Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ JÓNATAN Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir unnu til 4. verðlauna í standarddönsum og 3. verðlauna í suður- amerískum dönsum. HRAFN Hjartarson og Helga Björnsdóttir unnu til silfur- verðlauna í flokki Börn II. Morgunblaðið/Jóhann Gunnar Arnarsson DAVH) Gill og Halldóra Sif Halldórsdóttir unnu til 5. verðlauna í flokki Unglinga I í suður-amerískum dönsum. Sannkallað augnakonfekt Föstudagur DA1\S Valbyhöllin f Kaup- mannahöfn OPNA KAUPMANNAHAFNARKEPPNIN í SAMKVÆMISDÖNSUM Haldin í 20. skipti dagana 20.-22. febrúar OPNA Kaupmannahafnarkeppn- in í samkvæmisdönsum var haldin sl. helgi í Valbyhöllinni í Kaup- mannahöfn. Keppnin var nú haldin í 20. skipti og er hún nú orðin ein virtasta og sterkasta keppni í Evr- ópu. Keppt er í nær öllum flokkum, frá flokknum Böm I upp í flokk Fullorðinna, bæði í suður-amerísk- um og standarddönsum. Hátt í 80 manns fóra frá íslandi - , til þess að taka þátt í og fylgjast með þessari miklu keppni. Islenzku pörin voru 19, þar af 2 í flokki Börn 1,3 í Böm II, 7 í flokki Unglingar I, 5 í Unglingar II, 1 í flokki Ung- menna og 1 par í flokki Áhuga- manna. Voru þó nokkrar væntingar bundnar til íslenzku keppendanna, sem þeir sannarlega stóðu undir. Opna Kaupmannahafnarkeppnin er þriggja daga keppni og hófst hún á föstudeginum 20. febrúar. Hér á eftir verða helztu viðburðir hvers dags útlistaðir. Unglingar II kepptu í suður-amer- ískum dönsum þennan íyrsta dag keppninnar og fóru öll íslenzku pörin áfram í 2. umferð, en þau eru ísak Halldórsson Nguyen og Halldóra Ósk Reynisdóttir, Gunnar Þór Páls- son og Bryndís Símonardóttir, Hann- es Þór Egilsson og Hrund Ólafsdótt- ir, Sigurður Hjaltason og Linda Heiðarsdóttir og Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnús- dóttir. Tvö síðastnefndu pörin komust glæsilega inní undanúrslit. Þessi fyrsti dagur var mjög skemmtilegur og voru flestir mjög sáttir við sinn hlut, enda mjög hörð keppni í öllum flokkum. Laugardagur Böm I kepptu í suður-amerískum dönsum. Bæði íslenzku pörin komust í 20 para úrslit, Jónatan Ör- lygsson og Hólmfríður Bjömsdóttir gerðu sér lítið fyrir og komust alla leið í úrslit og unnu þar til þriðju verðlauna. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þessu unga og mjög svo efnilega danspari. Böm II kepptu í standarddöns- um og komust öll íslenzku pörin áfram í aðra umferð. Þau em Bene- dikt Ásgeirsson og Sigrún Anna Knútsdóttir, Sigurður Ragnar Am- arsson og Sandra Espersen og SIGURÐUR R. Arnarsson og Sandra Espersen voru í 14. sæti í flokki Börn II. Hrafn Hjartarson og Helga Bjöms- dóttir og fóm þau síðastnefndu áfram í 3. umferð. Unglingar II dönsuðu standardd- ansa og komust öll pörin í 2. umferð og létu þar við sitja þennan daginn. Ungmennaflokkur dansaði í fyrsta sinn á laugardeginum og dönsuðu Baldur Gunnbjömsson og Elín Bima Skarphéðinsdóttir eitt íslenzkra para í þessum flokki. Ekki gekk allt að óskum hjá þeim þennan Böm I kepptu í standarddönsun- um þennan dag og komust bæði ís- lenzku pörin í 20 para útslit, þau Stefán Claessen og Erna Halldórs- dóttir og Jónatan Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir. Þau síðar- nefndu náðu þeim glæsilega