabæ.
Hervör Karlsdóttir, Geir Oddsson.
Kristjana Geirsdóttir, Gunnar Þór Geirsson,
Arna Guðrún Geirsdóttir
og fjölskyldur þeirra.