Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.02.1998, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM TITANIC sekkur í sæ eða öllu lieldur tjörn í grennd við kvikmyndaverið. FYRSTA myndin um Titanic er þögul og þrjátíu mínútur að lengd. Elsta myndin um Titan- ic kemur í leitirnar FYRSTA kvikmyndin um Titanic hefur nú fundist á rykugum hillum roskins kvikmyndasafnara í Berlín. Er það hálftíma löng þögul mynd sem var gerð aðeins tólf mánuðum eftir að skipið „ósökkvandi" rakst á ísjaka og sökk í Atlantshafið í apríl árið 1912. Horst Lange, sem er 74 ára kvik- myndagrúskari, sagðist hafa keypt eintakið af „In Nacht und Eis“, Um nótt í klakaböndum, fyrir um tutt- ugu árum. Það er trú manna að kvikmyndin sé sú fyrsta af að minnsta kosti átta um risaskipið sem sökk í fyrstu ferð sinni. Leikstjóri er Mime Misu og var myndin gerð í kvikmyndaveri í Berlín í júní árið 1912. En menn héldu að ekkert eintak væri til af myndinni. „Eg las frétt um myndina í dagblaði fyi'ir skömmu," sagði Lange í samtali við Reuters. „Eg taldi mig eiga eintak af henni frá því fyrir tuttugu árum, en samt man ég ómögulega hvernig það komst í mínar hendur. Nema að það var fyr- ir algjöra tilviljun.“ Lange, sem á um tvö þúsund myndir í safni sínu, sagðist hafa misst áhuga á þeim á undanförnum árum og einbeitt sér að því að skrifa bók um gamanleik og djass á tímum nasista í Þýskalandi. Af öðrum Titanic-myndum Stórmyndin um Titanic hefur sökkt öðrum keppinautum sínum hvað aðsókn varðar og er á góðri leið með að verða vinsælasta kvik- mynd allra tíma. Af öðrum myndum um Titanic- slysið má nefna „Night to Remem- ber“ eða Eftirminnileg nótt, sem Gerð á háaloftinu SKIPSTJÓRINN um borð í Titanic í elstu mynd- inni um þetta frægasta sjóslys sögunnar. gerð var árið 1958 af Roy Ward Ba- ker, bresk-þýsku myndina „Atlant- ic“ eða Atlantshafið, sem gerð var árið 1929 af E.A. Dupont, og þýsku myndina Titanic, sem Herbert Selp- in gerði árið 1942. Sú síðastnefnda var gerð í Þýska- landi á dögum Hitlers og er hún mjög andsnúin Bretum. Eigi að síð- ur var hún bönnuð af áróðursmeist- ara nasista, Joseph Göbbels, skömmu eftir að hún var frumsýnd árið 1943 vegna þess að Þjóðverjar voru þá að tapa stríðinu. Einnig voru gerðar sjónvarps- myndir í Bretlandi og Bandaríkjun- um um Titanic-slysið árið 1972,1979 og 1996. Kvikmyndin sem fannst var gerð í júm árið 1912 í hundrað fer- metra kvikmynda- veri í eigu Misu. Stendur það við Chausseestrasse 23 í hverfi með þó nokkrum litlum kvikmyndaverum í grennd við Friedrichstrasse- lestarstöðina. Um þrjátíu leik- arar koma fram í myndinni og notaði leikstjórinn háa- loftið og portið við bygginguna. Einnig voru tekin atriði í höfninni í Hamborg. ,A-t- burðirnir gerast að mestu innandyra,“ sagði Austilat, blaðamaður Spiegel, sem skrifaði frétt um myndina áður en hún kom í leitirnar. Hann bætti við að tæknibrellurn- ar væru nokkuð frumstæðar. Það væri ekki erfitt að greina að leik- fangaskip rækist á klaka í lítilli tjörn og „öldurnar" væru búnar til af einhverjum, sem hreyfði við vatn- inu rétt við myndavélina. „En myndin hefur verið nokkurt afrek árið 1912,“ sagði hann. ,Átakaatriðin eru nokkuð vel gerð. Hann [Misu] sýnir togstreituna milli hinna ríku á fyrsta farrými og hinna fátæku. Hann sýnir skipstjórann þegar hann sekkur með skipi sínu.“ KYNNIR hátíð- arinnar, Kelsey Grammer, með hin eftirsdttu Grammy- verðlaun. ARETHA Frankhn samgleðst Luciano Pavarotti með viðurkenninguna en með þeim á myndinni eru meðlimir sveitarinnar Boyz II Men. Grammy-verðlaun- in afhent í kvöld ► ITALSKI tentírinn Luciano Pavarotti var tilnefndur MusiCares maður ársins fyrir mannúðleg störf sín. MusiCares stofnunin aðstoðar ttínlistarmenn í neyð með því að veita þeim heilbrigðis- og félagsmála- þjtínustu. Haldinn var sérstak- ur kvöldverður í New York til heiðurs söngvaranum og mættu þar helstu fyrirmenni söng- heimsins. Söngkonan Aretha Franklin söng típerettu til heið- urs Pavarotti af tilefninu auk þess sem Natalie Cole söng lag- ið „It Had to Be You.“ Það var því um nokkurs konar upphitun að ræða hjá ttínlistar- ftílkinu því hin vinsælu Grammy- ttínlistarverðlaun verða aflient við hátíðlega athöfn í Radio City Music Hall í fertugasta sinn í kvöld. Hátíðin verður sýnd í beinni útsendingu víðs vegar um heiminn og áætlað er að um I milljarður manna getið fylgst með í viðtækjum sínum. Það kemur í hlut leikarans Kelsey Grammer að vera kynnir á verðlaunaafhendingunni en liann er þekktastur fyrir hlut- verk sitt sem sálfræðingurinn Frasier í samnefndum sjtínvarps- þáttum. GRAMMY-verðlaunin verða hald- in í Radio City Music Hall í kvöhl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.