Morgunblaðið - 25.02.1998, Qupperneq 56
Drögum næst
10. mars
>5
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
ISLANDSFLUG
gerlr flelrum fært aö fíjúga
570 8090
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRUAR 1998
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Alþjóðleg rannsókn á kunnáttu framhaldsskólanema í stærðfræði og náttúrufræði
Islendingar
í þriðja sæti
ÍSLENSKIR framhaldsskólanem-
endur voru í þriðja sæti í alþjóðlegri
rannsókn í náttúrufræði og stærð-
fræði, sem kynnt var í gær.
Um er að ræða svonefnda TIMSS-
könnun, Third International
Mathematic and Science Study, hlið-
stæða alþjóðlegri könnun sem áður
hefur verið kynnt og gerð var á ár-
angri nemenda í 7. og 8. bekk grunn-
skóla.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra segii- að niðurstöðurnar sýni
að Islendingar standa ekki alfarið
illa að vígi þegar um samanburð er
að ræða í stærðfræði og náttúru-
fræði á alþjóðlegum forsendum.
Nauðsynlegt sé að huga betur að
grunnnámi í þessum greinum og á
næstu dögum muni menntamála-
ráðuneytið hefja kynningu á nýjum
aðalnámski'ám fyrir grunn- og fram-
haldsskólann.
Einar Guðmundsson, forstöðu-
maður Rannsóknarstofnunai- upp-
eldis- og menntamála, segir að menn
verði að taka niðurstöðum TIMSS-
könnunarinnai- með fyrirvara. Is-
lenskir framhaldsskólanemendur
standi sig vissulega betur en grunn-
skólanemendur gerðu en brottfall úr
framhaldsskóla sé hvað hæst hér á
landi. Mikið brottfall bæti heildar-
frammistöðu þjóða.
Um 45% árgangs íslenskra nem-
enda ljúka ekki eða hefja ekki nám í
framhaldsskóla á íslandi, samkvæmt
niðurstöðum rannsóknarinnai’. „Al-
mennt vii-kar brottfall nemenda til
hækkunar á árangri, þótt við vitum
ekki hversu mikið. Það sem styður
einnig þennan fyrirvara er sú stað-
reynd, að við fóllum niður í 10. sæti
þegar árangur efstu nemendanna er
skoðaður. I hinum löndunum sem eru
í kringum okkur á toppnum er brott-
fallið minna og þeir færast ekki neðar
nema danskh’ nemendur, en þar er
brottfallið 41%,“ segir Einar.
Bjöm Bjamason menntamálaráð-
herra tekur undir að könnunin gefi til
kynna að brottfall nemenda í fram-
haldsskóla sé enn of mikið. „Ljóst er
að við þurfum að vinna gegn því og
við eram líka með áform uppi um það
í sambandi við nýju námskrárnar,"
sagði menntamálaráðherra.
Asta Þorleifsdóttir, formaður Fé-
lags raunfræðikennara, segir að nið-
urstöðurnar komi sér ekki á óvart
miðað við brottfall úr framhaldsskól-
um og hvernig staðið var að prófinu.
Nemendum var frjálst hvort þeii’
tóku þátt í þessu fjögurra klukku-
stunda prófi, sem lagt var fyrir þá
utan skólatíma.
■ Niðurstöður TIMSS/28
Hver dagur
dýrmætur
LOÐNUFRYSTING er nú að kom-
ast í fullan gang og er hrognafyll-
ing komin yfir 15%. Hver dagnr er
dýrmætur í frystingunni og mikið í
húfi fyrir fólk, fyrirtæki og þjóðar-
búið í heild. Allt að 20% verðhækk-
un hefur orðið á frystri loðnu á
Japansmarkaði frá síðasta ári. Skip-
verjar á Hákoni ÞH voru ekki fyrr
búnir að binda skipið í Helguvík en
byrjað var að skoða aflann. Japan-
irnir voru ánægðir með að loðnan
var átulaus og eins voru þeir þokka-
lega sáttir við ferskleika hennar
miðað við 18 tíma siglingu.
■ Lifnar yfir/4
■ Allt að 20%/Cl
-------------
Túnfiskveiðar
í athug’un
VINNUHÓPUR er að störfum á
vegum sjávarútvegsráðuneytis sem
m.a. er ætlað að kanna kosti og galla
aðildar að Atlantshafstúnfiskráðinu
og skila á áliti fyrir lok aprfl.
Hópnum er ætlað að skoða hugsan-
legar túnfiskveiðar íslendinga. M.a. á
hann að meta hvort rannsókna er
þörf og með hvaða hætti stjómun
veiðanna verði best fyrir komið.
■ Erum að meta/C8
Fjármálaráðuneytið undirbýr afnám tvísköttunar á hagnað af rekstri
Auðveldar fyrirtækjum að
ná arði heim frá útlöndum
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ vinn-
ur þessa dagana að ýmsum úrbót-
um varðandi skattlagningu íyrir-
tækja og á framkvæmd skattamála
gagnvart skattborguranum og er
áformað að leggja tillögur fyrir Al-
þingi bæði í vor og á haustþingi.
Gert er ráð fyrir að afnumin verði
svokölluð efnahagsleg tvísköttun á
hagnað af rekstri fyrirtækja. I stað
núgildandi reglu, sem heimilar að
útborgaður arður sé dreginn frá
skattskyldum tekjum þess hlutafé-
lags sem greiðir arðinn, verði því
hlutafélagi, sem fær greiddan arð
frá öðru hlutafélagi heimilt að draga
hann frá skattskyldum tekjum sín-
um.
