Morgunblaðið - 25.02.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 41
i
I
1
I
j
3
I
3
3
3
§
3
3
1
1
Í
FRÉTTIR
Dagskrá á
öskudegi
VÍÐA er skipulögð dagskrá í tengsl-
um við öskudaginn eins og kemur
fram í eftirfarandi fréttatilkynning-
um sem blaðinu hafa borist síðustu
daga.
Hafnarfjörður
LIONSKLÚBBURINN Kaldá,
Sparisjóður Hafnarfjarðar og Æsku-
lýðsráð verða með öskudagsball í
Iþróttahúsinu Kaplakrika miðviku-
daginn 25. febrúar kl. 13-15.
Skemmtunin hefst á því að kötturinn
verður sleginn úr tunnunni.
Tunnurnar verða þrjár, ein fyrir
10 ára og eldri, ein fytrir 6-9 ára og
sú þriðja fyrir 5 ára og yngri. Hljóm-
sveitin Gleðigjafar ásamt André
Bachmann og Helgu Möller halda
uppi fjörinu. Veitt verða verðlaun
fyrir skemmtilegustu búningana.
Gerðuberg*
Á ÖSKUDAGINN verður, sam-
kvæmt hefð, mikið um að vera í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Hljómsveitin Fjörkarlarnir sjá um
fjörið, boðið verður upp á andlits-
málningu o.s.frv.
Húsið verður opnað kl. 13.30 en
dagskráin hefst kl. 14. Börn á öllum
aldri eru velkomin meðan húsrúm
leyfíi'. Aðgangseyrir er 300 kr. For-
eldrar eru hvattir til að mæta en þeir
fá frítt inn.
Kringlan
í TILEFNI af öskudeginum verður
hugguleg stemmning fyidr krakkana
í Kringlunni í dag, segh- í fréttatil-
kynningu. Klukkan 11 og 13 verður
farið í leiki, lesið og fleira. Auk þess
verður boðið upp á andlitsmálun.
Klukkan 15 býður Kringlan krökk-
unum í bíó á myndirnar Georg of the
Jungle og Hercules á meðan pláss
leyfir.
Víkingur
VÍKINGUR stendur i samvinnu við
félagsmiðstöðina Bústaði og for-
eldrafélög Fossvogs- og Bústaða-
skóla fyrir öskudagshátíð fyrir 1.-6.
bekk í Víkinni í dag klukkan 13.
Kötturinn verður sleginn úr tunn-
unni og fleira sér til gamans gert.
*
Arsel
í FÉLAGSMIÐSTÖÐINNI Árseli
verður skemmtun á öskudaginn fyrir
börn og unglinga.
Kötturinn verðm- sleginn úr tunn-
unni, tunnukóngur verðuru krýndur,
verðlaun verða veitt fyrir frumleg-
ustu búningana, andlitsmálun, leikh’,
dans og grín.
Kl. 13-14.30 verður skemmtun
fyrh' 7 ára og yngri, kl. 15-16.30 8 og
9 ára, 17-18.30 10-12 ára og kl.
20-22.30 mæta 13-15 ára.
Aðgangur er ókeypis.
Reykjanesbær
HALDIN verður öskudagshátíð fyr-
ir nemendur 1.-6. bekk grunnskól-
anna í Reykjanesbæ. Hátíðin stend-
ur yfir frá kl. 14-16. Nemendur í
Myllubakkaskóla mæti í íþróttahús-
ið við Sunnubraut og nemendur í
Njai’ðvíkurskóla í Iþróttamiðstöðina.
Dagskráin hefst með hefðbundnu
sniði: Kötturinn sleginn úr tunnunni,
leikir, dans, glens og grín. Allh- fá
viðurkenningu fyrir að mæta og
einnig fá þeir verðlaun sem slá kött-
inn úr tunnunni. Ekki verða veitt
verðlaun fyrir búninga.
Að hátíðinni standa Tómstundaráð
Reykjanesbæjar, Léttsveit Tónlist-
ai-skólans í Keflavík og Lúðrasveit
Tónlistarskóla Njarðvíkur.
Foreldrar eru beðnir um að taka
virkan þátt í þessari skemmtun og
aðstoða börnin.
Ráðstefna
um forvarn-
ir á Húsavík
RÁÐSTEFNA á vegum íslands án
eiturlyfja 2002 verður haldin á Húsa-
vík fimmtudaginn 26. febrúar á
Hótel Húsavík og hefst hún kl. 13 og
er þátttaka ókeypis.
