Morgunblaðið - 25.02.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 25.02.1998, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ANVA Og SSriverðaástfangin í Anastasm. litla hafmeyjan lendi^Fóí^^^ ævintýrum. Rafrænn afsláttur! LITAuND ihnHHMn iJfllií FLUQ MÓTEL ...fcwwrifikmt 0 © Þessi fyrirtæki veita öllum sem greiða með VISA kreditkorti rafrænan afslátt Fjöldi annanra fyrirtækja veitir einnig afslátt FRIÐINDAKLUBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is T eiknaðir ævintýraheimar UNDANFARINN áratug hafa teiknimyndir í fullri lengd orðið æ meira áber- andi í kvikmyndaflórunni. Disney risinn ber sem fyrr höfuð og herðar yfír alla aðra framleiðendur á markaðnum, en fjöldi annarra fyr- irtækja berst um hituna. Norður- landaþjóðirnar hafa m.a. tekið þátt í slagnum og framleitt nokkrar vin- sælar myndir og ber þar hæst sag- an af skógardýrinu Húgó og félög- um þess. Kvikmyndagerð af þessari tegund er dýr og því hefur fyrir- tækjum utan draumasmiðju Hollywood reynst erfitt að fjár- magna myndir sínar nema með flóknu fjölþjóðlegu samstarfi. Dæmi um slíka framleiðslu er „Lína Langsokkur" sem sýnd var í Laug- arás- og Háskólabíói um jólin. Löng hefð Saga teiknaðra kvikmynda er jafnvel eldri en sjálf kvikmyndasag- an. Allt frá miðri 19. öld voru til tæki sem vörpuðu svipmyndum á veggi og sköpuðu hreyfanlega tál- sýn. Samhliða örri þróun í kvik myndatækni snemma á þessari öld þróaðist teiknimyndatækn- in og skömmu eftir að hljóð fór að fylgja kvikmyndum kom út mynd sem lagði að vissu marki grunn- inn að Disney fyrir- tækinu, einu helsta stórveldi kvik- myndaheimsins í dag. Þetta var stuttmyndin „Steamboat Willie“ frá 1928, þar sem sjálfur Mikki mús kom fram í fyrsta sinn ásamt vísum að fleiri Disney stjörnum. Þess má geta að Disney stórveldið stendur nú í hatrammri baráttu fyrir að lög- um um höfundarrétt í Banda- ríkjunum verði breytt, því þessar elstu teiknimyndir munu brátt verða almenn- ingseign ef höfundarréttur verður ekki framlengdur. Saga teiknaðra stórmynda Walt Disney hélt áfram braut- ryðjendastarfi í Hollywood og árið 1937 kom út fyrsta teiknimyndin í fullri lengd, „Mjallhvít og dvergarn- ir sjö“. Henni var ákaflega vel tekið og er sígilt snilldarverk að mati flestra sérfræðinga í kvikmynda- sögu. Fjöldi teiknaðra stórmynda fylgdi í kjölfar „Mjallhvítar“ og nægir að nefna meistaraverk eins og „Fantasíu", „Öskubusku“ og „Gosa“ sem dæmi. Snemma á sjö- unda áratugnum fór heldur að halla undan fæti. Ný töfraorð sem áttu ekki vel við teiknaðar stórmyndir glumdu um Hollywood, sparnaður og niðurskurður. Um miðjan níunda áratuginn tók þetta kvikmyndaform fjörkipp á ný þegar fjárhagur draumasmiðjunnar fór að dafna, en ástæðan var þó ekki síður stökkbreyting í tölvutækni. Árið 1979 gerðist það að félagamir Don Bluth og Gary Goldman, sem m.a. áttu heiðurinn að teiknimynd- inni „Hróa Hetti“, stungu af frá Disney ásamt nokkrum öðrum teiknurum. Þetta fólk stofnaði sitt eigið fyrirtæki og réðst