Morgunblaðið - 25.02.1998, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
BRIDS
IJinsjón tiii 1)111 niidiii'
l*á11 Amarson
OFTAST nær er summa
tapslaga og tökuslaga þrett-
án. En ekki alltaf.
Norður
A2
VG95
♦ ÁKD754
*K82
Vestur
AK10764
VD3
♦ 6
♦ G107638
Austur
AG85
V10876
♦ G1083
*D4
Suður
AÁD93
VÁK42
♦ 92
*Á95
Spilið að ofan er frá sveita-
keppni Bridshátíðar. Feð-
garnir Kjartan Olason og
Oli Þór Kjartansson úr
Keflavik renndu sér í sex
tígla á spil NS, sem er
þokkaleg slentma, þvi ef
trompið kemur 3-2 er nóg
að fá einn aukaslag á hjarta.
Kjartan varð sagnhafi í suð-
ur og fékk út spaða frá
kóngnum, svo hann lifði af
slæma tromplegu þegar
hjartadrottningin féll önn-
ur.
En spilið má vinna öðru
útspili. Segjum að vestur
spili út laufi. Þann slag tek-
ur sagnhafl í blindum og
prófar trompið. Þegar leg-
an kemur í ljós, er spaðaás
tekinn og spaði trompaður.
Sagnhafi fer heim á hjarta-
ás og trompar aftur spaða.
Síðan er hjartakóngur tek-
inn og slagur á gosann,
þegar drottningin fellur.
Loks er farið heim á laufás
til að trompa fjórða hjartað
með síðasta smátrompi
blinds. Og þá eru slagirnir
orðnir tólf: einn á spaða,
þrír á hjarta, sex á tromp
og tveir á lauf. Síðasta slag-
inn fær vörnin sameigin-
lega á hæsta tromp og
hæsta lauf.
PRÓFAÐU!
í DAG
Árnað heilla
iÁRA afmæli. í dag,
•J\J25. febrúar, verðm' ní-
ræð Sólveig Eyjólfsdóttir,
Brekkugötu 5, Hafnarfirði.
Hún verður að heiman á af-
mælisdaginn.
/?/\ÁRA afmæli. í dag, 25.
vlfebiúar, er sextugur
Þórir Magnússon frá Pat-
í-eksfirði, Hjallavegi 2,
Reykjavík. Hann tekur á
móti gestum í Félagsheimili
Raftnagnsveitunnar, laugar-
daginn 28. febrúar eftir kl. 18.
7nÁRA afmæli. A morgun, 26. febrúar, verður sjötug
I V/Páh'na Matthildur Sigurðardóttir og 29. febrúar
verður eiginmaður hennar Hákon Bjarnason, sjötugur. Þau
hjónin taka á móti gestum í dag kl. 17-19 í Fáksheimilinu.
Ljósmynd Bonni.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 16. ágúst í Dómkirkj-
unni af sr. Pálma Matthí-
assyni Steindóra Gunn-
laugsdóttir og Friðrik
Karlsson.
Ljósmynd Bonni.
BRÚÐKAUP. Gefm voru
saman 9. ágúst sl. í Bessa-
staðakirkju af sr. Vigfúsi
Þór Amarssyni Rut Einars-
dóttir og Sigurður Einar
Gylfason. Heimili þeii'ra er í
Reykjavík.
Ljósmynd Bonni.
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 30. ágúst sl. í Grens-
áskirkju af sr. Ingu Þórðar-
dóttur Hanna Guðmunds-
dóttir og Tryggvi Óli
Þorfinnsson. Heimili þeiiTa
er í Reykjavík.
Ljósmynd Bonni.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 20. september sl. í
Garðakirkju af sr. Sigurði
Arnarsyni Jóhanna Jens-
dóttir og Gísli Guðlaugsson.
Heimili þeirra er í Hafnar-
firði.
Ljósmynd Bonni.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 26. júlí sl. i Hallgrís-
kirkju af sr. Sigríði Guð-
mundsdóttur Svava Rán
Guðmundsdóttir og Krist-
ján Sigurðsson. Heimili
þeirra er í Reykjavík.
Ljósmynd Bonni.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 7. júní sl. í Digranes-
kirkju af sr. Gunnari Sigur-
jónssyni Kolbrún Júlía Er-
lendsdóttir og Sverrir Arn-
arsson. Heimili þeirra er í
Álfatúni 35 i Kópavogi.
STJ ÖRNUSPA
eftir Franees Drake
FISKAR
Afmælisbarn dagsins: Þú
hefur fengið í vöggugjöf yf-
irbwða gáfur og ættir að
helga þig vísindum eða
rannsóknum af einhverju
tagi.
Hrútur „
(21. mars -19. apríl)
.Nú er tími til kominn að
kaupa sér ný fót og gera
eitthvað fyi-ir sjálfan sig.
Gættu þess þó að verð og
gæði fari saman
Naut
(20. apríl - 20. maí) Í*t
Blandaðu ekki utanaðkom-
andi aðilum í deilumál þín
við náinn ættingja. Þjóð veit
þá þrír vita..
