Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 40

Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ JÓNATAN Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir unnu til 4. verðlauna í standarddönsum og 3. verðlauna í suður- amerískum dönsum. HRAFN Hjartarson og Helga Björnsdóttir unnu til silfur- verðlauna í flokki Börn II. Morgunblaðið/Jóhann Gunnar Arnarsson DAVH) Gill og Halldóra Sif Halldórsdóttir unnu til 5. verðlauna í flokki Unglinga I í suður-amerískum dönsum. Sannkallað augnakonfekt Föstudagur DA1\S Valbyhöllin f Kaup- mannahöfn OPNA KAUPMANNAHAFNARKEPPNIN í SAMKVÆMISDÖNSUM Haldin í 20. skipti dagana 20.-22. febrúar OPNA Kaupmannahafnarkeppn- in í samkvæmisdönsum var haldin sl. helgi í Valbyhöllinni í Kaup- mannahöfn. Keppnin var nú haldin í 20. skipti og er hún nú orðin ein virtasta og sterkasta keppni í Evr- ópu. Keppt er í nær öllum flokkum, frá flokknum Böm I upp í flokk Fullorðinna, bæði í suður-amerísk- um og standarddönsum. Hátt í 80 manns fóra frá íslandi - , til þess að taka þátt í og fylgjast með þessari miklu keppni. Islenzku pörin voru 19, þar af 2 í flokki Börn 1,3 í Böm II, 7 í flokki Unglingar I, 5 í Unglingar II, 1 í flokki Ung- menna og 1 par í flokki Áhuga- manna. Voru þó nokkrar væntingar bundnar til íslenzku keppendanna, sem þeir sannarlega stóðu undir. Opna Kaupmannahafnarkeppnin er þriggja daga keppni og hófst hún á föstudeginum 20. febrúar. Hér á eftir verða helztu viðburðir hvers dags útlistaðir. Unglingar II kepptu í suður-amer- ískum dönsum þennan íyrsta dag keppninnar og fóru öll íslenzku pörin áfram í 2. umferð, en þau eru ísak Halldórsson Nguyen og Halldóra Ósk Reynisdóttir, Gunnar Þór Páls- son og Bryndís Símonardóttir, Hann- es Þór Egilsson og Hrund Ólafsdótt- ir, Sigurður Hjaltason og Linda Heiðarsdóttir og Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnús- dóttir. Tvö síðastnefndu pörin komust glæsilega inní undanúrslit. Þessi fyrsti dagur var mjög skemmtilegur og voru flestir mjög sáttir við sinn hlut, enda mjög hörð keppni í öllum flokkum. Laugardagur Böm I kepptu í suður-amerískum dönsum. Bæði íslenzku pörin komust í 20 para úrslit, Jónatan Ör- lygsson og Hólmfríður Bjömsdóttir gerðu sér lítið fyrir og komust alla leið í úrslit og unnu þar til þriðju verðlauna. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessu unga og mjög svo efnilega danspari. Böm II kepptu í standarddöns- um og komust öll íslenzku pörin áfram í aðra umferð. Þau em Bene- dikt Ásgeirsson og Sigrún Anna Knútsdóttir, Sigurður Ragnar Am- arsson og Sandra Espersen og SIGURÐUR R. Arnarsson og Sandra Espersen voru í 14. sæti í flokki Börn II. Hrafn Hjartarson og Helga Bjöms- dóttir og fóm þau síðastnefndu áfram í 3. umferð. Unglingar II dönsuðu standardd- ansa og komust öll pörin í 2. umferð og létu þar við sitja þennan daginn. Ungmennaflokkur dansaði í fyrsta sinn á laugardeginum og dönsuðu Baldur Gunnbjömsson og Elín Bima Skarphéðinsdóttir eitt íslenzkra para í þessum flokki. Ekki gekk allt að óskum hjá þeim þennan Böm I kepptu í standarddönsun- um þennan dag og komust bæði ís- lenzku pörin í 20 para útslit, þau Stefán Claessen og Erna Halldórs- dóttir og Jónatan Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir. Þau síðar- nefndu