Morgunblaðið - 25.02.1998, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ígi ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra s</iðið kt. 20.00:
MEIRI GAURAGANGUR — Ólafur Haukur Símonarson
I kvöld 25/2 laus sæti — sun. 1/3 — mið. 4/3 — sun. 8/3 — fim. 12/3.
GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir
Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir.
Á morgun 26/2 örfá sæti laus — lau. 7/3 — sun. 15/3.
HAMLET — William Shakespeare
Fös. 27/2 - fim. 5/3 - fös. 13/3.
FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Harnick
Lau. 28/2 nokkur sæti laus — fös. 6/3 — lau. 14/3.
YNDISFRÍÐ OG ÓFRESKJAN - Laurence Boswell
Sun. 1/3 kl. 14 - fös. 8/3 kl. 14 - sun. 15/3.
Litta st/iSið kl. 20.30:
KAFFI — Bjarni Jónsson
Á morgun 26/2 — sun. 1/3 — lau. 7/3.
SmiSaóerkstœSiS kt. 20.00:
POPPKORN - Ben Elton
I kvöld 25/2 - fös. 27/2 - fim. 5/3 - sun. 8/3.
Ath. sýningin er alls ekki við hæfi bama
Sýtit i Loftkastatanum kt. 21.00:
LISTAVERKIÐ — Yasmina Reza
Á rrorgun 26/2. Ath. hlé verður á svninaum í marsmánuði.
Mðasalan er opin mánud.—þríðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. kl. 13—20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga
5 LEIKFELAG J
REYKJAVÍKUR
BORGARLEIKHUSIÐ
Stóra svið kl. 14.00
eftir Frank Baum/John Kane
Sun. 1/3, örfa sæti laus, sun. 8/3,
sun. 15/3, aukasýn. 17/3 kl. 15.00,
sun. 22/3.
Stóra svið kl. 20.00
FGÐIfR 0G SýMlf
eftir Ivan Túrgenjev
Lau. 28/2, fös. 6/3, lau. 14/3, lau. 21/3.
Stóra svið kl. 20.00
ISLENSKI D ANSFLOKKURINN
Útlagar
Iða eftir Richard Wherlock.
Útlagar og Tvístígandi sinnaskipb' II
eftir Ed Wubbe.
Takmarkaður sýningarfjöldi.
5. sýn. fös 27/2, gul kort,
6. sýn. sun. 1/3, græn kort
7. sýn. lau. 7/3, hvít kort
Höfuðpaurar sýna á Stóra sviði:
nlýfinl
Fös. 27/2, kl. 22.30,
lau. 7/3, kl. 22.30.
Litla svið kl. 20.00:
ÍFeítlfamenhH
eftir Nicky Silver
Fös. 27/2, lau. 7/3.
Atriði í sýningunni eru ekki við hæfi
barrta.
Miðasalan er opin daglega frá kl.
13—18 og fram að sýningu
sýningardaga.
Simapantanir virka daga frá kl. 10
Greiðslukortaþjónusta
Simi 568 8000 fax 568 0383
NÝTT LEIKRIT EfTIR GUÐRÚNU ASMUNOSDÓTTUR
HEILAGIR
SYNDARAR
Mið. 25. febrúar.
Fös. 27. febrúar.
Þri. 3. mars
Uppselt
Sýnt kl. 20.30.
SÝNT i ÓVÍGÐUM HLUTA GRAFARVOGSKIRKJU
MIÐASÖLUSlMI 535 1030
tjstflÉNN
BUGSY MALONE
f dag, Öskudag, kl.18 örfá sæti laus
lau. 28. feb. kl. 16 örfá sæti laus
sun. 1. mars kl. 13.30 uppselt
sun. 1. mars kl. 16.00 uppselt
lau. 7. mars kl. 13.30 örfá sæti laus
sun. 8. mars kl. 13.30 örfá sæti laus
sun. 8. mars. kl. 16.00 örfá sæti laus
lau. 14. mars kl. 13.30
FJÖGUR HJÖRTU
fös. 27.2. kl. 21 uppselt
lau. 28.2. kl. 21 uppselt
sun. 1. mars kl. 21 örfá sæti iaus
flm. 5. mars kl. 21
lau. 7. mars kl. 21
fös. 13. mars kl. 21
Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI
fös. 6.3 kl. 23.30 (Miðnætursýning)
mið. 11. mars kl. 21
Síðustu sýningar
LISTAVERKIÐ
fim. 26. feb. kl. 21
Loftkastalinn, Seljavegi 2,
Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775, opin
10-18 og fram að sýningu sýn.daga.
