Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 38

Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 38
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RAGNA S VAVARSDÓTTIR + Ragna Svavarsdóttir fæddist á Akureyri 5. desember 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 14. febrúar síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Akranes- kirkju 24. febrúar. ;>Allt er í heiminum hverfult.“ Nú er hún Ragna mín blessuð dáin. Það hefur hljóðnað yfír Stillholtinu. Götunni okkar Rögnu. Hversu oft hef ég ekki gengið fram hjá húsinu ^■fiennar, hitt hana íyrir utan, þar sem hún var að gæta að litlum börnum sem voru í umsjá hennar, alltaf með stóru svuntuna yfir kjólnum sínum, boðið góðan dag- inn, sest um stund á tröppurnar, spjallað, stundum farið inn og feng- ið kaffisopa. Hún var alltaf heima. Hvað það var notalegt að líta út um eldhúsgluggann og sjá að það var alltaf ljós hjá Rögnu þó framorðið væri. Aldrei fór ég svo snemma á fætur að ekki væri komið ljós. Við vissum alltaf hvor af annarri seint og snemma. Það var bammargt í hverfinu okkar þegar Ragna og Skúli Bene- iktsson, maðurinn hennar, fluttu í að með átta bömin sín. Þá vora mörg böm í hverju húsi á öllum aldri. Þá var líf og fjör. Göturnar ekki malbikaðar, lóðirnar ekki frá- gengnar, moldarhaugur og spýtnarasl um allt, hamarshögg þeirra sem vora að byggja. Þó var ekkert eins skemmtilegt og leikir allra þessara barna, hlátur þeirra og gleði, þar sem allt mátti gera, hvergi of fínt, hvorki úti né inni. Ragna og Skúli voru bæði ættuð afí norðan. Hún ffá Akureyri, hann TOnvetningur. Þau voru bæði stúd- entar frá Akureyri og þar lágu leið- ir þeirra saman. Skúli kom á Akra- nes sem kennari við Gagnfræða- skólann. Hann var þekktur sem frábær íslenskukennari. Þau slitu samvistir. Ragna var stórbrotin kona, glæsileg, vel menntuð, hög í hönd- um, bókhneigð, tónelsk, spilaði á orgel og píanó og miðlaði öllu til barna sinna. Ævi Rögnu er einn samfelldur óður um konuna, móðurina, sem var börnunum sínum allt, upp- alandinn, sem varðaði veginn, fé- laginn sem tók þátt í gleði þeima og sorgum. Án þess að hika, gaf hún þeim líf sitt og starf fram á hinstu stund. í bókstafiegri merkingu vék hún aldrei frá þeim. Ég vann í mjólkurbúð í götunni okkar um tíma og afgreiddi þau þar oft með mjólk. Oft hugsaði ég: „Hvernig getur ein kona hugsað um öll þessi börn, fætt þau og klætt?“ Árin liðu, börnin uxu úr grasi, vel gefin og mannvænleg. Gengu í skóla, fyrst barnaskóla, síðan gagn- fræðaskóla, og að lokum urðu þau flest stúdentar frá Fjölbrautaskól- anum á Akranesi. Þá fylgdist ég með börnunum í námi, kenndi þeim flestum vélritun í Gagnfræða- og Fjölbrautaskólanum. Þau vora öll góðir námsmenn, og nú kom Ragna vor eða haust, og samfagnaði börn- unum sínum, sem voru að ljúka stúdentsprófum sínum. Brosandi og sigurglöð. Fyrir hver jól kom Ragna til mín og þá með Rögnu litlu dótturdóttur sína með sér. Þá hitaði ég gjarnan súkkulaði með jólasmákökunum. Þá héldum við hátíð, spjölluðum um bækur sem við höfðum lesið og ætl- uðum að lesa um jólin. Ég kom til Rögnu daginn áður en hún fór á sjúkrahúsið, þar sem hún dó eftir sólarhring. Hún sat í horn- inu sínu við eldhúsborðið. Fjarri því að mér sýndist hún væri á foram, þó öllum ætti að vera ljóst að hverju dró. Dætur hennar tvær vora hjá henni. Báðar með lítil börn, sem hún hafði ætlað að passa fyrir þær. Þegar hennar börn þurftu ekki lengur umönnunar við, tók hún önnur börn til sín. Þau eru mörg börnin hér á Akranesi sem Ragna gætti lengri eða skemmri tíma, og eiga henni mikið að þakka. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, - hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (H.K.L.) Blessuð veri hún Ragna um tíma og eilífð. Blessuð veri börnin henn- ar öH og barnabörnin hennar, hún Ragna dótturdóttirinn sem hún ól upp og vildi hvergi annars staðar vera og hin sem hún hefur gætt og ætlaði að gæta tengdabörnin sem vora eins og börnin hennar. Fjölskylda hennar og vinir kveðja hana í þökk og virðingu. Bjarnfríður Leósdóttir. Eitt sinn skal hver deyja og í dag kveðjum við Rögnu Svavarsdóttur. Ragna var um flest merkileg kona og öllum þeim sem kynntust henni verður hún minnisstæð. Þótt ég hafi lengstan hluta ævinnar vitað af henni þá kynntist ég henni