Morgunblaðið - 25.02.1998, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 48
EnAtíu ehk'íj f/eit petta.er
i/iO íiandtí \tiancia þxÍQ-
brtókaaps - \ kXcapio. Éq-
OfmsUið þiti?) \ Virðisteiqa'
Satt C&Staja útnefncLu hri6-
gijonabxndurmiq heitirwu
V' IBrúbur ánj£uqarins
Ferdinand
Ef þú veist að þú færð ekki Valent- Settu upp sorgarsvip svo að allir Hvernig er þetta? Mjög gott
ínusarkort, hvað ættirðu að gera? viti að þú ert hnuggin ...
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Snæfellsbær við
þröskuld nýrrar aldar
Frá Kristni Kristjánssyni:
MÉR hefur borist Fréttabréf Snæ-
fellsbæjar, 6. tbl. Meðal efnis í því
eru fimm spumingar um ýmis mál
sem snerta Snæfellsbæ. Fjórir full-
trúar bæjarstjórnar svara þessum
spurningum. Mig langar til að fjalla
örlítið um svör þeirra við fjórðu og
fimmtu spurningu, sem fjalla um
vegamál og væntanlegan þjóðgarð
innan bæjarfélagsins. Af svörum
þeirra flestra mætti ætla að Snæ-
fellsbær væri eyland og ekki í nein-
um tengslum við vegakerfið á Snæ-
fellsnesi. Ég hefi áður bent á að
hringvegur um Nesið sé það sem
koma skal til að þjóna öllum byggð-
um þess. Grein sem Jón Jónsson,
Setbergi, reit í Morgunblaðið fyrir
stuttu um vegamál á Snæfellsnesi
styður þær skoðanir mínar, sem
fram komu í Mbl. í des. sl., að leggja
beri áherslu á að gera Heydalsveg að
öruggri vetrarleið, svo og Skógar-
strönd, Álftafjörð og Kolgrafarfjörð
að ógleymdum Búlandshöfða og leið-
inni fyrir Jökul. Hugmyndin um nýj-
an fjallveg um Dufgusdal er fráleit
og ekki er tímabært að taka hana inn
á áætlun næstu ára og alls ekki fyrr
en góður hringvegur er kominn um
Nesið. Ekki er mér kunnugt um
hvort allir þingmenn Vestlendinga
standa að hugmyndinni um þennan
nýja fjallveg. En eitt er þó víst að
háttvirtur þingmaður Sturla
Böðvarsson hefur gengið með þetta
hugarfóstur í mörg ár. Fulltrúar
Snæfellsbæjar minnast ekki orði á
hugmyndina og mætti því ætla að
þeir væru henni samþykkir. En það
mega þeir vita að nýr fjallvegur
skerðir fjárframlög til annarra vega
á Snæfellsnesi. Það væri bæði fróð-
legt og nauðsynlegt að heyra skoð-
anir þeirra á þessum nýja fjallvegi.
Lítið fer fyrir víðsýni þeirra félaga
Páls Ingólfssonar og Atla Alexand-
erssonar, þegar þeir svara spurning-
unni um vegamál. Hjá þeim kemst
ekkert annað að en Fróðárheiði sem
er nú gott út af fyrir sig, en svo eru
þeir slegnir blindu þegar um frekari
vegagerð er að ræða í bæjarfélaginu
og á ég þá við Útnesveginn. Meira að
segja heimta þeir bundið slitlag á
Fróðárheiði. Ég held að allt tal um
bundið slitlag á fjallvegum sé tíma-
skeklqa, á meðan svo margt er ógert
á láglendisleiðum. Að mati þeirra fé-
laga má svo einlivern tíma, ef aurar
verða til, leggja veg út á Arnarstapa.
Þessir menn voru kjörnir í bæjar-
stjórn fyrir tæpum fjórum árum,
sem fulltrúar framsækinna manna
og kvenna, ferskh- og fordómalausir.