„Áætlun Islands án eiturlyfja 2002
hyggst skipulegja ráðstefnur um for-
varnamál í öllum landshlutum á
þessu ári og því næsta. Fyrsta ráð-
stefnan verður haldin á Húsavík og
er hún undirbúin í samvinnu áætlun-
arinnar ísland án eiturlyfja 2002,
sveitarfélaga á Norðurlandi eystra
og landssamtakanna Heimili og
skóli. Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra og bæjarstjóri Húsavíkur-
bæjar munu ávarpa ráðstefnugesti.
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður
dr. Þórólfur Þórlindsson prófessor
og mun hann fjalla um niðurstöður
úr könnun Rannsóknastofnunar upp-
eldis- og menntamála, Ung ‘97, sem
lögð var fyrir nemendur í 9. og 10.
bekk í öllum grunnskólum landsins í
mars 1997. Þórólfur mun sérstaklega
skoða niðurstöður könnunarinnar
með tilliti til Norðurlands eystra,
segir í fréttatilkynningu.
ísland án eiturlyfja árið 2002?
„Á dagskrá ráðstefnunnar verður
kynning á forvarnastarfí á Húsavík,
Ákureyri og Dalvík auk þess sem
kynning verður á áætluninni ísland
án eiturlyfja 2002. Að loknum fram-
söguerindum stai’fa fjórar málstofur
þar sem fjallað verður um: Sam-
ræmdar aðgerðir sveitarfélaga gegn
sölu tóbaks og áfengis til barna og
unglinga, aga og gildismat í uppeldi,
hlutverk nemendaverndarráða og
unglinga og forvai’na.
Málstofan Unglingar og foi’varnh’
verður með þátttöku unglinganna
sjálfra. Umræður verða í ráðstefnu-
lok um helstu niðurstöður og áfram-
haldandi starf.
Tilgangur þessarar ráðstefnu og
annarra sem fyrirhugað er að halda
er m.a. sá að skapa vettvang um allt
land til samráðs og upplýsingamiðl-
unar um stöðu mála í viðkomandi
landshlutum og ræða leiðir og verk-
efni til úrbóta," segir ennfremur.
Fyrirlestur um
virkjanir og
ferðamennsku
HALDINN verður fræðslufundur
Félags landfræðinga fimmtudaginn
26. febrúai’ kl. 20.30 í Odda, stofu 201.
Á fræðslufundinum heldur fyrir-
lestur Anna Dóra Sæþórsdóttir land-
fræðingur, sem nýlega hefur lokið
umfangsmikilli rannsókn á áhrifum
virkjana norðan Vatnajökuls á ferða-
mennsku, að frumkvæði samstarfs-
nefndar iðnaðarráðuneytis og Nátt-
úruverndar ríkisins um orkumál
(SINO). Rannsóknina kostuðu
Landsvirkjun og iðnaðaiTáðuneytið.
Öllum er heimill ókeypis aðgangur
meðan húsrúm leyfir.
Kvöldgang’a
Hafnargöngu-
hópsins
HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer
í miðvikudagskvöldgöngu sinni 25.
febrúar frá Hafnarhúsinu að austan-
verðu kl. 20.
Farið verður með Tjörninni um
Hljómskálagarðinn og Háskóla-
hverfið, suður á Strandstíginn í
Skerjafirði og eftir honum um
Skeljanes og Nauthólsvíkina, í Foss-
vogsbotn að Nesti. Þar verður val
um að ganga til baka eða fara með
SVR og AV. Einnig er hægt að
stytta gönguleiðina og fara í SVR á
leiðinni frá Hafnarhúsinu. Allir vel-
komnir.
Aðalritara þakk-
að frumkvæði
ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalags-
ins og óháðra samþykkti á fundi sín-
um á mánudag að fela formanni
þingflokksins að senda Kofi Annan,
aðalritara Sameinuðu þjóðanna,
skeyti þar sem honum er þakkað fyr-
ir frumkvæði að lausn á Iraksdeil-
unni, segh’ í fréttatilkynningu.
Skeytið er á þessa leið: „Hr. aðal-
ritai’i Sameinuðu þjóðanna, Kofi
Annan. Þingflokkur Alþýðubanda-
lagsins og óháðra fagnar því sam-
komulagi sem þér hafið beitt yður
fyi’ir sem aðalritari Sameinuðu þjóð-
anna. Með þessum áfanga er mikil-
vægt skref stigið til að treysta frið
og jafnframt til þess að styrkja Sam-
einuðu þjóðirnar sem samnefnara og
forystuafl á alþjóðvettvangi.
Með frumkvæði yðar hafið þér
lagt fram ómetanlegan skerf til að
koma í veg fyrir stríð og þar með þá
hættu sem hefur blasað við hundruð-
um þúsunda barna og óbreyttra
borgara.“
300 í félagi um
Kópavogslista
Á STOFNFUNDI Kópavogslistans í
Félagsheimili Kópavogs sl. sunnu-
dag gengu um 300 manns í samtökin
sem að baki listanum standa. Á fund-
inum var samþykkt að eftirtaldir að-
ilar skipuðu listann og að Valþór
Hlöðversson, bæjarfulltrúi, yrði bæj-
arstjóraefni hans.
1. Flosi Eiríksson, húsasmiður og
háskólanemi, 2. Kristín Jónsdóttir,
arkitekt, 3. Sigrún Jónsdóttir,
stjórnmálafræðingur, 4. Birna
Bjarnadótth’, bæjarfulltrúi, 5. Guð-
mundur Oddsson, bæjarfulltrúi, 6.
Vilmar Pétursson, verkefnisstjóri, 7.
Magnús Norðdahl, hæstaréttarlög-
maður, 8. Birna Sigurjónsdóttir, að-
stoðarskólastjóri, 9. Yr Gunnlaugs-
dótth’, verslunarmaður og húsmóðir,
10. Bergur Sigfússon, nemi í MK, 11.
Helga E. Jónsdóttir, leikskólastjóri,
12. Garðar Vilhjálmsson, skrifstofu-
stjóri Iðju, 13. Loftur Þór Pétursson,
bólsti-ari, 14. Svala Jónsdóttir, fjöl-
miðlafræðingur, 15. Þórunn Björns-
dótth’, tónmenntakennari, 16. Skafti
Þ. Halldórsson, kennari, 17. Bryn-
hildur Flóvenz, lögfræðingur, 18.
Gréta Guðmundsdóttir, forstöðu-
maður, 19. Helgi Helgason, kennari,
20. Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi
bæjarfulltrúi, 21. Heiðrún Sverris-
dóttir, fyrrverandi bæjafulltrúi og
22. Kristján Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri.
Fyrirlestur um
sænskar bók-
menntir
DR. BO Jansson, lektor í bók-
menntafræði við háskólann í Falun
(Högskolan Dalarna) í Svíþjóð, flyt-
ur opinberan fyrirlestur í boði heim-
spekideildar Háskóla íslands fóstu-
daginn 27. febrúar kl. 13.15 í stofu
202 í Odda.
Fyrh’lesturinn nefnist „Den
svenska nutidsprosan“ (Sænskar nú-
tímabókmenntir í lausu máli) og
verður fluttur á sænsku.
Bo Jansson er fæddur árið 1949.
Hann lauk doktorsprófi í bók-
menntafræði við Uppsalaháskóla ár-
ið 1990. Hann var iektor í sænsku við
Árósarháskóla frá 1992-95 og hefur
síðan gegnt lektorsstarfi í bók-
menntafræði í Falun. Hann hefur
gefið út tvær bækur: „Sjalvironi,
sjalvbespegling och sjalvreflexion.
Den metafiktiva tendensen I Eyvind
Johnsons diktning“ (Uppsala 1990)
sem var doktorsritgerð hans og
„Postmodemism och metafikton i
Norden. (Uppsala 1996). Bo Jansson
er staddur hér á landi í boði sænska
sendiráðsins og sænska lektoratsins
í Norræna húsinu í tilefni af sænskri
bókakynningu. í tengslum við hana
flytur hann einnig fyrirlestur í Nor-
ræna húsinu kl. 16 laugardaginn 28.
febrúar um sænskar bókmenntir
sem komu út á árinu 1997.
Fyrh’lesturinn er öllum opinn.
Aðalfundur
LÍSU
AÐALFUNDUR LÍSU, samtaka
um samræmd landfræðileg upplýs-
ingakerfi, verðui- haldinn 26. febrúar
kl. 13 á Grand Hótel Reykjavík, Sig-
túni 3, í salnum Hvammi.
Dagskrá samkvæmt 7. grein fé-
lagslaga. Sagt verður frá nefndai’-
starfí, gerð grein fyrir skýrslu end-
urskoðunarnefndar LÍSU og álits-
gerð stjómar um hlutverk LÍSU.
Fundarboð og fundai’gögn, ársreikn-
ingur og tillögur til lagabreytinga,
hafa verið send til félagsmanna.
Nánari upplýsingar á skrifstofu
LÍSU Hlemmi 3.
Leiðrétt
Rangt fæðingarár
FÆÐINGARÁR Guðrúnar JónsdótL
ur misritaðist í formála minningai’-
greina um hana á blaðsíðu 41 í Morg-
unblaðinu í gær, þriðjudag. Guðrún
fæddist í Hvammi undir Eyjafjöllum
14. mars 1908. Hún lést á Landakots-
spítala 6. febrúai- síðastliðinn og fór
útför hennar fram í kyrrþey.
A þrúgum aust-
ur yfir landið
í FYRRA komu hingað til lands
fjórir franskir lögreglumenn og
gerðu tilraun til þess að fara yfir
hálendið, frá Þingvöllum til Fá-
skrúðsfjarðar, á snjóþrúgum. Þeir
urðu þá að hætta við hálfnað verk
sökum veikinda.
Hinn 3. mars ætla tveir þeirra,
Santiago Denche og Alexandre
Henique, að koma aftur til ísland
og gera aðra tilraun við sömu leið.
Nú munu fara þeim tveir íslending-
ar, Gérard Geirharður Chinotti og
Hermann Þór Baldursson.
Hinn 7. mars verður lagt af stað
frá Þingvöllum og liggur leiðin um
svæðið sunnan Langjökuls, yfir Blá-
fellsháls, um Þjórsárver, í Nýjadal
við Tungnafellsjökul.
Gengið verður norður fyrir
Tungnafellsjökul og stefnan þá tek-
in á Dyngjujökul. Yfir Dyngjujökul,
Kverkfjallaranann, Brúarjökul og í
Snæfell. Frá Snæfelli verður stefn-
an tekin á Fáski’úðsfjörð þar sem
leiðangrinum mun ljúka, ef allt
gengur að óskum, 27. mars.
Aftur verður farið á snjóþrúgum
og allur búnaður fluttur með á snjó-
þotum.
Með leiðangrinum vilja fjórmenn-
ingarnir vekja athygli almennings á
hvítblæði og beinmergjargjöfum í
baráttunni við sjúkdóminn. Það er
gert að frumkvæði frönsku lög-
reglumannanna sem eru í samstarfi
við AVAL frönsku beinmergjar-
gjafaskrána.
Franska beinmergjargjafaskráin
er gagnabanki, þar skrá sig sjálf-
boðaliðar sem eru tilbúnir að gefa
beinmerg þegar á þarf að halda og
eru þeir þá kallaðir til. Starfsfólk
Blóðbankans hefur unnið að undir-
búningi beinmergjarskrár á íslandi.
Með leiðangrinum vilja þeir jafn-
framt vekja athygli á vináttutengsl-
um íslands og Frakklands.
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir
forsetafrú verður verndari leiðang-
ursins.
■ hltiirUiii
Nýr bæklingur
frá BM Vallá
BM VALLÁ kynnir um þessar
mundir nýjan 40 síðna bækling um
vörur og þjónustu fyrirtækisins sem
inniheldur ítarlegar upplýsingar
fyrir þá sem eru að byggja eða
breyta.
Hér er um að ræða vörur eins og
steinsteypu, þakskífur, milliveggja-
einingar, steinklæðningu, vatns-
bretti, hljóðskerma og sérþjónustu
BM Vallár. Flestar þær vörur sem
kynntar eru í bæklingnum eru nýj-
ar af nálinni.
I leiðarvísi í miðopnu bæklingsins
er að finna hagnýtar leiðbeiningar
um niðurlögn og meðhöndlun stein-
steypu, ennfremur leiðbeiningar um
lögn á þakskífum, segir í fréttatil-
kynningu.
Þar er einnig að finna niðurstöð-
ur steypurannsókna BM Vallá en
fyrirtækið hefur nú gefið út niður-
stöður steypurannsókna sem stað-
festar eru af Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins síðustu 11 ár-
in.
Hægt er að nálgast ókeypis ein-
tak af bæklingnum hjá söluski’if-
stofu BM Vallá, Breihöfða 3, eða
panta í síma 800 4500 allan sólar-
hringinn.