árangri að komast í undanúrslit og þaðan alla leið í úrslit, þar sem þau unnu til 4. verðlauna. Böm II kepptu einnig í stand- arddönsum á fóstudeginum. Öll ís- lenzku pörin komust áfram í 2. aðra umferð; Hrafn Davíðsson og Anna Claessen, Conrad McGreal og Kristveig Þorbergsdóttir, Hafsteinn Már Hafsteinsson og Jóhanna Berta Bemburg, Guðmundur Freyr Hafsteinsson og Ásta Sigvaldadótt- ir, Guðni Kristinsson og Helga Helgadóttir, Davið Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir, Hilmir Jensson og Ragnheiður Eiríksdótt- ir. Þijú síðastnefndu pörin komust svo áfram í 3. umferð og hin tvö síð- astnefndu fóm áfram í undanúrslit. GUNNAR Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir gerðu það gott í flokki Unglinga n. daginn, þrátt fyrir að þau hafí dans- að mjög vel. Liðakeppni er ávallt hluti af Opnu Kaupmannahafnarkeppninni, og fór hún fram á laugardagskvöld- inu. Islenzka liðið lenti í 5. sæti að þessu sinni en lið Danmerkur bar sigur úr býtum. Dómarar í þessari keppni em þrír og þar var einn ís- lenzkur í þetta sinn, en það var Henny Hermannsdóttir. Sunnudagur Börn II kepptu í suður-amerísk- um dönsum þennan síðasta dag keppninnar. Öll pörin fóra áfram í aðra umferð en Sigurður og Sandra, Hrafn og Helga fóra áfram í fjórð- ungsúrslit. Sigurður og Sandra end- uðu í 14. sæti, aðeins hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Hrafn og Helga fóru svo áfram í úrslitin þar sem þau náðu þeim glæsilega árangri að vinna til silfurverðlauna á eftir dönsku pari. Þau hafa verið að gera það gott undanfarið og er skemmst að minnast að þau tóku þátt í Gala-þætti þýzka sjónvarps- ins nú um jólin. Þar komu þau fram með heimsmeisturam í dansi, t.d. Donnie Burns og Gaynor Fairwe- ather, sem hafa verið ósigrandi í suður-amrískum dönsum í yfir ára- tug og Marcus og Karen Hilton, sem eru margfaldir heimsmeistarar í standarddönsum o.fl. Unglingar I kepptu í suður-amer- ískum dönsum og komust öll ís- lenzku pörin áfram í 2. umferð. Hilmir Jensson og Ragnheiður Ei- ríksdóttir, Guðni Kristinsson og Helga Dögg Helgadóttir og Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Hall- dórsdóttir komust öll í fjórðungsúr- slit og tvö hin síðarnefndu komust í undanúrslit. Davíð Gill og Halldóra Sif komust svo í úrslit og unnu þar til 5. verðlauna með glæsibrag. Áhugamenn kepptu í suður-am- erískum dönsum. Árni Þór og Erla Sóley Eyþórsböm náðu sér ekki al- mennilega á strik í þessari keppni, þau komust þó áfram í 2. umferð. Þau er nýbyrjuð að dansa aftur eftir nokkurt hlé og kann það eflaust að skýra niðurstöðuna. Þau eru annars á ágætri siglingu og verður gaman að fylgjast með þeim þegar þau verða komin í sitt rétta form. Opna Kaupmannahafnarkeppnin er ákaflega skemmtileg keppni, hún er ekki of löng og ekki of stutt. Auk þess sem maður sér það bezta sem er að gerast í dansheiminum; flest beztu pörin í heiminum er þama mætt til leiks. Þessi keppni er sann- kallað augnakonfekt. íslendingar mega vera stoltir af þessum miklu íþróttamönnum sem tóku þátt í Kaupmannahafnar- keppninni í dansi. Þetta era ákaf- lega efnilegir dansarar sem eiga framtíðina svo sannarlega fyrir sér. Jóhann Gunnar Arnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.