ULa rd tyWu i irn
Ðcrivti (,i
jstí;\sK t rtrun t\ Simi 551 1475
£§•.. Miöasala er opin aila daga
ncma mánudaga frá kl. 15-19.
föstudag 27. feb. kl. 20.00
laugardag 28. feb. kl. 20.00
laugardag 7. mars kl. 20.00
laugardag 14. mars kl. 20.00
líafíiltikMsíL
Vesturgötu 3
I HLADVARPANUM
Svikamylla
(Sleuth) eftir Anthony Shaffer
Frumsýning fim. 26/2 kl. 21 uppselt
2. sýn. fös. 27/2 kl. 22 örfá sæti laus
3. sýn. mið. 4/3 kl. 21 laus sæti
4. sýn. lau. 7/3 kl. 21 laus sæti
Revían í deii
lau. 28/2 kl. 15.00 laus sæti
Svikamyllumatseðill:
Ávaxtafylltur arísahryggur
með kókoshjúp
Myntuostakaka m/skógarberjasósu
Miðasala opin fim-lau kl. 18—21.
Miðapantanir allan sólarhringinn
i síma 551 9055.
^^Sídasti
\ Bæriim í
X/alnuin
Vesturgata II.
Hafnarfíröi.
Sýningar hefjast
kíukkan 14. <)0
Miöapantanir í
síma 555 0553.
Miöasalan er
opin milli kl. 16-19
alla daga nema sun.
Hafnarfjar&rleikhúsid
HERMÓÐUR
OG HÁÐVÖR
11. sýn. lau. 28/2 kl. 14 örfá sæti
12. sýn. sun. 1/3 kl. 14 örfá sæti
Aukasýnlngsun,__ 1J3kl. .17
Lau. 7. mars kl. 14 nokkur sæti
Sun. 8. mars kl. 14 nokkur sæti
Aukasvning sun. a mars kl. 17
Lau. 14. mars kl. 14 nokkur sæti
Sun. 15. mars kl. 14
FÓLK í FRÉTTUM
ERLENDAH
Valgeir Guðjónsson
tónlistarmaður
fjallar um nýútkomna geisla-
plötu Pauls Simons „Songs of
the Capeman“ úr söngleiknum
„The Capeman" sem sýndur er
á Broadway.
•k'k'kVz
Kviknar til lífs
af holdi og blóði
AFREKASKRÁ Paul Simon á
tónlistarsviðinu er löng og
glæsileg. Ferill hans spannar
rúma 3 áratugi og óhætt að segja að
maðurinn fylli þröngan hóp höfuð-
snillinga þeitTar tónlistar sem tók
völdin í hinum vestræna heimi á
seinni hluta aldarinnar. Þessi tónlist
er stundum kölluð rokk og ról. Paul
Simon er þvi í þeirri stöðu, á sínu 57.
aldursári, að til hans eru gerðar
meiri kröfur en til flestra
annarra tónlistarmanna og
hefur ýmsum veist erfitt að
rísa undir öðru eins.
Söngleikurinn „The Ca-
peman“ hefur verið megin-
viðfangsefni lágvaxna gyð-
ingsins Palla undanfarin sjö
ár og þegar litið er til þeirrar
staðreyndar að það er jafn-
langur tími og Bitlamir gáfu
nær allar sínar plötur út á,
má ætla að eitthvað hljóti að
vera í stykkið og tónlistina
spunnið. Sér til aðstoðar við
texta verksins hefur Simon
ekki ómerkari mann en Der-
ek Waleott frá Trinidad, Nó-
belsverðlaunahafa í bók-
menntum, og veltir sá sem
hugleiðir hér á prenti því
fyrir sér hvort það sé al-
gengt að Nóblar sinni rokk-
listinni. En það er allt önnur
Elínborg.
Saga verksins byggist á 30
ára gömlu morðmáli í Nueva York,
þar sem 16 ára Puerto Ricani og
meðlimur klíkunnar „Blóðsugurnar",
Salvador Agron, varð tveimur ung-
lingum að bana með hnífsstungu í
meintu uppgjöri við írsku klíkuna,
The Norsemen (!) ættaða úr hverfmu
þar sem heitir í Hell’s Kitchen.
Salvador Agi-on var íklæddur svartri
skikkju með rauðu fóðri þegar voða-
verkið átti sér stað og hlaut þegar
viðurnefnið „Skikkjumaðurinn" eða
The Capeman. Fjölmiðlar Nýju Jór-
víkur gerðu sér mikinn mat og safa-
ríkan úr þessu máli og ekki minnkaði
áhugi þeirra á Skikkjumanninum
þegar hann var dæmdur til hinstu
setu í þeim illræmda rafmagnsstóli,
yngstur þein-a sem slíkan dóm höfðu
hlotið í heimafylki sínu.
Dómi þessum var breytt fyrir
bænastað Eleanor Roosevelt,
Rockefeller ríkisstjóra og fleiri máls-
metandi manna. I fangelsinu mennt-
aði Salvador Agi-on sig af kostgæfni
og sneri af þeirri lastabraut sem
hafði leitt hann svo rakleitt í þá vist.
Hann stundaði skriftir, beitti sér í
réttindabaráttu fanga og var um síðir
látinn laus eftir 20 ára fangelsivist.
Paul Simon getur þess sérstaklega
að þetta mál hafi haft áhrif á hann
milli mjalta og messu. Þarna var um
að ræða jafnaldra hans sem leit út
eins og „rock & roll hoodlum - he
looked the 1950’s“ og þýði nú hver
sem betur getur, því „hann leit út
eins og 6. áratugurinn" nær ekki
heildarhugsuninni að fullu.
Þeir ljóðbræður, Paul Simon og
Derek Walcott, fara ekki leynt með
samúð sína í garð Salvador Agrons
og félaga hans, sem eiga fárra kosta
völ í samfélagi sem lítur á þá sem
þriðja flokks borgara. Söngtextar
þeirra eru mjög góðir og stundum
frábærir. Þeir veita innsýn inn í líf
undirmálsfólks, drauma þess og von-
ir sem fléttast á óvæginn hátt saman
við kaldar staðreyndir tilverunnar.
Paul Simon hefur ævinlega verið í
hópi fremstu rokkskálda og mér sýn-
ist að textar Skikkjumannsins jafnist
á við sumt það besta sem hann hefur
áður gert. Rík tilfinning fyrir mynd-
máli og snjallar tengingar við hvers-
dagsleika sem er okkur flestum sam-
eiginlegur gera að verkum að fólkið
sem syngur kviknar til lífs af holdi og
blóði; það á við okkur erindi.
Eg verð að játa að mér varð ekki
um sel þegar ég las hugleiðingar höf-
undar í ágætu fylgihefti Songs from
the Capeman, þar sem sagði að tón-
listarkveikjan í verkinu væri „Latin“-
tónlist (nema hvað?) og dægurtónhst
6. áratugarins. Ríkisútvarpið lék iðu-
lega á uppvaxtarárum mínum
bosmamiklai- suður-amerískar laga-
syrpur í flutningi Edmundo Ross og
hljómsveitar hans. Neikvæð áhrif
þess flutnings hafa varað mestallt líf
mitt og það er ekki fyrr en í seinni tíð
sem mér hefur tekist að yfirvinna
gegndarlausa fordóma fyrir þessari
merkilegu og taktslungnu tónlistar-
hefð heillar heimsálfu.
Svipaða sögu er að segja um tón-
list þá sem reið röftum vestanhafs
áður en blessaðir Bítlarnir komu tii
skjalanna. Snyrtileg bandarísk ung-
menni af hvítum kynstofni að syngja
geðþekk og meinlaus lög um mennta-
skólaástir hafa aldrei hreyft mikið
við mér. Formúlukennd uppbygging
og úrvinnsla þessarar tónlistar, þar
sem Þingvallahringurinn (C - a moll
- d moll - G) er ekinn fram og til
baka og einhæfur do-wop söngur
brillgreiddra hafa aldrei hitt mig í
hjartastað.
Svartir tónlistarmenn voru aftur á
móti önnum kafnir á þessum árum við
að ryðja brautina fyrir breskar hor-
renglur sem skömmu síðar breyttu
heimsmynd heillar kynslóðar. Það er
ef til vill til rneríds um aldur minn að
ég hallast fremur að þeirri dægurtón-
list sem tilheyrir sjöunda áratugnum
og síðai- og ef út í þá sálma er farið
tónlist fimmta áratugarins.
Og í því sambandi örlítlill útúrdúr:
Af hverju þurfum við íslendingar
alltaf að tala um áratugi þannig að
miðað er við þann næsta á eftir? Kan-
ar segja „fortís" og „fiftís" og Danir
„halvtredserne" og „firserne" eða
eitthvað í þá veru, sem er áreynslu-
laust og eðlilegt. Við klakabúar
bögglumst aftur á móti með þessa
kauðslegu en ofurlítið vitrænu aðferð
að þurfa einlægt að minna okkur og
aðra á að áratugurinn er á leiðinni að
verða sá næsti sem byrjar umsvifa-
laust og hann hefst að teygja sig í þar
næsta. Það má ekki segja „fimmtíu-
árin“ og „sextíuárin" svo ég viti
þannig að ég lýsi eftir tafarlausri um-
fjöllun og umræðu um málið! En eins
og áður segir var þetta örlítill útúr-
dúr.
Fyi-stu strófurnar sem hljóma á
Capemanplötunni í laginu „Adios
Hermanos“ eru do-wop raddir að
syngja Þingvallahringinn (viti menn
og fín byrjun fyrir mig!). Siðan hefur
upp ástsæla raust sína Paul nokkur
Simon og syngur um það þegar dóm-
ur er kveðinn upp yfir
Salvador Agron hinum unga
lagsmanni hans og besta vini
Hemandez eða Regnhlífar-
manninum. Ekki er leikið á
hljóðfæri í laginu utan þess
að lágvært orgel suðar
þekkilega í bakgrunni i við-
lagi. Raddirnar bera lagið
fagurlega áfram og svo er
víðar á plötunni.
Puerto Rico áhrifin eru
sterk í næsta lagi og hvernig
ætti annað að vera í lagi sem
heitir „I was bom in Puerto
Rico“. Þá kemur „fiftís“ lagið
„Satin Summer Nights" og
það er ekki fyrr en í ijjórða
laginu, Bemadette, að hægt
er að segja að hér sé komið
svona nokkumveginn týpískt
Paul Simon lag. Áfram
hljóma latneskir tónar í bland
við ,Jiftís“ en í laginu „Can I
forgive him“ hljómar Simon
eins og á meistaraverkinu
Bookends sem hann gerði með sínum
gamla lagsbróður Garfúnkii sama árið
1967 og Sergent Pepper leit dagsins
ljós. Lagið er tekið upp á heimili höf-
undar, hann er einn með gítarinn og
gamla snilldin og einfaldleikinn eru
enn í fullu verðgildi, þrátt fyrir að lagið
sé fráleitt einfalt að formi og innviðum.
Það tók mig nokkum tíma að ná
sambandi við Stóklg'umanninn en sam-
bandið batnar og vex og er enn að vaxa
á meðan ég trúi tölvunni fyrir þessum
þönkum. Að frátöldum einu eða tveim-
ur lögum er í tónlistínni einhver heill-
andi áleitinn seiður sem smýgur gegn-
um hljóðhimnuna og sest að í völund-
arhúsinu eða í næsta nágrenni þess.
AÍlur söngm- og hljóðfærasláttur er í
hæsta gæðaflokki en Paul Simon hefur
ævinlega verið íúndvis á meðreiðar-
sveina sem hafa laðað fram það besta í
tónlist hans. Aðdáendur Paul Simon fá
hér í bland að heyra nýstárlega hlið á
sínum manni og ekki í fyrsta skipti, því
hann hefur verið duglegri en margir að
endm-nýja hljóðheim sinn og leitað
fanga um víðan völl.
Söngleiksformið virðist heilla
manninn þessa dagana því hann er
byrjaður á næsta stykki um sjálfa
heiðurskonuna Winnie Mandela. Þar
verða afrísku áhrifin sem lyftu
Graceland-plötunni í upphæðir varla
langt undan. Þeir sem ekki þekkja
Paul Simon verða heldur ekki sviknir
af Songs from the Capeman og ég
mæli óhikað með þessari plötu við
alla þá sem nenna að hlusta og teygja
sig á móti tónlist sem ef til vill virðist
framandi við fyrstu áheyrn. Samt
verður þessi plata varia nefnd í sömu
andrá og það besta sem Paul Simon
hefur sent frá sér á þessum rúmlega
30 síðastliðnu árum. En hans bestu
verk eru í þeim gæðaflokki að jafnvel
þótt Skikkjumaðurinn standist þeim
ekki snúning get ég óhræddur endað
eins og kvikmyndagagnrýnendur
ljósvakamiðlanna gera gjarnan. Ég
er upplitsdjarfur og ákveðinn i
bragði, vantar bara axlaböndin og
gef Skikkjumanninum þrjár stjörnur
og hálfa að auki fyrir textana.
LJÓÐBRÆÐURNIR Derek Walcott og Paul Simon.