í það erfiða verk að veita gamla risanum sam- keppni. Síðan hefur Bluth sent frá sér fjölda teiknimynda í fullri lengd og stundum náð að skáka keppinautn- um. Sem dæmi má nefna „Leyndar- dóm Nimh“ (The Secret of Nimh, 1982), „Ameríska sögu“ (An Amer- ican Tail, 1986) og „Allir hundar komast til hirnna" (All Dogs Go to Heaven, 1989). Samkeppnin frá Bluth hefur eflaust átt sinn þátt í að hreyfa við Disney, því siðan 1986, þegar mynd Bluths hlaut Óskarstil- nefningu fyrir besta lagið, hefur fyrirtækið sent frá sér á annan tug teiknaðra kvikmynda, hverja annarri vinsælli og sumar hrein meistaraverk. „Litla hafmeyjan" Margir vilja rekja miklar vin- sældir teiknimynda síðasta áratug til einnar Disney myndar, „Litlu hafmeyjunnar" (1989). Þessi hug- ljúfa mynd, sem byggð var á sögu H.C. Andersens, þótti einkar vel heppnuð í alla staði. Sagt er frá haf- meyjarprinsessunni Ariel sem verð- ur ástfangin af tvífætlingi nokki-um, prinsinum Eric. Faðir Arielar er al- gerlega á móti því að hún hafi sam- band við piltinn, og því leitar hún á náðir Úrsulu, sænomarinnar illu. Aríel gerir samning við nornina. Hún afsalar sér röddinni gegn því að fá fætur í skamman tíma. Ef hún nær ástum prinsins er hún hólpin, annars eignast nomin sál hennar. „Litla haf- SKÓGARDÝRIÐ Húgó má gæta þess að ofmetnast ekki. tímamót hjá Disney og varð öðmm framleiðendum fyrirmynd sem enn er unnið eftir. Disney þótti loks hafa endurskapað ævintýraljóma gömlu meistaraverkanna og í fyrsta sinn í 48 ár hlaut löng teiknimynd Óskarsverðlaun, og það tvenn. Það vora Alan Menken og Howard As- hman sem fengu stytturnar fyrir tónlist og lagasmíðar. Þeir félagar voru líka mennirnir að baki tónlist- ar „Fríðu og dýrsins" (Beauty and the Beast 1991). Fyrir hana fengu þeir aftur litla Óskara og myndin var, fyrst allra teiknimynda, til- nefnd til verðlauna fyrir bestu mynd ársins. Síðan hafa flestar teiknimyndir Disney keppt um verðlaun bandarísku kvikmynda- akademíunnar. Sambíóin hefja sýningar á nýrri útgáfu „Litlu hafmeyjarinnar" í mars. Búið er að laga myndina að þeim kröfum sem nú eru gerðar til tæknilegra atriða, bæði hvað varðar útlit og hljóm. Ástæðan fyrir endur- sýningu „Litlu hafmeyjunnar" er ekki bara sú að tími sé kominn fyrir nýja kynslóð barna að njóta þessar- ar stórkostlegu teiknimyndar, þótt það væri góð ástæða í sjálfu sér. Hafmeyjunni var markvisst stefnt til höfuðs annarri teiknimynd sem þótti líkleg til gríðarlegra vinsælda um heim allan, „Anastasíu". „Anastasía" Don Bluth og félagar hafa haft nokkuð hægt um sig undanfarin ár, en snera við blaðinu í jólamynda- flóðinu vestra og sendu frá sér mynd sem hlaut frábærar viðtökur áhorfenda jafnt sem gagnrýnenda. Myndin er gerð undir merkjum 20th Century Fox og markar nýja stefnu hjá fyrirtækinu, sem hefur að mestu haldið sig frá teiknimynd- um hingað til. Þetta gríðarlega metnaðaríulla verkefni tók þrjú ár í framleiðslu og að því kom fjöldi fólks hvaðanæva að úr heiminum og mjög margir beint frá