náðu þeim glæsilega árangri að komast í undanúrslit og þaðan alla leið í úrslit, þar sem þau unnu til 4. verðlauna. Böm II kepptu einnig í stand- arddönsum á fóstudeginum. Öll ís- lenzku pörin komust áfram í 2. aðra umferð; Hrafn Davíðsson og Anna Claessen, Conrad McGreal og Kristveig Þorbergsdóttir, Hafsteinn Már Hafsteinsson og Jóhanna Berta Bemburg, Guðmundur Freyr Hafsteinsson og Ásta Sigvaldadótt- ir, Guðni Kristinsson og Helga Helgadóttir, Davið Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir, Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdótt- ir. Þijú síðastnefndu pörin komust svo áfram í 3. umferð og hin tvö síð- astnefndu fóm áfram í undanúrslit. GUNNAR Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir gerðu það gott í flokki Unglinga n. daginn, þrátt fyrir að þau hafí dans- að mjög vel. Liðakeppni er ávallt hluti af Opnu Kaupmannahafnarkeppninni, og fór hún fram á laugardagskvöld- inu. Islenzka liðið lenti í 5. sæti að þessu sinni en lið Danmerkur bar sigur úr býtum. Dómarar í þessari keppni em þrír og þar var einn ís- lenzkur í þetta sinn, en það var Henny Hermannsdóttir. Sunnudagur Börn II kepptu í suður-amerísk- um dönsum þennan síðasta dag keppninnar. Öll pörin fóra áfram í aðra umferð en Sigurður og Sandra, Hrafn og Helga fóra áfram í fjórð- ungsúrslit. Sigurður og Sandra end- uðu í 14. sæti, aðeins hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Hrafn og Helga fóru svo áfram í úrslitin þar sem þau náðu þeim glæsilega árangri að vinna til silfurverðlauna á eftir dönsku pari. Þau hafa verið að gera það gott undanfarið og er skemmst að minnast að þau tóku þátt í Gala-þætti þýzka sjónvarps- ins nú um jólin. Þar komu þau fram með heimsmeisturam í dansi, t.d. Donnie Burns og Gaynor Fairwe- ather, sem hafa verið ósigrandi í suður-amrískum dönsum í yfir ára- tug og Marcus og Karen Hilton, sem eru margfaldir heimsmeistarar í standarddönsum o.fl. Unglingar I kepptu í suður-amer- ískum dönsum og komust öll ís- lenzku pörin áfram í 2. umferð. Hilmir Jensson og Ragnheiður Ei- ríksdóttir, Guðni Kristinsson og Helga Dögg Helgadóttir og Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Hall- dórsdóttir komust öll í fjórðungsúr- slit og tvö hin síðarnefndu komust í undanúrslit. Davíð Gill og Halldóra Sif komust svo í úrslit og unnu þar til 5. verðlauna með glæsibrag. Áhugamenn kepptu í suður-am- erískum dönsum. Árni Þór og Erla Sóley Eyþórsböm náðu sér ekki al- mennilega á strik í þessari keppni, þau komust þó áfram í 2. umferð. Þau er nýbyrjuð að dansa aftur eftir nokkurt hlé og kann það eflaust að skýra niðurstöðuna. Þau eru annars á ágætri siglingu og verður gaman að fylgjast með þeim þegar þau verða komin í sitt rétta form. Opna Kaupmannahafnarkeppnin er ákaflega skemmtileg keppni, hún er ekki of löng og ekki of stutt. Auk þess sem maður sér það bezta sem er að gerast í dansheiminum; flest beztu pörin í heiminum er þama mætt til leiks. Þessi keppni er sann- kallað augnakonfekt. íslendingar mega vera stoltir af þessum miklu íþróttamönnum sem tóku þátt í Kaupmannahafnar- keppninni í dansi. Þetta era ákaf- lega efnilegir dansarar sem eiga framtíðina svo sannarlega fyrir sér. Jóhann Gunnar Arnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.