Gunnar Örn Kristjánsson, for-
stjóri SÍF hf., sagði að núverandi
skattareglur hefðu komið í veg fyrir
að SÍF gæti tekið út arð frá dóttur-
fyrirtækjum sínum erlendis. Afnám
tvísköttunar hefði því veralega þýð-
ingu fyrir fyrirtækið. Skattaregl-
urnar tækju eingöngu mið af fyrir-
tækjum sem væru eingöngu með
starfsemi á íslandi. SÍF hefði hins
vegar gert samning við dótturfyrir-
tækin um ýmiskonar þjónustu og
afnot af vörumerkjum.
Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna hf.,
sagði að þessi breyting skipti veru-
legu máli fyrir fyrirtæki eins og
SH. Miðað við núverandi skattalög
væri í mörgum tilfellum verið að
leggja tvisvar skatt á sömu pening-
ana, þ.e. bæði erlendis og hér
heima. Núverandi skattareglur
hefðu ekki komið í veg fyrir að SH
gæti flutt arð heim frá dótturfyrir-
tækjum á síðasta ári. Það hefði í
raun verið tilviljun að þannig hitt-
ist á, en eins líklegt væri að núver-
andi reglur kæmu í veg fyrir flutn-
ing arðs frá dótturfyrirtækjum á
þessu ári.
Friðrik sagði að stjórnendur SH
hefðu rætt þetta mál við fulltrúa
fjármálaráðuneytisins sem hefðu
sýnt þessum sjónarmiðum skilning.
Hann sagðist því fagna því mjög ef
skattareglum yrði breytt þannig að
komið yrði í veg fyrir tvísköttun á
hagnað fyrirtækja.
Til að þessi breyting leiði ekki til
skattahækkunar er að því stefnt að
skatthlutfall hlutafélaga verði
lækkað, hugsanlega um 3%, og
skatthlutfallið verði 30% eftir
breytinguna. Fram kom á frétta-
mannafundi, sem fjármálaráðherra
boðaði til í gær, að þessar breyt-
ingar eigi ekki að leiða til breyt-
inga á skatttekjum ríkissjóðs. Gert
er ráð fyrir að breytingin taki
einnig til arðs sem greiddur er frá
erlendum fyrirtækjum til hlutafé-
lags hér á landi að uppfylltum þeim
skilyrðum að skattlagning fyrir-
tækja í hinu landinu sé sambærileg
því sem hér gerist. Talsmenn fjár-
málaráðuneytisins segja að með
því að gera arð frá útlöndum skatt-
frjálsan verði íslenskum fyrirtækj-
um auðveldað að ná hagnaði heim.
Verslunarráð fjallar um tvískött-
un fyrirtækja á morgunverðarfundi
í dag.
Hægt verði að afskrifa
viðskiptavild
Þá kemur einnig til álita að lækka
skatthlutfall sameignarfélaga þar
sem samræmi þurfi að vera milli
þess annars vegar og skatthlutfalls
hlutafélaga og skatts af arði í hendi
einstaklinga hins vegar.
í frumvarpi sem leggja á fyrir Al-
þingi er einnig gert ráð fyrir að
heimilað verði að afskrifa viðskipta-
vild en það hefur ekki verið hægt
hingað til.
■ Forúrskurðir/11
Morgunblaðið/RAX
Ránfugl
drepur
dúfu
SKARÐ var höggvið í dúfna-
stofninn í Grafarvogi í gær þeg-
ar stór fugl steypti sér niður úr
háloftunum og drap dúfu í eigu
ungs dúfnabónda sem þar býr.
Dúfunni var hleypt út úr kofa
sínum svo að hún gæti viðrað
sig, en ekki leið á löngu þar til
svangur ránfugl, sem þar átti
Ieið hjá, kom auga á hana.
Dúfnabóndinn og fjölskylda
hans mátti horfa á ránfuglinn
murka lífið úr dúfunni án þess
að geta veitt henni neina björg.
Fuglinn missti reyndar bráð
sína, en dúfan reyndist dauð
þegar að var gáð. Fuglinn sett-
ist á húsmæni skammt frá og
fylgdist með harmi fjölskyld-
unnar sem missti góðan vin. Má
ætla að harmur hafi einnig ver-
ið í brjósti ránfuglsins sem
missti bráðina.
Dúfnabóndinn segir dráps-
fuglinn afar stóran og granar
að þarna hafi verið á ferð örn sá
er haldið hefur sig i Mosfellsbæ
og sést fljúga yfir Grafarvog.
Kristinn Haukur Skarphéðins-
son, líffræðingur á Náttúru-
fræðistofnun, telur líklegra að
um fálka hafi verið að ræða.
Engin dæmi séu þekkt um að
örn hafi tyllt sér á húsþök.
Krókabátar
eftirsóttir
EFTIRSPURN eftir krókabátum er
nú mjög mikil, en framboðið lítið sem
ekkert, hvort heldur sem er í sóknar-
kerfi eða þorskaflahámarki. Þetta
hefur leitt til þess að verð hefur farið
mjög hækkandi. Þorskaflahámarkið
sjálft er komið í 400-450 krónur kflóið
fyrir utan bátinn sjálfan. Fyrii- ári var
þorskaflahámark krókabáta selt á 185
krónur kílóið og á 200 krónur í nóv-
ember síðastliðnum.
■ Þorskaflahániarkið/C2