Disney fyrir- tækinu. Goðsögnin um Anastasíu, yngstu dóttur síðasta keisara Rússlands, hefur lifað síðan fréttir af útrýmingu fjölskyldunnar bárust í júlí 1918. Sagan segir að góðhjartaðir hermenn bolsévikka hafi komið prinsessunni undan. Síðan hafa ótal konur gefið sig fram með þá sögu að þær séu Anastasía. Fullyrðingar þeirra vora afsannaðar hver af annarri, en upp- gröftur þar sem bein Romanoff-fjöl- skyldunnar fundust gáfu sögunni byr undir báða vængi, því bein prinsessunnar vora ekki þar. „Anastasía“ sækir efnivið í þessa atburði, en fer ekki leynt með ævin- týralega meðferð staðreynda. Varp- að er fram spumingunni: „Hvað ef Anastasía hefði lifað?“ og svo er unnið út frá henni. Þetta er ævin- týri út í gegn með ævintýralegum endi þar sem ekkert pláss er fyrir raunsæi, sorg og sút. Miklar og ákveðnar hefðir hafa skapast í formgerð teiknaðra stór- mynda. Ein þeirra er að nota raddir stórstjarna Hollywood í persónusköp- un og frásögn. Og sjaldan hefur eins glæsilegt lið leikara ljáð teiknuðum fígúram raddir sínar í einni mynd. Meg Ryan talar fyrir Anastasíu og aðrir stórleik- arar era John Cusack, Christopher Lloyd, Angela Lansbury og Kelsey Grammer (Frasier). Samkvæmt hefðinni er gríðar- leg áhersla lögð á tónlist, enda er myndin tilnefnd til tveggja tón- listartengdra Óskarsverðlauna. Það vekur athygli að „Anastasía" skýtur Disney-mynd ársins, „Herkúlesi“, ref fyrir rass. „Herkúles“ hlaut aðeins eina ósk- arstilnefningu og keppir, m.a. við „Anastasíu", um verðlaun fyrir sönglag. Skógardýrið Húgó Mitt í flæði stórmynda Hollywood skaut litla skógardýrið Húgó upp krúttlegum kollinum. Húgó er fæddur í suður-amerískum frum- skógi, en teiknaður öllu norðar, eða í Danmörku. Myndin var fjármögn- uð af norrænum sjónvarpsstöðvum auk danskra fyrirtækja og einhvers stuðnings frá Þýskalandi. Húgó hefur það ljómandi fínt í framskóginum þegar spillt kerling- arflagð rænir honum og hann álpast einhvem veginn inn í dýragarð í ónafngreindri stórborg. Með aðstoð refastelpunnar Rítu sleppur hann, en þarf að ganga í gegnum miklar raunir áður en hann kemst aftur heim til vina sinna í skóginum. Myndin naut mikillar hylli meðal yngstu áhorfendanna, enda áhersla lögð á persónur og frásögn frekar en glæsta umgjörð sem þeir full- orðnu eru vanir í kringum banda- rískar stórmyndir af þessu tagi. Nú er von á Húgó inn í siðmenn- inguna aftur. Enn era það illgjörn auðmenni sem sækjast eftir honum. Þau vilja gera um hann kvikmynd- ina, „Fríðu og gæludýrið". Myndin nefnist „Skógardýrið 2: kvikmynda- stjarnan" og er, eins og fyrri mynd- in, fjármögnuð með norrænu sam- starfi en framleidd í Danmörku. Sögunni svipar til hinnar fyrri, nema nú er Húgó ekki eins viss um að hann vilji fara aftur heim í skóg- inn. Það hefur nefnilega sína kosti að vera kvikmyndastjarna. Hann verður að yfirstíga hégómagirndina og velja milli vináttu og frægðar, milli Rítu refastelpu og illmennisins Konráðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.