ekki að ráði fyiT en hún fór að passa Ragn- heiði, dóttur mína. Barnabörn Rögnu voru í pössun um leið og Ragnheiður og eftir það hét hún amma Gagga á mínu heimili. I mörg ár var það fastur liður að fara til ömmu Göggu á aðfangadag með kort og kyssa hana gleðileg jól. Líf Rögnu var ekki alltaf dans á rósum og hún safnaði ekki auði í veraldlegum skilningi þess orðs. En hún átti það sem er miklu dýrmæt- ara. Hún átti stórkostlega fjöl- skyldu sem alla tíð hefur verið mjög samhent og hún átti lífsgleði mikla. Hún var fullkomlega öfund- arlaus og átti auðvelt með að gleðj- ast með öðram. Nú hefur þessi stórbrotna kona kvatt. Mölur og ryð fá ekki grandað þeim fjársjóði minninga sem hún eftirlætur börnum sínum og þeirra fjölskyldum. Megi minning Rögnu Svavarsdóttur lifa með okkur öll- um, við getum margt af lífí hennar lært. Ég votta börnum hennar og fjölskyldum þeima mína dýpstu samúð. Hrönn Ríkharðsdóttir. BRAGI PÁLSSON + Bragi Pálsson fæddist í Reykjavík 17. júlí 1975. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 14. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalínskirkju 20. febrúar. Fyrsti skóladagurinn er að hefj- ast. Það er eftirvænting og spenna í loftinu og ki'akkar streyma að úr öllum áttum. Þorvarður skólastjóri les krökkunum lífsreglurnar á með- an krakkarnir bíða óþreyjufullir eft- ir að sjá nýja bekkinn sinn, 3.-A. Strax frá fyrsta degi náði bekkurinn einstaklega vel saman og var mjög áhugasamur um að hittast og gleðj- ast við ýmis tækifæri. En hver hefði trúað því þá að sex áram síðar væru tveir úr þessum sama bekk látnir. + Eiginmaður minn, stjúpfaðir okkar og afi, TRYGGVI GUÐMANNSSON vélstjóri, Skólagerði 65, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtu- daginn 26. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hins látna, láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Stefanía Bjarnadóttir, Gunnar R. Jónsson og fjölskylda, Hilmar H. Jónsson og börn. + Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur vegna andláts og útfarar INGIBJARGAR STEPHENSEN, Bjarkargötu 4, sem andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði þriðjudaginn 10. febrúar 1998. Útförin fór fram í kyrrþey. Klara og Ólafur Stephensen, Ingibjörg, Stephan, Magnús og Ólafur Björn. Við minnumst ávallt Hjörleifs og Braga á sama andartakinu. Þeir voru einstaklega samrýmdir og eins og skuggi hvors annars. Við sendum þér Hjörleifur okkar dýpstu samúðarkveðjur og vonum að Guð gefi þér og fjölskyldu þinni styrk í sorg ykkar. Þínar bekkjarsystur úr 3.-A í Verzlunarskólanum Edda Margrét, Auður Eik, Ellý og Halldóra. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. MINNÍNGÁR ÖG TÆKIFÆRISKORT Segðu hug þinn um leið og þú lætur gott af þér ® 562 4400 luflj <SlT HJÁLMRSTOFNUN KIRIUUNNAR KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Föstuvaka í Hallgrímskirkj u í KVÖLD kl. 21 (öskudag) verður fostuvaka í Hallgrímskirkju. Mótettukór Hallgrímskirkju mun flytja lög við Passíusálma Hall- gríms Péturssonar undir stjórn Harðar Áskelssonar, lesið verður úr píslarsögunni og sungnir Passíu- sálmar. Vökunni lýkur með stuttri hugvekju séra Sigurðar Pálssonar. Þetta er fyrsta föstuvakan af þrem- ur sem verða á föstunni, sú næsta þann 11. mars, en þá munu ein- söngvarar og hljóðfæraleikarar flytja fijstutónlist. Passíusálmar eru lesnir hvern dag á föstu, frá mánudegi til föstudags kl. 12 á há- degi. Á undan lestrinum er leikið á orgel kirkjunnar. Áskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra bama kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Föstumessa kl. 20.30. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra: Opið hús í dag kl. 13.30-17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund og veitingar. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Agi, ástríki, leiðsögn. Hallveig Finnbogadóttir hjúkrun- arfræðingur. Orgelleikur og lestur Passíusálma kl. 12. Opið hús fyrir aldraða. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Föstuvaka kl. 21. Lestur úr píslarsögunni. Sungnir Passíusálm- ar, Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskels- sonar. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Foreldrar og börn þeirra hjartanlega velkomin. Sr. María Ágústsdóttir. Kvöldbænir og fyrir- bænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf fyrh' eldri borgara í dag kl. 13-17. Laugarneskirkja. Fundur í æsku- lýðsfélaginu í kvöld. Húsið opnað kl. 19.30. Neskirkja. Litli kórinn (kór eldri borgara) æfir kl. 11.30-13. Umsjón Inga J. Backman. Fótsnyrting kl. 13-16. Föstuguðsþjónusta kl. 20.Myndasýning að lokinni guðs- þjónustu. Jóna Hansen kennari sýnir myndir frá ferðinni til Eng- lands. Kaffiveitingar. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnameskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra, opið hús í dag kl. 13.30-16. Félagar úr starfi aldraðra í Garðin- um koma í heimsókn. Handavinna og spil. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. TTT-starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17.15. Æskulýðs- fundur kl. 20. Digraneskirkja. KFUM & K 10-12 ára barna kl. 16.30. Æskulýðsstarf KFUM & K kl. 20 íyrir 13 ára og eldri. tFella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. KFUK kl. 17.30 fyrir 9-12 ára stúlkur. Hjaliakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára bömum í dag kl. 16.30-17.30 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) ára börnum kl. 17.30-18.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Léttur kvöldverður að bæna- stund lokinni. Fundur Æskulýðsfé- lagsins Sela kl. 20. Fríkirkjan í Hafnarfirði. I kvöld verður kvöldguðsþjónusta í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði og hefst hún kl. 21. Við þessa guðsþjónustu verða kynntir Taize-sálmar, en það era bænasöngvar kenndir við sam- nefndan bæ í Frakklandi. Það er nýstofnaður unglingakór kirkjunn- ar sem leiðir sönginn ásamt kirkjukórnum en stjórnandi ung- lingakórsins er Örn Árnarson. Hafnarfjai'ðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Orgelleikur, fyrirbæn- ir og altarisganga. Léttur hádegis- verður á efth'. Opið hús kl. 20-22 fyrir æskulýðsfél. 13-15 ára. Víðistaðakirlqa. Opið hús fyrir eldri borgara milli kl. 14 og 16. Helgistund, spil og kaffi. Keflavíkurkirkja. Alfanámskeið í Kirkjulundi í kvöld kl. 19-22. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn - öskudags- gleði. Kl. 12.10 kyrrðarstund í há- degi, orgelleikur frá kl. 12. Kl. 15.30 fermingartímar, barnaskólinn. Kl. 16.30 fermingartímar, Hamars- skóli. Kl. 20 KFUM & K, húsið opið unglingum. Oddakirkja á Rangárvöllum. 1. sunnudagur í fóstu; 1. mars 1998 - Æskulýðsdagurinn: Fjöl- skylduguðsþjónusta í Oddakirkju kl. 11. Samvera 10-12 ára barna er í félagsmiðstöðinni á Hellu á mánu- dögum kl. 17. Kyrrðarstundir með hugleiðingu, fyrirbænum og máltíð Drottins verða í Oddakirkju á mið- vikudögum ld. 18 alla fóstuna, hin fyrsta í dag. Sóknarprestur. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvitasunnukirkjan Ffladelfía. Kl. 18.30 er fjölskyldusamvera sem hefst með'léttu borðhaldi á vægu verði. Kl. 19.30 er fræðsla og bæn. Allii' hjartanlega velkomnir. Fræðslufundur UNIFEM á íslandi STJÓRN UNIFEM á íslandi heldur fræðslukvöld þann 5. mars nk. kl. 20 í safnaðarheimili Óháðu kirkjunnar við Háteigs- veg fyj'ir UNIFEM-félaga og aðra þá sem áhuga hafa á starf- semi félagsins. UNIFEM er þróunarsjóður Sameinuðu þjóðanna sem styrk- ir konur í þróunarlöndum. Sjóð- urinn var stofnaður 1976. Fram- kvæmdastjóri UNIFEM er No- leeen Hazer. UNIFEM á íslandi var stofnað 1989 og er aðaltil- gangur félagsins að kynna starf- semi UNIFEM, þróunarsjóðs- ins, vera málsvari kvenna í Þró- unarlöndum og afla fjármagns fyrir UNIFEM frá hinu opin- bera og einkaaðilum. Sagt verður frá UNIFEM, upphafi hans og þróun. Einnig verður greint frá starfsemi UNIFEM félaganna og sérstak- lega starfi UNIFEM á íslandi og þróunarverkefnum sem þró- unarsjóðurinn og félagið hafa staðið að. Þessi fræðsla er fyrir þá sem vilja vita meira um UNIFEM og einnig fyrir þá sem vilja starfa með félaginu í framtíðinni. Dagskrá fundarins tekur um tvær klst. og fræðsluefni og kaffiveitingar kosta 1.000 kr. Mikilvægt er að áhugasamir skrái sig á fræðslukvöldið þar sem takmarka verður fjölda þátttakenda, segir í fréttatil- kynningu. Ef mikill áhugi er fyr- ir hendi mun stjómin endurtaka fræðslukvöldið. Ski'áning og nánari upplýsingar fást eftir kl. 18 hjá Önnu K. Bjarnadóttur, Melhaga 14 og Kristjönu Millu Thorsteinsson, Haukanesi 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.