Tvíburar ^
(21. maí - 20. júní) oA
Fjölskyldan er þér efst í
huga núna og samheldni rík-
ir innan hennar. Búðu þig
undir óvænta heimsókn í
kvöld.
Krabbi
(21. júm - 22. júlO
Þú þarft að hafa samband
við fólk og endumýja gömul
kynni. Hvað er svo glatt sem
góðra vina fundur.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú þarft að brjótast út úr
þínu fasta munstri og fá ein-
hverja tilbreytingu. Farðu
út að borða í hádeginu
Meyja
(23. ágúst - 22. september) WhL
Þér er ekki lengur til set-
unnai' boðið. Þú hefur skoð-
að málið frá öllum hliðum og
þarft nú að taka af skarið.
(23. sept. - 22. október) LL 4U
Þú ert í sárri þörf til að
komast í burtu frá amstrinu
og hvíla þig um tíma. Gerðu
þitt ýtrasta til að af þvi geti
orðið.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Láttu ekki öfund annarra í
þinn garð brjóta þig niður.
Þú hefur unnið til þeirrar
velgengni sem þú nú nýtur..
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) Si t
Ef þú ekki sýnir festu í fjár-
málum gæti einhver notfært
sér greiðasemi þína. Vertu
sparsamur og hagsýnn.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) «
.Menn eru eitthvað við-
kvæmir í kringum þig svo
þú skalt hafa hægt um þig.
Þín stund kemui', sannaðu
til.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar) WÍSyí
Einhverjir erfiðleikar liggja
i loftinu. Til að forðast allan
misskilning milli þín og fé-
laga þíns ættuð þið að ræða
saman.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) >%■*•
Þú hefðir gott af því að auka
á þekkingu þína eða skipta
um atvinnu. Vertu ákveðinn
og sjálfum þér trúr..
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
gi'unni vísindalegra staðreynda.
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 45
RRIÐS
Umsjon Arnór G.
Ragnarsson
Óvænt úrslit í bikarkeppni
Suðurlands
Báðum leikjum er nú lokið í und-
anúrslitum bikarkeppni Suðurlands
og hafa úrslit leikja aldrei varið jafn
tvísýn og nú. Sveit Þórðar Sigurðs-
sonar vann sveit Ólafs Steinasonar
naumlega, 102-99, eftir að hafa leitt
allan leikinn. Þórður mætir í úrslit-
um sveit Magneu Bergvinsdóttur,
sem vann sveit Sigfúsar Þórðarson-
ar 110-106, þrátt fyrir að Sigfús
hefði verið yfir fyrir síðustu lotuna.
Sannarlega glæsilegur sigur hjá
Vestmannaeyingunum, sem fæstir
áttu von á að næðu alla leið í úrslita-
leikinn.
Ekki er enn búið að ákveða hvar
og hvenær úrslitaleikurinn verður
spilaður, en það verður nánar aug-
lýst síðar.
Félag eldri borgara í Reykjavík
Mánudaginn 16. febrúar spiluðum
við 5. og 6. umferð í Sveitakeppn-
inni. Þá er staðan þessi:
Sveit Sigurleifs Guðjónssonar
105 Sveit Ki’istins Gíslasonar
103 Sveit Þórarins Arnasonar
98 Sveit Sigurðar Pálssonar 96
Fimmtudaginn 19. febrúar spil-
uðu 15 pör.
Sæmundur Björnsson -
Magnús Halldórsson 249
Þórólfur Meyvantsson -
Eyjólfur Halldórsson 235
Þorleifur Þórarinsson -
Gunnar Pétursson 220
Kristinn Gíslason -
Margrét Jakobsdóttir 218
Meðalskor 210
Bridsfélag Hreyfíls
Það er alltað sama spennan í keppn-
inni hjá bílstjórunum. Board-A
Match sveitakeppnin er tæplega
hálfnuð. Þrettán sveitir spila og er
staðan þessi eftir 6 umferðir:
Birgir Kjartansson 110
Daníel Halldórsson 101
Ólafur H: Jakobsson 101
Friðbjörn Guðmundsson 93
Spilað er á mánudagskvöldum í
Hreyfilshúsinu, 3. hæð.
26. FEBRUAR TIL 6. MARS
Vel yfir
bókatitlar
0PIÐ ALLA DAGA10-19
Hjó okkur finnur
þú m.a. ferSabækur
barnabækur • handbækur
Ijóð • hestabækur • kynlífsbækur
spennusögur • ævisögur
myndabækur • ættfræðirit
fræSsluefni • spennuefni
afþreyingu • skóldskap • heilafóður
skemmtun • útivist • dulspeki • tækni
landkynningarefni • ferðalög • íþróttir
• matreiðslubækur og margt fleira.
Bokamaikaðunnn stendui
aðeins yfir i nokkta daga.
Ekki lita þetta
k einstaka tækifæii
1 framhjá þéi faia.
P E R L A N
Hinn árlegi bókamarkaður
Felags islenskra bokautgefenda stendur nú yfir i Perlunni.
Simi 562 9701.