Sameining sveitarfélaganna sem nú
mynda Snæfellsbæ átti að verða til
þess að sameina hug og hönd í stað
þeirrar einangrunar sem einkenndi
litlu sveitarfélögin allt of oft. Því
miður virðast litlir sérhagsmunapúk-
ar fara þarna um lönd og strönd og
skjótast um hraun og heiðar líkt og
áður vestra. Rétt er að geta þess, að
bæði Drífa Skúladóttir og Sveinn
Þór Elínbergsson ræða um varan-
legan veg fyrir Jökul. Þökk sé þeim.
Spurning númer fimm varðar
væntanlegan þjóðgarð og eftir því
sem ég best veit á hann að ná yfir
svæðið frá Dagverðará að Gufuskál-
um. Umræðan um þjóðgarðinn hlýt-
ur að tengjast vegamálum og ferða-
þjónustu sem margir ætla að verða
ríkir af. Þessi ferðaþjónustumál eru
mikið til umfjöllunar ekki síst á þeim
stöðum, þar sem náttúra landsins er
eftirsótt og aðlaðandi. En til að laða
ferðamenn að, er ekki nóg að hafa
fagurt land og merka sögu. Einnig
þarf aðgengi að því sem í boði er að
vera gott en það vantar svo sannar-
lega þegar rætt er um téðan þjóð-
garð. Það ætti að vera óþarfi að ræða
um vegakerfið á þessu svæði, svo eft-
irminnilegt er það vegfarendum, sem
þarna hafa farið um. Þetta virðist
gleymast í umræðunni um framtíð
Snæfellsbæjar. Þegar áðurnefndir
fulltrúai- Snæfellsbæjar svara spurn-
ingunni: Hvað getur Snæfellsbær
gert til þess að hjálpa við útfærslu
þjóðgarða? Ég tel að það sé númer
eitt, tvö og þrjú að gera svæðið aðlað-
andi. Mér finnst Drífa ein svara þess-
ari spurningu rétt og á þann hátt að
ekki fer á milli mála hver stefna
hennar er í þjóðgarðsmálinu.
Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að
bæjarstjórn Snæfellsbæjar sé það
forpokuð að hún sjái ekki þörfina
fyrir verulegar vegabætur á þessu
svæði að hún sjái ekki örlítið inn í
framtíðina og alla þá miklu mögu-
leika sem bíða handan við nálæg
aldamót.
KRISTINN KRISTJÁNSSON,
fyrrverandi kennari við
Grunnskólann á Hellissandi.
Auglýsingar
á leigubifreiðum
Frá Kristni Snæland:
NOKKUÐ er síðan leigubifreiðar í
Reykjavík, nánai' tiltekið á Hreyfli,
tóku að aka með auglýsingar á hlið-
um. Þegar svo leigubifreiðai' á Akur-
eyri tóku þessa þjónustu upp, varð
þetta að fréttaefni í sjónvarpi. Loks
birtist stutt hugleiðing „öryrkja" í
Morgunblaðinu um auglýsingar þess-
ar. Taldi hann að nær væri að nýta
bíla öryrkja fyrir slíkai' auglýsingar
enda þörfin þar meiri fyrir aukatekj-
ur en upplýst var að 10 þús. kr. væru
greiddar fyrir mánaðar auglýsingu.
Með miklum velvilja og skilningi á
högum öryrkja vil ég benda á að
ieigubil er gjaman ekið um 60 þús.
kílómetra á ári en ég giska á að ör-
yrki aki gjarnan um 15 þús. kílómetra
á sama tíma. Þetta þýðir að sýning
auglýsingarinnar á leigubílnum nær
hugsanlega augum fjórfalt fleiri
manna en auglýsing á bíl öryrkja. Þá
má bæta því við að mai'kaður þessi er
a.m.k. enn ekki stærri en svo að ein-
ungis munu 10 bílar aka með þessar
auglýsingai' á Akureyri og innan við
30 bílar í Reykjavík. Um það gætum
við svo vissulega orðið hjartanlega
sammála, ég og öryrkinn, að lífskjör
öryi-kja og annarra þeirra sem minna
mega sín í þjóðfélaginu okkar eru til
skammar og þó hælast stjórnmála-
menn okkar um á erlendri grundu og
þykjast stjóma velferðarþjóðfélagi.
KRISTINN SNÆLAND
leigubílstjóri.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútándi.