Morgunblaðið - 25.02.1998, Side 48

Morgunblaðið - 25.02.1998, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM TITANIC sekkur í sæ eða öllu lieldur tjörn í grennd við kvikmyndaverið. FYRSTA myndin um Titanic er þögul og þrjátíu mínútur að lengd. Elsta myndin um Titan- ic kemur í leitirnar FYRSTA kvikmyndin um Titanic hefur nú fundist á rykugum hillum roskins kvikmyndasafnara í Berlín. Er það hálftíma löng þögul mynd sem var gerð aðeins tólf mánuðum eftir að skipið „ósökkvandi" rakst á ísjaka og sökk í Atlantshafið í apríl árið 1912. Horst Lange, sem er 74 ára kvik- myndagrúskari, sagðist hafa keypt eintakið af „In Nacht und Eis“, Um nótt í klakaböndum, fyrir um tutt- ugu árum. Það er trú manna að kvikmyndin sé sú fyrsta af að minnsta kosti átta um risaskipið sem sökk í fyrstu ferð sinni. Leikstjóri er Mime Misu og var myndin gerð í kvikmyndaveri í Berlín í júní árið 1912. En menn héldu að ekkert eintak væri til af myndinni. „Eg las frétt um myndina í dagblaði fyi'ir skömmu," sagði Lange í samtali við Reuters. „Eg taldi mig eiga eintak af henni frá því fyrir tuttugu árum, en samt man ég ómögulega hvernig það komst í mínar hendur. Nema að það var fyr- ir algjöra tilviljun.“ Lange, sem á um tvö þúsund myndir í safni sínu, sagðist hafa misst áhuga á þeim á undanförnum árum og einbeitt sér að því að skrifa bók um gamanleik og djass á tímum nasista í Þýskalandi. Af öðrum Titanic-myndum Stórmyndin um Titanic hefur sökkt öðrum keppinautum sínum hvað aðsókn varðar og er á góðri leið með að verða vinsælasta kvik- mynd allra tíma. Af öðrum myndum um Titanic- slysið má nefna „Night to Remem- ber“ eða Eftirminnileg nótt, sem Gerð á háaloftinu SKIPSTJÓRINN um borð í Titanic í elstu mynd- inni um þetta frægasta sjóslys sögunnar. gerð var árið 1958 af Roy Ward Ba- ker, bresk-þýsku myndina „Atlant- ic“ eða Atlantshafið, sem gerð var árið 1929 af E.A. Dupont, og þýsku myndina Titanic, sem Herbert Selp- in gerði árið 1942. Sú síðastnefnda var gerð í Þýska- landi á dögum Hitlers og er hún mjög andsnúin Bretum. Eigi að síð- ur var hún bönnuð af áróðursmeist- ara nasista, Joseph Göbbels, skömmu eftir að hún var frumsýnd árið 1943 vegna þess að Þjóðverjar voru þá að tapa stríðinu. Einnig voru gerðar sjónvarps- myndir í Bretlandi og Bandaríkjun- um um Titanic-slysið árið 1972,1979 og 1996. Kvikmyndin sem fannst var gerð í júm árið 1912 í hundrað fer- metra kvikmynda- veri í eigu Misu. Stendur það við Chausseestrasse 23 í hverfi með þó nokkrum litlum kvikmyndaverum í grennd við Friedrichstrasse- lestarstöðina. Um þrjátíu leik- arar koma fram í myndinni og notaði leikstjórinn háa- loftið og portið við bygginguna. Einnig voru tekin atriði í höfninni í Hamborg. ,A-t- burðirnir gerast að mestu innandyra,“ sagði Austilat, blaðamaður Spiegel, sem skrifaði frétt um myndina áður en hún kom í leitirnar. Hann bætti við að tæknibrellurn- ar væru nokkuð frumstæðar. Það væri ekki erfitt að greina að leik- fangaskip rækist á klaka í lítilli tjörn og „öldurnar" væru búnar til af einhverjum, sem hreyfði við vatn- inu rétt við myndavélina. „En myndin hefur verið nokkurt afrek árið 1912,“ sagði hann. ,Átakaatriðin eru nokkuð vel gerð. Hann [Misu] sýnir togstreituna milli hinna ríku á fyrsta farrými og hinna fátæku. Hann sýnir skipstjórann þegar hann sekkur með skipi sínu.“ KYNNIR hátíð- arinnar, Kelsey Grammer, með hin eftirsdttu Grammy- verðlaun. ARETHA Frankhn samgleðst Luciano Pavarotti með viðurkenninguna en með þeim á myndinni eru meðlimir sveitarinnar Boyz II Men. Grammy-verðlaun- in afhent í kvöld ► ITALSKI tentírinn Luciano Pavarotti var tilnefndur MusiCares maður ársins fyrir mannúðleg störf sín. MusiCares stofnunin aðstoðar ttínlistarmenn í neyð með því að veita þeim heilbrigðis- og félagsmála- þjtínustu. Haldinn var sérstak- ur kvöldverður í New York til heiðurs söngvaranum og mættu þar helstu fyrirmenni söng- heimsins. Söngkonan Aretha Franklin söng típerettu til heið- urs Pavarotti af tilefninu auk þess sem Natalie Cole söng lag- ið „It Had to Be You.“ Það var því um nokkurs konar upphitun að ræða hjá ttínlistar- ftílkinu því hin vinsælu Grammy- ttínlistarverðlaun verða aflient við hátíðlega athöfn í Radio City Music Hall í fertugasta sinn í kvöld. Hátíðin verður sýnd í beinni útsendingu víðs vegar um heiminn og áætlað er að um I milljarður manna getið fylgst með í viðtækjum sínum. Það kemur í hlut leikarans Kelsey Grammer að vera kynnir á verðlaunaafhendingunni en liann er þekktastur fyrir hlut- verk sitt sem sálfræðingurinn Frasier í samnefndum sjtínvarps- þáttum. GRAMMY-verðlaunin verða hald- in í Radio City Music Hall í kvöhl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.